Vísir - 05.09.1969, Blaðsíða 5

Vísir - 05.09.1969, Blaðsíða 5
VÍSIR . Föstudagur 5. september 1969. 5 Nú verður að koma þeim í geymslu fyrir veturinn. Viðleguútbúnaðurinn setturj í geymslu yfir veturinn — e/? /)oð er ekki sama hvernig þad er gert JT'lestir hafa nú lokiö sínum sumarferöalögum og tjald, svefnpokar, bakpokar og annar viöleguútbúnaður bíður þess, aö honum sé komið i geymslu fyrir veturinn. Ef maöur vill ekki láta sér bregöa næsta vor, þegar útbún- aöurinn er tekinn fram á nýjan ieik er betra að ganga vel frá honum núna og athuga aö allt sé í lagi. Þetta óþurrkasumar gefur okk ur tilefni til að gæta fyllstu varúðar áöur en tjaldinu er pakk aö niöur. Það skiptir miklu máli aö tryggja það að tjaldiö sé skraufþurrt áöur en því er vaf- iö saman. Hinn minnsti raki get- ur eyðilagt tjaldið. Það fúnar og ekki er hægt að bæta tjóniö. Helzt þarf aö þurrka tjaldiö, þeg ar búiö er aö tjalda því. Þá þarf líka að hreinsa tjaldið áðt’" en þaö er sett i geymslu yfir veturinn. Það á að bursta þaö vel og fjarlægja bletti. Ef maöur notar sápu eða önn ur hreinsiefni, má taka það meö í reikninginn að efnið, sem það er gert vatnsþétt með hverfur um leiö. Hérlendis vitum viö ekki af neinni þjónustu, sem myndi taka þaö aö sér aö þétta tjald- ið á nýjan leik. Eigendurnir verða aö gera þaö sjálfir og er það í rauninni enginn vandi, þegar maður veit hvti. farið er aö. Eflaust myndu samt ein- hverjir kjósa það að sleppa viö þessar endurbætur. Eriendis tíökast bað, aö senda tjald, sem þarf aö þétta á þvottahús eða í hreinsun. Efnið, sem hægt er að nota til aö gera tjaldið vatnsþétt er silik: on, sem fr>'t hér í verzlunum. Lítrinn af silikoni kostar kr. 290 og nægir það magn á fimm. manna tjald. Þessu efni er sprautaö á tjaldið — þegar búið er að tjalda því — eða það er borið á meö pensli. Hér kemur önnur aðferð, seni Belgjageröin gaf upp. Aðferð tii að vatnsþétta tjöld Tjöld eða annað, sem á aö verja gegn regni, er með eftir- farandi aðferö, látið í tvenns konar bað, sem myndar álún- sápu í efninu. Hún leysist ekki upp í vatni og er algerlega ó- skaðleg. Fyrri meðferð. 14 kg. dökk grænsápa eða sápuspænir er leyst upp i 10 lítrum af meðalheitu vatni. Efn- er látið liggja í þessari upp- lausn í 4 tíma. Þá er efnið tek- ið upp úr. Það er undið eða kreist, en ekki skolað, áður en það fer í eftirfarandi bað: m®s(8£ggg§ Seinni meðferð: lA kg. álún er leyst upp í 10 1 af meöalheitu vatni. Efnið liggi í þessari upplausn í 4 tíma. Síðan er efnið tekið upp úr, skolaö i heitu vatni og þurrkað úti, helzt í sólskini. — Ef um tjöld er að ræöa, er til bóta að bursta vel öll saumaför, í hvorri blöndu fyrir sig. — Þessar efna- blöndur henta vel á alls konar ferðafatnað. Framleiðendur tjaldanna hafa viögeröarþjónustu á framleiðsl- unni og er bezt aö sjá um það að koma öllum viögerðum af fyrir veturinn. Vindsængurnar þarf einnig að hreinsa fyrir veturinn. Ef þær hafa verið settar í sjó fram þarf að skola þær vel. Einu sinni á ári þarf að setja talkúm inn í þær. Það er auöveldast með því að blása vindsængurn- ar upp og setja talkúm inn í þær með pappírskramarhúsi. Á eftir er vindsængin hrist vel. Bezt er að geyma vindsængur þannig að þær séu ekki brotnar mikið saman — helzt eiga þær að vera útbreiddar. Svefnpokana þarf að viðra með rönguna út og þvo þá svefn poka að innan, sem þannig eru útbúnir að það sé hægt. Ef þarf að hreinsa svefnpokann betur gr hægt að renda hann í hreins- un eða þvo hann varlega. í lokin má geta þess, að við- leguútbúnaðinn, tjöld, svefnpoka og vindsængur á að geyma á skraufaþurrum stað. Þjálfaranámskeið i körfuknattleik Bancferíski körfuknattleiksþjálfarinn Louis D’Aclles- andro, sem er aðal körfuknattleiksþjálfarinn fyrii New Hampshire College í Bandaríkjunum, er væntanlegur til landsins síðari hluta septembermánaðar. Ráðgert er að hann stjórni námskeiði fyrir íþróttakennara, þjálfara og aðra þá sem taka vilja þátt i þjálfara- namskeiði í körfuknattleik, dagana 23.9.—27.9. Verður tilkynnt síðar um nánari tilhögun þessa nám skeiðs. Iiörfuknattleikssamband íslands. ALMENNAR TRYGGINGARf Einnigáferd ertryggíng nauösyn. Hringið-17700 Auglýsingadeild ^ Aoalstrœfi 8 Símar: 11660, 15610,15099. AXMINSTER býður kjör við ollra hœfi, GRENSASVEGI 8 SIMI 30676. LJÓSASTILLINGAR Bræðurnir Ormsson ht Lágmúla 9, sími 38820. (Beint á móti bensínstöð BP við Háaleitisbr.) ® Notaðir bílar til sölu Höfum kaupendur að Volkswagen og Land- Rover bifreiðum gegn staðgreiðslu. Til sölu í dag: Volkswagen 1200 ‘62 ’65 Volkswagen 1300 ’66 '37 ’68 ’69 Volkswagen 1500 ‘68 Volkswagen Fastback ’66 Volkswagen sendiferðabifr. ’62 ’65 Volkswagen station ’66 Land-Rover bensín ’62 ’63 ’64 ’65 ’66 ’67 Land Rover dísil ’66 W’llys 63 ’66 Opel Kadett ’65 Toyota Corowne De-Luxe ’66 Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust af- not af rúmgóðum og glæsilegum sýningarsal okkar. EINUM STAÐ FöiS þér íslenzk gólfteppi fró: VISPIMK nUima Ennfremur ódýr EVLAN teppi. Sparið tíma og fyrirhöfn, og verzlið á einum slcð. S'tmi 21240 HEKLA ht Laugavegi 170-172

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.