Vísir - 05.09.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 05.09.1969, Blaðsíða 16
Fjórar sendiherrabreytingar Á næstunni verða töluverðarl tilfærslur innan utanríkisþjón- ustunnar. Fjórir starfsmenn munu taka við nýju ambassa- dorsstarfi. Ákveðið hefur verið að Magnús V. Magrmsson, am- bassador í Bonn, muni taka við stöðunni í Washington, en Árni Tryggvason, ambassador i Stokkhólmi tekur við stöðu Magnúsar í Bonn. Agnar Klemenz Jónsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytisins heldur nú utan til Osló til að taka við ambassadorsstarfinu þar, en Hans G. Andersen, sem þar hefur verið mun taka við sérstökum störf um við utanríkisráðuneytið Pétur Thorsteinsson, ambassa- dor í Washington, mun taka við starfi ráöuneytisstjóra, en þar til hann kemur mun Tómas Tómasson aegna því til bráöabirgða. Ekki hefur enn verið ákveðið, hver tekur við ambassadorsstarfinu í Stokkhólmi. Lögreglan stóð eins konar „heiðursvörð“ framan við sviðið-til þess að halda aðdáendunum í hæfiiegri fjarlægð frá stjörnunum. Bílvelta Bílvelta varð upp' í Mosfells- sveit í gærdag þegar ökumaður, sem ók eftir Vesturlandsvegi missti vald á bifreið sinni á malarvegin- um. Þrátt fyrir veltuna út'af veg- inum, urðu litlar skemmdir á bif- reiðinm, og maðurinn slapp án nokkurra meiðsla. 4500 radda kór yfirgnæfði magnarana abgangseyri i Fjögur þúsund og fimm hundr- uð manna kór yfirgnæfði hátt stillta magnara, þegar vinsæl- ustu poppstjörnurnar léku loka lagið á popphátíðinni í Laugar- daishöllinni í gær. Um fimmtán lögregluþjónar áttu fullt í fangi með að verja vinsælustu hljóm sveitirnar fyrir aðdáendum sín- um sem veifuöu yfirhöfnum yfir höfði og létu óspa.-i aðdáun sína í liós með hljóðum og at- höfnum. Annars var allt með felldu á þessari fjölmennustu unglinga skemmtun, sem hér hefur ver- Aðdáendur létu álit sitt óspart í ljósi með hljóðum og athöfnum. ið haldin. Unglingarnir höfðu mjög hægt unti sig framan af og fyrstu hljómsveitirnar fengu fremur dræmar undirtektir. — Einstaka sinnum var púað, þeg- ar áheyrendum líkaði ekki eitt hvað og ýmsir höfðu orð á því að það væri ekkert „sánd“ í þessu. En það var víst frekar þess' stóra húsi að kenna en hljóðfæraleikurunum, sem hvergi spöruöu hljóðin. Það hét varla að þessi skari deplaði aug um, þótt einn hljómlistarmann- anna úr hljómsveitinni Pops, fengi farabrúðu í fullri líkams- stærð upp á sviðið til sín og tæki að hátta hana af miklum ákafa. — Að því verki loknu rak hljóðfæraleikarinn brúðunni rokna kjaftshögg, hausinn valt niður af sviðinu fyrir fætur á- horfenda en skrokkurinn lá umkomulaus á sviðinu. Það var ekki fyrr en seinni liluta skemmtunarinnar, að ungl ingaskarinn tók eitthvað að bær á sér. Fólk virtíst framan af upptekið af að éta ís, sem kom sér vel því hitasvækjan var mikil. Fjórar manneskjur máttu hafa sig allar við 3tð bera ís í mannskapinn og ahnað eins starfslið var í gosinu. Hámark kvöldsins var að sjálf sögðu kynning á vinsælustu popstjörnunni og vinsælustu hljómsveitinni, sem kosið var um á hátíðinni. Úrslitin voru lengi tvísýn. Loks var tilkynnt að hljómsveitin Ævintýri hefði flest atkvæði hlotið, eða 725 og popstjarna ársins varö Björgvin Halldórsson, átján ára Hafn- firðingur, söngvari í „Ævintýri" „Trúbrot" hlaut næst flest at- kvæði eða 700. — Atkvæði Björgvins var ekki búið að telja en þau fylltu heilan pappakassa. Alls komu ellefu hljómsveitir fram á þessari pophátíð og að- gangseyririnn, sem inn kom mun hafa numið rúmlega einni milljón króna. Yfir glugganum til vinstri hékk maðurinn í nótt í þakrennunni (rúðurnar brotnuðu, þegar hann sparkaði með fótunum), en að- eins tveim metrum lengra til hægri hrapaði maður fram af þakinu fyrir u. þ. b. 20 árum og beið bana af. Sæluhús mikiö notuö í sumar Sæluhús um allt land hafa verið mikið notuð í sumar. Veitti Ferða- félag íslands þær upplýsingar að óvenju mikið hafi verið um út- lendinga í skálum félagsins. Er það bæði gangandi og akandi fólk, sem er á ferðinni. Umgengni í húsunum hefir oft verið afar slæm, en í sumar hafa ekki verið jafn mikil brögð að því og áður. Má það sennilega þakka, að verðir eru nú I öllum stærri húsunum. Þessa dagana er verið að ljúka við nýjan skála í Landmannalaug- um og tekur hann um 100 manns. Hefur þessi skáli verið notaður um helgar að undanförnu, en stendur nú öllum opinn. Hékk á þakrennunni me lögrealan leitaði hans Lenti í sjálfheldu þrem hæðum yfir steinstéttinni ■ Hátt uppi yfir hellu- lagðii gangstéttinni hékk „þjófiirinn“ utan á húsinu á þakrennunni, meðan lögreglumenn leituðu dyrum op dyngj- um inni að honum. ■ Líf sitt og l«mi lagði hann í hættu, því að fall- ið var mikið — húsið þriggja hæða missti takið. ef hann Hásvörðurinn í Mjólkurfélags húsinu í Hafnarstræti (nr. 5) taldi sig hafa orðið mannaferða var í skrifstofubyggingunni í nótt og var ekki seinn á sér að gera löigreglunni viðvart, en hún brá skjótt við og sendi honum sveit manna til hjálpar. í fyrstunni fannst ekkert grunsamlegt, en þar sem hús- vörðurinn var viss í sinni sök, var gerð nákvæm leit, sem lauk þegar lögreglumennirnir komu auga á „innbrotsþjófinn", hang andi i þakrennunni. Þeim var^á augabragði ljós hættan, sem maðurinn var stadd ur í. Hve lengi var hann búinn að hanga þarna? Var hann far- inn að þreytast í höndunum? Hve lengi gæti hann hangið enn? Gripið var til viðeigandi ráð- stafana. Stigabíll frá slökkvi- liðinu kvaddur til og sjúkrabif- reið, ef illa skyldi takast til. En á .-meðan komust húsvörö urinn ög lögregluþjönn ein- hverja leið upp á þak og með sameiginlegu átaki tókst þeim að bjarga manninum upp á þak ið, og allir önduðu léttar. En mikil var undrun allra viðstaddra, þegar húsvörðurinn bar kennsl á „þjófinn", sem reyndist alls ekki vera neinn þjófur, heldur aðeins drukkinn maður á leið í heimsókn til hús- varðarins. Fyrir um það bil 20 árum fórst maður aðeins nokkra metra frá þeim staö, sem mað- urinn hékk í nótt. Sá var bygg ingameistari, sem var að líta eftir viðgerðum á þaki hússins, en rann fram af þakinu, náði taki á rennunni, en missti það og beið bana. Föstudagur 5. september 1969. BOLHOLTI 6 SlMI 82143 RIISIJÓRN LAUGAVEGI 178 SÍMI 1-16-60 --"/TTf? t fW, Q /,r| SH4MI •: Císji1 ■■ Í ji-i . HXWDSIi SVANS.tPRENT SKEIFAN 3 - SiMAR 82605 OG 81754

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.