Vísir - 11.03.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 11.03.1972, Blaðsíða 9
9 Visir. Laugardagur 11. marz 1972. Það voru þessir piltar, sem tryggðu Fram íslandsmeistaratitilinn i hand- knattleik og er það i niunda skipti, sem Fram verður íslandsmeistari. Á myndinni eru i efri röð frá vinstri Stefán Þórðarson, Sigurbergur Sigsteins- son, Gylfi Jóhannesson, Páll Jónsson liðsstjóri, Ingólfur óskarsson fyrir- liði, Karl Benediktsson þjálfari, Axel Axelsson, Pétur Jóhannesson, Pálmi Pálmason og Andrés Bridde. Fremri röð: Sigurður Einarsson, Björgvin Björgvinsson, Guðjón Erlendsson, Þorsteinn Björnsson, Jón Sigurðsson, Arnar Guðlaugsson og Árni Sverrisson. Ljósmynd Bjarnleifur Bjarnleifs- son. MEISTARAR FRAM í HAND- KNATTLEIK Kolbeinn Kristinsson i Kostakjor ásamt sigurvegurunum. Ljósm. Rafn Viggósson. Sonur eigandans vann Tólf ára sonur Kolbeins Kristinssonar, Sigurður, varð sigurvegari í firma- keppni TBR ásamt Haraldi Korneliussyni og auðvitað kepptu þeir fyrir Kosta- kjör, verzlun Kolbeins, en eigandinn var eitt sinn í hópi beztu frjálsíþrótta- manna okkar. t undanúrslitum kepptu Kosta- kjör og Húsgagnaverzlun Ragnars Haraldssonar og fyrir hana kepptu eigandinn og Hilmar Karlsson og höfðu átta i forgjöf, en Haraldur og Sigurður voru með -=-l. Kostakjör sigraði, 15:14, 15:9. 1 hinum leiknum i undan- úrslitum áttust við Egill Vil- hjálmsson og c/o annars vegar, keppendur Hanna Lára Pálsdóttir og Sveinn Kjartansson, og Endurskoðunarskrifstofa Sigurðar Guðmundssonar hins vegar, keppendur Sigfús Árnason og Hannés Rikarðsson sem höfðu sjö i forgjöf. Egill Vilhjálmsson sigraði, 15:9 og 15:13, og lék þvi við Kostakjör. Það var skemmti- legur leikur, og enn voru þeir Haraldur og Sigurður meö einn i minus, en Hanna Lára og Sveinn höfðu 4 i forgjöf. Kostakjör sigraði meö 15:14, 7:15 og 15:12 og eru forgjöfin og minusinn sett inn i þessar tölur, þannig að Haraldur og Sigurður þurftu alltaf að leika i 16. 1 dag verður Reykjavikurmót unglinga i badminton háð i iþróttahúsi Vals. bað hefst kl. 13. Keppendur eru 38,23 frá TBR, 3 frá KR og 12 frá Val. Keppt verður i þremur aldursflokkum i öllum greinum. Þátttakan er all- góð, en fleiri stúlkur mættu stunda þessa hollu iþrótt. -hsim. r Skjaldarglíma Armanns: Fimm hafa góða sigurmðguleika Stórviöburöur í glímu- málum verðurá sunnudag, 12. marz, þegar 60. skjaldarglima Ármanns fer fram í íþróttahúsi Voga- skóla viö Gnoöarvog og hefst kl. 14.30. Fyrsta skjaldarglima Armanns var háö árið 1908 og hefur veriö aáð árlega siðan utan fjögur ár á ;Imum heimsstyrjaldarinnar fyrri. Skjaldargliman er þvi elzta Sigtryggur Sigurðsson iþróttamót, sem haldið er reglu- lega i Reykjavik. 1 60. skjaldarglimunni taka þátt 14 glimumenn frá 3 glimufélög- um, 5 frá Ármanni, 5 frá KR og 4 fra Lmf. Vikverja. Meðal þeirra eru tveir fyrrverandi skjaldar- hafar, þeir Sigtryggur Sigurðs- son, sem vann til eignar Ár- mannsskjöld á siðasta ári, og Ömar Úlfarsson. Þeir eru báðir úr KR. Aðrir þátttakendur eru: Sveinn Guðmundsson, Kristján Tryggvason, Guömundur Freyr Halldórsson, Björn Hafsteinsson og Guðmundur Ólafsson, allir úr Ármanni: Jón Unndórsson, og Rögnvaldur Ólafsson ög Matthias Guðmundsson úr KR: Gunnar R. Ingvarsson, Hjálmur Sigurðsson, Sigurður Jónsson og Pétur Ingva- son, allir úr Umf. Vikverja. Sérstakir heiöursgestir verða á mótinu, þeir glimumenn, sem unnið hafa skjaldarglimuna á sið- ustu 10árum,en þeireru: Hilmar Bjarnason, Ómar Úlfarsson og SiPtrveeur Sieurðsson. Þeir hafa allir unnið ármannsskjöldinn fyrsta sinni á timabilinu. Skjaldargliman er háð nokkuð siöar nú en oftast áður, þar sem ekki hefur fengizt viðunandi glimusalur til að keppa i fyrr. Eins og fyrr segir hefst skjaldargliman kl. 14.30 i iþrótta- húsi Vogaskóla við Gnoðarvog á sunnudag 12. marz og mun forseti ISI Gisli Halldórsson, setja mótið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.