Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 9
VETTVANGUR 9 alþýóu- blaöió Þriðjudagur 22. júní 1976 EIMILI 1 starfað hérna, hafa verið mér geysilega lærdómsrik, hélt Andrea áfram. Það sem er eftirtektarverðast er, hvað þessi börn eru alltaf glöð. Hér sést aldrei ólundarsvipur á neinum, og það er alveg sama hversu litið er gert fyrir þau. bað vekur allt jafn mikla gleði og ánægju. Þá er alveg ótrúlegt hvað þau eru dugleg að spjara sig á eigin spýtur, og hjálpa hvert öðru. Ef einhvern vantar hækjur eða eitthvaðannað, eru allar hendur á lofti, til að hjálpa þeim sem þarf þess með.” Það er ýmislegt fleira sem vekur furðu og jafnvel aðdáun þeirra sem annast þessa litlu anga. Til dæmis þurfa fötluð börn að vera meira og minna fjarverandi frá heimili og for- eldrum sinum. Þau eru i sjúkra- þjálfun e.t.v. á spitölum og svo koma þau hér til 3 mánaða dvalar eins og fyrr sagði. En það er aldrei hægt að merkja á þeim að þau taki þessa fjarveru nærri sér, og verði miður sin. Þvert á móti virðast þau alveg sætta sig við þetta. imt Trúa því/ að þau verði heilbrigð. „Vitaskuld er það þungt á metunum, aðbörnin trúa þvi og treysta að þau séu hérna hjá okkur til að fá hjálp og með timanum verði þau frjáls og heilbrigð, eins og önnur börn. Það er ósjaldan sem við heyrum ERU ALLTAF GLÖÐ Aos- tar- °9 íar- tluð íðan um rert, t og snn. Irea hún ár. að 5Ótt- yrir lana arf- líf- nar- aug- i ein- eftir ra i rsins llega undi. íissa i að ægis- þau tala um slika hluti, og eru , það einkum eldri börnin sem eru altekin framtiðarvonum.” ,,En hvernig finnst þér börnin taka þvi, þegar þau komast að þvi að vonir þeirra um bata verða ef til vill að engu?” ,,Ég hef nú ekki haft tök á að fylgjast náið með þvi. Eins og þú sérð, eru þetta frekar ung börn sem eru hérna en það er ekki fyrr en á unglingsárunum og siðar sem grunur um slikt fer að gera vart við sig. Þau þurfa rétta meðhöndlun frá fæðingu „Það sem vantar tilfinnanleg- ast hér, er þessi margumtalaða greiningarstöð, sem við erum búin að biða eftir i langan tima, en ekkert bólar á enn. Með til- komu hennar væri hægt að taka börnin fljótlega eftir fæðingu, greina sjúkdóm þeirra og veita þeim rétta meðferð frá upphafi Þá fengju foreldrarnir leiöbein- ingar um rétta meðhöndlun, svo sem að láta börnin ekki liggja alltaf á sömu hlið eins og oft vill verða, eða láta þau stirðna i hjólastólum. Það fer stór hluti af dýrmætum lima þeirra hér i að liðka þau og styrkja, enda eru sum þeirra talsvert kreppt þegar þau koma i fyrsta skipti. „En aðalatriðið er að byrja eins snemma með þau i æfing- Sigurður Örn Svavarsson: Langskemmtilegast að fara á hestbak. um og unnt er. Þá þarf þetta ekki að verða svona slæmt.” Vantar tilfinnanlega skóla fyrir fötluð börn. Aðspurð sagði Andrea, að þá vantaði einnig tilfinnanlega skóla fyrir fötluð börn. Sá áfangi öskjuhllðarsk. sem bú- inn væri, nefði verið tekinn til þessara nota og rúmaði hann 120 nemendur. „Þó að það beri að þakka þessa ráðstöfun, eru margir óyfirstiganlegir erfiöleikar á þvi að nota þetta húsnæði til kennslu fyrir hreyfilömuð börn, sagði Andra enn fremur. Bygg- ingin er alls ekki hönnuð með tilliti til sliks og það veröur t.d. að bera hjólastóla upp stiga o.s.frv. Það sem þarf, er skóli sem er sérstaklega byggður með tilliti til slikra nota. ..Við erum alls ekki að fara lramá að fötluð börn fái nein sérréttindi, sagði Andrea að lokum. Það eina sem við biðjum um, er að þau fái að njóta sömu réttinda i þjóðfélaginu og jafn- aldrar þeirra sem heilbrigðir eru.” Ungi maðurinn á myndinni hér að ofan heitir Sigurður örn Svavarsson og er niu ára gamall. llann sat og var að verma sig i sólinni, þegar okkur bar að garði og kvaðst hann al- búinn 'ið rabba við okkur svo- litla stund: ,.Jú. það er voða- lega gaman að vera hérna og leika sér allan daginn. Það sem tnér þykir skemmtilegasl er að fara i sund og leika i sandinum. Svo fæég lika að fara á hestbak. og það er langskemmtilegast al öllu." Þegar krakkarnir sáu að það var eitthvaö merkilegt á seyði hjá Sigurði, þyrptust þau að okkur og auðvitað vi'du allir láta taka af sér myndir. Sér- staklega var ein litil dama Hulda að nafni, sem hafði sig i frammi og vildi vita öll deili á þessum aðskotadýrum. En Sigurður var fljótur að sjá við henni: „Heyrðu kona. Þú skalt ekkert vera að merkja við hana Huldu i bókina þina. Hún er sko alveg ómöguleg. enda er hún bara stelpa. En ég veit þess dæmi, að ungu fólki hefur reynzt þetta nær ó- bærilegt og hefur ekkigetað sætt sig við orðið hlutskipti. Þetta kemur fram á ýmsan hátt, al- veg eins og hjá öðrum ungling- um, sem eru einhverra hluta vegna ekki ánægðir með lifið og tilveruna. En hér erum við komin að öðrum hlut, sem er unglingavandamálið, eins geig- vænlegt og hað er i dag. En það þarf vissulega ekkiað leita lengra en hing&ð, til að sjá og skilja hve mjög börnin þrá að verða heilbrigð, og hvað þau leggja sig fram bæði i leik og starfi, ef svo má að orði komast til að ná sem beztum árangri.” 1 þessu bar Andreu að, þar sem við sátum og vorum að rabba saman. Og það var greinilegt að krökkunum þótti ekki verra að fá hana i hópinn, þvi þau þyrptust að henni, til að ræða þau mál sem þeim lá mest á hjarta þessa stundina. Þau vildu fá að vita hvenær þau fengju að fara i sund, hvenær yrði næst farið á hestbak. o.s.frv. o.s.frv. Þá var ekki látið undir höfuð leggjast að ræða fvrirhuguð ferðalög i sumar og þáö var auðséð að tilhlökkunin skein úr hverju andliti. Og fyrr en varði vorum við, sem áður hotðum vakiö svo mikla athygli. gleymd og sáum okkur vænst að hypja okkur heim á leið. eftir að hafa kvatt þennan glaða hóp. —JSS— ■nawn.. .....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.