Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 16
VÍSIR Fimmtudagur 2. marz 1972. w Islenzkum treystondi — ekki síður en útlendingum segja byggingafrœðingar „Stjórn byggingafræóingafélags , ins er þeirrar skoðunar að efna eigi til samkeppni um þetta verk- efni, og verður þvf ekki trúað að óreyndu, að islenzkir hönnuðir geti ekki leyst þetta verkefni jafnvel og erlendir starfsbræöur þeirra.” Svo segir i frétt frá stjórn Byggingafræðingafélags Islands um fyrirhugaða byggingu Þjóö- arbókhlöðu. Slik bygging er hugs- aöur einn þáttur i þvi að minnast 1100 ára byggðar á Islandi, og hafa að undanförnu farið fram miklar umræður um, hvort eigi að efna til samkeppni um þessa bókhlöðu. Arkitektafélagiö efndi nýveriö til fundar um þessi mál, en á þann fund var aðeins á- kveðnum aöilum boðið. Stjórn Byggingafræðingafélags- ins er þeirrar skoðunar, aö bygg- ing Þjóðarbókhlööu sé mál sem engum sé óviökomandi, enda hús- iö hugsaö sem sameign lands- Kaupmenn króaðir af við gjóna i Kópavogi: „Líf og limir borgara settir ofar ðllu" — segir umferðornefndin og vill í engu koma til móts við sextíu óónœgða fyrirtœkjaeigendur „Einmitt vegna þjónustu við samfélagið hlýtur umferðaröryggið, líf og limir borgaranna, að vera sett ofar öðru og hiýtur þvi að ganga fyrir hagsmunum þeirra að- ila, sem hafa undirritað bréf það, sem háttvirt bæjarráð sendi um- ferðarnefnd Ijósrit af 19. þ. m.", segir í svari bæjarstjórnar Kópavogs og umferðarnefndar kaupstaðarins til ó- ánægðra kaupsýslu- nanna i Kópavogi. Aður héfur verið skýrt frá gremju um 60 eigenda fyrirtækja i kaup- staðnum, sem stafar af breytingum á umferð gegnum Kópavog með tilkomu gjáarinnar miklu. Hafa sumir þeirra hótað að flytjast á brott með starfsemi sina, eigi þannig að ganga áfram. Mörg fyrirtækjanna, einkum við Auðbrekku og Alfhólsveg og eins Byggingavöruverzlun Kópavogs við Kárnesbraut, voru áður i þjóðbraut hvað viðskipti varðaði en með breytingum verður leiðin að fyrirtækjunum bæöi torsótt og grýtt, og viöskiptavinir skila sér ekki I sama mæli og fyrr að sögn forráömanna fyrir- tækjanna. Umferöarnefndin undir- strikar i umsögn sinni um bréf kaupsýslumannanna, aö til- gangurinn meö hinum dýru vegaframkvæmdum sé sá að losa bæjarbúa við hættuna og óþægindin af umferðinni gegnum Kópavog. Kveðst nefndin „vara alvarlega við þvi, að nokkur áhætta sé tekin með öryggi bæjarbúa til að þjóna hagsmunum eða sjónar- miðum, sem eru auk þess að mestu eða öllu leyti imynd- uð”, segir i bréfi til fyrir- tækjann., sem hér eiga i hlut. „Viö erum hreint og beint undrandi á þessari afgreiöslu á málaleitan okkar”, sagði Guðmundur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Byggingavöru- verzlunar Kópavogs, sem mun vera eitt stærsta ef ekki stærsta fyrirtæki i þessari grein á landinu. Kvað hann greinilegt, að mörg fyrirtæki sköðuðust stórlega á um- feröarbrey tingunum og mundu kaupmenn þvi af skiljanlegum ástæðum reyna allt hvað þeir gætu til að kom- ast i sem bezt samband við umheiminn á ný. Varðandi öryggi bæjarbúa i Kópavogi hefur af mörgum verið bent á, að umferðinni hafi nú verið beint á götur, þar sem mun fleiri börn haldi sig, t.d. i nánd viö félagsheimiliö og Kópavogsbió að ekki sé tal- að um barnaleikvelli, gæzlu- velli og dagheimili við Há- braut, skammt frá kirkjunni. —JBP- manna alira. Ennfremur er það álit félags- ins, að efna eigi til samkeppni um sem flestar opinberar byggingar og mannvirki. „Séu þær sam- keppnir opnar öllum þeim er á huga hafa hverjusinni, en séu ekki aðeins ætlaöar ákveðnum hópi manna eins og verið hefur” segir i frétt félagsins. Einungis með opnum samkeppnum fáist trygging fyrir þvi, að beztu og hagkvæmustu lausnirnar fáist hverju sinni. —SG. Meiri hraði á útborgunar- dögum? Snemma i morgun uröu menn varir við ljósastaur i einkenni- legum stellingum á Tryggvagötu. t stað þess að standa uppréttur og bera „höfuðið” hátt lá þessi flatur i götunni. Kom i Ijós að ekið hafði verið á staurinn og hannkubbaður i sundur niður við jörð. Okumaðurinn mun hafa laumazt á brott og er enn ófundinn. Margir þurftu mjög að flýta sér i gær, enda útborgunardagur viða. Urðu einir 10 árekstrar i borginni i gær þrátt fyrir bezta veður. Meiðsli urðu ekki á fólki. Hins vegar fór hjól á lyftara yfir fótlegg á manni i Skeifunni i gær og einnig slóst vörubretti i bak á verkamanni við Austurbakka. Báðir sluppu þeir við stórvægileg meiðsl. — SG Það var unnið af kappi I rigningunni i morgun aö smlöi steypumótanna að Hraunbæ 102. Einmuna tlð I vctur verður þess llklega valdandi aö Arbæingar fá hcilsustöð sina fyrr en ella. VERÐUR LÆKNASTÖÐIN í HRAUNBÆ 102? „Nœg loðna, vont veður" Nú er farið að svipast um eftir húsnæði fyrir læknastöð þá, sem á að koma i Árbæjarhverfi. Heilbrigöisráö hefur nú samþykkt, að borgarráð hafi frumkvæði að samningum við húseiganda að llraunbæ 102 um húsrými fyrir læknastöð. Visir talaði við ritara heil- brigðismálaráðs Guðmund Skúlason, sem sagði, að verið væri að byrja byggingu þessa húss, sem verði bæði verzlunar- miðstöð og ibúöarhúsnæði svo að húsið væri ákaflega vel staðsett fyrir læknastöð i hverfinu. Læknastöðin mun verða eins- konar útibú frá Heilsuverndar- stöðinni og sömuleiðis læknastöð i Breiðholti, sem borgarstjórn hefur fallizt á að verði komið upp. —SB— — rœtt við Hjólmar Vilhjólmsson staddan við Ingólfshöfða. Brœla á miðum en mikið af loðnu „Við erum hér suöaustur af Ingólfshöfðanum, og hér er næg loðna, ekkert dreifð, en hún er óstöðug og gefur varla færi á sér”, sagði Hjálmar Vilhjálms- son i morgun, er Visir ræddi viö hann um borð i Arna Friðrikssyni. „Það eru svona 8—10 bátar hér kringum okkur, og þeir eru litið að vinna núna, loðnan er svo dreifð. Ég á nú von á að þetta breytist hér fljótlega, það hlýtur að verða. Annars hefur verið hér kapp- veiði, hér og i Meðallandsbugt- inni”. — Hvað heldurðu með gönguna sem þú hefur verið að spá, er hún að koma suður með? „Já, þetta er sú ganga sem við erum i hér, það er bara ekki gott að segja hvernig þetta verður hér, fer svo mikið eftir veðri. Og þáð er bræla hér núna”. — Koma ekki fleiri bátar til ykkar þarna viö Ingólfshöfðann fljótlega? „Ég skil ekki i öðru — það fjölgar eflaust mikið hér þegar liða tekur á dag, verst með bræluna og þeir spá þessu áfram i dag og svo er lika stórstreymt, það hefur áin áhrif. Á Höfn i Hornafirði hafa þeir sagt að þeir taki við loðnu úr einum eöa tveimur bátum i dag, en þá er bara illmögulegt fyrir þá aö sigla þar inn vegna brimsins”. Og frá Ingólfshöfða er 10 — 12 tima stim austur fyrir land með loðnuna — „og hún fer örugglega að gefa sig hérna”, sagði Hjálmar Vilhjálmsson. —GG Nóg er af loönunni um allar hafnir, — og sjórinn iöar af þessum smáfiski, aðeins veðrið hamlar veiði þessa dagana. „Kalt að busla í sjónum" „ég veit ekki hve lengi ég var í sjónum — fór að skjólfa þegar upp ó bryggju kom" „Það var fjári kalt aö busla þetta I sjónum — fann reyndar ekki mikið til þess meðan við vorum ofan i, en ég fór að skjálfa þegar upp á bryggjuna kom og raunar var mér anzi kalt allan daginn I gær”, sagöi Guðmundur Loftsson, bifvélavirki I Vest- mannaeyjum, sem i fyrrakvöld fleygði sér I sjóinn á eftir þeim fræga Binna I Gröf, Benóný Friðrikssyni, sem féll I höfnina I Vestmannaeyjum. „Ég var búinn að sjá Binna þarna frammi á bryggju, svo næst þegar ég leit upp, var hann horfinn. Ætli hann hafi ekki ætlað að stökkva út á hvalbakinn á hon- um Isleifi sem lá i höfninni, en orðið fótaskortur, annað hvort á bryggjunni eða bátnum, og dottið siðan — samt hefur ekki liðið löng stund frá þvi hann datt og þar til ég náði honum. Hann var svo til meðvitundarlaus þegar ég náði taki á honum”. — Var þér ekki illa við aö fara á kaf i iskaldan sjó? „Ekki svo mjög — verst eftir á”. — Hve lengi varstu i sjónum, heldurðu? „Það hef ég ekki hugmynd um. Það kom þarna að okkur strax maður, og hann ætlaöi að stökkva ofan i og hjálpa mér, þaö var svo svakalega erfitt að halda Binna, en þegar hann stökk yfir á hann ísleif rak hann höndina einhvers staðar i og skar sig. Ég galaöi þá til hans að fara til lögreglunnar eða eitthvað og sækja hjálp. Meðan hann hljóð uppeftir hélt ég manninum og lika meöan þeir voru að koma stiga niður til okkar og koma sér niður að sækja okkur”. — Og svo hefur skjálftinn komið, þegar upp úr var komið — hvað helduröu að blóöhitinn hafi farið langt niður? „Það veit ég ekki. Læknarnir hér á spitalanum vildu nú fá að athuga mig, frétti ég, en ég nennti ekki að standa i svoleiðis og fór bara heim i rúm”. Binni i Gröf liggur nú á sjúkra- húsinu i Eyjum, og eftir þvi sem Guðmundur, björgunarmaöur hans, sagði okkur i morgun, mun hann vera að hressast. Binni er 68 ára, en Guömundur Loftsson 29 ára. —GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.