Vísir - 11.03.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 11.03.1972, Blaðsíða 2
L Vlsir. Laugaraagur 11. marz 1972. tfsttsm: Nægja yöur launin? Valdimar Sveinsson, verka- maftur. Nei, ekki get ég nú sagt þaö, eöa allavega ekki föstu launin. Annars vinn ég nú þannig vinnu, aö þetta er ekkert nema aukavinna. Guftriftur Halldórsdóttir, skrif- stofustúlka. Já, það verö ég að segja. Ég hef alveg ágætislaun, og þau nægja mér fullkomlega. Ég held ég þurfi bara ekkert meira. Sigurþór Bjarnason, verzlunar- maftur. Já, já, þaö get ég sagt meö góöri samvizku. Ég hef engar áhyggjur af peninga- málunum þannig. Læt mér alveg nægja þaö sem ég hef. Sigurftur Leifsson, skrifstofu- maftur. Ja, ég held aö þaö sé eng- inn maöur ánægöur meö þau laun, sem hann hefur. Ég held aö allir vilji meira, og þaö vil ég auð- vitaö llka. En það, sem ég hef, læt ég mér nægja og þá auövitaö meö sparnaöi. Asa Asgrimsdóttir, sendill.Já, já, þau nægja mér. Ég lifi ágætu lifi, en þó með nokkrum sparnaði. Annars er ég I skóla og hef þvi ekki fullan vinnudag, en ég skemmti mér og eins og ég segi, hef þaö ágætt af þessum launum. Valtýr Hreiftarsson, i Háskólan- um. Ja, ég er nú i skóla og vinn þvi ekkert yfir veturinn, en ég vinn auövitaö á sumrin og lifi þá á þeim launum, en þau endast mér ekki allan veturinn. Ég verð aö fá skólalán og þess háttar. Fyrirmyndo leitoð hjó Vísi — fyrir endurreisn „Föðurlondsvinarins" sem sprenqdur var í loft upp ó dögunum „Mér datt ekki i hug annað en, að þetta væri gabb, þegar hringt var i mig rétt eftir klukkan fjögur aðfaranótt sunnu- dags og sagt, að bygging Föðurlandsvinarins hefði sprungið i loft upp”. Þetta sagði Svend Grödum verkfræðingur, sem heimsótti Visi i gær. Hann leit við á íslandi og kynnti sér prentsmiðju Blaðaprents á leiðinni til Ameriku, þar sem hann mun athuga um véla- kaup fyrir nýja prent- smiðju fyrir Föður- landsvininn. „Hann var sennilega andlega vanheill,” sagöi Grödum um lær- linginn, sem hafði framiö skemmdarverkiö. „Þetta varö greinilega miklu meiri sprenging en piltinum haföi komið I hug. Hann var eitthvað óánægður meö vinnustaöinn, en þaö hefur ekki komiö fram neitt sérstakt um or- sökina fyrir óánægjunni.” „Ég var ekki lengi aö sann færast um, aö þetta var ekkert gabb. Ég gat séö eldtungurnar út um gluggann á heimili minu. Fyrsta verkið var aö athuga, hvort eitthvert fólk hefði verið I byggingunni, og yfirmenn höföu samband viö starfsfólk, hver I sinni deild. Engin leið var aö hindra, aö byggingin brynni til grunna. Siðan þurfti aö gera bráöabirgðaráöstafanir til aö geta komið blaöinu út daginn eftir. Ég hef starfaö við ráðgjafar- fyrirtæki og fyrir um ári hóf ég störf á vegum þess fyrir Föður- landsvininn, þvl að i ráöi var aö endurbyggja og fá nýjar vélar. Tjón blaðsins er ekki gifurlegt.þvi aö allt var fulltryggt, en auö vitaö varö eitthvert tjón. Blaðið hefur veriö gefiö út i prentsmiöju Sörlandet, sem er minna blaö, og verður fram i april, en þá mun þaö komast I eigin prentsmiöju til bráöabirgöa. Eftir um 1 1/2 á aö vera búiö að fá alveg nýjan vélabúnaö. „Lærdómsrfkt aft koma hingaft,” sagfti Svend Grödum,” eftir aft hann haffti grandskoðað Visi og Blaðaprent. Seland ritstjóri kikir í mánudagsblaft Föfturlandsvinarins, sem kom út I offset daginn eftir brunann. Mér lizt mjög vel á ykkur offset prentsmiöju og húsakynni Visis, sagði Grödum. Byggingin er skynsamleg, og starfsemin til fyrirmyndar. Þaö var lærdóms- rikt aö koma hingaö. Viö munum væntanlega hafa hfiösjón af offset prentsmiðju ykkar, þegar viö skipuleggjum nýju húsakynnin, þótt viö munum þurfa heldur stærri prentsmiöju en þiö hafiö nú. Viö þaömábæta, að húsakynni offset - prentsmiðju Blaðaprents gera ráö fyrir, að unnt veröi aö bæta við vélaeiningum, þegar þurfa þykir. —HH. Sendill með bifreið Viljum ráða sendil, sem hefur bifreið til afnota, hálfan eða allan daginn. FORD umboðið, Sveinn Egilsson h.f. Simi 85100. Geymsluhúsnæði Auglýst er eftir geymsluhúsnæði 200-400 ferm. á fyrstu hæð til nokkurra mánaða. Upplýsingar i sima 16576. AAúrarar 2—3 múrarar óskast til starfa við innihúð- un við sjúkrahús Akraness, um 2—3ja mánaða skeið. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. SimV 1211 og 1785. Byggingafulltrúinn Akranesi. —^rySmurbrauðstofan | BJORNINN Njálsgata 49 Slml 15105 Lífeyrissjóður félags starfsfólks í veitingahúsum Ákveðið hefur verið að veita lán úr sjóðn- um á þessu ári. Umsóknum skal skila til skrifstofu félagsins, Óðinsgötu 7, fyrir 31. marz 1972. Umsóknareyðublöð eru afhent á sama stað. STJÓRNIN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.