Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 5
alþýðu- blaöíð Þriðjudagur 22. júní 1976 ÚTLÖND 5 Helgarúrslit KR—IBK 1—2. Mark KR, Arni Guðmundsson. Mörk tBK. Guðjón Guðjónsson ÍA—Vikingur. 0—1 Mark Vikings,óskar Tómasson. FH—Breiðablik. 0—1 Mark Breiðabliks, Hinrik Þór Halls- son. K.A. ræður til sín framkvæmd- arstjóra Knattspyrnudeild K.A. hefur nýlega ráðið til sin fastan starfsmann, framkvæmdar- stjóra, sem sjá mun um dagleg- an rekstur deildarinnar. Fram- kvæmdarst jórinn, Hörður s Hilmarsson, mun hafa aðsetur i Lundarskóla, en þar hefur deildin opnað skrifstofu. Mark- miðið með rekstri slikrar skrif- stofu er m.a. að auka samband milli iþróttafélagsins og bæjar- búa, einkum þó forráðamanna þeirra ungmenna sem iðka knattspyrnu á vegum félagsins. Er þess vænzt að aðstand- endur knattspyrnufólksins svo og aðrir sem áhuga hafa setji sig i samband við skrifstofuna og gagnrýni það sem miður fer i starfsemi deildarinnar og/eða bendi á það sem vel er gert. A skrifstofunni verða seldir ýmsir munir sem K.A. hefur látið gera með merki félagsins, s.s. bilmerki, limmiðar, veifur, prjónar, bolir o.fl. Skrifstofan verður opin þriðjud. og fimmtud. kl. 14—16 og miðvikud. kl. 10—12. Siminn er 19788. Kalott keppnin haídin hér á landi í fyrsta skipti Hin árlega Kaiott keppni I frjálsum iþróttum milli Islands, N-Noregs, N-Sviþjóðar og N- Finnlands fer fram hér á landi i fyrsta sinn i sumar. Iþróttafólkið sem keppir á þessu móti er allt búsett fyrir norðan 63 gr. n.br. Hjá frænd- þjóðum okkar er ibúatalan um 500 þúsund i hverju landi, þannig að Islendingar allir eru aðeins hálfdrættingar hvað ibúatölu snertir. 1 fyrra sigraði Island i keppn- inni i fyrsta sinnog fékk 328 stig. Noregur varð i öðru sæti með 301,5 stig, Finnar i 3. sæti og Sviar i fjórða. Að þessu sinni koma um 170 erlendir keppendur til leiks. Mun þetta vera fjölmennasta mót með þátttöku erlendra keppenda sem haldið hefur verið hér á landi. Keppendur á mótinu munu verða rúmlega 200. Með keppendum koma um 150 áhorfendur aðallega frá Noregi. Ættu islenzkir áhorf- endur ekki að láta sig vanta þvi keppnin verður mjög spennandi og stefnir landslið Islands i frjálsum iþróttum að sjálfsögðu að þvi að verja sæti sitt frá þvi i fyrra. Þegar börnin hrópuðu: Vald! Blóðbað fyrir dyrum? Fjöldaaftökur Fyrri atburðirnir voru þegar lögreglumenn skutu á svarta mótmælagöngu i Carltonville i september 1973, þegar 11 námu- verkamenn voru drepnir — og Sharpville-aftökurnar árið 1960. Þá drápu hvltir lögreglumenn 69 svertingja. 1 Charlton var verið að mótmæla lágum laun- um, en I Sharpville mótmæltu þeldökkir reglugerðum um skyldunotkun vegabréfa, sem hefur i för með sér verulegar ferðahömlur svartra. Tiu þúsund skólabörn tóku þátt i mótmælagöngunum á miðvikudag — en sú ganga var hámark mótmælanna gegn kennslu á afrikönsku. Meira en 2000 börn hafa I heilan mánuð neitað að sækja skóla I Sowet til að mótmæla þessari reglugerð. 300 lögreglumenn réðust gegn göngu barnanna. Börnin tóku á móti, og að sögn yfirmanna lög- reglunnar þar i borg „reyndist nauðsynlegt að beita skotfærum — lögreglumönnum tilvarnar.” Vald! En þótt þetta hafi að nafninu til verið mótmæli gegn þessari nýskipan kennslumála, þá fer ekki á milli mála að þau endur spegli byrjandi uppreisn þel- dökkra gegn minnihluta hvita þar I landi, og sjónarvottar að ó- eirðunum I Soweto segja að börninhafireitt kreppta hnefa á loft og hrópað: „Svart vald” — eða þá einasta „Vald!” Eitt hinna felldu skólabarna borið burt. Þegar svo var komið skarst lögreglanileikinn, taldi eflaust öryggi landsins ógnað — og minnugir þess hvað er að gerast I Ródesiu réðust þeir til atlögu gegn börnunum. Að skothriðinni lokinni fýrir- skipaðilögreglan öllu hvitu fólki að yfirgefa Soweto, sem er stærsta borg landsins, stór verkamannaútborg frá Jó- hannesarborg, byggð einvörð- ungu svörtu fólki, sem vinnur þjónustustörf fyrir hina hvitu ibúa Jóhannesarborgar eða i námum. Fréttir hermdu að hvítur embættismaðurhafi verið dreg- inn út pr bil sinum i Soweto og stunginn mörgum rýtingsstung- um — og þegar sögur heyrðust af þvi neituðu hvitir bilstjórar sjúkrabifreiða að aka inn i Soweto. Síðan á miðvikudag hefur Soweto nánast verið lokuð borg. Lögregla og herlið gæta út- gönguleiða frá borginni, og eng- um hvitum mönnum er veittur aðgangur að henni, og engum blaðamönnum, hvorki hvitum né svörtum. Ottiyfirvaldanna iPretóriu er augljós. Þau halda að nú sé að vakna sá risi, sem svarti kyn- flokkurinn i landinu er, og muni krefjast réttar sins. Suð- ur-Afrika er siðasta vigi hvits minnihluta i Afriku þar sem all- ir telja að timaspursmál sé hvenær stjórn Ians Smiths i Ródesiu forðar sér yfir landa- mærin til Suður-Afríku. mundaði 1 gær bárust fréttir af nýjum mótmælum þeldökkra nálægt Jóhannesarborg i Suður-Afriku sem leiddu til þess að lögreglu- menn felldu fjóra og særðu auk þess fjölmarga, en i siðustu viku brutustút óeiröir i þessum nýja suðupotti álfunnar. A miðvikudaginn skutu lög- regluþjónar á hóp óvopnaðra skólabarna, sem voru að mót- mæla nýrri tilskipun þess efnis að framvegis skuli helmingur námsins fara fram á öðru hinna tveggja opinberu tungumála rikisins, afrikönsku, en hinn helmingurinn á ensku. Afrikanska er hollenzk mál- lýzka, það mál, sem innfæddir hvitir hafatalaðoghefuralla tið verið hið opinbera tungumál rikisins. Nú er enska hins vegar að taka við á flestum sviðum, en haldið er fast i að afrikanska deyi ekki út. Að minnsta kosti sjö manns létu lifið I óeirðunum á miðviku- daginn, þar á meðal voru tvö skólabörn, sem lögregluþjónar skutu til bana, og tveir þeldökk- ir lögreglumenn. 40 manns særðust I þessum átökum. Atburðir þessir urðu i borg- inni Sowet, sem er hin dökka systurborg Jóhannesarborgar — og þeir rifja upp aðra liðna atburði, sem eiga ef til vill eftir að draga dilk á eftir sér. „Svinin hafa skotiö aftur” hrópuöu þúsundir hvitra stú- denta i Jóhannesarborg á fimmtudaginn, 17. júni, þegar fréttist af skotárásum hvltrar lögreglu á svört börn I Soweto. „Við stöndum með ykkur Soweto” stóð á sumum spjöldum sem skóla- nemarnir báru, og „Drepið ekki börnin!” stóð á öðrum. Um gervalla nágrannabyggð Jóhannesarborgar greip um sig ókyrrð þegar frétttist af að- gerðum lögreglunnar I Soweto, og dómsmálaráðherra landsins, Jimmy Kruger fyrirskipaöi aö sérstakar liðssveitir sér- þjálfaöra hermanna sem æfingu hafa hlotiö í baráttu við skæru- liðasveitir, skyldu vera á varö- stöðu allan sólarhringinn. Lögregluþyrlur vörpuðu tára- gassprengjum yfir mótmæla- göngur og mótmælafundi og sums staðar lenti i ryskingum milli stúdenta og iögreglu. Blóðbað. Þetta eru fyrstu meiriháttar uppþotin I Suður-Afriku um nokkurra ára skeið, og menn hafa áhyggjur af þvi að stutt sé I blóðbaö. Lögreglan þar I landi er þekkt fyrir að vera blóðþyrst þegar þeldökkir eiga i hlut, ekki er talið að þeir veröi mildari við þá hvitu landsmenn sem leggja réttindabaráttu dökkra lið. Þetta er mikið áfall fyrir John Vorster, sem nú á að hitta Kissinger i Þýzkalandi, þar sem staða Vorsters forsætisráðherra er nú harla veik þegar til samningaviðræðna kemur. Kissinger ætti e'kki að veitast erfitt að benda ráðherranum á hver örlög biði hans og stjórnar hans ef ekki verði látið undan kröfum þeldökkra. En I Suður-Afríku og reyndar um allan heim eru menn uggandi um að ráðamenn reyni að berja þennan mótþróa niður þegar I byrjun á svo hastar- legan hátt, að það eigi að kenna öðrum negrum hver staða þeirra sé I rikinu. Slikt blóðbað er ástæða tii að reyna að hindra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.