Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 2
2 Vfsir. Fimmtudagur 2, marz 1972, Farið þér á tizkusýningar? Jónína Baldursdóttir, húsmóftir. Já, ég fer svona einstaka sinnum, en geri þó ekki sérlega mikiö aö þvi, annars hef ég gaman af að fylgjast meö tizkunni og reyni aö klæða mig eftir henni svona annað slagiö. Borghildur Strangc, húsmóftir. Nei, ég fer aldrei á tizkusyningar, enda er ég nú komin á þann aldur, að maður er hættur að fylgjast svo mikið með breytingum i tizk- unni, en ég kaupi oft þessi móðinsblöð. Ounnar Ottósson, Mýrarhúsa- skóla. Nei, ég geri nú ekki mikið að þvi, en ég sá hérna tizkusýn- inguna á alþjóðlegu vörusýning- unni i Laugardalshöliinni, og það fannst mér alveg ágætt, svo fylgist maður dálitið með popp- blöðunum. Uggi Agnarsson, læknanemi. Ja, ég fylgist nú reyndar dálitið meö i tizkuheimínum, en ég fer aldrei á tízkusýningar og hef engan áhuga á svoleiöis löguðu. Svo litur maður annað slagið i þessi blöð öll og reynir kannski svolitið að klæða sig eftir þessu. Jóhanna Björnsdóttir, á Um- ferftarmiftst. Nei, ég fer hreint og beint aldrei á svona sýningar, enda vinn ég vaktavinnu og hef ekki svo mikinn tima til þeirra hluta. Og svo er nú aldurinn aö færast yfir og þá vill þetta detta upp fyrir. Guftrún Hikarftsdóttir, húsmóftir. Já.égfer yfirleittá tizkusýningar og hef mjög gaman af. Ég kaupi lika þessi tizkublöð og reyni satt bezt aö segja að fylgjast meö þessu öllu saman. Ekki mikið um ónefni eða sjaldgœf nöfn" — rœtt við nokkra presta hér í bœ „Eruft þér fylgjandi efta andvígur þvi, aft ættarnöfn verfti lcyfft á tslandi?” var spurningin i skoðanakönnun Visis um daginn. Meirihluti virtist á móti. En viö vildum fræðast örlitift meira um mannanöfn á tslandi og hve strangt væri tekift á nafngiftum. Vift röbbuðum þvi dálítift vift nokkra presta hér i bæ og spuröum þá, hvort þeir ættu i erfiftleikum meft fólk, sem vill gcfa börnum sinum nöfn, sem eru ekki leyfileg, en tslendingar hafa liklega ströngustu nafnalög i heirni. Séra Garðar Svavarsson, prestur 1 Laugarnessókn, sagði, að ekki væri algengt að fólk kæmi með óleyfileg nöfn, ,,en”, sagði Garðar, ,,á striðsárunum var það nokkuð algengt að þetta kæmi . fyrir. Það vildi oft verða svo, að faðirinn var farinn af landi brott, og móðirin vildi þá skira barnið i höfuðið á honum og hafa þá islenzkt nafn með. Þetta hafði þann kost, að þegar barnið varð uppkomið og réö þvi nokkurn veginn sjálft, hvort það dveldi hjá föður eða móður, gat það notað annaðhvort erlenda eða innlenda nafnið, eftir þvi sem þurfti. Þetta held ég að sé nú leyfilegt, þar sem 2 þjóðir eiga i hlut. En það eru orðnar fastari reglur um nafngjöf upp á siðkastið, en samt man ég ekki eftir neinum sérstökum vandræðum, sem ég hef lent i með svona tilfelli. En ég man eft- ir einu dálitiðskemmtilegu: Það átti að skýra barn eftir nöfnunum Einar og Gróa, og nafnið var Einsina Gróa, þá spurði prestur: ,,Er barnið ein- sýnt?” en þá hugsuðu foreldrar málið betur, og þar með var það úr sögunni! Séra Ólafur Skúlason sókn- arprestur i Bústaðaprestakalli, hafði sömu sögu að segja, að ónefni og furðuleg nöfn væru ekki algeng, og yfirleitt engir erfið- leikar i sambandi við það. ,,En yfirleitt reynir maður að ráð- leggja fólki,sem vill gefa börnum r.inum furðuleg nöfn”, segir Olafur. „Nafnið er nú ekki svo litill hluti af persónunni, eöa hvað ?” „En þetta með útlendu nöfnin, það er nú ekki svo gott, það er oft sem foreldrar vilja skira i höfuðið á einhverjum út- lendum i ættinni, og þá er ekki svo gott að sniðganga alveg þann hluta ættarinnar. Ég bar þetta t.d. undir dómprófast einhverju sinni, og varhann alveg sammála og sagði, að það væri ekki hægt að taka mjög hart á þvilikum til- fellum.” Erikirkjuprestur, séra Þor- steinn Björnsson, sagði að J)að væri orðið mjög sjaldgæft, að foreldrar vildu láta skira börn sin sjaldgæfum nöfnum. „En það er þá helzt, ef ættrækriin á'i'hlut meí) þessi skrýtnu nöfn. Og ég veit, aö við prestarnir erum mjög misjafnlega harðir, ef þvi er að skipta. Til dæmis held ég, að ég sé ósköp liðlegur i þvi máli. Ég veit dæmi þess, að prestur hefur verið á móti þvi að skira barn Arnar, þar sem það er oft aðeins talið eignarfall af nafninu örn, en Arnar er nú orðið mjög algengt nafn. Otlendu nöfnin koma ekki oft fyrir hjá mér, og held ég að það sé ekki tekið svo alvarlega á þeim, enda stundum ekki hægt.” Sóknarprestur i ffáteigspresta- kalli, séra Arngrimur Jónsson, hvað erfiðleika sömuleiðis mjög sjaldan koma fyrir með nafna- gjöf. „Eða min reynsla er sú”, sagði Arngrimur, ,,og þetta með ónefni er mjög sjaldgæft, kemur varla orðið fyrir, en það er annað með útlend nöfn, það er oft erfitt að gera það upp við sig, hvort hægt er að skira barn viðkomandi nafni. En ef nöfnin falla að islenzkum málvenjum, þá fellst ég yfirleitt á þau, og þá sérstak- lega ef útlendingur á i hlut, það getur oft verið tilfinningalegs eðlis, og siður hallast ég að þeirri reglu að afnema útlend nöfn. En svo ég viki að þessu með ónefnin, þá get ég nefnt það dæmi, að ég var prestur úti á landi i 18 ár, og aldrei var ákveðið að skira barn þviliku nafni. Ef slikt kemur fyrir, þá ræöi ég við viðkomandi aðila og reyni að komast að sam- komulagi. Að siðustu ræddum við við séra Framk M. Halldórs- son, prest i Nessókn, Hann hafði sömu sögu að segja. „Það er alls ekki mikið um það, að fólk komi með skrýtin nöfn, ég held að það sé alveg að detta upp fyrir. En það er oft með ættarnöfn, þ.e.a.s. nöfn, sem ekki eru lengur ættar- nöfn, að fólk vill gjarnan halda þeim i ættinni, en þvi verður oft að neita. Annars held ég nú fyrir mitt leyti að fólk sé varkárt, þegar það velur nöfn á börn sin, enda eru það þau, sem koma til með að bera nafnið, og það verður fyrst og fremst að hugsa um það. Nú, ef svo einhverjir erfiðleikar koma upp, þá er yfirleitt alltaf hægt að komast að einhverju samkomulagi.” Alltaf leynast samt mjög svo furðuleg nöfn i okkar þjóðfélagi, þó að þau séu nú óðfluga að falla i gleymsku timans. En þegar flett er upp i gömlum kirkjubókum og öðrum gömlum skræðum, er það auðsjáanlegt, að forfeður okkar höfðu hið frjóasta imyndunarafl i nafngiftum, og má til gamans nefna nöfnin: Rustikus, Guðvalinus, Lofthæna, Fimm- sundtrina, Skúla, Þorsteina, Septemberina og Kristinus. —EA unda harmar þau viðtöl og önnur skrif, sem birzt hafa að undan- förnu um úthlutun listamanna- launa i Visi, Þjóðviljanum og Al- þýðublaðinu. Stjórnin harmar lika, að úthlutunarnefndin skyldi ekki geta gert fleiri listamönnum úrlausn. En það er ekki hennar sök, heldur er það vegna tak- markaðs fjárframlags til lista. Vér teljum þó fráleitt, að fyrir- komulagi á úthlutun þessara launa skuli breytt i það horf, að fjölgað verði þeim, sem heiöurs- laun hljóta, upp i 30, en þar fyrir utan komi aðeins starfsstyrkir, eins og lagt hefur verið til. Með þvi yrðu 35 listamenn, sem nú fá Atvinnurógur um listamenn Krá stjórn Fél. ísl. rithöfunda: „Stiórn Félags islenzkra rithöf- laun i efra flokki, og allir lista- menn neðra flokks sviptir þeim, en dálitil fjölgun heiður-launþega og happa og glappafyrirkomulag starfsstyrkja tekið upp i staðinn. Er auðsætt, hvilikan ójöfnuð og hvert öryggisleysi slikt mundi hafa i för með sér. Og hver vill draga sauði frá höfrum á svo- felldan hátt? Einkum og sér i lagi vill stjórn F.I.R. lýsa furðu sinni á þvi, að einn úthlutunarnefndarmaður skuli hætta sér út i þennan dilka- drátt, sem hér um ræðir, og deila jafnframt á meðnefndarmenn sina fyrir uppfærslu þriggja nafn- greindra rithöfunda á kostnað annarra nafngreindra höfunda. Virðist slikt vera brot á almennu velsæmi og eiga helzt skylt við atvinnuróg. Að sjálfsögðu verða alltaf skiptar skoðanir um einstök nöfn, þ.e. verðleika hvers og eins. En vér fáum ekki betur séð en i heild hafi úthlutunin tekizt vonum framar og að nefndin hafi unnið störf sin af sanngirni og dóm- greind. Lýsum vér þvi yfir fullu trausti voru á störfum hennar og hæfni. — Að gefnu tilefni leggjum vér til, að fjárframlag til lista- manna verði aukið verulega, svo að þar til kjörin nefnd geti gegnt hlutverki sinu sem allra bezt.” Skemmdarfýsn íslendinga Elisabct skrifar: „tslendingar hljóta að vera umgengnisversta þjóð i heimi og hér virðast margir haldnir skemmdarfýsn. Eitt af mörgum dæmum eru brotnir kantar við götur og svo sundurkeyrðir og stórskemmdir grasfletir við og milli gatna. Þar eru að verki ýmsir kæruleysingjar, þar á meðal strætisvagnar og snjó- mokstursbilar. Furöulegt er, að sjaldnast er gert við slikt. Að lokum tvær spurningar. Hvers vegna er Miklabraut milli Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar ekki köntuð ennþá? Snjókeðjur eru bannaöar i flestum borgum, en hvers vegna leyfist sumum strætisvögnum hér að aka á þeim i rigningu?” Opinber gandreið „Ég gat ekki annað en undrazt ferðalagið á rikisbil einum, sem geystist fram úr umferðinni á Hafnarfjarðarveginum á þriðju- daginn upp úr kl. 4. Bifreiðinni var ekið upp Kópavogsháls á ca. 100 kilómetra hraða. Það, sem mér fannst athugavert fyrir utan akstursmátann, var það, að hér var um rikisbil að ræða, Volvó, bláan stationbil, sýndist mér. Við stýrið virtist sitja fremur ungur, þrekvaxinn maður, með hvita húfu á kolli. Vegna hraða bilsins gat ég aðeins séð bila- merki hins opinbera, en liklega var þarna bill frá tollinum eða einhverju sliku. Þurfa menn á bilunum okkar skattborganna að láta eins og fifl á þessum rándýru tækjum? Hvernig er með eftirlitið með bilum þessum? Þeir virðast eftir sem áður notaðir sem pri vatbilar, þrátt fyrir að það eigi að vera úr sögunni.” ökumaður úr Kópavogi. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.