Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Skipherrar Landhelgis- gæzlunnar sæmdir riddarakrossi Forseti íslands hefur sæmt eftirtalda Islendinga riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu: Frú önnu Þorsteinsdóttur, formann kvenfélagsins Líknar í Vestmanna- eyjum, fyrir störf að líknar- og félags- málum. Frk. Bjarney Samúelsdóttur, hjúkr- unarkonu, fyrir líknar- og hjúkrunar- störf. Finn Frímann Kristjánsson, kaup- félagsstjóra Húsavík, fyrir atvinnu- og félagsmálastörf. Séra Guðmund Sveinsson, skóla- meistara Fjölbrautarskólans, fyrir uppeldis- og fræðslustörf. Guðjón Ármann, bónda á Skorrastað í Norðf jarðarsveit, fyrir störf að Búskapar- og félagsmálum. Hafstein Guðmundsson, bókaútgefenda og fv. prentsmiðjustjóra, fyrir menn- ingarstarf á sviði bókaútgáfu. Hannes Pálsson fv. forstjóra HamPiðj- unnar hf., fyrir störf að uppbyggingu veiðarfæraiðnaðar á Islandi. Jónas Jónsson, framkvæmdastjóra Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar, hf., fyrir störf að sjávarútvegsmálum. Séra Þorgrím V. Sigurðsson, fv. prófastá Staðarstað, fyrir embættis- og fræðslustörf. Ennfremur eftirtalda skipherra Landhelgisgæzlunnar, alla riddara- krossi, fyrir landhelgisstörf. Guðmund Kjærnested, Gunnar H. Ölafsson, Sigurð Þ. Árnason, Þröst Sig- tryggsson, Helga Hallvarðsson, Bjarna Ö. Helgason Sigurjón Hannesson, Höskuld Skarphéðinsson. Hluti af starfsliði verzlunarinnar frá vinstri: Öthar Ellingsen forstjóri, Óttar B. Ellingsen, Jónatan Guðmundsson, Guðmundur Jónsson verzlunar- stjóri, Ragnar Engilbertsson, Björgvin Björnsson, Sigtryggur Jónsson skrifstofustjóri, Steingrímur Ellingsen. 60 ár síðan norski skipa- smiðurinn opnaði veiðar- færaverzlun hér á landi ÞaB kemur vist fæstum á óvart þótt veiöarfæraverzlun nái háum aldri og eflist aö vexti og viögangi hjá annarieins fisk- veiöaþjóö og Islendingum. En nú eru semsé liðin 60 ár frá þvi hin gamalgróna verzlun ELLINGSEN, eöa Verzlun O. Ellingsen hf. var stofnuö — og nokkru fyrir þann merkis- áfanga flutti verzlunin i nýtt og glæsilegt húsnæöi út á Granda, enda hefur útgerð öll fært sig þangaö frá hinni gömlu Reykja- vikurhöfn, þar sem Ellingsen var um 57 ára skeið. Þaö var norskur skipasmiöur, Othar Ellingsen, sem stofnaöi verzlunina. Hainn kom hingaö til lands ásamt^ konu sinni frá Noregi áriö 1903 — og áriö 1916 stofnaði hann veiöarfæraverzl- un i Kolasundi, en áriö eftir flutti hann verzlunina I nýtt hús- næöi að Hafnarstræti 15. Othar Ellingsen veitti verzlun sinni f orstööu til dauöadags áriö 1936 — en þá var stofnað hluta- félag i eigu fjölskyldu hans um reksturinn, og sonur hans, Oth- ar, tók viö forstöðu þess félags. Hann hefur annazt reksturinn siöan. Eins og fram hefur komið og flestir vita, hefur verzlun O. Hið nýja húsnæði verzlunarinnar við Ánanaust á Grandagarði. Ellingsen frá upphafi selt sjó- mönnum og útgeröarmönnum veiðarfæri hverskonar, en einnig fatnað , áhöld og flest annað, sem þeim er þörf á viö sjómennskuog útgerö. Auk þess hefur verzlunin alla tlö selt málningu, bæöi skipamálningu, og til annara nota. Til gamans má geta þess, aö i dag er að finna á boðstólum Ellingsen yfir 6000 vörutegundir frá 5—600 framleiöendum. 30 mannsstarfahjá verzluninni og hinum ýmsu deildum hennar og af þeim hópi hafa niu manns starfaö i meira en 30 ár hjá fyr- irtækinu. Segir þaö siha sögu. Sumardvalaheim- ili samvinnu- manna opið öllu ferðafólki Bifröst I Borgarfirði hefur um nokkurn aldur verið aðsetur Samvinnu- skólans, auk þess sem þar hefur verið rekið sumar- hótel fyrir gangandi og gest. Siðastliðið sumar var horfið frá því ráði að reka þar hótel á hefðbundinn hátt, en starfseminni fund- inn annar farvegur. Dagana 15. — 19. júní s.l. var blaðamönnum frá dag- blöðunum gefinn kostur á að kynna sér hinn nýja rekstur með dvöl á sumar- heimilinu og viðræðum við forráðamenn. Þar sem hér er um verulega nýjung að ræða i ferða»og dvalar- málum okkar, þykir rétt aö rekja bæði framkvæmdir, sem þegar eru orðnar að veruleika, svo og hugmyndir, sem forráðamenn létu uppi. Við skulum þá gefa þeim Hall- dóri Oskarssyni, afgreiöslumanni og vara-hótelstjóra og Guövarði Gislasyni, yfirbryta, orðið: „Fyrst og fremst stefnum viö á orlofsdvöl einstakra fjölskyldna sagði Halldór,” en við gefum einnig kost á ráöstefnum, og tök- um á móti ferðahópum, ef fyrir- vari er nokkur. Nafn fyrirtækisins er Sumar- heimili samvinnumanna, en það þýðir alls ekki að aðrir séu ekki einnig velkomnir. Samvinnu- mönnum er aðeins gefinn kostur á, að sækja um orlofsdvöl með 2ja mánaða fyrirvara, eða mánuði fyrr en öðrum, en aðrir gestir hafa mánaðarfyrirvara um um- sóknir, eftir þvi sem til vinnst. „ Skipulagið er þannig, að við leigjum 2jaog:3ja manna herbergi sem kosta 6300 kr. á mann i viku. Herbergjunum fylgja auð- vitað rúmföt, handklæði og sápa, en dvalargestir þurfa að hirða herbergin sjálfir. Þá höfum við einnig aðstöðu fyrir börn, sem dvelja með foreldrum sinum, s.s. dýnur eða barnarúm. Ekki er krafizt sérgjalds fyrir börn undir 8 ára aldri, en eldri börn greiða hálft fæðisgjald og kr. 1000 fyrir sina aðstöðu. önnur aðstaða. Dvalargestir hafa hátalara á herbergjum og geta hlýtt á út- varp meðan útvarpaö er, sérstakt sjónvarpsherbergi er og á neðstu hæð. Þá hafa menn aðgang að gufubaði og steypiböðum, Iþróttasal, bókasafni og vel bún-» um setustofum. Leikvöllur fyrir börn er fyrir hendi og verzlun með ferðavörur o.s.frv. Við brottför eiga dvalargestir aö skila rúmfötum og handklæð- um I afgreiðsluna fyrir kl. 10 brottfarardag, eða eftir nánara samkomulagi. Herbergin eru af- hent gestum kl.4 siðdegis.” Og nú tók yfirbryti, Guðvarður Gislason til máls: „Skipulag okkar á mataraf- greiðslu er þessi: Dvalargestir fá mat og kaffi afgreitt i raðaf- greiðslu og skila matarilátum að loknu borðhaldi á vagn, sem er i matsalnum. Morgunverður er framreiddur á hlaðborð, þar sem fólk getur valið um ýmsa kosti að vild. 'Tvær heitar máltiðir eru framreiddar daglega og einrétt- að, sem svo er kallað. Við leggjum áherzlu á að hafa notalegan heimilismat en ekki venjulegt hótelfæði. Kaffi með brauði er svo til reiðu tvisvar á dag, á ákveðnum timum. Dvalargestir geta keypt sér matarkort, sem er ávisun á 7 máltiðir og 10 morgunverði eða siðdegiskaffi og brauð. Þessu geta gestir ráðstafað að vild, en kortin eru ekki bundin við nöfn. . Þessi kort kosta kr. 6000 og það er um 40% afsláttur frá þvl verði, sem annars er á matstofunni. Sala matarkorta er ekki ein- vörðungu bundin við dvalargesti hér á heimilinu. Þannig geta þeir, sem þess óska fengið keypt þessa þjónustu, og nota sér ýmsir, sem annaðhvort tjalda I nágrenni eða dvelja um stund I orlofshúsum nærhendis. Það er metnaður okk- ar að visa fólki ekki frá, sé nokkurs annars kostur. Þá látum við einnig matarpakka i té, eink- um dvalargestum, sem hyggjast ferðast um nágrennið daglangt.” Aðspurðir um frekari fyrirætl- anir, sögðu viðmælendur blaða- manna, að þeir vildu fyrst og fremst reisa starfsemina og framhald hennar á reynslu og væri auðveldara að bæta við að- stöðu dvalargesta smátt og smátt, ef þurfa þætti. Bent var á, að nokkur þörf væri á að fólk gæti fengið kort af um- hverfinu, nægilega glöggt, til þess að visa á gönguleiðir og forvitni lega staði i nágrenninu, einnig um möguleika á að fá veiðileyfi i Hreðavatni, sem er gott silungs- vatn. Heildaráhrif. Aldrei hefur þótt kurteisi að skoða tennur i skenktum hesti, en ég hygg að dvalarheimilið standi fullkomlega undir þvi, þó svo væri gert. Athygli mátti vekja, hve öll af- greiðsla gekk fljótt og hljóðlaust og spillti þar ekki um alúölegt við mót starfsfólksins.hvers sem var. Þetta sýnist vera samvalinn hóp- ur, sem setur metnað I að leggja sitt af mörkum, til þess að störfin megi sem bezt úr hendi fara. Þvi ber að fagna þessari nýju starfsemi og vænta þess, að henni megi vel farnast. O.Sig-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.