Vísir - 05.09.1969, Blaðsíða 4

Vísir - 05.09.1969, Blaðsíða 4
I Kossaflens Brúðurin og brúðguminn kysst- ust, um leið og presturinn lýsti því hátíðlega yfir, að þau væru orðin hjón. Síðan kysstu þauhvort un sig einn brúðkaupsgestanna. Þeir gengu svo aftur á móti fram kirkjugólfið og kysstu hvor um sig þær mannr'-kjur, sem sátu á bekkjunum næst ganginum. Þær sneru sér aftur að sessunautum sínum og kysstu þá, og svo koll af kolli. Þetta var koss friðarins og þannig lauk brúðkaupi þeirra Jane Cameron Hart — tvítugrar dóttur Philip A. Hart, öldunga- deildarþi.igmanns — og Peter Sebastian Conserva. Petta var svo sem ekki það eina einkennilega við brúðkaup- ið. Flestir gestanna mættu t. d. í alls konar þjóðbúningum og sungin voru Pete Seegers-lög. Kossarnir voru það, sem gest- irnir munu áreiðanlega minnast lengst — minnsta kosti þeir karl- amir, sem kysstir voru af skeggj- uðum kynbræðrum sínum! Dóttir Bob Hope gift Svo .,aldið sé áfram við sama efnið, þá átti annað brúðkaup sér stað, sem minna fór fyrir, enda ætlazt til þess, að það yrði í kyrrþey. Brúðurin heitir Nora Hope, en brúðguminn Samuei Boyd McCullagh jr. Hún er dóttir gamanleikarans fræga. Stal brúöarklæðnaði Það hefur verið væntanleg brúð ur, sem stal kvenfatnaöi úr búningaleigu í London hér eina nótti i. í því tilliti er lögreglan handviss í sinni sök, þótt henni hafi ekki tekizt að hafa uppi á þjófnum :nn þá. Það sem iögregl an telur sig hafa fyrir þessu, er sú staðreynd, að þjófurinn mátaði eina fjörutíu brúðarkjóla, áður en hann stal einum og svo einu pari af skóm. Annað sem lögreglan veit um þjófinn er það, að konan hefur málin 36-25-35 og notar skó nr. 9. Bardot skemmt Brigitte Bardot og fylgisveinn hénnar, Patrick Gill, luku ferð sinni um grísku smáeyjamar með þvf að Gill og óþekktur ljósmynd- ari duttu í sjóinn með skvampi miklu. Ljósmyndarinn hafði ver- ið n- göngull og Gill rann í skap. Hann kom á ljósmyndarann nokkrum höggum tii að byrja með, en i-egar þeir skriðu hund- votir upp úr sjónum, jafnaði ljós- myndarinn, sem upplýstist síðar að er júdósérfræðingur, metin Nærstaddir segja, að Bardot hafi hlegið hjartanlega að öllu saman Við verðum að vona, að Gill hafi getað tekið undir hláturinn. >f Popphátíðin haldin r a eyjunni Wight Kluti hins mikla mannfjölda, er sótti pop-hátíð ina á Wight-eyju, sést hér bíða í ofvæn: eftir að Bob Dylan komi fram. 130.000 hlustuðu á BOB DYLAN Tveggja daga popphátíð, sem haldin var undir berum himni á unni Wight, náði h ’ - kisínu, ameríski þjóðlagasöngvarinn, Bob Dylan, birtist á sviðinu. Vegna þessa atburðar höfðu um 130.000 táninga; lagt leið sína til þessa litla eylands, sem liggur við suðurströnd Englands, og hefur um 98.000 íbúa. Var þetta kær- komin nýbreytni fyrir íbúana, sem hingað til hafa aöallega feng ið heimsóknir miðaldra ferða- manna frá Bretlandi. Hdiin getuí túlkað mál okkar Nokkru fyrir hátíðina streymdu unglingarnir til eyjarinnar með svefnpoka og tjöld til að tryggja sér miða, sem veittu aðgang að 25 klst., æsilegri músík. Flestir unglinganna virtust komnir til að sjá og heyra, Bob Dyian, ,,því að hann getur túlkað það, sem við vildum sagt hafa, sn getum ekki komið orðum að.“ Fööurlegir !ögregluþjónar Lítill hópur stórra, en góðhjart aðra lögregluþjóna, varð brátt Átrúnaðargoðið, Bob Dylan, skemmtir. ímynd föðurlegrar umhyggju í augum táninganna. Öryggisverðir með lsatin hunda höfðu aðallega verkefni við að svara spurningum unglinganna um hundana. Engar skýrslur voru teknar um eitur- lyfjr' ‘ .r. Engin vandræði né ár ;strar urðu, þrátt fyrir skort nr ðsynjum og matvælum i þessari litskrúðugu 70 ekru borg. Virtuut unglingamir meira að segja sætta sig við hin þæginda- iausu salerni sem komið hafði ver ið upp til bráðabirgða. Gistu í kirkjugai ðlnum Þrát fyrir tjaldborgina var mörgum vant svefnstaðar, er á nóttina leið, enda þótt eitt röndctt og ægifagurt risatjald hefði 1500 næturgesti. Leituðu þá margir til næsta bæjar c0 gistu þar í kirkjugarðinum. Einn gest- anna greip. til þess ráðs að byggja scr í snarheitum dvalarstað, og r ekki um annað að ræða en að grípa til nærtækasta byggingar- efnisins: trjágreina, pappakassa og dagblaða. mrnm Spáin gildir fyrir laugardaginn 6. september. Hrúturinn, 21. marz.— 20. apríl. Þetta getur orðið erfiður dagur, en þó notadrjúgur, ef þú leggur þig allan fram. Þér verður mjög nauðsynlegt að viðhafa fyllstu aögæzlu í peningamálum. Nautið, 21. apríl — 21. mai. Farðu gætilega í öllum áætlun- um í dag, og miðaðu við að eyðsla fari ekki fram úr tekjum. Kvöldið getur orðiö ánægjulegt og munu gamlir kunningjar sjá fyrir. þvi. Tvíburarnir, 22. maí — 21. júní. Gamlir vinir og kunningjar munu ynast þér betri en nýir ' dag. Það er ekki ólíklegt að eitthvert samkvæmi eða mann fagnaður, sem þú hlakkar til, sé skammt undan. Krabbinn, 22. júní — 23. júlí. Það lítur út fyrir að þér muni veitast örðugt að einbeita þér að starfi i dag, án þess þó að ytri aðstæður verði til títfar. Hvíldu þig vel og snemma I kvöld. Ljónf” 24. júli — 23. ágúst. Að mörgu leyti „þinn“ dagur. Annríki mikið, ef til vill nokkrir örðugleikar, sem þó má yfir- stíga . ð atorku og einbeitni og mun þig hvorugt skorta. Meyjan, 24. ágúst — 23. sept. Sá eiginleiki þinn aö afneita 1 staðreyndum og fara þinu- fram, getur-orðið þér talsverður ávinn ingur ’ dag, enda þótt þaö kunni að bitna óþægilega á öðr- Vogin, 24. sept. — 23. okt. Gagnstæða kynið kemur þér þægilega á óvart að því er virð- 'ist, sennilega einhver gamall kunningi, fremur en að þú stofn ir'til nýrru vináttu, sem þó er ekki útilokað. >rekinn, 24. okt. — 22. nóv. Þet .. 0etur orðið skemmtilegur dagur, einkum er á líður, og m gagnstæða kynið iga sinn þátt í því. Þátttaka í mannfagn- aði nokkrum virðist skammt undan. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Eitthvað óþægilegt virðist yfir vofandi, farðu því mjög gæti- lega f öllum samskiptum við -iðra og varastu að segja eða gera nokkuð það, sem vakið get ur afbrýði eða öfund. Steingeitin, 22. des. — 20. jan. Það er ekki ólíklegt að þú eigir all annríkt, en helzt verður það þá í sambandi við venjuleg störf. Að öllum líkindum verður eitthvað óvænt til að setja svip á kvöldið. Vatnsberinn, 21. jan. — 19. febr. ölokin verk eða vanskil munu mjög setja svip sinn á daginn. Þú verður að taka á því, sem þú átt til, ef þú ætlar að hafa í fullu tré við aðsteðjandi vanda. Fiskarnir, 20. febr. — 20. marz. Annríkisdagur, en nokkurt vafst ur og ef til vi-11 örðugleikar á framkvæmdum, einkum þá í sambandi við peningamál, en mun þö yfirleitt rætast úr að mestu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.