Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 13
alþýóu- blaóió Þriðjudagur 22. júní 1976 13 ÚR DAG- BÓK BLAÐA- MANNS Hvert eiga menn að snúa sér i tilfelli sem þessu? Að minu áliti kemur ekki til greina annað en gera þetta opinbert. Þvi ber að hafa sam- band við Neytendasamtökin eða Heilbrigðiseftirlitið. Þegar um er að ræða matvæli eru þessir aðilar þeir sem hafa ber sam- band við. Ég tala nú ekki um ef svo jafnvel fyrirtækið hefur áður fengið aðvörun. Einhvernveginn hef ég þaö á tilfinningunni að fólk hugsi sem svo ef það fær gölluð matvæli aö þetta hljóti að vera i lagi, þetta hafi verið slys og ekki ástæða til að gera veður út af þvi. Og vissulega hlýtur það að vera rétt að hér hafi verið um slys að ræða. En þegar þau eru orðin nokkur stór eða óeðliiegamörg þá er eitthvað að. Þvi miöur eru það ofmargir sem vilja gleyma þvi að það er ekki aðeins eiginn hagur heldur einnig annarra. Ég minntist hér áðan á blöðin. Það er einkennilegt hversu margir það eru sem eru ragir við að gefa blaðamönnum upp- lýsingar, þó svo að vissulega hafi það stórlega lagast. Menn gera sér i æ rikara mæli grein fyrir hlutverki blaðanna og þeim áhrifamætti sem þeim fylgir. Fólk er farið að sjá að það eru blöðin sem veita stjórnvöldum bezt aðhald. Hér á ég við blöð sem ekki aðeins eru prentuð i tima og ótima til þess eins að eyða pappir. Jón Einar Guðjónsson. Hér virðist hafa verið notað snjallræði norsku stelpnanna, sem frá segir i fremur stráks- legu kvæði, þegar þær töldu sig vilja halda áleitnum drengjum utan dyra: „Húsinu læstu piur með hálmstrái og prjón Efalaust eru góð ráð dýr i þessum efnum, en sýnt er, að þau, sem hingað til hafa verið nýtt eru litils eða einskis virði. Sé það eitthvað annað en sýndarmennska, að afhjúpa eigi þá glæpamenn, sem hér leika lausum hala, verður að gripa til nýrra ráða, áöur en allt rennur út i tómleikann. Hvers vegna reyna rannsókn- arm. ekki að hagnýta sér getu og reynslu dugandi fréttamanna fjölmiðlanna, til þess að afla sem viðtækastra upplýsinga? Meðferð þeirra upplýsinga yrði svo að samráðum allra aðila, og þyrfti þar ekkert að ganga úr- skeiðis ef vilji er fyrir hendi. Hulan, sem hingað til hefur ver- iö dregin yfir rannsóknirnar, likist ekki öðru fremur en atferli hins fræga ráðsmanns, sem hallaði aftur hlöðuhurðunum þar sem búsmalinn var að gæða sér á heyinu, aðeins til þess að gestir og gangandi sæju ekki ó- sómann.' Yfirvöld mega vita, að þolin- mæði fólks er endanlega þrotin vegna þeirrar einstöku hrak- fallakeðju, sem einkennt hefur frá upphafi þessar glæpamála- rannsóknir. Oddur A. Sigurjónsson Mishátt fargjald hjá tveim leigubílstjórum á sömu leið Hver er skýringin? Síöastliðinn þriðjudag bregða okkur úr bænum, þurftum við hjónin að og beðið var um leigubíl hjá Hreyfli. Bíllinn kom á umbeðn- um tíma og ekið var frá Skjólbraut 18 í Kópavogi á umferðamiðstöð B.S.I. Ekið var á taxta 2. Gjaldmælir sýndi kr. 790, sem var umyrðalaust greitt, að sjálfsögðu. Föstudagskvöldið síð- asta komum við aftur á umferðamiðstöðina og fengum bíl frá B.S.R., sem ók okkur heim nákvæmlega sömu leið til baka. Einnig var ekið á taxta 2. V ið leiðarlok sýndi gjaldmælir kr. 580, og að- spurður sagði bílstjórinn, að nýlega hefði gjald- mælir bifreiðar hans ver- ið athugaður og reynzt réttur. Nú er spurningin: Hvernig er hægt að skýra þennan mikla mismun? Fram að þessu hefur maður haldið, að ekki skipti máli i hvora áttina ekiö er, þeg- ar sama leið er farin og á sama taxta. Fróðlegt væri að fá svar, sem að sjálfsögðu er rúm fyrir hér i blaöinu, og jafnframt gæti verið ihugunarefni fyrir far- þega, sem þurfa verulega mikið lengri leið, við hvaða stöð er rétt að skipta. Oddur A. Sigurjónsson. ou- Er hægt að segja fyrir um eldgos? Þetta er upphaf eldgossins i fjallinu Tolbachik, sem sóvéskir visindamenn spáðu að myndi hefj- ast iseptember sl. Spádómurinn reyndist rétturl og gosiö er það stærsta á þessari öld. Við sem byggjum þetta eld- fjallaland veltum þvi oft fyrir okkur hvort ekki sé unnt að segja fyrir um eldgos meö nokk- urri vissu. Hingað til hefur verið sagt fyrir um gos i eldfjöllum sem eru nokkuð jafnvirk þaö er gjósa meö nokkuð vissu milli- bili, en slikar spár eru sjaldnast ýkja nákvæmar. Eldfjalliö get- ur ýmist farið of snemma af stað eða of seint eins og raunin er nú á með Kötlu. En nú ekki fyrir löngu heppn- aðist sóvézkum visindamönnum að segja fyrir um gos i löngu út- slokknuðu fjalli, Tolbachik á Kamtsjaka skaganum. Þvi voru jarðfræðingar til staðar þegar fyrsta eld-og reykjarsúlan steig upp af fjallinu. Það voru jarðskjálftamælar, sem mynda þétt net á þessu svæði, sem gáfu til kynna að eitthvað væri i vændum. Og það var það svo sannarlega, eldgos- ið sem hófst i september siðast- liðnum er það kraftmesta sem orðið hefir á þessari öld. FRAMTIÐ- \ ARFARAR- TÆKI Fyrirtækin Siemens og Dúwag I Þýzkalandi hafa hafið tilraunir með nýtt samgöngu- tæki, sem ætlaö er aö leyst geti af hólmi bæði sporvagna og neð- anjarðarlestir. Er hér um að ræöa nokkurs konar svifbrautir, likt og notað- ar hafa verið um áraraðir sem skiðalyftur i háfjöllum. Nú á timum, þegar mikið er rætt um þrengsli, hávaða og mengun i stórborgum, er ekkert liklegra en að menn taki farar- Einn af svifvögnum Siemens og DUwag. tækjum þes þessum opnum örmum, þvi þau fara mjög hljóðlega og senda engin eitur- efni út i andrúmsloftiö. Sumum mun nú samt ef til vill finnast þau vera heldur sein i svifum, en áætlaður hraði þeirra er 35 km/klst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.