Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 10
10 N —Einn hamborgara, eina kók og fjóra vatn og brauð. - SÞ bjóða styrki Sameinuðu þjóðirnar bjóða fram styrki til rannsóknar á ýmsum málefnum er varða mannréttindi. Styrkirnir eru einkum ætlaðir embættismönnum er vinna að málefnum á sviði mannréttinda. Sérstök nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna velur styrk- þega úr hópi umsækjenda og metur upphæð styrksins I hverju tilfelli. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. júli n.k. Nánari upplýsingar fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 21. júni 1976. _________ Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymsiulok á Wolkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi meö dagsfyrirvara fvrir ákveðið verö. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. TI-1200 án minnis ÍVerð- s LÆKKUN Texos Instruments sif RAFREIKNAR TI-1250 Meö minni KR. 5.015 ÞÓR^ SÍMI BnSOO-ARMtlLATl J Ferðafélags- ferðir Miövikudagur 23. júni kl. 20.00 Gönguferð að Tröllafossi og um Haukafjöll. Auðveld ganga. Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Verð kr. 700 gr. v. bflinn. Föstudagur 25. júni 1. kl. 8.00 ferð til Drangeyjar og um Skagafjörð (4 dagar) 2. kl. 20.00 Þörsmerkurferð 3. kl. 20.00 ferð á Eiriksjökul. Sunnudagur 27. júni kl. 9.30. Ferðum sögustaði Njálu undir leiðsögn Haraldar Matthias- sonar menntaskólakennara. Farmiðasala og aðrar upplýs- ingar veittar á skrifstofunni öldugötu 3 s. 11798 og 19533. Ferðafélag íslands. Liggur Dér eítthvað á hjarta Hafðu þá samband við Hornið Þriðjudagur 22. júní 1976 biaöíð HVERS EIGA BLESSUÐ BÖRNIN AÐ GJALDA? Fullorðnir virðast alltaf hafa jafn gaman af frumlegum utskýringum barna á ýmsum hlutum, t.d. hvernig börnin verði til og liffræðilegum mis- mun kynjanna, svo eitthvað sé nefnt. En þeir hafa aftur á móti ekki alltaf eins gaman af, að leggja það á sig að skilja mál barnanna og svara eilifum spurningum þeirra um allt milli himins og jarðar. Spurningar barna eru eins fjölbreytilegar og þær eru margar, og þau spyrja vegna þess að þau verða að fá svar við þvi sem þau eru að brjóta heilann um. Hver kannast ekki við spurningar svipaðar þess- um: Hvers vegna heitir þetta sól á daginn, en tungl á nótt- unni? Af hverju sér Guð ekki hvað börnin i Vietnam eiga bágt? Hvers vegna reykir full- orðna fólkið þó það viti að það getur dáið af þvi? Af hverju verða pappi og mamma reið þegar maður spyr...? FRAMHALDSSAGAN Það er ekki oft, sem hlaupandi fólk vekur athygli á flugvöllum, en þessir fjórir stukku svo skyndiiega af stað, að margir horfðu steinhissa á eftir þeim. Kelp og Greenwood og Chefwick gerðu það lika, en svo lögðu þeir einnig af stað, ailir i hóp til að ráðgast um. A meðan gengu Dortmunder og majórinn eftir ganginum, og Dortmunder var að leita að her- bergi, sem enginn væri i, til að losa majórinn við demantinn og majórinn var að lýsa allri fátækt- inni I Talawbo, um iðrun sina yfir að hafa reynt að blekkja Dort- munder og þvi hvað hann langaði til að bæta fyrir brot sitt. Rödd lengst i burtu hrópaði: „Dortmunder! ” Dortmunder þekkti, að þetta var rödd Kelps, leit við og sá tvo svertingjana koma hlaupandi i áttina til sin, másandi og rekandi sig á menn, sem stóðu og gláptu á tollstofuna. Majórinn ætlaði að slást í flokk hlauparanna, en Dortmunder tók um handlegg hans og hélt aftur af honum. Hann leit umhverfis sig og beint fram undan var lokuð, gullin hurð, sem á stóð „Að- gangur stranglega bannaður” með svörtu letri. Dortmunder opnaði dymar, ýtti majórnum inn og elti hann svo, og nú stóðu þeir á óhreinu gráu teppi. „Ég sver yður, Dortmund- er...” sagði majórinn. ,,Ég vil enga svardaga. Ég vil fá demantinn.” „Haldið þér, að ég sé með hann á mér? ” „Það hafið þér. Þér sleppið honum ekki úr augsýn, fyrr en þér komið til Talawbo. ”Dort- munder dró byssu Greenwoods upp og stakk hlaupinu i magann á majórnum. „Það tekur lengri tima, ef ég þarf að leita á likinu.” „Dortmunder-” „Haldið kjafti og komið með demantinn! Ég má ekki vera að þvi að leika mér.” Majórinn leit á Dortmunder og sagði: „Ég skal borga alla peningana, ég skal— ” „Þér skulið deyja! Látið mig fá demantinn!” „Já, já!” Majórinn var orðinn dauðskelkaður. „Takið hann,” sagði hann og dró svarta flauels- hylkiðupp úr vasanum. „Geymið hann, þvi að það eru ekki aðrir kaupendur. Geymið hann, þangað til að ég hef samband við yður, ég skal ná i peninga til að borga yður.” Dortmunder þreif af honum hylkið, gekk eittskref aftur á bak, opnaði það og leit i það. Demanturinn var þar. Hann leit upp og majórinn stökk á hann. Majórinn stökk beint á byssu- hlaupið og datt. Dyrnar opnuðust og einn svertinginn æddi inn. Dort- munder sló hann i magann, áður en hann mundi, að þeir voru ný- búnir að borða, og svertinginn sagði: „Úff! ” og beygði sig. En hinn svertinginn var á hæl- um hans, og sá þriðji var ekki langt undan. Dortmunder snérist eins og skopparakringla með Það var einu sinni dem- antur...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.