Vísir - 11.03.1972, Blaðsíða 16

Vísir - 11.03.1972, Blaðsíða 16
gerður upp Glœpsamlegt að Ijúga til um innborgað hlutafé, segir sýslumaðurinn á Selfossi Norðurbakki h.f., eitt af hlutafélögum Karls Jó- hannssonar og Edwards Löwdahl hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta hjá sýslumannsembættinu á Selfossi, en þar er fyrir- tækið skráð. Tilkynningin um gjaldþrotið og inn- köllun á kröfum í þrotabúið verður auglýst á næstu dögum, að þvi er Páll Hall- grímsson sýslumaður sagði Vísi i gær. Aö því er Visir veit bezt nema löghaldskröfur, fjárnámsbeiönir og veðsetningar i eignum Noröur- bakka að minnsta kosti 5 milljón- um króna. Hæpiö mun, að eignir félagsins nemi nema 1—2 milljónum króna. — Þegar fyrir- tækið var skráð var tilkynnt til sýslumannsembættisins að hluta- féð væri 1,5 milljónir og hefði það allt þegar verið innborgað. Astæða þykir til að ætla, að svo hafi ekki verið gert, en margir viðskiptavinir Norðurbakka, sem hafði byggingu sumarbústaða á verkefnaskrá sinni, treystu þess- um upplýsingum, sem birtust i Lögbirtingablaðinu eins og skylt er, þegar fyrirtæki eru skráð. Visir spurði sýslumann, hver bæri ábyrgð á þvi, að slikar upp- lýsingar væru réttar. Hann svaraðiþvi til, að ekki væri á færi embættanna aö kanna sannsögli þeirra tilkynninga, sem bærust. Hins vegar væri það glæpsamlegt athæfi að tilkynna slik ósannindi, og fyrir slikt yrðu menn að svara til saka. — Sem sagt, mönnum ber ekki að treysta þvi, sem birtist i Lögbirtingablaðinu, um- fram það, sem menn treysta þeim aðilum, sem upplýsingarnar berast frá. Gjaldþrot Norðurbakka bland- ast mjög inn i gjaldþrot Karls Jó- hannssonar og hlutafélags með sama nafni, sem hann stjórnaði, eins og Visir hefur áður skýrt frá. Samkvæmt þeim lauslegu áætlunum, sem Visi hefur verið unnt að gera, nema kröfur á þessa aðila a.m.k. 8 milljónum króna, og munu litlar eignir komar þar á móti. Norðurbakki h.f. keyþti i fyrra- vor um 4 hektara landspildu i Grimsnesi, sem félagið hlutaði niður i 20 sumarbústaðalóðir. Þvi tókst að gera tvo sumarbústaði langt til fokhelda og hefur selt þá fyrir 1.5 milljónir króna miðað við að þeir væru fullfrágengnir. Auk þess voru gerðir nokkrir sökklar að öðrum sumarbústöðum. Starfsfólkið, sem vann viö þessar framkvæmdir, fékk laun sin að óverulegu leyti greidd, en um 1.2 milljónir króna i vinnulaun voru greidd með innistæðulausum tékkum, sem fyrirtækið Karl Jóhannsson h.f. gaf út. Þessir tékkar komu inn til Seðlabankans i ágúst s.l., en alla tið siðan hefur þetta gjaldþrotamál verið að gerjast. Flestum, sem eiga þarna um sárt að binda, finnst sem lög- reglu- og dómsvaldið hafi farið sér hægt i málinu. —VJ Nóg þróarrými fyrir loðnuna segja Austfirðingar — en þó bregður svo við, að ioðnan veiðist ekki — nýja gangan virðist „týnd" BREZKI FLOTINN RÆDST TIL UPPGÖNGU Þeir voru vfgalegir ásýndum brezku sjómennirnir, þegar þeir fóru um borð I Stapafelliö undan strönd N-trlands um siðustu helgi, en frá þessu var sagt i VIsi i gær. Einn skipverja, Einar Jóhannesson, fyrsti vélstjóri, var fljótur að gripa til mynda- vélarinnar og festa þennan óvenjulega atburö á filmu. A myndinni sjást sjómenn hennar hátignar fara um borð i islenzka skipið til að leita aö sprengjum eða vitisvélum, sem þeir töldu jafnvel að gætu leynzt um borð. Reyndar var skipið þarna vegna hreinsunar á tönkum eftir lýsisafskipun skammt frá Liverpool, en skipstjóri var fljótur að fullvissa sjómennina um friðsamlegan tilgang sinn og skipverja sinna, sem gerðu ekki annað en vitaminbæta sjóinn á þessum slóðum. vism Laugardagur 11. marz 1972. Norðurbakki „Bretar hafa fyrirfram tapað landhelgismólinu ## — segir í Politiken „Bretar hafa fyrirfram tapað landhclgismáliuu”. Þetta er niðurstaöa greinar i danska biað- inu Poiitiken, en höfundurinn er Ilalldór Sigurðsson, sem er einn helzti sérfræöingur blaðsins um utanrikismál. Halldór minnir á klassiska skil- greiningu Breta á eyju, að þaö sé landsvæði, sem sé algerlega um- kringt af brezkum herskipum. Nú verði Bretar a6 þola þá kvalafullu staðreynd, að hin stærsta af eyjum Norður-Atlantshafs beygi sig ekki fyrir brezka flotanum eöa öðrum aðferðum. Hann rekur landhelgismálið og segir, að útfærslan muni koma harðast niður á brézkum og vestur-þýzkum fiskimönnum, sem hafi veitt við Island siöan á 14. og 15. öld. Aætlaö sé, að tveir þriöju af úthafsveiöum Breta hafi verið á hafinu við ísland. Bretar og V-Þjóöverjar ætli að visa málinu til alþjóðadóm- stólsins i Haag, en það sé þeim tapað af þremur ástæðum. I fyrsta lagi hefur dómur dóm- stólsins aðeins gildi, ef báðir aðilar samþykkja, að málinu verið skotið til hans, en það gera Islendingar ekki. Engin leið sé heldur til að fá tslendinga til að breyta stefnu í þessu þjóöernis Islendinfiar hafi fyrir utan ódýrt vatnsafl aðeins einn þjóöarauö, sem séu fiskimiöin. Loks er það sjónarmið Is- lendinga, að fái aörar þjóðir til langframa rétt til veiða á hafinu umhverfis Island, muni það leiða til hruns allra úthafsveiða i Norður-Atlantshafi. —HH. Vont veður mun nú vera við Hrollaugseyjar, eða þar I kring, þar sem loönubátar hafa undan- farna daga fengið afla. Nokkrir bátar eru þó undan Ingólfshöfða, en hafa litið eða ekkert fengizt.við að kasta á loön- una, þar sem hún er dreifö og torfur næsta óverulegar. Sennilega er loðnan komin miklu sunnar með landinu, en til litils er fyrir báta að sækja á eftir henni suður að Reykjanesi eða Vestmannaeyjum, þar sem svo óralöng sigling er með hana aftur til baka til hafna á Austurlandi. „Við munum taka við loðnu enn um sinn”, sagði Kristinn Sig- urðsson, verksmiðjustjóri Sildar- bræðslunnar á Neskaupstaö er Visir ræddi við hann i gær. „Við getum núna tekið við a.m.k. 5000 tonnum þar sem allar þrær hér eru tómar. Veður er reyndar vont hér út af og suður með landinu og likast til litil eða engin loðna. Og ég er smeykur um að þeim finnist nokkuð löng sigling með aflann hingað austur fyrir”. A Austurlandi eru 10 fiskmjöls- verksmiðjur sem allar geta nú tekiö við loðnu. Þessar verk- smiðjur hafa mikið til lent út- undan i þessu loðnuævintýri vetrarins, þar sem loðnan hefur yfirleitt ekki veiðzt fyrr en hér við Suður- og Suðvesturlandið. Til dæmis hefur verksmiðjan á Nes- kaupstað ekki tekið við nema um 8000 tonnum af loðnu i vetur. Aðrar verksmiðjur á Austur- landi, svo sem á Eskifiröi og Seyðisfiröi geta tekiö viö svipuðu magni og verksmiöjan á Nes- kaupstað — verksmiðjurnar á Djúpuvik og Fáskrúðsfirði munu að visu nokkru minni en taka samt viö nokkrum þúsundum tonna. Nægt þróarrými er nú á Höfn i Hornafirði, þar er hægt að taka við einum 3000 tonnum, og liggur beint viö að bátarnir sem nú damla út af Ingólfshöfða og á svæðinu þar i kring landi afla sinum i Höfn — en þá bregður svo við að loðnan gefur ekki færi á sér — ef hún er þá ekki horfin suður með landinu. Loðnuveiðin fer mjög mikið eftir veðri, og viröist útlit fyrir að mönnum gefist aðeins tóm til ihugunar nú um helgina. Kannski loðnubátar taki að steðja með fullfermi til Austfjarða um eöa eftir helgina. „Við tökum við loðnu hér svo lengi sem við höfum pláss, það fullyrði ég a.m.k. að sinni”, sagöi Kristinn Sigurðsson á Neskaupstað. Öhætt er að reikna með þvi að sjómenn séu farnir að þreytast á loðnuleiknum. Hásetahlutur á aflahæstu bátunum er enda mrö- inn bærilegur. Heyrzt hefur að á sumum bátum séu menn komnir með 400—450 þús. kr. i hlut eftir loðnuvertiöina — en vissulega er eins gott að fullyrða ekkert um meðalhlutinn út frá þessum tölum. —GG VARAÐIR VIÐ, ,,Það er augljóst mál, að ekki er hægt að hafa þá reglu að allir bátar geti komið til hafnar i þvi skyni að fá löndun og þar með öðlazt rétt til lönd unar....”, segir i ályktun sem félag fisk- mjölsframleiðenda i Reykjavik gerði á fundi i gærdag. Segir ennfremur i ályktun- inni, sem samin er i tilefni af urgi, sem verið hefur i skip- stjórum loðnubáta út af loðnu- löndun i Reykjavik, að þann 6. marz s.l. hafi mörg skip gert fyrirspurn um löndun gegnum Grandaradiói, Grandaradio svaraði að samkvæmt upp- lýsingum frá verksmiðjunum væru þrær fullar og þvi ekki hægt að taka á móti. Engu að siður komu skipin til hafnar. Þau vandræði, sem sköpuöust KOMA SAMT við þetta, voru leyst þannig að kvöldi 7. marz, að stjórn verk- smiðjanna ákvað að taka af bátunum i þróarrými, sem var þá að losna, en sem vitað var, að ekki nægði fyrir farma allra skipanna........tveimur af skipunum, sem biðu i höfninni, m/s Súlunni og m/s Helgu Guðmundsdóttur, var hinsvegar gefinn kostur á forgangs- löndun...til að losna við 100 tonn hvort skip, svo að þau væru ferðafær til fjarlægra hafna, og skyldi löndun hefjast klukkan 24 7. marz. Þessu höfnuðu skipstjórarnir i fyrstu, en óskuðu löndunar á umræddu magni um sólarhring siðar. Þegar landað hafði verið um 100 tonnum úr hvoru skipi kröfðust skipstjórarnir lön- dunar á öllum farmi skipanna og neituðu að fara frá löndunar- tækjum, nema það yrði gert. Aukatöf skipanna við það að þiggja ekki strax forgangslöndunina, sem þeim var boðin, nam um það bil sólarhring á hvort skip......- vandræði þessara skipa voru þd ieyst eftir þvi sem unnt var, strax og þróarrými myndaðist” —GG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.