Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.06.1976, Blaðsíða 7
blartð* Þriðjudagur 22. júní 1976 afl REKSTURSKOSTNAÐUR BIFREIÐA VILLANDI I)T- REIKNINGAR FÍB Fyrir nokkru birtist hér i blaðinu frétt um að FIB hefði reiknað út að það kostaði tæpar 40 kr- að aka hvern km á einkabil. í sömu frétt sagði að opinberir starfsmenn fái 31 kr. fyrir hvern km sem þeir aka eigin bil i þágu vinnuveitanda sins. Niðurstöðutölur þessar voru birtar án þess að þær væru kannaðar að nokkru leyti og er kunnugt um að þær hafa valdið nokkrum kurr i röðum opinberra starfsmanna sem telja sig samkvæmt þessu vera hlunnfarna, og rikið hafi af þeim ómældar fjárhæðir með þvi að greiða allt of litið fyrir akstur þeirra á eigin bilum i þess þágu. Útreikningar FÍB. Útreikningar FÍB bera yfir- skriftina: „Aætlun um rekstur- kostnaö Volksvagen 1300—1301. Meöalkostnaður 7 ára miöaö viö verðlag á þeim tima sem til- greindur er. 1 þessari áætlun eru teknir meö I reikninginn alls 11 liöir. Þeir eru: Afskriftir, benzin, smurning, hjólbarðar, vara- hlutir, viögeröir, ábyrgöar- trygging, kaskótrygging, bif- reiöaskattur og ýmislegt, auk vaxta af samanlagöri upphæö ofantaldra 10 liöa. 1 dæminu er gengið út frá veröi á nýjum bil af ofannefndri tegund. Afskriftir eru reiknaðar 13,5% á ári, að eknir séu 16 þús. km á ári, benzin- eyösla sé 11 litrar á 100 km, skipt sé um oliu og bíllinn smurður eftir hverja 2 þús. km- aö biilinn sé 60 klstá ári á verk- stæði. Varahlutakaup séu miðuö viö rekstur bifreiöar i 7,5 ár. Tryggingariðgjald miöast viö 30% afslátt, en ekki tekiö tillit til sjálfsábyrgöar, kaskótrygging er reiknuöö með 12 þús. kr. sjálfsábyrgð. Vextir af samanlögöum þess- um liöum eru reiknaðir 16,55% Aö gefnum þessum forsend- um reiknar FIB aö þaö kosti 634.691,- krónur aö reka Volks- wagen 1300 bifreið á ári. Miðað viö 16 þús.km. akstur þýöir þetta að hver km kosti kr. 39,67. Sé vöxtum hinsvegar sleppt þá verður kostnaöurinn samtals kr. 544.542,- sem gefúr 34,03 kr. á hvern km. Allar þessar tölur eru miöaöar viö verðlagiö eins og það var þann 6. mai sl. Ýmislegt athugavert Viö skulum nú iita á einstaka þætti I útreikningum FIB. Af- skriftirnar 13,5% eru eins og áður sagði reiknaðaraf 1.250.000 krónum og gefur það 168.750 kr. Benzineyðslan er alls 1760 litrar á veröinu 70 kr, pr. litri. Fyrir þessa tilteknu bifreiöa- tegund er þetta trúlega rétt, en fjöldi einkabifreiða eyöir minnu en þessu. Þennan bil þarf að smyrja á 2000 km fresti og er það gefið upp af verksmiöjunni. Margar aörar bifreiöategundir þarf aö smyrja mun sjaldnar. Þennan liö mætti þvi lækka nokkuö. Hjólbaröanotkun er sögð vera 2,5 stk. á ári. Mörgum þætti þetta nokkuö riflega reiknað, einkum þeim sem eingöngu aka á malbikinu I Reykjavik. FIB gerir ráö fyrir þvi i sinum reikningum sem geröir voru i fyrstu viku i mai að hjólbarði undir þessa biltegund kosti 9.500 kr. stykkið. Undirritaður gerði könnum hjá lOaðilum sem selja dekk og varö meöalverðiö sem fékkst úr þeirri könnun, en hún var gerö 16. júni, kr. 8569. Varahlutir og við- gerðir. Varahlutakostnaöur við þessa bifreiö er samkvæmt út- reikningum FIB kr. 60 þúsund. Hérerþörf aö minna á aö þegar afskriftir eru reiknaöar er gert ráö fyrir þvi aö bifreiöin sé ný. Aö minu mati fer þaö ekki saman að gera I ööru oröinu ráö fyrir þvi aö billinn sé nýr, en i hinu orðinu er gengið út frá 7 ára gömlum bil. Það sama veröur að segja um liðinn „Viögeröir”. Þar er gert ráö fyrir þvi aö nýr bfllinn þurfi að vera 60 klukkustundir á verk- stæði á ári. Undirrituðum þætti litiö til bifreiðar af þessu tagi koma. Væri hinsvegar um aö ræöa 7 ára gamla bifreið, þá gegndi öðru máli. Samkvæmt upplýsingum frá FIB er ekki stuðst viö neinar ákveðnar viömiðanir, heldur eru þessar tölur búnar til sam- kvæmt tilfinningu þess sem reiknaði. Réttreiknað og of- reiknað. Viö liöinn „ábyrgðartrygg- ing”er ekkert aðathuga. Þö má geta þess aö unnt heföi verið að hafa þessa upphæö hærri heföi iögjald af framrúöutryggingu og farþegatryggingu veriö reiknaö meö. Það er hins vegar ekki gert, enda þótt þorri öku- manna kaupi þá tryggingu einnig. Kaskótryggingin er of- reiknuð. Nettóiögjaldiö af VW 1300 árgerö 1976 er krónur 51.300. Þá er miðað við 17 þús- und króna sjálfsábyrgö. Þess ber aö geta aö þessi sjálfs- ábyrgð þýöir aö billinn sé tryggður i 1. áhættuflokki og er iðgjaldiö þá hæst. Það er hinsvegar hægt að kaupa kaskótryggingu með sjálfsábyrgö allt aö 200 þús. kr. og er þá iögjaldiö orðiö um helmingi lægra en aö ofan getur. Hér er semsagt reiknað með minnstri sjálfsábyrgö og þvi hæstu iðgjaldi. Reikningsaðferðin Hvernig er svo reiknaö út hjá FIB mönnum. Gert er ráö fyrir þvi að bónusinn sé hinn sami og i ábyrgðartryggingunni, en einnig er gert ráö fyrir þvi aö tryggingartakinn noti sjálfs- ábyrgöina sem var i 1. áhættu- flokki i fyrra þ.e. 12 þúsund krónur. Sú upphæð er lögð viö nettó-iðgjaldiö 51.300 kr. síöan er 30% bónus dreginn frá og 20% söluskattur auk stimpilgjalds lagður við. Þannig tekst FIB aö reikna út að kaskótryggingariö- gjaldiö sé krónur 53.928 á ári. Þessar reikningsaöferðir fá ekki staöist, en væri rétt reiknaö yröi iögjaldið tæpar 44 þúsund krónur. Að tvennu er þó að gæta i þessu sambandi: Ekki bjóöa öll tryggingafélög uppá 30% bónus af þessum tryggingum, og hitt er aö stimpilgjald aö upphæö 800 krónur þarf aðeins aö greiöa einu sinni. Liðurinn „Ýmjslegt-- er áætlaður kr. 12 þús. og er hann liklega varlega áætlaður. Vextir eða ekki? Þegar hér er komiö sögu er summan af 10 liöum orðin 544.542,00 kr. i útreikningum FIB. Sé þessari upphæð deilt með km fjöldanum þá fæst út veröiö 34 kr. fyrir hvern ekinn km. Næsta skref FIB er aö reikna vexti af upphæöinni og leggja þá viö hana til þess aö fá út „endanlegt” verö. Við þann vaxtareikning er notuð 16,5%. Þessi upphæð er sögð vera meðalvextir, en meðal vextir af hverju. Meðalvixilvextir, miöaö við aö 3/4% hækkunin hafi komið á frá og meö 1. april gefur 16,5% vexti á ári. Þess ber þó að gæta aö ekki stendur pétur og páll i þvi aö lána fólki úti i bæ hálft sjötta hundrað þúsunda og taka af þvi láni venjulega vlxilvexti. Það er heldur ekki gert ráð fyrir þvi aö vaxtatekjur sem þessar eru skattskyldar. Þá upphæð yrði þvi að draga frá vaxtatekjunum til þess að út- reikningarnir yröu réttir. Sama gilti ef viðkomandi legði peningana inn á bók, i banka og fengi af þeim vexti, þá er mjög liklegt að hann yröi aö greiða skatt af vöxtunum. Það sem hinsvegar réttlætir að vextir séu reiknaöir er, að eigi viökomandi fjárhæöina i banka og skuldarstaða hans sé slik að hann þyrfti ekki að greiöa skatt af upphæöinni þá væri hér um aö ræöa hreinar tekjur. Ef sá hinn sami keypti bil fyrir þetta fé þá yröi hann auðvitað af þessum vaxta- tekjum. Viö vaxtareikninginn er sem sagt þaö aö athuga að þaö oikar tvimælis hvort nokkur hagur sé i þvi að reikna þessa vexti og hitter að hlutfalliö sem notaöer til aö reikna þessa vexti kemur kynlega fyrir sjónir. Ósamræmið er viðar Það hefur þegar veriö minnzt á að afskriftir eru reiknað ar af nýjum bil, og einnig að varahlutir og viögerðir eru miðaðar við sjö ára gamlan bil. Þvi er ekki úr vegi að spyrja hvort afskriftirnar séu ekki of- reiknaðar? Væri þeirri reglu fylgt að miða við sjö ára gamlan bil og þær afskriftir sem FÍB reiknar með þá er ljóst að ekki væri unnt aö afskrifa nema um 82 þúsund krónur af bilnum. Til viðbótar þvi má nefna að kaskó- tryggingin af bilnum væri um 20 þús. kr. lægri en FIB gerir ráð fyrir I sinu dæmi. 1A móti kæmi aö viðgerðarkostnaður og vara- hlutakostnaðurinn sem FIB gerir ráð fyrir væri þá orðinn nokkuð sennilegur. Væri dæmiö reiknað út frá sömu forsendum til enda verður útkoman sú að hver km kostaði 27,25 kr. án vaxta, en ef venju- legir vixilvextir væru teknir með I dæmið þá yrði útkoman 30,79 kr. fyrir hvern ekinn km. Væri dæmið reiknað þannig aö tekiö væri mið af nýjum bil og þannig reiknað til enda kem- ur i ljós að km-gjald án vaxta væri 27.70 kr. og meö venjuleg- um bankavöxtum yrði þaö 31,30 kr. Að endingu skal rifjaö upp aö FIB tókst að reikna út að kostnaðurinn viðekinn km. væri 34 kr. án vaxta, en 39,67 meö þeim, en opinberir starfsmenn fá 31 kr. fyrir hvern ekinn km miðað við að þeir aki 10 þús.km i þágu rikisins. Eirikur Baldursson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.