Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 8
*}•☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ * J}- ! Gottwaldov I — Víkingur «• iFram — FH / * / ^ Stórmót Vikings i handknatt- í f jO- leik hefst i kvöld og verða þá f ; háöir tveir leikir, Víkingur leik- ij. ur við tékkneska liðið Gott- ij- waldov — og aukaleikur verður ^ milli tveggja efstu liða tslands- mótsins, Fram og FH — leikur, sem margir eru spenntir fyrir. j). Myndin til hliðar er af tékk- Jí- nesku leikmönnunum fyrir utan ^ Loftleiðahótelið og eru margir i) frægir kappar i þeim hóp, enda & liðið verið I fremstu röö um ára- % bil. !}• Ljósmynd BB jJ-.vvv-wvv-wvvvvi wvvvvx Enn sigrar Anna María Anna-Maria Pröll sigraði enn einu sini i keppninni um heimsbikarinn, þegar keppt var i stórsvigi i gær i him- neska dalnum — Heavenly Valle — i Kaliforníu, en keppninni um heimsbikarinn lýkur nú þar i vikunni. Anna-Maria Pröll hefur nú £ slika yfirburði i kcppninni, 5 að óhugsandi er annaö en 5 ^ hún hljóti heimsbikarinn annað árið i röð. Úrslit i stórsviginu i gær urðu þessi. Anna-Maria Pröll, Austurr., 1:18.96 min. 2. Kosi Mittermaier, Vestur-Þýzkalandi, 1:19.26 min. :i. Britt I.afforgue, Frakklandi, 1:19.31 min. 4. Marilyn Cochran, Banda rikjunum, 1:20. 15 min. 5. Sandra Pouisen, Bandarikj- unum, 1:21.08 min. 6. Karen Budge, Bandarikjunum, 1:21.10 min. 7. Florence Steurer, Frakklandi, 1:21.32 min. 8. Christine Kolland, Frakkiandi, 1:21.60 min. 9. Barbara Cochran, Ban- darikjunum, 1:21.67 min. 10. Hanni Wenzel, Lichtenstein, 1:21.96 min. 11. Maria- Therese Nadig, Sviss, 1:22.00 min.og 12. Michelle Jacot, Frakklandi, 1:22.24 min. Þrír í fyrsta sinn ó Wembley Lundúnaliðið Chelsea hefur vaiið lið sitt, sem leikur til úrslita gegn Stoke i deilda- bikarnum á laugardag og þrir leikmenn liðsins leika þá i fyrsta sinn á hinum fræga Wembley-leikvangi, þeir Alan Iludson, Paddy Mulligan og Chris Garland. Lið Chelsea i leiknum, sem yfir 20 tslendingar meðal hundrað þúsund áhorfenda munu sjá, verður þannig skipaö. Peter Bonetti, Paddy Mulligan, Ron Harris, fyrirliði, John Hollins, John Dempsey, David Webb, Charlie Cooke, Chris Garland, Peter Osgood og Peter Houseman. Varamaður verður Tommy Baldwin — en ekki Eddi McCreadie eins og flestir höfðu búizt við. Steve Kemper má ekki taka þátt i þessum leik, þar sem hann haföi leikið i deilda- bikarnum fyrirCrystal Palace. Stoke City hefur enn ekki valið lið sitt, en sennilega verður það tilkynnt i dag. Hann var nú ekki fallegur völiurinn I Austur-Lundúnum, þegar Orient sigraði Chelsea á laugardag. Peter Osgood, Chelsea, aldrei þessu vant i hvitripeysu, á þarna i viöureign viö Poul Harris og Peter Bennet, fram- verði Orient. FYRSTI LEIKURINN A SPÁNI VIÐ FINNLAND þau, sem verða i efsta sæti, um 13—lG.sæti keppninnar. Sjálf lokakeppnin um fimm efstu sætin verður leikin i Madrid 24. og 25. marz. Fyrri daginn leika saman lið nr. 2 úr riðli 1 og 2, og !ið nr. 3 úr riðlunum. Daginn eftir leika svo lið nr. 1 úr riölun- um og nr. 4 og verður það siðasti leikur keppninnar. Telja má nokkuð öruggt, að Austur-Evrópu þjóðirnar þrjár komi til með að vera i einhverjum af fimm efstu sætunum og keppn- in um hin sætin tvö koma þvi til með aö standa milli íslands, Noregs, P'rakklands og Spáns — nema þá, að Finnar setji strik i reikninginn hjá okkur fyrst i keppninni. sem er. þó afar ólik- legt, nema að algjör bylting hafi orðið hjá finnskum handknatt- leiksmönnum. Að visu var leikur- inn þeirra við Dani á dögunum talinn góður — en sennilega hefur það þó fyrst og fremst verið van- mat dönsku leikmannanna á finnska liðinu, sem hafði i för með sér að leikurinn var jafn fram á siðustu minútur. — hsim. — Island í riðli með Finnlandi, Belgíu og Noregi island er í A-riöli í undan- keppni fyrir handknatt- leikskeppni ólympiuleik- anna ásamt tveimur öðrum Noröurlandaþ jódum, Noregi og Finnlandi, og auk þess er Belgía í sama riöli. Kepptveröurá Spáni í fjórum riölum og komast tvær þjóöir úr hverjum riöli áfram í keppninni, en fimm þær efstu að lokum á sjálfa ólympiuleikana í Múnchen. Aðalfundur KRR Aðalfundur Knattspyrnuráðs Rcykjavíkur verður haldinn fimintudaginn 9. marz kl. 20.00 i Glæsibæ. Fyrsti leikur tslands i A-riðlin- um verður i Bilbao 15. marz og dæma tveir júgóslavneskir dóm- arar leikinn — og reyndar verða allir leikirnir i riðlinum i Bilbao. Noregur og Belgia leika sama dag. 17. marz leikur Island svo við Belgiu og Noregur við Finn- land. Lokaleikirnir i riðlinum verða 18. marz. Þá leika Island og Noregur og dæma júgóslav- nesku dómararnir þann leik, en hins vegar dómarar frá Israel leik tslands og Belgiu. Að lokum leika Finnland og Belgia i riðlin- um. íslenzka liðiö ætti að hafa mikla möguleika að ná fyrsta eða öðru sæti i riölinum, þrátt fyrir hinn óvænta árangur Finna gegn Dön- um á dögunum. Finnar hafa sjaldan sýnt nokkuð i handknatt- leik og FH fór heldur létt með finnsku meistarana i Evrópu- keppninni i vetur. Belgiska liðið er veikt — og leikurinn við Noreg verður sennilega úrslitaleikurinn i riðlinum. Keppt er i fjórum riðlum. 1 B- riðli eru Frakkland, Holland, Austurriki og Búlgaria. I C-riðli eru Sviss, Spánn, Luxemborg og Bretland og i D-riðli Sovétrikin, Pólland, Portúgal og ltalia. Átta þjóðir komast beint i keppni Ólympiuleikanna, það er Rúmenia, Austur-Þýzkaland, Júgóslavia, Danmörk, Vestur- Þýzkaland, Sviþjóð, Tékkósló- vakia og Ungverjaland. Alls keppa 16 þjóðir i Munchen. Þess- ar átta. Fimm efstu þjóðirnar i keppninni á Spáni, Bandarikin, sem sigruðu i Amerikuriðlinum, og auk þess ein þjóð frá Asiu — sennilega Japan og ein frá Afriku. Þegar keppninni i riðl- unum fjórum er lokið á Spáni verða tvær efstu þjóðir i hverjum riðli áfram i keppninni um efstu sætin, Þeim verður raðað i tvo riðla — tvær efstu þjóðir A og B riðils skipa annan, en C og D riðils hinn. Leikir þjóðanna úr A og B riðlum veröa háðir i San Sebast- ian og verður leikið 20. og 22. marz, en hinn riðilinn verður leik- inn i Barcelona sömu daga. Lið, sem verða i þriðja sæti i riðlinum, leika um 9,—12.sæti, en

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.