Vísir - 05.09.1969, Blaðsíða 2

Vísir - 05.09.1969, Blaðsíða 2
2 VISIR . Föstudagur 5. sepiember IHB9. FIMM UO 6ÆTU ORBIB M'óguleiki á að 6 af 7 liðum / 7. deild fái 13 stig, en möguleikar Keflavikur og Akraness mestir • Staðan í 1. deildinni f knattspyrnu er og hef- ur verið nánast furðuleg að undanförnu. svo jöfn eru liðin, og svo mörg eru jafntefliiJL AIls hefur leikjum 12 sinnum lykt- að rneð jafntefli í sumar, en leikirnir eru allí?*orðn- ir 34 talsins. E. t. v. hafa fæstir athugað möguleik ann á að 5 lið verði efst og jöfn í L deild, — en hann er fyrir hendi. Öll þessi lið fengju 13 stig, — en sannarlega verður margt und arlegt að gerast til að svona fari, og sannarlega fengi móta- néfnd KSÍ höfuðverk ef það yrði, því þá fengju menn líklega að sjá úrslitaleikinn á jólunum allavega yrði eitthvað að víkja svo sjaldan er hægt að leika knattspyrnu þar sem engin eru flóðljósin. Lítum betur á dæmið: Keflavík á eftir leiki við Akra nes og Val. Tapi Keflavík báð- um hafa þeir 13 stig. Akranes á eftir að leika við Val, Keflavík og Vestmannaeyj ar. Setjum svo að Akranes vinni Keflavík, geri jafntefli við Val en tapi fyrir Vestmannaeying- um, — þá hafa þeir jú 13 stig. Valur á eftir leiki við Akranes og þar gerðum viö ráð fyrir jafn tefli, og Keflavík, sem við reikn um með að Valur sigraði. Loka- stigatala Vals yrði þá 13 stig. Vestmannaeyingar eiga nú eftir 3 leiki Setjum svo að þeir vinni Akranes, eins og við höfum gert ráð fyrir, vinni Fram, en tapi fyrir Akureyri. Þá hafa einnig þeir 13 stig. KR á eftir tvo leiki, og vinni þeir bæöi Akureyringa og Fram sem óneitanlega eru lökustu lið in í 1. deild um þessar mundir, þótt munurinn sé lítill, — þá hafa KR-ingar einnig öðlazt rétt til þátttöku í þessum 13 stiga klúbbi knattspymunnar! Á botninum samkvæmt þess- um útreikningi yrðu því Akur- eyringar í 6. sæti með 11 stig og Framarar í síðasta sæti með 8 stig. Hins vegar.geta Akureyringar orðið meðlimir í 13 stiga klúbbnum, þeir hafa 9 stig og 2 leiki eftir, en þá mundu Akur eyringar taka sæti KR i þessum klúbbi, Næstu leikir í 1. deild verða um helgina, þá leika Valur og Akranes á Laugardalsvellinum kl. 16 á morgun, KR og Akur- eyri á sunnudag kl. 16 á Laugar dalsvelli, en Vestmannaeyingar og Fram í Eyjum á sunnudag. Grétar farinn til Bandaríkjanna • Grétar Norðfjörð, einn okkar bezti dómari I sumar er nú horf- inn af sjónarsviðinu í 1. deildjnni okkar. Grétar starfar nú aftur hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, en þar starfaði hann fyrir rúmu ári, og dæmdi þá m.a. mjög sögu- lega leiki í New York, eins og les- endum íþróttr.síðunnar er líklega kunnugt. • I bréfi til blaðsins kveðst Grét ar hafa hug á að halda áfram að dæma, en á myndinni er hann i starfi i leik KR og Vals á Mela- velli. Stjórnmálamenn góð auglýsing fyrir íþróttirnar RIGRIB skrifar um iþróttamál • Stöðugt er rætt og ritað um íþróttir og pólitik. Sumir álíta að þetta tvennt blandist ekki saman fremur en olía og vatn, aðrir að þetta fari saman óhjá- kvæmilega. 6 Hins v~gar er það nokkurn veginn víst, að stjórnmálamenn fiafa gott af að iðka íþróttir, og iþróttirnar fá óvænta og góða auglýsingu, iðki stjórnmálamenn irnir iþróttir. Jafnframt komast stjómmálamennirnir að því að fjárfestingar i sambandi við i- þróttamannvirki margborga sig. í>ar má gera góðan vinnukraft enn betri. Þetta er staðreynd, sem flestar þjóðir hafa löngu gert sér ljósa. • Á myndinni er dr. Gustav Heinemann, sjötugur forseti V- Þýzkalands, aö heiisa upp á leikmenn tveggja beztu knatt- spyrnuliða V-Þýzkalands, en Heinemann er ákafur íþrótta- áhugamaður og iðkar sjálfur sund reglulega. Með þessu eyk- ur hann starfsþrek sitt, enda veitir ekki af í hinu mikla em- bætti hans. íþróttafréttamenn ÖÐRU HVERJU í sumar höf- um viö verið að birta íþrótta- þaetti eftir RIGRIB, sem er hress greinahöfundur, öllum hnútum kunnugur og talar ekkert tæpitungumál. 1 dag fjallar hann um Vestmanna- eyjar. Eflaust eru ekki allir sammála, en engu aö síður fróðlegt að hevra hans álit á Evrópubikar, Búlgaríuferöum og Vestmannaeyjaferðum. Á næstunni birtast fleiri grein- ar eftir Rigrib. „Já aumingja Vestmanna- eyjaliðið, þeir tapa og tapa pen- ingum já og kannski leikjum líka. Af hverju tók Í.B.V. þátt í bikarkeppni Evrópuliða? Þeir hljóta að hafa vitað um öll kjör I sambandi við þá Ieiki og leik- reglur. Það þýðir lítið að fara að væla eins og krakki sem búinn er að gera á sig og kalla „mamma, mamma, komdu og hjálpaðu mér, mamma mig vant ar pappír", nei piltar fyrst þið voruð svona óheppnir að fá ekki fleiri áh'orfendur en 2400 manns þá skuluð þið bara hætta við að fara til Búlgaríu, þið fáið að vísu mjög sennijega einhverja sekt, en þaö er ábyggilega marg falt minna heldur en það tap, sem þið fáið ef þið færuð, nema verði hlaupið undir bagga og ykkur bjargað og gefið fyrir fari til Búlgaríu eins og virðist vera mikill hljómgrunnur hjá Iþrótta fréttaritara að gera fyrir ykkur. Kannski lþróttafréttaritari hleypi af stað sníkju fyrir Í.B.V. svo'þeir geti farið í lystitúr til Sofia. Kannski Vestmannaeyja- bær borgi bara brúsann ha, ha. Svo las ég í tveim morgun- blöðum í dag fimmtudag: „Hvers vegna fóru KRingar ekki til Eyja“ þetta gaf að líta í Morgunblaðinu og Tímanum með hálfgerðum glósum til KR- inga. Það er ósköp skiljanlegt að félagið geti ekki farið til Eyja stundum, því það er enginn hægðarleikur aö komast þaðan aftur, þótt svo kynni að fara aö hægt sé að komast þangað. — Hvað skeöi ekki með alla Eyja skeggja, sem komust ekki á leik Í.B.V. gegn Búlgörunum, hvernig var ekki með síðustu þjóðhátíð? og lengi má telia svona upp.í Það er merkilegt annars út af fyrir sig með þessi utanbæj- arfélög. í Vestmannaeyjum eru tvö félög, Þór og Týr, en samt keppa þau sem eitt félag í Is- landsmeti og bikarkeppni. og Eyjar Svona er með Akureyri, Kefla- vík og Akranes, uú svo ef við athugum félagatal þessara fé- laga, þá hafa þau ekki færri fé- laga heldur en t.d. Þróttur hér í Reykjavík, Víkingur og jafn- vel Fram, þá á ég við félaga I knattspyrnudeildunum. Er ekki tími til kominn að hvert félag komi fram fyrir sig, en ekki alla sýsluna eða allt byggðar- lagið eða jafnvel allan bæinn. Ég myndi segja að það sé ekkert réttlæti í því að hafa þetta svona lengur, þess vegna skora ég á næsta þing K.S.Í. að láta breyta þessu og einnig því að félög eins og Valur, KR, Eram og fleiri félög, sem eiga góða velli, leiki á þeim og hirði ágóðann sjálf. Nú þegar Teppið hans Baldurs er orðið b~ð skaddað að ekki má ganga á því, af hverju ekki að keppa á Valsvellinum, sem er eins og ekta teppi í dag. — Sama er með KR vellina, þeir eru mjög góðir núna. Hvað með Albert? Er hann hættur eða er hann að undirbúa afsökunargreinina til Gfsla Hall dórssonar forseta Í.S.Í. ég held að hann ætti að flýta sér að því áður en það er of seint. RIGRIB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.