Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 7
Vísir. Fimmtudagur 2. marz 1972. cTVIenningarmál Bœkur eftir jólin: HVAÐ GERT ER OG HVAÐ HÆGT Einhver fallegasta bók á jólamarkaönum í vetur var Við sagnabrunninn, sögur og ævintýri frá ýmsum löndum, sem Alan Boucher tekiö saman og endursagt en AAaf og menning gaf út. Ekki aðeins vegna sí- gildra sagnaefna og hins dýrlega málfarsá sögunum í þýöingu Helga Hálf- dánarsonar, heldur er bókin einnig frábærlega vönduö að allri ytri gerö. Barbara Árnason stendur sér á parti í hópi íslenzkra myndlistarmanna — vegna fjölhæfni sinnar og hins fína listræna handbragös á öllu sem hún gerir. Bók- skreytingar hennar, teikn- ingar og vatnslitamyndir í Við sagnabrunninn, bera langt af ööru sem unnið er í þeirri grein hér á landi. En þessi bók sýnir líka hve is- lenzk bóklist getur komizt á hátt stig þegar þvi er kostaö til sem til þarf og til er. Að likindum er bók þessi einkum ætluð ungum lesendum, börnum og unglingum, eða svo er að sjá af efnismeðferð fremur en sjálfu efnisvalinu og sómir hún sér álika og álft á kolsvörtu hrafnaþingi innan um venjulegan varning á barnabókamark- aðnum. Endursögn Alan Bouchers á þremur ævintýrum Ódysseifs i bókinni minnir reyndar á það að úr ódysseifs kviöu mætti gera emhverja mna ákjósanlegustu drengjabók einmitt með þessum hætti, eins spennandi og ævintýralega og á yrði kosið. Annars eru fullorðnir lesendur siður en svo sviknir i þessari bók, hinum fjölbreyttu, sigildu frásagnarefnum eða frásagnarhætti hennar. Að taka eina sögu fram yfir aðra i þessu safni er fyrst og fremst til marks um manns eigin smekk, en með þeim sem ég hafði mest gaman af i bókinni voru irska sagan um tvo kappa, saga Leo Tolstojs um papana þrjá, japanska sagan um mánaprinsessuna og saga frá Afriku um hlébarðann raupsama og hina slungnu köngurló — ef til vill einkum af þvi að þær koma ókunnuglegar fyrir en ýmsar aðrar i bókinni. En þannig eru þessar sögur lika til marks um fjölbreytni safnsins. Sígildar sögur og samtíma jókagerö Mál og menning gerði ekki endasleppt við unga lesendur og sigild söguefni i fyrra. Fáum dögum fyrir jól kom út hjá forlag- inu ný útgáfa 1001 nætur, ljósprentun 3ju útgáfu, frá 1943-' 45, fyrsta bindi af þremur, og er hún gerð i Leipzig, mikil bók að vöxtum og mjög myndskreytt, i gráleitu strigabandi. Mynda- bókagerð fyrir islenzkan markað hefur i vaxandi mæli flutzt úr landi á undanförnum árum, en hitt er nýlunda að ljósprentun sé gerð erlendis. En æ meira kveður á erlendum bókamarkaði að ýmiskonar ljósprentun, einkum safnrita og timarita, og væri sjálfsagt þörf og svigrúm fyrir slika útgáfu hér á landi. Fyrir all- mörgum árum komu reyndar út ýmis sigild rit ljósprentuð á vegum Lithóprents, en.slik útgáfa féll aftur niður og hefur ekki tekizt að endurvekja hana. Hinni nýju útgáfu 1001 nætur tekst það sem mestu varðar: að gera hina sigildu þýðingu Stein- grims Thorsteinssonar tiltæka lesendum að nýju, en 1001 nótt hefur lengi verið ófáanleg. Annað mál er það að 5-binda útgáfan frá 1910-14 er fallegri og handhægari en þessi stórvöxnu bindi. Mest hefði þó verið gaman eð eignast 1001 nótt I nýrri, verulega vand- aðri gerð, eitthvað i likingu við þjóðsagnaútgáfu Hafsteins Guðmundssonar, forlagslns Þjóðsögu sem getið var hér i blaðinu i fyrri grein (10/2) um bækur eftir jólin. Þrátt fyrir allt tekur bókagerð smátt og smátt framförum hér á landi, verður vandaðri og fjöl- breyttari með betra prentverki, framförum i bókbandi og þá sér i lagi tilkomu nýrra bókabands- efna. En þótt þau séu ásjáleg, reynast ýms hin nýju efni end ingarlitil og þola illa notkun, snjást og mást furðu fljótt i með- förum. Það er t.a.m. ekki rauna- laust hve viðkvæmt reynist bandið á hinum veglegu bókum Þjóðsögu sem fyrr var getið. Og nóg eru dæmi um ásjálegar bækur við fyrstu sýn, sem eftir skamma notkun eru verptar, skitnar og skorpnar — af þvi einu að hvorki efni né gerð þeirra eru varanlég. Vissulega er þörf fyrir bækur úr einföldum efnum, ódýrar i framleiðslu, gerðar til skammra nota — bækur sem neyzluvöru. Það breytir ekki þvi að aðrar bækur eiga og verða að vera varanlegir hlutir. En ófært er að rugla saman þessum tveimur sjónarmiðum i bóka- gerðinni. útgefendur og þýðendur þeirra Annars er frágangur bókar i fleiru fólginn en prentun og bandi: þýðingareru satt að segja miklu meira vandamál i bóka- útgáfunni en t.a.m. bókband. Skammt er að minnast hinnar rækilegu úttektar sem Eysteinn Þorvaldsson gerði á nýlegri skáldsöguþýðingu ( Friedrich Dúrrenmatt: Dómarinn og böðuil hans, útgefandi: Iðunn) hér i blaðinu i vikunni sem leið (21/2). Samt er sú saga ekki nema hálf- sögð nema þess sé einnig getið að eflaust hefði þýðing Unnar Eiriksdóttur sloppið átölulaust — hefði henni bara valizt venjulegur eldhúsreyfari til þýðingar en ekki saga eftir mikilsháttar höfund. Og þótt þessi þýðing sé slæm er hún áreiðanlega ekkert eins dæmi. Segja má að hér sé um EFTIR ÓLAF JÓNSSON afrækt veíketm blaöagagnrýni að ræða, að vekja athygli á og vara lesendur við slæmum þýðingum, veita útgefendum aðhald, en vmsum fjölskipuðustu útgáfu- flokkum á markaðnum: barna og unglingabókum, þýddum afþreyingarsögum handa full- orðnum, er litill sem enginn gaumur gefinn i blöðunum. En þótt öðru hverju sé kveðið upp úr um stórlega gallaðar eða alveg ónýtar þýðingar erlendra rita er eins og það hafi litið að segja: hið eina sem úr gæti bætt væri stór- aukið vandlæti um þýðingar almennt af hálfu útgefenda með þeim kostnaðarauka sem þvi fylgdi. Hitt er miklu tiðara að fundið sé að bókavali en að þýðingar séu teknar til skipulegrar athugunar. Útgefendur kvarta sifellt undan þvi að það sé i meira lagi áhættu- samt að gefa út góðar erlendar skáldsögur, en hitt er ljóst af ár- legri útgáfu að reyfarar ganga að visum markaði. Samt kemur út eitt og annað af markverðum er- lendum bókmenntum frá ári til árs: nú i haust t.d. óþekkti her- maðurinn eftir Vainö Linna, (út- gefandi: Skuggsjá) i þýðingu Jóhannesar Helga. Gegn belgingi og skrumi Óþekkti hermaðurinn er langdregin saga og fjarska þung aflestrar en eftir þvi óþyrmileg lesanda sem eitt sinn brýzt i gegnum hana. Raunsæi sögunnar ekki siður en hatur höfundarins á þjóðræknisbelgingi og pólitisku skrumi olli þvi að mikill styr hófst um verkið og höfundinn þegar Óþekkti hermaðurinn kom fyrst út i Finnlandi, 1954 — en gerði lfka söguna á næstu árum viðiesnustu striðslýsingu norrænna bók- mennta. Aminnileg kvikmynd var einnig gerð eftir henni, ein af fáum finnskum myndum sem viða hafa farið. En það skrýtna er að Óþekkti hermaðurinn er engin einhlit predikun fyrir friði. Episk frásögnin, hið ýtarlega raunsæi, mannlýsingarnar fela i sér veg- sömun hins óbreytta finnska hermanns i sögunni, harðfengis hans og hetjulundar i fánýtri bar- áttu. Einn þáttur i raunsæisaðíerö Váinö Linna er sagt að sé mállýzkuskotið orðfæri og mergj- aður still sögunnar sem geri hana þvi sem næst óþýðanlega á aðrar tungur. Jafnvel hin orðlagða sænska þýðing (eftir GN. Storm- bom) er sagt að ekki komist i hálf kvisti við frumritið að þessu leyti. Ekki er þess getið úr hvaða máli Jóhannes Helgi hafi þýtt söguna nema úr frummáli væri. En is- lenzki textinn sýnist við fljótlega yfirsýn fjarska drabbaralega gerður — stillaus og ónákvæmur. Þaö liggur ekki i augum uppi hvað geri Óþekkta hermanninn timabært verk til þýðingar og útgáfu á islenzku einmitt nú, svo löngu eftir fyrstu frægð sög- unnar, eftirað Váinö Linna hefur gefið út önnur mikilsháttar verk sem m.a. urðu til að hann hlaut á sinum tima bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Nema ef vera skyldi að styrjaldarsögur eru jafnan vinsælar á jólamarkaðn- um — og skyldu þá ekki góðar bókmenntir geta gengið þar til jafns við venjulega afþreyingu? Bjargazt á flótta Af þvi tagi eru tvær sögur sem Iðunn gaf út fyrir jólin, Lagt til atlögu eftir Hammond Innes (bvðandi MagnúsTorfi Ólafsson) og Hin feigu skip eftir Brian Callison (þýðandi: Kjartan Ólafsson) sem báðar gerast i striðinu, en þriðja skemmtisaga Iðunnar, Tataralestin eftir Alistair MacLean (þýðandi: Andrés Kristjánsson) gerist við baksvið kaldastriðs og alþjóð- legra njósna. Alistair MáClean er einhver hinn allra vinsælasti höfundur hér á landi, fjölmargar bækur hans áður komnar út á islenzku i griðarstóru upplagi á okkar mælikvarða. Hammond Innes er einnig seriuhöfundur, en skemmra framgenginn hér á landi ennþá, enda saga hans frá i haust meir en 30 ára gömul. Brian Callison er á hinn bóginn nýr maður i þessum bransa en áreið- anlega von á annarri og öðrum bókum frá hans hendi á næstu árum. Eitt af þvi sem sameiginlega auðkennir þessar bækur og höfunda er að þeir virðast allir i einhverjum mæli aðhyllast „raunsæja” frásögn, einkum i umhverfislýsingum, mann- lýsingum að vissu marki, frásögn einstakra atburða, Brian Callison leggur mikla áherzlu á beinlinis likamlegar ógnir styrjaldar i sinni sögu — sem er sér á parti fyrir það að alls enginn kven- maður, ekkert „love interest” kemur við söguna. En atburðarás allra þessara sagna fjarlægist fyrr en varir allan sennileika, Tataralestin svo fljótt og vel að sagan nær þvi aldrei áð geta heitið „spennandi”, minnti helzt á ærslafenginn farsa ef ekki væri augljóslega til þess ætlazt aö atburðir og mannlýsingar sög- unnar séu teknar „i alvöru”. Þarf frekari sönnur fyrir þvi að alvar- legar bókmenntir eiga ekki inn angengt á þennan markað? Raunsæisaðferð þessara sagna er tómt yfirskin, tækni, raunsæi væri i verunni eitur i þeirra beinum — afþreying þeirra er þvert á móti fólgin i flótta frá veruleika sjálfum. HtíOStí Að stíla á íslenzku Um islenzku gerð þessara sagna er það að segja að þýðingar þeirra Andrésar Kristjánssonar og Magnúsar Torfa virðast snyrtimannlega af hendi leystar, þýðendurnir a.m.k. skrifandi á móðurmáli sinu, sem er meira en sagt verði um þýðingu Kjartans Ólafssonar á Hinum feigu skipum. Saga sú er á einhverju hinu kostulegasta hrognamáli, sumpart óskiljanlegu sem stafa kann af þvi að þýðandinn leggi allt kapp á að fylgja sem allra nákvæmast orðfæri og setninga- skipan frumtextans. En til að þýða bækur er ekki nóg að útleggja orðin i textanum hvert og eitt, heldur þarf þýðandi að kunna að stila sjálfur. En þetta er fleiri þýðendum en Kjartani Ólafssyni öldungis ekki ljóst. Hvers vegna ... vegna þess Það á við fleiri þýddar sögur en Óþekkta hermanninn að ekki er allténd ljóst hvað geri þær tima- bærar á islenzku einmitt nú. Svo er t.a.m. um indæla ástarsögu i fallegri þýð. Þórarins Guðna sonar Eplatrcð eftir John Gals- worthy (útgefandi: Helgafell, myndir: Nfni Björnsson) sem raunar mun hafa komið út áður. Á hinn bóginn má ætla að það sé frægð Ingmars Bergmans og kvikmynda hans sem ræður vali og útgáfu á Sumrinu með Moniku eftir Per Anders Fogelström (útgefandi: Iðunn, þýðandi: Alfheiður Kjartansdóttir, myndir úr kvikmynd Bergmans). Ein með fyrri myndum Bergmans sem verulega athygli vakti, einnig hér á landi, var sem sé gerð eftir þessari sögu, einni af fyrri sögum höfundar sem á seinni árum hefur unnið sér miklar vinsældir i Sviþjóð með Stokkhólms-sögum sinum. En Sumarið með Moniku er vislega miklu betri saga en obbinn af ástarsögum á jólamarkaðnum. Um Gift eftir Tove Ditlevsen (útgefandi: Iðunn, þýðandi: Helgi J. Halldórsson) verður ekki annað sagt en hún sé timabær bók, enda ný af nálinni, aldrei sliku vant um islenzka þýðingu, kom fyrst út i Danmörku snemma árs 1971 og vakti þegar mikla eftirtekt. Skyldi ekki áreiðanlega eitthvað af skáldsögum og smá- sögum Tove Ditlevsens hafa verið þýtt á islenzku áður? Aður hefur hún skrifað æskuminningar sinar, fjarska læsilegar frásagnir eins og önnur verk hennar, en þessi bók segir frá fyrstu hjúskapar- árum hennar og þó einkum og sér i lagi reynslu hennar sem eitur- lyfjasjúklingur i hjónabandi númer 3. Sjálfsagt er það sú lýs- ing sem gerir bókina timabæra hér — en i Danmörku er Gift einnig lykil-saga þar sem allar sögupersónur eru auðþekktar og alþekktar fyrir. En þetta er einkar læsileg frásögn, fyndin og meinleg öðrum þræði — og átak- anleg er lýsing hennar af ævi- löngu ofurvaldi eiturlyfjanna, en Tove Ditlevsen viröist hafa verið ein þeirra manna sem „skilyrt” eru fyrirfram til ofneyzlu, taka við sér, ef svo má segja, þegar við fyrstu sprautu. En vist væri gaman ef norrænar og aðrar erlendar bók- menntir þættu að minnsta kosti öðru hverju timabærar hér á landi einnig af öðrum ástæöum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.