Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 9
— Það voru þeir Jón Thorla- cius, sem lengi hefur leikið golf, og ungur maður frá Akranesi, Finnbogi Gunnlaugsson, sem hlulu viðurkenningu að þessu sinni, sagði Sveinn enrTfremur, og fjórir kylfingar slógu holu i höggi á siðasta ári og eiga eftir að fá verðlaun sin. — Fessir menn hafa stofnað sórstakt félag, þar sem aðeins fá inngöngu þeir, sem slegið hafa holu i höggi. Það eru nú 26 félagar i Einherjaklúbbnum. Fyrsti golfmaður, sem hlaut viðurkenningu frá fyrirtæki Sveins Björnsson fyrir að vinna þetta afrek var dr. Halldór Hansen, sem einnig vann afrek sitt á golfvellinum i öskjuhlið eins og Asgeir Ölafsson og skömmu siðar — og siðan hafa ýmsir kylfingar dottið niður á slikt eins og sjá má af félagatölu Einherjaklúbbsins. — Þeir eru nú orðnir 26 í Einherjaklúbbnum og fjórir bætast við á næst- unni. Fyrstur til að slá holu i höggi hér á landi í golfi var Ásgeir ólafsson og var það á gamla golf- vellinum i oskjuhlíð — en hann lézt áður en við gát- um heiðrað hann sérstak- lega. Þetta sagði Sveinn Björnsson, þegar við ræddum við hann i gær, en hann var þá nýbúinn að verðlauna tvo kylfinga, sem höfðu slegiö holu i höggi árið 1970 — þeir fengu sérstaka styttu og gullúr frá fyrirtæki Sveins, en Sveinn hefur haft fyrir venju að heiðra golfmenn, sem slikt afrek vinna. Þessi mynd var tekin, þegar Sveinn Björnsson heiðraði hina nýju einherja. Frá vinstri Konráð Bjar- nason, ritari Golfsambands tslands, Finnbogi Gunnlaugsson, Sveinn Björnsson, Jón Thorlacius og Páll Asgeir Tryggvason, formaður Golfsambands islnds og einherji. Ljósm. BB. 1 \ j Ij4i Ta SÉjÉHP^^ 1 jg • \ j||J |; W' wmm a \ ‘í/ý mSS | , |M j •:<f| Enn eykur Manch. City forskotið! — sigraði WBA 2-1 í gœrkvöldi Forskot Manch. City er nú orðið fjögur stig í l. deild- inni ensku eftir sigur gegn WBA 2-1 á Maine Road í Manchester í gærkvöldi. City hefur nú 43 stig úr 31 leik, en Leeds er í öðru sæti með 39 stig, en hefur leikið tveimur leikjum minna og Fulham sigraði Benfica Þau eru sterk, ensku liðin, og það sannaði 2. deildarliðið Fulham, sem berast i bökkum i deildinni þegar það vann hið fræga portúgalska lið Benfica 3- 2 á leikvelli sinum i Lundúnum á þriðjudagskvöld. Rúmlega 15 þúsund áhorfendur sáu leikinn. Martin Buchan, nýi leik- maðurinn, sem Manch. Utd. keypti frá Aberdeen fyrir 130 þúsund sterlingspund á mánu- dag, er 22ja ára og var i fyrra kjörinn „Bezti knattspyrnu- maður Skotlands”. Upphæð sú, sem Manch. Utd. greiddi fyrir hann er sú mesta, sem látin hefur verið af hendi fyrir leik mann frá Skotlandi og nýtt met fyrir United. Áður hafði liðið greitt mest 116 þúsund sterlingspund fyrir Denis Law, þegar félagið keypti hann 1962 frá italska liðinu Torinó. Law er frá Aberdeen. Martin Buchan hefur verið fyrirliði Aberdeen tvö siðustu árin og er yngsti maður, sem hefur verið fyrirliði i skozku 1. deildarliði. Hann ver einnig fyrirliði skozka landsliðsins, leikmenn undir 23ja ára aldri, og hefur leikið einn A-landsleik — gegn Belgiu i fyrra. þvi ekki tapaö fleiri stigum en Manchester-liðiö. Greinilegt er, aö keppnin um meistaratitilinn enska verður mikil og hörö. Það var enski landsliðs maðurinn Colin Bell, sem ekki hefur leikið með Manch. City tvær siðustu vikurnar vegna meiðsla, sem lagði grunninn að sigri liðsins i gær og skoraði bæði mörk liðsins. Hið fyrra skoraði hann strax á 4. min. Mike Summerbee lék þá upp kantinn og gaf vel fyrir markið. Bell stökk hærra en aðrir og skallaði fallega i mark. Siðara markið skoraði hann, þegar nokkuð var liðið af siðari hálfleik og nú var það Freddie Hill, sem gaf fyrir til Bell, sem aftur skallaði i markið. Rétt á eftir skoraði West Bromwich eina mark sitt úr vitaspyrnu Það var markakóngur liðsins Tony Brown, sem skoraði. City hafði mikla yfirburði i leiknum, en tókst illa að nýta þá i mörk. Manch. City varð fyrir áfalli i leiknum. Þeir Tommy Booth, hinn sterki miðvörður liðsins og einn bezti maður i þeirri stöðu á Englandi, nefbrotnaði eftir sam- stuð við Bobby Gould og varð að yfirgefa leikvöllinn. Hann verður sennilega frá einn til tvo leiki. Þessi leikur Manch. City og WBA átti aö vera leikinn á föstudaginn langa. Þá léku Everton og Tottenham i Liverpool, frestaða leiknum frá sl. laugardag, og nú varð jafntefli 1-1, en eins og menn muna vann Tottenham góðan sigur gegn Everton i bikarkeppninni á laugardag. Það var Martin Peters, sem skoraði fyrir Totten- ham i siðari hálfleik. Skömmu siðar fékk Everton vitaspyrnu , sem Joe Royle tók, en Pat Jen- nings varði spyrnu hans. Knöttur- inn fór beint til Henry Newton, sem sendi hann í markið og jafnaði þar með fyrir Everton. Þá var einn leikur háður i 2. deil i gær. Sunderland sigraði Port- smouth 3-2 og náði við það þriðja sætinu i deildinni. Það var vara- maðurinn John Latham, sem skoraði öll mörk Sunderland i leiknum — og hann var settur inn i liðið á siðustu stundu. EF TIL VILL EKKI A DAGAIALINU - EN í 1ÍZKUNNI SANNKÖLLUD JAKKAR - PILS - BUXUR - KAPUR .. %////////////////////////////////^^^^^ nm M Vörumarkaðurinn hf. ARAAULI 1 A • SIAAI 86-1 1 3 Matvörudeild H6-ill llúsgangadeild HH-112. i I I —hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.