Vísir - 05.09.1969, Blaðsíða 9

Vísir - 05.09.1969, Blaðsíða 9
 V ís ar 5. september 1969. 9 TTér gefst ekki ráðrúm til að fara mörgum orðum um æviferil Þorláks Ottesen. Hann er fæddur í Galtarholti í Skil- mannahreppi í Borgarfiröi sex vetrum fyrir aldamót, en ólst Iað mestu upp hjá afa sínum í Brynjudal í Hvalfirði, fyrst að Ingunnarstöðum, en síðan Hrisa- koti. Hann fluttist alfarinn til Reykjavíkur, þegar hann hafði þrjá um tvítugt. Þar festi hann ráð sitt fljótlega og gekk aö eiga Þuríði Friðriksdóttur bónda á Þorgrímsstöðum I Vestur- Húnvatnssýslu. Hann starfaöi síðan alla sína tíð við hafnargerð i Reykjavík, lengst af sem verk- stjóri. Þá hefur Þorlákur gegnt Imargvfslegum trúnaöarstörfum fyrir verkalýð og hestamenn Blaðamaður Vísis sótti Þorták fyrir skömmu heim og rabbaði við hann um sitt af hverju. Á vistlegu heimili hans er margt fallegra gripa og f ljós kemur, að flestir eru þeir viðurkenning- arvottar frá verkamönnum við Reykjavíkurhöfn. Talið barst fyrst að vinnunni við höfnina og aðstöðumun verkamanna nú og fyrir rúmum fimm áratugum, þegar Þorlákur kom til Reykja- víkur. „Þá var oft hart í ári á marga lund, en aðbúnaður hafnarverka Imanna hefur sem betur fer far- ið batnandi eftir því sem tímar liðu. Það var til dæmis svo, þeg- ar ég byrjaði að vinna við hafn argerö í Reykjavík, að vinnutím inn hófst kl. 6 að morgunlagi og unnið var til 7 — 8 á kvöldin, einungis með tveimur hálfrar klukkustunda kaffihléum, fyrst frá 9—9,30 og síðan 2 — 2,30 Þá var unnið á Batterísgarðinum svonefnda úti í Örfirisey, en þangað þurfti að róa uppskip- unarbátnum á hverjum morgni Grjótinu í Norðurgarðinn, sem verið var að ganga frá fyrsta ár- ið mitt við höfnina, var ekið i járnbrautarlestinni ofan úr Öskjuhlíð. Verkfærin voru ekki margbrotin, tveggja manna hand ‘ snúinn krani; Jámkarlar og'eán járnslegin tré-vogarstöng.“ — En hvað um réttindi verka- mannanna? „Réttindin voru í upphafi alls engin, veikindi voru alltaf dreg- in frá og hin minnsta fjarvera. Og ef menn mættu ekki á rétt- um tíma til vinnu á morgnana, voru þeir í hegningarskyni látn- ir bíða fram að kaffihléinu, að sjálfsögðu kauplaust. — Nú, réttindin fóru svo að smá auk- ast fyrir tilstilli Dagsbrúnar og fleiri baráttuaðila. Þaö var þó ekki fyrr en árið 1937, að ein frlvika var veitt að sumrinu fast ráðnum verkamönnum. Réttindi þeirra tóku úr því að aukast verulega, en lengra var auðvitað I land fyrir þá, sem hvergi áttu fastan samastað og þurftu aö farið á stjá í bítið hvern morg- un með vonina eina að vega- nesti. Nú fóru tryggingar fast- ráðinna verkamanna einnig að koma til og aukast stig af stigi. Ef um slys var að ræða, fengu menn svonefnt tryggingafé, en það var þó ekki nema um 30% af venjulegu vikukaupi verka- manns Þá var það, að einstöku atvinnurekendur tóku það ráð, af velvild sinni, að greiða hin- um slösuðu áfram tímakaup, en taka sjálfir tryggingaféð, en betta varð verkamönnum auðvit að mikl" drýgra. Ég minnist sér staklega velvildar Þórarins heit ins Kristjánssonar, hafnárstjóra, en hjá honum þótti að jafnaði bezt að vera. Það er óþarfi að fara mörgum oröum um þróun- ina í tryggingarmálum síðan, en aðstaða verkamanna er nú gjör- ólík því, sem áður var.“ — Þá skulum viö snúa okk- ur að öðrum bætti í lífssögu þinni, Þorlákur, hestamennsk- unni. Ég veit, aö þú hefur á- kveðnar skoöanir á hlutverki hestsins í uppbyggingu landsins frá alda öðli. „Ég trúi því staöfastlega, að aldrei hefði tekizt að byggja Iandið með þeim menningarbrag sem raun var á, nema með til- styrk hestsins. Ég er líka þeirr- ar skoöunar, þótt fræðimenn séu á öðru máli, að hér hafi fólk búið með ströndum fram, áður en Norðmenn komu með allan sinn bústofn. Þessir frumbyggj- ar, sem ýmsir hellar á Suður- landi og örnefni bera vott um, gátu ekki byggt landið til fram búðar vegna þess, að þeir voru án hesta og komust því hvorki feröa sinna né tókst að yrkja landið, svo sem nauðsyn var á. Það er óskráð saga og ótrú- leg, hvernig mönnum tókst aö stofna hér til allsherjarríkis og ferðast um á hestum að vild og nauðsyn. Það væri sannar- lega efni f heila doktorsritgerð að rannsaka, hvernig svo stór- um hluta þjóðarinnar tókst æv- inlega að komast um óravegu á Þingvöll, þar sem þjóðmenning var sköpuð og mótuö um alda- raðir. Og ég stend á því fastar en fótunum, að þarna eigi um alla framtíð að vera sá staður, sem íslendingar geti lært að þekkja sjálfa sig og meta land- ið og menningu þess“. — Finnst þér þá ekki nóg að gert með varðveizlu þjóðgarös- ins á Þingvöllum? „Það er óumdeilanleg stað- reynd, að þjóðgarðurinn hefur farið síhrörnandi, síöan búskap- ur þar var látinn hætta, að Skóg arkoti, Hrauntungu og Þingvöll- um. Ég er þeirrar skoðunar, að það sé gagnlegt skógi, að fénað- ur gangi þar einhvern tíma. Um þetta eru, sem vonlegt er, mjög skiptar skoðanir, og við skulum ekki fara frekar út I þaö. En þjóðgarðinn þarf að endurbæta á margan hátt og gera lífrænan fyrir unga og gamla, láta þá þar komast í snertingu viö helgi og menningarsögu Þingvalla. Mér dettur f hug, að þarna gæti verið um tilvalið verkefni fyrir 2 — 300 unglinga að ræða við að leggja göngustíga um svæðið, hreinsa kalviði og hlúa að gróðri 2 — 3 mánuði á ári næsta áratug- inn. Þetta svæði, sem ég á fyrst og fremst við, er sem leið ligg- ur frá Þingvallahæðum austur að Hrafnagjá og þaöan norður að Hrauntungu, sem er suður undan Ármannsfelli. Skógarkot- ið gamla væri þá í hjarta þessa afmarkaða svæðis og því tilvalið að byggja þar bæ í elzta stíl, sem ásamt endurbættu umhverf inu gæti minnt á fornan tíma. Ég held, að unglingar þeir, sem fengju að vinna þetta þióðþrifa- verk, myndu kunna til muna betur að meta landið eftir en áður, — í stað þess að slæpast og læra ekkert nema óknytti“. — Svo við víkjum aftur aö hestamennskunni, — hvað finnst þér um hrossaútflutninginn? „Við erum ýmissa hluta vegna á góðri leið með að eyðileggja annars ágætan markað, enda vanþróaðir á þessum svið- um ekki síður en ýmsum öðrum. I fyrsta lagi þarf þessi útflutn- ingsvara okkar aö vera til fyr- irmyndar í hvivefna, en það er hún sfður en svo í dag. Við er- um beinlínis aö senda út ó- unna vöru. Útflutningshrossin þurfa öll að vera tamin og ekki endilega þannig, sem við kysum helzt, heldur að geðþótta kaup- endanna. Það gagnar lítið að segja öðrum að gera sér úldinn fisk aö góðu, þótt okkur kunni aö þykja hann góður og fáir eru þeir útlendingar, sem geta borðað sviðin okkar — þeim finnast þeir beinlínis vera að borða mannshöfuð. Þetta er eins með tamningu og sölu hrossa til útflutnings. Við verðum að senda út unga menn til þess að læra, hvað bezt hentar á þess um erlendu mörkuðum, og haga temslunni eftir því. Nú, í öðru lagi ættum við aldrei að selja út nema vanaða hesta, enda gæt um við þannig haft markað fyr- ir alla þá hesta, sem viö mættum missa úr landi. Mark- aðurinn erlendis er I mikilli hættu, ef svo fer enn fram, sem verið hefur, og ég býst við því, að nú þegar sé búið að eyði leggja markaðinn um hríð, þótt hætt væri algjörlega að senda út hryssur og graðfola“. — Þú hefur ferðazt mikiö á hestum, Þorlákur, er ekki svo? „Jú, ég hef ferðazt á hestum um byggðir og öræfi frá árinu 1942, en þá haföi ég ekki átt hesta í aldarfjórðung, — varð að fella hestana mína, þegar ég kom til Reykjavíkur 1917 vegna þess, að þá hafði ég hvorki að- stöðu né efni til þess að hirða um þá. Síðan hef ég aldrei far- ið annað í sumarfríinu en eitt- hvað út í buskann á hestunum mínum, mest um hálendið, þótt víða eigi ég enn eftir að koma. Og ég vil segja, að í öræfunum hef ég átt ótalmargar og ógleym anlegar stundir með góðum fé- lögum, bæði mönnum og mál- leysingjum. Þetta hefur verið andleg næring, sem ég hef lifað á milli ferða, og ég er þakklát- ur fyrir hverja ferð, sem ég get farið. Þaö er einn mesti menn- ingarauki, sem hugsazt getur, ekki sízt fyrir ungt fólk, að ferð ast um landið, gangandi eða á hestum, og komast þannig I nána snertingu við náttúru þess. Samt er það svo, því miður, að margir landar okkar eru allvel kunnugir ytra, en að mestu ó- kunnir hér heima“. — Viltu segja roér eitthvað að lokum Þorlákuf’ „Ég hef litlu við að bæta, enda nóg komið. Einu vildi ég þó bæta við og leggja mikla áherzlu á. Það hafa allir verið mér góöir á lífsleiðinni, bæði samfylgdarfólk og þeir verka- menn, sem ég hef verið svo lán samur að kynnast í starfi. Fyrir allt þetta er ég ósegjanlega þakk látur“. P.H. ir ImdiB ekki □ Sú kynslóð á íslandi, sem öðrum frerrur hefur séð fortíð og framtíð fléttast samrn, nýja tíma leysa forna og gróna þjóðlífsháttu af hólrm og véla- drunur rjúfa aldalanga kyrrð einang'-una.1 er senn að komast til hárrar elli. Þeir, sem þarnig hafa lifað tímana tvenna eða þrenna, eru sannarlege öfunds- verðir á margan hátt, og vonlegt, að af þeim sé vænzt bæði lífspeki og fróðleiks. ísienzka þjóðin á og enda ekki kost á heil’avænlegri læ.-ifeðrum, hafi þeir haldið skynsemi sinni óbriálaðri í slíku breytinganna stormviðri. □ Einn þessara margreyndu íslendinga er Þor- lákur G. Ottesen, hugprúður baráttumaður, sem víða hefur staðið fótum og ekki sízt meðal þeirra, sem síður berast á. Það mun til dæmis að taka vandfundinn sá verkamaður í Reykjavík. sem slitið hefur barnsskónum, eða hestamaður á eða yfir miðjum aldri, að hann kenni ekki, hvar Þorlákur fer. Þorlákur Ottesen var verkstjóri við Reykjavík- urhöfn í nærfellt fjóra áratugi og forystumaður hestamanna um langt skeið. Hann er nú setztur í helgan stein, ef svo má að orði komast, en hann er þó jafnan í návist gæðinga sinna, gamalla og ungra. Hér situr Þorlákur gæðing sinn Börk, 22 vetra, á æskuslóð- unum í Brynjudal í sumar. Rætt v/ð Þorlák G. Ottesen um hafnarvinnu, Þingvelli og hestamennsku

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.