Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 02.03.1972, Blaðsíða 5
Vísir. Miðvikudagur 1. marz 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Herferð gegn brezkum vörum um öll Bandaríkin — öflug samtök hvetja fólk til að kaupa þœr ekki — neitað að afgreiða brezk skip og flugvélar Herferð er hafin um þver Bandaríkin og fólk ákaft hvatt til að kaupa ekki brezkar vörur. Til- gangurinn með þessu „boykotti" á brezkum vörum er að mótmæla stefnu brezku stjórnar- innar i Norður-irlandi. Samkvæmt fréttum i morg- um hafði þessi hreyfing fengið töluverðan stuðning viða i Bandarikjunum. Félagar i ýmsum félögum, sem að þessu standa, höfðu tekið sér stöðu við verzlanir i stærri borgunum. Þeir dreifðu flugritum og hvöttu fólk, sem þangað kom, til að hætta að kaupa vörur, sem væru fram- leiddar i Bretlandi. Viða i hafnarborgum Bandaríkjanna eru aðgerðir verkamanna gegn brezkum skipum i gangi. Verkamenn neita viða að ferma skipin, en ekki er vitað hversu mörg skip hafi orðið fyrir barðinu á að- gerðunum. Samband bandariskra flutn- ingaverkamanna, sem meðal annars hefur i sinum röðum starfsfólk flughafna, lýsir yfir stuðningi við þessar aðgerðir. t yfirlýsingu sambandsins segir, að brezkar farþegaflug- vélar muni ekki fá þjónustu hjá starfsfólki stórra flugvalla á New-York svæðinu. Hins vegar segja ráöamenn brezka flugfélagsins BOAC, að sam- göngur við New York og aðrar bandariskar borgir gangi að óskum. 1 Bandarikjunum býr mik- ill fjöldi fólks af irskum ætt- um, sem hafa sterka stöðu i stjórnmálum. Kaþólskir menn eru mjög fjölmennir i Banda- rikjunum og kaþólskan hefur meira fylgi en nokkur ein trú- arhreyfing mótmælenda, þótt mótmælendur séu mun fjöl- mennari, ef hinar fjölmörgu hreyfingar þeirra eru teknar sem heild. Kdward Kennedy Edward Kennedy, sem er af irskum ættum og kaþólskrar trúar, hefur af stjórnmála- mönnum, gengið lengst i gagnrýni á stefnu brezku stjórnarinnar i Norður ír- landi. Kenndy hefur krafizt þess, að Norður trland verði sameinað trska lýðveldinu á suðurhluta eyjunnar og brezki herinn verði þegar i stað á brott frá Norður írlandi. uirnrnrti •*.■*•** Þetta eru rústir 100 manna þorps i Logan County, eftir að flóðbylgjan hafði skollið á þvf. Flóöin i Buffalo Creek dalnum i Bandaríkjunum kostuðu meira en 40 mannslif. Stjórnarher Líbanon stingur upp í skœruliða Herinn í Líbanon hefur neitaðað leyfa skæruliðum að snúa aftur til Arkoub- héraðsins í suðurhluta landsins, eftir að Israels- menn gerðu árásir þar um helgina. Herinn hefur tekið alla stjórn i héraðinu, sem áður var jafnan kallað „Fatahland” eftir sam- tökum skæruliða A1 Fatah. Blaðamenn, sem komu þangað i gær, segja frá þvi, að þá Palestinuskæruliða, sem þar eru Utanríkisráðherra Formósu segir, að heim- sókn Nixons Bandaríkja- forseta til Kína sé sams konarog fundur brezka for- sætisráðherrans Neville Chamberlains og Hitlers í Munchen árið 1938. Þá kom Chamberlain til Bret- lands og kvaðst hafa tryggt frið i heiminum með samningum við Hitler, sem menn munu nú sam- enn, skorti bæði matvæli og skot- færi. Herinn stöðvaði vörubila, sem voru á leið til þeirra með skotfæri og var þeim skipað að snúa aftur. Skæruliðar eru mjög reiðir vegna þessara athafna hersins. Fundur á að verða milli yfir- manna skæruliða og hersins. Atök urðu i gær i Beirut milli stuðningsmanna og andstæðinga skæruliðahreyfingarinnar. Menn slógust við bandariska háskólann i borginni. Fyrr um daginn höfðu tugþúsundir kröfugöngumanna farið um götur og hrópað slagorð til stuðnings skæruliðum. mála um að hafi ekki tryggt frið- inn, nema siður væri. Chow utanrikisráðherra Formósu sagði þingheimi i gær, að Munchensamkomulagið hafi hrundið af stað annarri heims- styrjöldinni. „Hversu alvarlegt, sem ástandið verður i heimsmálun- um, þá mun Taiwan (Formósa) ekki aðeins lifa, heldur munum við einnig vinna eftur völdin á meginlandinu”, sagði ráðherr- ann. Stjórnin á Formósu hefur tekið illa yfirlýsingu Nixons og kin- Suleiman forseti Libanon hefur skorað á almenning að sýna still- ingu og hegða sér skynsamlega. Meðal stjórnmálamanna i Beirut er lögð áherzla á, að rikisstjórnin stefni að þvi að koma i veg fyrir, að sama saga gerist og 1969. Þá skullu á bardagar i höfuðborginni milli hersins og skæruliða. Skæruliðar hafa farið sinu fram i Libanon i trássi við vilja stjórn- valda. Israelsmenn gerðu i vik- unni árásir á stöðvar skæruliða i Libanon, en tsraelsmenn segja, að skæruliðar geri árásir á þorp i tsraei þaðan. verskra kommúnista, þar sem sagt er, að Bandarikjamenn muni smám saman kalla lið sitt burt frá Formósu, eftir þvi sem dregur úr spennu. Klandur með kafbátinn Talsmaður bandariska her- málaráðuneytisins segir, að illa gangi að draga sovézka kjarn- orkukafbátinn vegna ólgu i sjó. Hann segir, aö báturinn sé 3700 tonna, búinn endflaugum. Hann var i nótt um 800 sjómilur norðaustan Nýfundnalands, og rússneskur dráttarbátur hafði hann i togi. Umsjón: Haukur Helgason Nixon líkt við Chamberlain Skildi líkin eftir við sjúkrahúsið Lögreglan í Belfast fann seint í gær lík tveggja ungra pilta í vörubifreið við sjúkrahús. Skömmu áður höfðu brezkir hermenn skotið á vörubil, þegar bílstjórinn ók áfram, er varðflokkur ætlaði að leita i bílnum. Talsmaður brezka hersins sagði, að svo hefði virzt sem einn manna i bilnum hefði tekið upp byssu og þá hefðu hermennirnir skotið. Fólk i sjúkrahúsinu varð vart við, er vörubifreið var ekið að dyrum hússins. Bilstjórinn hemlaði snögglega og þaut ut úr bilnum og inn i annan, sem fylgdi á eftir og hvarf svo. Lögreglan, sem kom á vettvang skömmu siðar, fann lik tveggja pilta i bilnum, 14 og 16 ára. Fýrr i gær neyddu fjórir vopn aðir menn einn félaga i heima varnarliði Norður-irlands til að fara út úr bil sinum. Þeir sögðu eiginkonu mannsins, að honum mundi ekkert mein gert. Nokkrum minútum siðar fannst lik hans. Þremur byssukúlum hafði verið skotið i höfuð manns- ins. Annar félagi i heimavarnar- liðinu var myrtur á heimili sinu i fyrrakvöld fyrir augum dóttur hans. Hún hlaut skotsár á fæti. 43 særðust i Londonderry, þegar meir en 25 kiló af sprengju- efni sprungu i stolnum bil i miðri borginni. Tjónið af völdum þessarar sprfengingar er talið vera yfir fimm milljónir isl. króna. Seland ritstjóri kikir i mánudagsblaö Föðurlandsvinarins, sem kom út i offset daginn eftir brunann. Tveir piltar teknir vegna skemmdarverksins Atján ára piltur er I yfirheyrzlu hjá lögreglunni I Kristjánssandi vegna skemmdarverksins, sem var framið á húsákynnum blaðs- ins Föðurlandsvinurinn. Lögreglan telur sig hafa klófest „réttan mann”. Hinn ákærði var fyrst um sinn dæmdur i átta vikna fangelsi. Pilturinn neitar að segja neitt um ákæruna, en hann viður- kennir að hafa með félaga sinum brotizt inn og stolið 75 kilóum af dinamiti, sem eru talin hafa verið notuð við skemmdarverkið. Félagi hans hefur einnig náöst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.