Vísir - 11.03.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 11.03.1972, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 11. marz 1972. cTVIenningarmál Gunnar Björnsson skrifar um tónlist: Út í eyðimörkina Sinfóniuhljómsveit íslands, 13. tónleikar — 9. marz 1972 Stjórnandi: Proinnsias 0'Duinn Einsöngvari: Aase Nordmo Lövberg Efnisskrá: A. Dorák: Scherzo Capriccioso Leifur Þórarinsson: Draumurinn um „Húsið”. W. A. Mozart: „Crudele? Ah, no mio bene” úr „Don Giovanni”, Giacomo Puccini: „Vissi d'arte, vissi d'amore" úr „Tosca”. Giuseppi Verdi: „Ritorna vin- citor” úr „Aida”. Carl Nielsen: Sinfónia nr. 3, op. 27. „Sinfonia espansiva”. Það heldur áf ram að vera torráðin gáta, hvernig drengir á borð við Proinn- sias O'Duinn fá þá flugu að gerast hljómsveitarstjórar. Flutningur Scherzos Capricciosos eftir Dvorák, sem er heldur þokkaleg smíð, varð að algjörri bómull í höndum hans. Ég segi höndum, því O'Duinn lætur ekki svo lítið að nota tónsprota, sem lengi hefur þó talizt næsta nauðsynlegt hjálpargagn við hljóm- sveitarstjórn. Og þótt hann séekki einn um þessa fyrir- tekt, breytir það litlu. Ég er viss um að þessi tízka gerir sízt að auka á nákvæmni (precision) í tón- flutningnum. Við urðum vitni að frum- flutningi stutts þáttar eftir Leif Þórarinsson, sem hann kallar Drauminn um „Húsið”. An gamans vil ég taka það fram, að höfuðkostur verksins er hversu stutt það er . Lengi lifi blessuð tónskáldin sem semja stutt. Hér gildir sama og um stuttar bækur: Þær segja manni ævin- lega mest. Vonandi láta áheyrendur svolitil skrýtilegheit ekki fæla sig frá þessari smið. Satt er það, það er ekki beint fyrir augað að horfa á strengja- leikarana dúmpa með fingur- gómunum á fiðlukassann o.s.frv. en hér gildir hið fornkveðna: hvað fóruð þér út i eyðimörkina að sjá? Verk Leifs er að minnsta kosti bezta nývirki, sem hér hefur heyrzt i vetur: hugmyndarikt i betra lagi og litauðugt. Við hefðum þurft að fá að heyra það einu sinni enn. Norska óperusöngkonan Aase Nordmo Lövberg heiðraði okkur með nærveru sinni og gladdi augað með höfðinglegri fram- komu og lystilegum hneigingum. Mig hefur lengi grunað. að Norðmenn eigi eftir að kenna okkur rétta framkomu (hver man ekki hofmannlegar hneigingar Ivars Eskelands?), sem við höfum týnt niður i skógleysi og harðbýli. Þetta er auðheyrilega afburða söngkona. En hún var, samkvæmt minni tilfinningu, ekki i essinu sinu þetta kvöld. Og þótt það sé að visu of mikið að segja (samanber ræðu manna i Brekkukoti) að það hafi verið i henni einhver lúrða, þá er vist alveg ábyggilega hægt að fullyrða að það hafi hálfse'ð á henni. En það er semse óheppni okkar, að söngkonan skyldi vera lasin, og feginn vildi ég heyra til seinna. Eftir hlé heyrðum við Sinfóniu nr. 3 op. 27 eftir Danann Carl Nielsen. Það er hann, sem lét hafa það eftir sér, að heimurinn mundi halda áfram að falla i stafi a! hrifningu yfir tónlist Mozarts, löngu eftir að menn væru hættir að hlæja að öðrum tónskáldum tónlistarsögunnar samanlagðar. Þessi spámannlegu ummæli eru auðvitað nóg til þess til þess að halda nafni Nielsens á lofti um ókomna framtið, en fleira kemur til. Carl Nielsen hefur þegar skipað sér á bekk með meiri háttar kompónistum. Þriðja sinfónian er þróttmikið hag- leiksverk, þjóðlegt og sam- þjóðlegt i senn. Þar risa sterk- byggðar laglinur úr finum vefnaði. Hér gerðu ýmsir i hljómsveitinni ágætlega og Leifur Þórarinsson — blessaður fvrir að semja stutt. e i nsöngvararnir Guðrún Tómasdóttir og Guðmundur Jónsson létu ekki sitt eftir liggja. I heild var þó flutningurinn óná- kvæmur og handahófskenndur, mikið um ósamtaka spil og eitt- hvað um vitlausar innkomur. Þetta eru siðustu tónleikar ODuinns að þessu sinni. Heyrzt hefur, að Vaclav Smetacek, sá, er táka átti við af O’Duinn, komist ekki hingað að þessu sinni sakir veikinda. Spennandi er að sjá, hvern við fáum i staðinn. Ætli George Cleve sé á lausum kiii? Mikið ósköp væri það hressandi að fá hann aftur. Aase Nordmo Lövberg — ekki i essinu sinu Olafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Hlógum Benedikt Gröndal: SAGAN AF HELJARSLÓÐAR- ORRUSTU Myndskreyting: Halldór Pét- ursson Bókaútgáfan Fjölvi, Reykjavik 1971, 192 bls. allmikið Eru ekki rosabuliurnar mínar vigamannlegar? Ein af teikningum Halldórs Péturssonar við Heljarslóðarorrustu. Um þetta leyti var striðið milli Frakka og Austurrikismanna á ítaliu, þá voru allir hrifnir af Napóleoni þriðja, og ég var það lika. Þá gerði ég Heljar- slóðarorrustuna, og var mér að detta þetta i hug oftast nær meðan við vorum að neyta mið- degisverðarins; kom þá stundum að mér hlátur, svo þeir héldu að ég væri ekki með öllum mjalla; en siðan ritaði ég upp og las ölafi jafnóðum og hlógum við þá allmikið. Svo segir Benedikt Gröndal i Dægradvöl frá tilkomu Heljar- slóðarorrustu suður i Louvain i Belgiu um sumarið 1859. Siðan hefur vist fleirum farið eins og þeim Ólafi Gunnlaugsen forðum oghlegið allmikiðað ævintýr-um á Heljarslóð — hvort sem menn endast til þess enn i dag. Fyrir nokkrum árum var Heljarslóðar- orrusta flutt i útvarp án þess af því spryttu neinir skellihlátrar langs og þvers um landið eins og kannski hefði mátt vænta að óreyndu. Sjálf hefur sagan ekki verið prentuð i 50 ár, nema i rit- safni Gröndals, 1951, sem eru nú fjarska óaðgengilegar bækur hvað sem öðru liður. Það má kannski ætla að frægð Heljar- slóðarorrustu, að minnsta kosti á meðal yngri lesenda, stafi fremur af orðspori og af innrætingu skól- anna en eigin raun þeirra af sög- unni. Ur þessu hefur nú bókaútgáfan Fjölvi myndarlega bætt með nýrri, fimmtu útgáfu sögunnar, allvelgerðri bók þóttofmælt sé að kalla hana „litinn dýrgrip” eins og forlagið gerir. 1 þessari gerð er reynt að gera texta sögunnar að- gengilegri en ella með ýtarlegum skýringum sem Þorsteinn Thorarensen hefur samið við hvern kafla hennar, sögulegs efnis og orðskýringum, og að sögulokum fylgir dálitil grein eftir Gils Guðmundsson, sem á sinum tima gaf út ritsafn Grön- dals, um tildrög og aðdraganda Heljarslóðarorrustu. Með þessum hætti er sagan vissulega gerð eins aðgengileg nýjum lesendum og verða má svo að þess vegna getur nú reynt á það til hlitar hvort fornar vinsældir séu enn i heiðri hafðar. Heljarslóðarorrusta er að stofni til sprottin úr stúdentafyndni og byggist á stilbragði sem er kunn- ara eh frá þurfi að segja, tima- villt riddarasaga, skopfærsla samtiðarefnis i forneskju-snið. Þess konar samruglingur hins „háa” og „lága”, hátiðlega og hversdagslega á sér langa sögu i bókmenntum og er enn i dag i góðu gildi I alls konar fyndni og fyndnis-tilraunum. En fyrsta fyrirmynd svona stilsháttar i is- lenzkum bókmenntum er vita- skuld Gamanbréf Jónasar — eins og glöggt má sjá á bréfkafla eftir Gröndal sem Gils Guð- mundsson tilfærir i eftirmála sin- um, fyrstu drög eða hugmynda- legt upphaf sögunnar. Gamanbréfið og Heljarslóðar- orrusta eru meistaraverk bess- arar greinar i islenzkum bók- menntum og þar kemur vitaskuld margt fleira efni saman i frásögn og stil. Væri vist mörg matar- holan i Heljarsióðarorrustu fyrir glöggan rannsakara áður en efni og aðferðir höfundarins væri sundurgreint út i hörgul. En það viti sem fyrst og siðast ber að varast er að taka verkið hátiðlega um of. Rimur og riddarasögur eru farnar að fyrnast fyrir yngri lesendum, hvað þá evrópsk póli- tik og islenzk mannfræði frá árinu 1859. En það sem ekki fyrnist er bullandi fyndni, græskulaus rugl- andi Gröndals i Heljarslóðar- orrustu innan þess ramma sem efnisföng og aðferðir setja honum. Það er dauður maður sem ekki hlær enn i dag að viðtali þeirra Thiers og Napóleons fyrir herförina, i 2um kapitula sög- unnar, ferðalagi Djúnka og kýr- inna norðan úr Finnmörk i 6ta eða viðureign Metternichs, Guddu og Hjörleifs vikings i 9da kapitula, svo að einhver dæmi séu nú nefnd. Hitt skiptir sjálfa söguna akkúrat engu máli hvernig i verunni var háttað samskiptum Thiers og Napóleons 3'ja eða hvort Hjörleifur vikingur á fleira eða færra skylt við séra Hjörleif Einarsson á UndirfeUi þótt fróðlegt sé að fá skýr svör um hvort tveggja. En það er þessi „búrleski” eða „fantastiski” sögustill, frjáls leikur imynd- unarinnar með hina marg- breyttu efnisaðdrætti, sem veldur lifsgildi Heljarslóðarorrustu enn i dag. Og hann setur hvarvetna svip sinn á hana, allan frásagnar- háttinn ekki siður en einstök atvik og frásöguþætti. Þessi stilsháttur dregur að sinu leyti mikinn og margbreyttan slóða i bókmennt- unum um rit Þórbergs.og Hall- dórs LaxneSs allt fram á daga Guðbergs Bergssonar. Likast til eru kvæði Benedikts Gröndals með útafdauðustu verk- um bióðskáldanna á 19du öld og raunar flestöll rit hans önnur en Heljarslóðarorrusta og Dægra- dvöl — sem nú eru báðar tiltækar i nýlegum, handhægum bókum. öll rit Gröndals eru raunar fá- anleg i heildarsafni tsafoidar hversu aðgengileg sem þau reynast þar. En reynist Heljar- slóðarorrusta enn eiga hljóm- grunn á meðal lesenda er enginn vafi á þvi að svo sé einnig um margt úr kvæðum, bréfum og rit- gerðum hans. Fjarska held ég að gera mætti skenimtilegt úrval þess konar efnis i einni bók — ef þess væri einungis gætt að hliðra sér hjá hinu rómantiska þjóð- skáidi, alvörugefna lræðimanni sem voru tvær af mörgum „persónum” Gröndals, en leyfa hinum búrleska höfundi að tala einum og óáreittum. En sama á, að breyttu breyt- anda, auðvitað við um fleiri þjóð- skáldin. Þótt öll rit Stephans G. séu nú til I heildarútgáfu verður ungum og nýjum lesendum enn þörf á Andvöku-útgáfu Sigurðar Nordals. Eigi kvæði séra Matthi- asar að viðhaldast i almennings- eign ber brýna nauðsyn til að gera viðlika úrval úr þeim jafn- framt heildarsafni kvæðanna. . . Og sama kann að gilda um samtiðarskáld, Davið Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum og þeirra verk, I stað þess að fergja þá þegar i ritsöfnum. Heljarslóðarorrusta bókaútgáf- unnar Fjölva er snyrtilega gerð bók, prýdd mörgum myndum eftir Halldór Péturssonar. Lit- myndirnar finnst mér æði glossa- legar flestar hverjar, i hinum vanalega stil Halldórs, en teikn- ingar hans margar i bókinni eru haglega gerðar með óvenjulegri kimni. Al/GlíJVég hvili * rika med gleraugum frá f\/llr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.