Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 3
Vfsir. Fimmtudagur 2. marz 1972. 3 „Jónas talar við kallana í Hull": HÉLDU AÐ SPARKA ÆTTI ÖLLUM ÚT í HAFSAUGA KL. 12 Á L-DAG o — almenningur veit iitið um mólstað Islendinga í landhelgismólinu, segir Jónas Arnason i viðtali við fréttamann Visis Frá Ástþóri Magnússyni, London í gær: „Þegar ég lagöi af staö aö heiman spuröi mig einhver, hvort ég ætiaöi aö kasta mér fyrir ljónin”, sagöi Jónas Arnason, alþingismaöur, þegar ég hitti hann i London i dag. ,,En sú varö ekki raunin, því móttökurnar hafa verið mjög góöar og ég hef haft fjári mörg tækifæri til aö skýra sjónarmiö okkar isiend- inga i landhelgismálinu. Ég kom með Júpiter hingað til Hull á þriðjudagsmorguninn og hélt blaðamannafund um borð i skipinu eftir hádegið. En enskir útgerðarmenn reyndu að þagga niður i mér með þvi að boða annan blaðamannafund á sama tima annars staðar”, sagði Jónas. Kvaðst Jónas hafa lagt áherzlu á, að erindi sitt væri fyrst og fremst það að halda uppi vináttu milli Breta og tslendinga. „Þeir hafa tekið mér afskaplega vel brezku blaðamennirnir, þeir virðast algjörlega á móti þvi aö spilla vináttu landanna með öðru þorskastriði”, sagði alþingis- maðurinn. — En væntanlega eru ekki allir sömu skoðunar? „Nei, svo virðist sem útgerðar- mennirnir hafi gefið fólki hér al- rangar hugmyndir um afstöðu okkar, og var þvi ekki vanþörf á, að málstaður okkar kæmi fram. Enskir sjómenn héldu til dæmis, að sparka ætti öllum enskum togurum út i hafsauga á minútunni 12 á miðnætti þann 1. september. Ég hef útskýrt það mjög vel, að við gefum þeim að- lögunartima, eins og við köllum það”. — En er nýju þorskastriði þá hótað af einhverjum? „Já, Austin Long, sá sem virðist vera einhvers konar forystumaður brezkra togara- eigenda, hótar ennþá, að brezka sjóhernum verði beitt til að vernda ensku togarana innan 50 milnanna. Annars er hitinn i fólki hér langtum minni en maður hélt. Fólkið vill einfaldlega fá fisk til löndunar, góðan fisk, og þá skiptir það ekki máli, hvort sá fiskur kemur úr enskum togara eða islenzkum”, sagði Jónas Auk ensku blaðanna nata ýmsar sjónvarpsstöðvar rætt við Jónas um landhelgismálin, en i dag kom hann frá Hull hingað til London. Og mun hann ræða við stjórnmála- og fréttamenn um viðhorf Islands. Þá munu brezkir þingmenn ætla að halda fund um landhelgismálið og reyna aö fá Jónas til að mæta, en ekki vissi alþingism. annaö um þann fund en það, sem hann hafði lesið i blöðunum um hann. A morgun, fimmtudag verður málið og tekið fyrir i Lávarðadeild þingsins, en leikritahöfundurinn Ted Willis, sem var nýlega i boði Leikfélags Reykjavikur heima á Islandi, mun hafa haft forustu um að taka málið upp á þeim vettvangi, en Willis er einn meðlima deildar- innar. AM/KK. Seðlabankinn inn á happdrættismarkaðinn - Fjármagnið rennur til byggingar hringvegar Seðlabankinn er nú i þann veginn aö hefja sölu á happ- drættisskuldabréfum og veröur þeim peningum, sem inn koma fyrir sölu á bréfunum, variö til vega- og brúargeröar á Skeiöar- ársandi. Bréfin veröa gefin út I allt aö 5 flokkum til ársins 1975 og veröa samtais að upphæö 250 miiijónir króna. Bréfin veröa verðtryggö og endurgreiösla bundin höfuöstól visitölu. Vextir verða ekki greiddir af þessum skuldabréfum en árleg fjárhæð vinninga i hverjum flokki skal nema 7% af heildarfjárhæð skuldabréfa hvers flokks og verður dregið einu sinni á ári. Skuldabréfin verða undanþegin framtalsskyldu og eignasköttum, en vinningar og verðbætur und anþegin tekjuskatti og tekjuút svari. Jónas Pétursson barðist mikið fyrir þessu máli, meðan hann sat á alþingi, og voru lög um þetta mál staðfest á alþingi i fyrravor. 1 vetur var lögunum hins vegar breytt á þann veg, að upphæðin var hækkuð úr 200 milljónum i 250 og visitölutrygging bréfanna heimiluð. Samgöngumálaráðuneytið fól Vegagerð rikisins i haust að gera framkvæmdaáætlun um lagningu vegar og byggingu brúa á Skeiðarársandi miðað við, að framkvæmdum yrði lokið á árinu 1974. Aætlunargerðinni er ekki lokið, en Vegagerðin telur þessi timatakmörk i knappasta lagi og telur mun hagkvæmara og örugg- ara, að miðað verði við að ljúka framkvæmdum árið 1975. En hvort sem framkvæmdum lýkur árinu fyrr eða seinna er ljóst, að þær verður að hefja snemma á næsta vori og byrja á vegarlagn- ingu frá Kálfafelli i Fljótshverfi og austur fyrir Lómagnúp. Jafnframt yrði að byrja á undir- búningsframkvæmdum að brúar- gerð á Núpsvötn og Súlu. Margt bendir nú til þess, að skammt sé i hlaup úr Grims- vötnum, og við hönnun og gerð mannvirkja og tilhögun fram- kvæmda við Sandgigjukvisl og Skeiðará, verður tekið mið af þeim niðurstöðum, sem fást við rannsóknir og mælingar á hlaup- inu. Seðlabankinn mun fljúga með fréttamenn og fleiri yfir fyrir- hugað vegarstæði i dag, og verða fyrirhugaðar fram- kvæmdir þá útskýrðar nánar svo og nánar greint frá happdrættis- láninu. —SG „Aðeins venju- legur úrekstur" Þeir kippa sér ekki upp við smáræði þarna i Kópavoginum. Flestum sýnist Citroen billinn á myndinni vera talsvert mikiö skemmdur og mun það kosta ófáar krónur að gera hann öku- færan á ný. Lögreglan i Kópavogi taldi þetta hins vegar litinn við- burð „aðeins venjulegan árekstur”. Mætti ætla að margir slikir kæmu fyrir á degi hverjum á þeim stað og teldist slikt ekki til tiðinda. Eftir þvi sem Visir kemst næst varð árekstur þessi á mótum Digranesvegar og Grænutungu siðdegis i gær. Lentu þar saman litill vörubill og Citroen „braggabill”, sem jafnframt rakst utan i fólksbil við árekstur- inn. Urðu miklar skemmdir á „bragganum” en litlar á hinum tveimur. —SG KEYPTU FALKfl FYRIR ÓVERU! - og hafa einkarétt á nafninu Fálkinn „Þar sem viö erum nú einir eigendur aö nafninu Fálkinn, leyfum viö okkur að taka skýrt fram, að við leyfum engan undan- tekningu um notkun annarra aðila i hvaða tilgangi sem er.” Þannig hljóðar tilkynning til firmaskrár Reykjavikur, sem Lögbirtingablaöiö birti frá Fálkanum hf. fyrir skömmu. „Tilefni þessarar tilkynningar var fyrst og fremst það”, sagði okkur Bragi Ólafsson, forstjóri Fálkans hf.. ,.að við keyptum i des. sl. i uppboðsrétti Reykj- vikur nöfnin Vikublaðið Fálkinn hf. og Vikublaðið Fálkinn. Nöfn, sem ollu nokkur á sinum tima nokkrum leiðindum. Einkum þá er blaðið varð gjald- þrota.” „Það var ekki nema einhver óvera, sem við gáfum fyrir nafnið. Mig minnir, að það hafi ekki verið mikið meira en þúsund krónureða svo”, sagði Bragi enn- fremur. „Við vildum ekki, að nafnið lægi á glámbekk. Það komst i notkun sem vikublaðs- heiti fyrir einhvern misskilning. Við vorum skráðir eigendur nafnsins, en gerðum þó aldrei neitt i þvi að stöðva notkun þess, er vikublaðið var farið af stað með þvi heiti. Núna vildum við hins vegar fyrirbyggja, að nafnið kæmist aftur á kreik sem viku- blaðsheiti.” —ÞJM Þrætti fyrir ölvun ökumaður sá, sem lögreglan á Akureyri elti á ofsahraða lengi nætur fyrir skömmu, neitaöi fyrst i stað við yfirheyrslu að hafa verið ölvaður. Honum tókst að ;steppa frá lögreglunni á tveim jafnfljótum eftir að hafa ekið á lögreglubilinn sem elti, en hann náðist fljótlega á þriðjudaginn. Við yfirheyrslu játaði hann að hafa ekið bilnum umrædda nótt, en tók þvi hins vegar vfðsfjarri að hafa smakkað vin þá nótt. En slikar mótbárur dugðu litt, þar sem lögreglan gat sannað á hann vinneyzlu þessa nótt, og gekkst hann þá við sökinni. Tizkufrömuðir Bandarikjanna eru nú I óða önn aö sýna sumartizku sina, og rákumst við á þessa mynd i N.Y. Daily News. Kjóllinn er frá einu af frægasta tizkuhúsi New York borgar, og svo skemmtilega vill til, að sýningardaman er fslenzk og heitir Erla Norðfjörð. Fötin sem hún sýnir á þessari mynd eru frá einu af frægustu tizkuhúsum New York, Geoffrey Beene, og er hann hér að sýna beltislausan skyrtukjól úr bómull, sem er eitt helzta einkenni hans fyrir sumartizkuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.