Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 13
Vísir. Fimmtudagur 2. mari 1972. 13 í DAG | 0 KVÖLD | □ □AG | UTYARP Fimmtudagur 2. marz 1972. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Eydis Eyþórsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Brotasilfur. Hrafn Gunn- laugsson tekur saman dag- skrárþátt. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Kam mertónlist. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.40 Tónlistartimi barnanna. Guðmundur Emilsson sér um timann. 18.00 Reykjavikurpistill. Páll Heiðar Jónsson segir frá. 18.20 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Arnar á Skeiðarársandi Sigurjón Rist vatnamælinga- maður flytur erindi. 19.55 Frá tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar íslands i Háskólabiói 29. desember s.l. Stjórnandi: Daniel Barenboim 20.45 Leikrit: „Indælisfólk” eftir William Saroyan. Áður útvarpað i nóv. 1967. Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Benedikt Arnason. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (27). 22.25 í sjónhending. Sveinn Sæmundsson ræðir við Brynjólf Jónsson um ferðalög úr Skafta- fellssýslu og sjósókn. 22.55 Létt músik á siðkvöldi. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Útvorp kl. 18,00: „HAFNAR- STRÆTIÐ" „Þvi lifið heldur áfram, Austurstræti, ...” segir Tómas i kvæði sinu um aðalstræti bæjar- ins, og löngum hefur þetta stræti verið ofarlega i hugum skálda okkar og margt um það ort og skrifað. Við hliðina á Austur- strætinu liggur Hafnarstrætið, eins og allir sjálfsagt vita, en skrýtið er það, að þetta gamla stræti skuli ekki hafa vakið jafn- mikinn áhuga skáldanna, þar sem það er ekki siður merkilegt. Páll Heiðar Jónsson verður með þáttinn Reykjavikurpistil i dag kl. 6, og i þvi tilefni slógum við á þráðinn og ákváðum að leita eftir frekari upplýsingum um efni þáttarins i dag. Það kom i ljós, að viðfangsefni Páls Heiðars er einmitt Hafnar- strætið. Hann rifjar upp, hvernig strætið leit út fyrir um það bil 10 árum og gengur um Hafnar- strætið og hefur göngu sina Vesturgötumegin. „Mig grunar, að gatan hafi breytzt mjög mikið á siðastliðnum 10 árum, og þess vegna langar mig að rifja upp, hvernig var umhorfs þarna, áður en ég hélt af landi brott. Ég ætla að ganga þarna um og ræða við búðarfólk, kanna hve lengi það hefur starfað þarna og hvort það muni timana hér áður fyrr. Ég man t.d. að þarna voru 4 veitinga- staðir, en nú er aðeins einn eftir. Einn af þessum 4 stöðum hét „Heitt og Kalt” og var til húsa, þar sem verzlunin Eros er nú, Svo man ég einnig eftir Sigur- birni úrsmið, en nú er Bóka- verzlun Snæbjarnar þar til húsa. Já,svo eru það Hafnarstrætisrón- arnir, en þeir eru alveg, eða að mestu leyti horfnir. Þetta var vist langlægsta stéttin, og þeir héldu sig mest þarna. En sem sagt, ég ætla að reyna að rifja upp þann anda, sem rikti i þessu stræti hér áður fyrr, og ég held að það megi telja þær verzlanir á fingrum annarrar handar, sem standa enn frá þessum timum.” Það verður eflaust fróðlegt að fylgja Páli' Heiðari um Hafn arstrætið, og vist er það, að löngu liðnar minningar rifjast upp- —EA Benedikt Arnason er leikstjóri leikritsins „Indælisfólk”, sem útvarpið flytur i kvöld. Útvarp kl. 20,45: ff INDÆLISFOLK" Útvarpið tekur til flutnings i kvöld leikritið „Indælisfólk” eftir William Saroyan. Saroyan er ameriskur höfundur og hefur lengst af verið búsettur i Kaliforniu. Hann er ólikur flestum öðrum höfundum að þvi leyti til, að hann fer sinar eigin leiðir og er mjög rómantiskur i verkum sinum. Hann hefur skrifað sögur og leikrit, og hafa verið leikin þrjú leikrit eftir hann hér á landi. Þau eru: Perlan og skelin, Maðurinn sem átti hjarta sitt i hálöndunum og Halló þið þarna úti. Fyrr á árum var Saroyan leikhúsmaður, en þar sem hann var sérvitur með af- brigðum gekk það ekki of vel. Leikritið „Indælisfólk” skrifaði hann á árunum 1940-50, en það var flutt hér áður i nóv. 1967. Við slógum á þráðinn til Þorsteins ö. Stephensen, og greindi hann frá efni leikritsins: Ýmsir mundu telja William Saroyan „taoista”, og minnir margt i verkum hans á Ódýrari en aórir! Shodh LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SlMI 42600. bókmenntir okkar i seinni tið. T.d. er heimili þessarar sér- kennilegu og góðviljuðu fjöl- skyldu, sem þetta leikrit fjallar um, eins konar Brekkukot. Það er þó frábrugðið þvi aðallega vegna þess að það gerist i öðru þjóðfélagi. En það er haldin veizla i leiknum, og held ég að ég megi segja, að hún sé eins konar Dúfnaveizla. Hvað sem þvi liður, leikritið er um áhyggjulausar og góðar manneskjur, kannski ofur- litið geggjaðar, eða að minnsta kosti dálitið óvenjulegar .” Grunntónninn i verkum Saroyan er fólk, sem lifir áhyggjulausu lifi og er fullt af góðvild hvert til annars. Leikendur eru: Þorsteinn ö. Stephensen, Sigurður Skúlason, Edda Þórarinsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Lárus Pálsson, Ævar R. Kvaran, Rúrik Haraldsson og Flosi Ólafsson. Leikstjóri er Benedikt Arnason. —EA w Þann 26. des. voru gefin sáman i hjónaband i Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði af séra Garðari Þor- steinssyni ungfrú Sigriður Ólafs- dóttir og hr. Pálmi B. Larsen. Heimili þeirra er að Austurgötu 9, Hafnarfirði. (Ljósmyndastofa Kristjáns) A nýársdag voru gefin saman i Kópavogskirkju, af séra Ingólfi Guðmundssyni, ungfrú Sonja Larsen og Bragi Torfason. Heimili þeirra verður að Hófgerði 15, Kópavogi. (Ljósmyndastofa Þóris) Laugardaginn 8. jan. voru gefin saman i Dómkirkjunni, af séra Jóni Auðuns, ungfrú Aslaug Pétursdóttir og Ómar K. Arason. Heimili þeirra verður að Reyni- hvammi 3, Kóp. (Ljósmyndastofa Þóris) Spáin gildir fyrir föstudaginn 3. marz. * -k ■ít -k * * -tt * -» ★ <t -k -á -á <t ¥ <t ¥ <t * <t * -tt ¥ <t ¥ ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ «- X S- ★ S- X S- * «- * S- * «- ★ «- ★ «• ★ s- X s- X «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- s- X- X- s- X- s- X- s- X- s- X- «- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X s- X *t JwR IIrúturinn,21. marz—20. april. Það litur út fyrir að þú sért að undirbúa eitthvert ferðalag, sem þó er ekki rétt undan. Taktu allar ákvarðanir i þvi sambandi með nokkrum fyrirvara. Nautib, 21. april—21. mai. Peningar skipta þig miklu máli i dag, og er hætt við að þú kunnir að leggja of mikla áherzlu á þá. Þeir eru ekki allt, sem betur fer. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Þú þarft nauð- synlega að koma einhverju i framkvæmd, sem dregizt hefur allt of lengi. Taktu rögg á þig, þvi að nú eru siðustu forvöð. Qí Irá m & Krabbinn, 22. júni—23. júli. Þú ættir að nota hvern tima, sem þér gefst, til þess aö hvíla þig eða sinna tómstundaiöju og slaka þannig á. Þér veitir ekki af þvi, sannaðu til. Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Þetta getur orðið að ýmsu leyti erfiður dagur. Það litur út fyrir að þú verðir að koma á sáttum milli einhverra aðila, sem ekki reynast til i það. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Margt lagast i dag, ef þú ýtir ekki um of á eftir. Það er sitthvað að gerast á bak við tjöldin þér i vil, sem fer að koma fram hvað úr hverju. Vogin,24. sept,—23. okt. Það litur út fyrir að þú eigir i ströngu kapphlaupi viö timann, I sam- bandi við eitthvert verkefni. Þvi lýkur þó senni- lega þannig, aö þú hefur nauman sigur. Drekinn, 24. okt,—22. nóv. Hvergi nærri auð- veldur dagur, en notadrjúgur eigi að siður og það sem gerist, getur reynzt þér mikilvægt i náinni framtið, einkum i peningamálum. Bogmaðurinn,23. nóv.—21. des. Þeim, sem hafa eitthvert feröalag i huga, getur þetta orðið mikilvægur dagur. Sú ferö mun krefjast mikils undirbúnings, jafnvel þótt skammt verði farið. Steingeitin,22. des.—20. jan. Rólegur dagur, all- flest gengur samkvæmt áætlun, en þaðer eins og eitthvað nýliðið sæki svo fast á hugann, að fátt annað komist að i bili. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Akvarðanir, sem þú tekur að vel hugsuðu máli i dag, munu reyn- ast haldgóðar og verða þér að láni. En flanaðu samt ekki að neinu sliku. X s- X s- X s- X «- X s- X s- X+-V ¥■•>?■+•>? ¥-#¥-J*-¥4?-¥J?¥-WM?¥-!(?-¥4?¥-J?-J¥J?-¥í!¥-t?¥-JÍ¥-J?''¥í!--¥J?-¥í!¥-V'-k Fiskarnir, 20. febr,—20. mai. Geföu þér tima til að staldra við og hugleiða hlutina, þá getur farið svo, að þú sjáir góð tækifæri, sem annars mundu fara fram hjá þér. ¥ <t ¥ <i ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t k <t ¥ <t ¥ ¥ <t ¥ <t ¥ ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <i ¥ ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <t ¥ <i ¥ <t ¥ <t 0^," rl Laugardaginn 12. feb. voru gefin saman i Langholtskirkju, af séra Sig. Hauki Guðjónssyni, ungfrú Hulda Finnlaugsdóttir og Héðinn Sverrisson. (Ljósmyndastofa Þóris) A nýársdag voru gefin saman i Langholtskirkju, af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni, ungfrú Krist- björg Asta Ingvarsdóttir og Gylfi Þór Magnússon. Heimili þeirra verður að Hjallavegi 14, Rvik. (Ljósmyndastofa Þóris)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.