Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir. Fimmtudagur 2. marz 1972.' VÍSIB Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson pitstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjóm: Siðumúla 14. Simi 11660 1 5 línur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaöaprent hf. Sljóvgunarkerfið Eitt stefnumála vinstristjórnarinnar er að herða verðlagseftirlit i landinu og styrkja enn það hafta- kerfi á þessu sviði, sem Islendingar búa við einir þjóða Vestur-Evrópu. Sumum finnast höft vera eðlileg á þessu sviði, svo að „óþarfir” milliliðir raki ekki saman fé á kostnað almennings. En svo einfalt er málið ekki. Stjórnir landa Vestur-Evrópu, hvort sem það eru hægri- eða vinstristjórnir, hafa fyrir löngu komizt að raun um, að gallar haftanna eru meiri en kostirnir. Bezta verðlagseftirlitið er fólgið i öðrum leiðum. Þær leiðir felast annars vegar i frjálsri samkeppni á vörumarkaðinum og hins vegar i góðri verðskynjun almennings, sem mótast af virkri neytendafræðslu. Slikt kerfi hefur komið i staðinn fyrir höftin i ná- grannalöndum okkar, þar á meðal Norður- löndunum. Verðlagshöftin hafa sljóvgandii áhrif. Þau valda þvi, að kaupmenn missa áhugann á hagkvæmum innkaupum, þvi að þeir fá meiri tekjur af þvi að flytja inn og selja dýrar vörur. Þau valda þvi, að verðskynjun almennings dofnar, þvi að verðlags- eftirlitinu er ætlað að sjá um þá hlið. Þetta veldur þjóðfélaginu stórfelldu tjóni i óhagkvæmum inn- kaupum. Viðreisnarstjórninni tókst ekki að taka upp hér á landi svipað kerfi og á Norðurlöndum. Hún reyndi það árið 1970 með verðgæzlufrumvarpinu. Þá höfðu bæði Aiþýðuflokksmenn og framsóknarmenn látið i ljós skilning á þvi, að breyting væri nauðsynleg. Þegar til kastanna kom, stóð Framsóknarflokk- urinn óskiptur gegn endurbótunum og Alþýðu- flokkurinn klofnaði. Eini stuðningsflokkurinn var Sjálfstæðisflokkurinn og náði frumvarpið þvi ekki fram að ganga. Frumvarpið gekk þó sizt lengra en hliðstæð lög á Norðurlöndum. Það hafði að geyma merk ákvæði um samkeppni i verzlun, eðlilega viðskiptahætti, vernd gegn einokun og um virkt starf i þágu neyt- enda. Islendingar verða þvi enn um sinn að búa við styrjaldarbúskap á þessu sviði, aldarfjórðungi eftir að nágrannaþjóðirnar hafa lagt hann niður. Nú höfum við fengið afturhaldsstjórn, sem stefnir að þvi að stiga nokkur skref aftur á bak i verð- lagsmálum, þótt ekki hafi orðið af framkvæmdum enn. Þessi stefna byggist á þeirri skoðun, að al- menningur sé svo einfaldur að halda, að ákveðnar álagningarprósentur i vöruverði séu rétta leiðin til að tryggja fólki sem ódýrastar vörur. Reynslan hér á landi og annars staðar sýnir annað. Munurinn er sá, að nágrannarnir hafa lært af reynslunni en við ekki. Hvað breytist áríð 1972 í Bandaríkjunum? Bandariskir sérfræðingar hafa verða árið 1972. lagt hausinn i bleyti og gert spá A árinu muni menn venjast við um, hvaða breytingar muni helzt „hina fimm stóru” i heimsstjórn- Mannlífið í Peking: „Engin mök fyrir hjónabandið" — „Auðvaldsáróður", að reykingar valdi krabba — Kínverska alþýðulýð- veldið er síðasta vígi spýtu- bakkanna. Það er góður og gamall kínverskur siður að spýta hressilega. Með því er illum öndum komið úr skrokknum. Nixon og Mao sátu með tvo dalla á milli sín, en ekki hefur verið sagt, hvort Nixon notfærði sér þá. Kínverska stjórnin telur heilsubót að þessu. Kinverjar hafa enga sektartil- finningu gagnvart sigarettureyk- ingum. Mao formaður, kominn langt á áttræðisaldur, reykir mikið, og þjóðin fylgir fordæmi hans. Það, sem formaður telur gott, hljóta aðrir einnig að álita vansalaust. Enda kom fram hjá sumum i viötölum við blaða- menn, að það gæti ekki verið annað en „auðvaldsáróður” að halda þvi fram, að reykingar væru skaðlegar. Fáir Kinverjar höfðu reyndar heyrt nokkuð um það, að reyk- ingar gætu valdið krabbameini. Kinverskir fjölmiðlar hafa látið það mál ónefnt, og aðeins örfáir Kinverjar hafa aðgang að er- lendum blöðum og timaritum. Börn hrædd við hvitingja. Erlendir blaðamenn i Peking fóru einn morgun eftir veizluhöld og leituðu að einhverju, sem bæta mætti úr timburmönnum þeirra. Þeir leituðu logandi ljósi og álitu að til mundi sitthvað, sem koma mætti að gagni i þeirri baráttu. Hins vegar vildu kinverskir ekkert við það kannast, að nokkur lyf við timburmönnum væru á boðstólum. „Við höfum ekkert þess háttar”, sögðu þeir. „Siðan byltingin var gerð hefur drykkju skapur ekki verið vandamál i Kina.” Blaðamenn vöktu athygli, þar sem þeir fóru. Hvitir menn, eða langnefjungar eða stórfætur, eins og Kinverjar kalla þá gjarnan, eru mjög svo fágætir i Kina, þótt eitthvert slangur sé þar af vest- rænum mönnum, til dæmis nokkrir tugir Bandarikjamanna, sem búa þar að staðaldri, sumir „pólitiskir flóttamenn”. Fólk snarsneri sér og starði, þar sem hvitingjar fóru, og börn áttu það til að bresta i grát við þá sjón. Létu þau huggast við nokkur vel valin orð úr Rauða kverinu. Eitt ár í kommúnu eftir læknispróf. Hafi Kinverjar ekki nein timburmannavandamál, þá virð- ast þeir heldur ekki hafa vanda- mál lausungar æskunnar. I kyn- ferðismálum eru þeir sagðir mjög ihaldssamir, og ber innfæddum og þeim útlendingum, sem þar dveljast langtimum, saman um það. Erlendu blaðamennirnir fengu þær yfirlýsingar hvar- vetna, að það væri nær óþekkt fyrirbæri, að ungir elskendur hefðu kynmök, fyrr en eftir að þeir væru gengnir i opinbert hjónaband. Kinverjar giftast sjaldan fyrr en þeir eru vel yfir tvitugt. A þessa lund var til dæmis frá- sögn móðurinnar, sem blaða- menn tóku tali i veitingahúsi i .. .. ...................■:-'-....... ' „Drykkjuskapur hefur ekki veriö vandamái I Kfna, síðan byltingin var gerð.” — Nixon og Chou En-Lai. Illlllllllll Umsjón: Haukur Helgason Peking. hún var þar að snæðingi með dætrum sinum tveimur, 14 og 23 ára gömlum. Eldri dóttirin var nýútskrifuð úr læknaskóla. Þrátt fyrir prófið átti hún að fara til vinnu i komm- únu i eitt ár, áður en hún gæti orðið kandidat i borgarspital- anum. Hún hafði verið heitbundin læknastúdenti i tvö ár. Þau ætla ekki að giftast fyrr en eftir þrjú eða fjögur ár, þvi að stjórnin er andvig giftingum öllu yngra fólks. Kynmök utan hjónabands andstæð kommúnisma. Móðirin sagði blaðamönnum frá trúlofun þeirra og ræddi frjálslega-um kynlif i þvi sam- bandi. Hún taldi óhugsandi, að þau hefðu haft nokkur kynmök eða mundu hafa, fyrr en þau væru gift. Slikt, sagði konan, væri and- stætt meginreglu kommúnismans og kenningum Maos formanns. Hugsanlega væri til eitthvert fólk, sem slikt gerði, en það væri vafa- laust mjög sjaldgæft. Vestur- landamenn sem hafa verið i Kina, um árabil, segja sömu sögu. Það sé mjög sjaldgæft, ef slikt fyrir- finnist, og þeir viti þess engin dæmi. Móðirin taldi gjörsamlega óhugsandi, að i Kina væri til fólk, sem hefði kynmök án þess að ætla að giftast, og hafði hún ekki heyrt þvilikt. Formaður einnar byltingar- nefndarinnar tjáði blaða- mönnum, að „stúdentar iðkuðu ekki kynmök utan hjónabands, þvi að við ölum þá upp i kommún- istiskum fræðum.” Þessi túlkun kommúnisma mun koma mörgum Vesturlanda- mönnum undarlega fyrir sjónir. I upphafi ætluðu bolsévikar i Rúss- landi að innleiða „frjálsar ástir” en þeir gáfust upp við það fljót- lega og gerðust allihaldssamir i kynferðismálum, sem þeir hafa verið siðan. Engar vændiskonur lengur Fólk i Peking fer gjarnan i skemmtigöngur og bió. Þar voru sýndar skemmtimyndir ýmiss konar, kinverskar, svo sem „stúlkan með hvita hárið” sem varð gráhærð á „löngu göngunni” hans Maos, þegar Mao fór með lið sitt frá suðurhlutanum til norður- hlutans. Blaðamenn fundu ekki vændis- konur i Peking. Þar voru fyrir valdatöku kommúnista taldar hátt i 100 þúsund vændiskonur. Nú, segja blaðamenn, er mellulif i Peking svipað og á „Hafi kyrrð- arinnar” á tunglinu. Stríðsgróðanum linnir málunum, Bandarikin, Sovétrikin, Efnahagsbandalag Evrópu, Kina og Japan. William Safire, ráðunautur Bandarikjaforseta, segir, að fjármálamenn i Bandarikjunum, sem hafi byggt velgengni sína á striðsgróða, verði i ár að fara að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Alltof margir hafi orðið auðugir með þvi að notfæra sér verð- bólguna. Eftir afrek i geim- visindum undanfarin ár séu tæknimenn i svipaðri stöðu og Winston Churchill var eftir striðið, þegar þakklæti til hans blandaðist óvinsældum, er leiddi til þess, að hann beið ósigur i kosningum. Stjórnvöld verði að sjá til þess, að afstaða fólks til tækninnar breytlist. 1 Bandarikjunum muni verða gerðar endurbætur á vel- ferðarmálum. Margt gamalt fólk sé nú rekið i fátækt vegna hárra fasteignaskatta. Þetta muni fólk ekki þola til lengdar. Unga fólkið fær i ár meiri áhrif en nokkru sinni i kosningum vegna lækkunar kosningaaldurs. Með þvi muni athygli beinast að hagsmunum þess. Umbylting verði i heilbrigðismálum, meiri en nokkurt annað ár. Samgöngur batni stórum. Myndasegulbönd aðrar slikar nýjungar setji svip sinn á heimilin. -Og striðið i Vietnam endi og hætti að vera dagleg „fæða” á heimilunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.