Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 2. marz 1972. Fann rúmar 4 milljónir í pappírskörfu ó salerni Augy Andreu Cigura, 60 ára gamallar ræstinga- konu, stóð*á stilkum, er hún siðastliðinn sunnudag stóð allt i einu með mörg þúsund dollaraseðla í höndunum. Andrea þessi hefur þann starfa að þrifa til i lest, sem er i ferðum á milli Parisar og Rómar og er ferjuð á milli landa af danskri ferju. Alpen/Nord er heiti þessarar hraðlestar, og hún var einmitt á ferö meö dönsku ferj unni, er hið óvænta skeði. t pappirskörfu undir vaskinum á einu salerni lestarinnar fann Andrea peningana, er hún var i þann mund að hvolfa úr körfunni ofan i sekk sinn. Hún rak allt i einu augun i þrjá eins böggla, sem um var vandlega vafið hvitum umbúöapappir. Einn pakkanna var litið eitt opinn i annan endann og nokkrir seðlanna gægðust út. Andrea þreif strax til sin pakkana og hélt með þá til skip- stjórans á ferjunni, sem siðan setti sig þegar i stað i samband við lögregluna. Úr pökkunum voru peninga- búntin talin hvert af öðru: 15 búnt 20dollara seðla, 15 búnt 10 dollara seðla og 10 búnt 5 dollara seðla. Samtals 50.000 dollarar, eða sem svarartil4 milljóna isl. króna og 320 þúsund krónum betur. Ekki hefur enn verið kannað til hlitar, hvort þarna sé um falsaða seðla að ræða, en glöggt má hins vegar greina, að seðlarnir hafa aldrei komizt i umferð. Þeir eru allir glænýjir. Eru þetta falsaðir seðlar, sem hafa misfarizt? Eða eru þeir ekta og aðeins geymdir i körfunni á meðan tollskoðun danskra fór fram? Eða eru þetta peninga- greiðslur til fiknilyfjasmyglara ellegar smyglara klámvarnings frá Kaupmannahöfn? Óupplýst mál segir alþjóða- lögreglan og stendur úrræðalaus eða - litil fyrir framan þennan óskiljanlega peningafund. „Þetta er bankarón, góðan daginn........................." Og það er alltaf verið að ræna og rupla i útlöndum engu slður en hér á Fróni. Meðfylgjandi mynd er frá bankaráni, sem framið var i Houston I siðustu viku. Negrinn á myndinni, sem heldur bankaverðinum kyrrum með skammbyssuhlaup upp að höfði hans, er einn þriggja ræningja, sem rcðust inn i South Texas Bank i Houston og létu greipar sópa i gjaldkerastúkunum, og hurfu siðan á braut. Sjálfvirk myndavél I afgreiðsiusal bankans tól meðfylgjandi mynd, en er Houston-lögreglan skoðaði myndina, greindi hún þegar, að ncgrinn væri Carl Levern frá Houston - en sennilega er hann nú kominn langa vegu þaðan, er þetta er ritað. Lögreglumaðurinn á myndinni heitir svo Róbert G. Luna, en honum varð ekki meint af heimsókn bankaræningjanna. Bankinn sá hins vegar af sem svarar einni milijón og sjö hundruð og sextíuþúsund krónum íslenzkum i hendur ræningjanna, og ennfremur rændu bófarnir nær 90 þúsund krónum frá nokkrum viðskiptavinum bankans. Þær heita Inge og Vivi, stripuðu stelpurnar tvær á myndinni. „Nektarsenurnar virtust okkur vera sjálf- sagður hlutur og ekkert vera eðlilegra en að þær væru á sinum stað og einmitt svona, ” segir höfundur ball- ettsins „Sigur dauðans”, nefnilega hann Flemming Flint, sem sjálfur striplast I ballettinum i nokkrar minútur. FYRSTA STRÍPLK) í KONUNGLEGA LEIKHÚSINU Og þá er stripl Dana loksins komið upp á fjalir Konunglega leik- hússins þeirra. Um miðjan síðasta mánuð var frumsýndur þar ballettinn „Sigur dauð- ans” eftir Flemming Flint. Ballettinn hefur að geyma tvær senur, þar sem leikararnir dansa allsnaktir, en at- riðin eiga að túlka und- irheima mannlifsins og saurgun þess. — Þetta er einfaldlega sterk- asta framsetning þess atriöis, sem völ er á, og jafnframt það raunverulegasta og listrænasta, útskýrði Flemming i blaðaviðtali. — Það eru nú ekki nema til samans sjö til átta minútur, sem fara i þessi nektaratriði á þeim áttatiu minútum, sem ballettinn stendur yfir, svo atriðin ættu ekki að koma að sök. Við lifum jú á þeim timun, að naktir likamar teljast ekki lengur neitt dóna- legir. Nekt er ekki sama og klám. Við getum þvi leyft okkur að brúka nektina sem effekt eins og i þessu tilviki. — En hvers vegna þá að klæða leikarana úr hverri einustu spjör? — I annarri nektarsenunni er sprautað sérstökum vökva yfir einn dansarann til að forða honum frá skæðri pest. Það liti ábyggilega kátbroslega út að sjá leikarann standa á nærbrókunum undir bununni. Miklu nær að láta hann bara vera berstripaðan, segir Flint, en það er einmitt hann sjálfur, sem fer með hlut- verk þess herramanns, sem hér um ræðir. „Sigur dauðans” fjallar um hnignun alls sem er, og endar með þvi að allt deyr. 1 lokaatrið- inu er það sem seinni nektar- senan kemur fyrir. Þar eru fremstar f flokki þær Vivi Gelker og Inge Jensen. Þær fara með hlutverk kvenna, sem á hinztu stundu yfirbugast af vonleysinu og hella sér út i að gera allt það sem þær hafði dreymt um fram til þessa. Þær dansa í kringum gull- kálfinn, baða sig i peningum og varpa klæðum. Að lokum hel- tekur tómleikinn þær. Mengunina hefur Flemming ekki tekið til meðferðar sökum þess, að það vandamál er nú i tizku. Flemming hefur einfald- lega mengunina við húsgaflinn hjá sér. Hann hefur fylgzt með þvi, hvernig fiskarnir deyja i Skarridsö sökum brennisteins- óþverra, sem mengar vatnið. Dauðir fiskar hrannast upp með- fram sjávarsiðunni fyrir framan húsdyrnar hjá Flemming. — Mengunin er ægileg, segir ballettmaðurinn. Astandið fer hriðversnandi og hrópar á aðgerðir til að sporna við áfram- haldandi mengun. Það verður að taka eitthvað til bragðs. Við verðum öll að taka saman hönd- um i baráttunni. Ég álít það allt eins hlutverk listamanna að gera lýðnum ljóst hvert stefnir. — — Og til þeirra hluta eru nektarsenurnar i „Sigri dauðans” nauðsynlegar? — Já, sem hjálpargagn. Við unnum uppfærslu ballettsins af kostgæfni og okkar innstu sann- færingu. Fyrir okkur var ekkert eðlilegra en þessar tvær nektar- senur. Tilvist þeirra i verkinu var að okkur fannst ekkert tiltöku- mál. Ekkert virtist okkur eðli- legra en að þær væru á sinum stað og einmitt svona. — Þær eru ekki með til að draga áhorfendur að? — Nektaratriði eru ekki lengur nógu nýstárleg til að hafa tiltak- anlega áhrif á aðsókn að sýn- ingum, hverjar svo sem þær kunna að vera, svarar Flemming snöggt. Nekt dansaranna kann ef til vill að hneyksla einstaka áhorfanda, en fjöldinn kann þv-i ábyggilega bara vel að sjá það nú með eigin augum, hvernig likami ballettdansara raunverulega starfar i dansi. Flemming Flint stendur hér allsnakinn undir vatnsbununni, sem á að forða honum frá skaðræðis pest. Músikina við „Sigur dauðans” samdi Thomas Koppel, en hljómlistarfiutninginn annast hin vinsæla pop- hljómsveit Dana, Sevage Rose.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.