Vísir - 11.03.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 11.03.1972, Blaðsíða 6
6 Visir. Laugardagur 11. marz 1972. vism Útgefandi Kramkvæmdastjóri Hitstjóri: y Fréttast jóri: Hitstjórnarfulltrúi Auglysingastjóri Auglýsingar Afgreiösla: Hitstjórn: Heykjaprent hf Sveinn H. Eyjólfsson Jónas Kristjáasson Jón Birgir Fótursson Valdimar H Jóhannesson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 Hverfisgötu J2. Simi H660 Siftumúla 14. Simi 11660 i r> linur- Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö Blaöaprent hf. Vitið þér enn — eða hvað? Engum, sem nokkuð fylgist með þróun mála i heiminum getur dulizt hvaða aðferðum komm únistar beita til þess að ná takmarki sinu. Að ferðirnar eru tvær, annaðhvort bylting, þar sem sliku ofbeldi verður við komið, eða lævisleg undir- róðursstarfsemi til þess að grafa undan máttar- stólpum þjóðfélagsins og skapa þannig öngþveiti, sem orðið gæti lýðræðisskipulaginu að falli. Þeir þykjast vera málsvarar alþýðunnar og vilja bæta lifskjör þeirra, sem lakast eru settir i þvi efni. Þeir tala mikið um frelsi og jafnrétti og vinna að þvi öllum árum að gera sem flesta óánægða með hlut- skipti sitt. Þessi áróður er framreiddur með ýmsu móti, eftir þvi sem bezt hentar á hverjum stað. Ef þurfa þykir, afneita þeir t.d. öllu sambandi við hús- bændur sina og lærifeður i Austurvegi, segjast vera frjálslyndir vinstri menn, sem ekkert eigi skylt við kommúnisma. Þeir skipta um nafn á flokki sinum eftir þörfum og breyta sér i hvert það gervi, sem tilgangi þeirra má bezt þjóna. Þessa aðferð kommúnista ættu allir vitibornir Is- lendingar að kannast við. Af henni er þegar fengin hér svo löng og ótviræð reynsla. En hún virðist samt ekki hafa nægt til þess að sannfæra stóran hóp landsmanna um þá hættu, sem vofir yfir þjóðinni, ef hún lætur þessa menn ná þvi takmarki, sem þeir stefna að. Hinir ,,nytsömu sakleysingjar”, sem styðja þann flokk, sem þessa stundina kallar sig Alþýðubandalag, eru að vinna að þvi, að leiða yfir land sitt og þjóð sömu örlög og Tékkar og aðrar þjóðir fyrir austan járntjaldið hafa hlotið við það að lenda undir járnhæl kommúnismans. Ótrúlega margir eru svo barnalegir að halda, að kommúnistar hér á íslandi séu eitthvað frábrugðnir sálufélögum sinum i öðrum löndum. Kerfið er alls staðar það sama. Það er blekking, þegar verið er að tala um „islenzkan sósialisma”. Jafnvel þeir, sem ánetjast kerfinu i góðri trú, hugsjón og einlægri sannfæringu um, að þeir séu að vinna að heill þjóðar sinnar, eru orðnir þrælar þess, áður en þeir vita af og farnir að framkvæma þau ódæðisverk sem kerfið fyrirskipar. Ranki þeir svo við sér og reyni að snúa frá villu sins vegár, mega þeir biðja guð fyrir sér og dugar ekki til, þar sem valdið er nógu sterkt. Um það er óþarft að nefna dæmi. Þau þekkja allir, og þau eru alltaf að gerast. Slikar fréttir berast okkur daglega. Málefnasamningur rikisstjórnarinnar, sem nú er við völd á íslandi, er skýrt dæmi þess, hvernig lýð- ræðisflokkar, sem neyðast tjí þess að taka upp sam- starf við kommúnista, geta látið þá hlunnfara sig i slikum samningum. Og þó kemur ekki allt fram i þvi sem prentað er og opinberlega birt. Sitthvað fleira hefur gerzt, sem almenningur veit nú, en einnig sumt, sem hann veit ekki. Kommúnistar kunna að færa sig upp á skaftið og eru ófeimnir við, þegar þeir hafa fengið aðstöðu til þess. Samkvæmt stjórnarsamningunum og verkaskiptingu ráð- herranna áttu þeir ekkert að koma nærri utanrikis málunum. En hvernig hefur farið? Það vita allir. En hafa nógu margir áttað sig á þvi, hvaða afleið- ingar sú ráðabreytni getur haft, og er af komm únistum ætlað að hafa, fyrir framtið og frelsi is lenzku þjóðarinnar? Demókratar hlógu i fyrsta sinn i kosningabaráttunni, þegar blaðamaðurinn Anderson „fletti ofan af” hneykslismáli, sem helztu ráðunautar Nixons og hann sjáifur flæktust i. Asakanir um mútur og neyðarleg frammistaða þess manns, sem Nixon ætlar að setja i dómsmálaráðherraemb- ættið, eru mikið áfall fyrir forset- ann og gerast á versta tima fyrir hann. Richard Kleindienst, eftirlæti forsetans, virðist hafa hlaupið á sig i málinu og hegðun hans i meira lagi vafasöm. Anderson segir, að Kleindienst sé orðinn ber að lygum i vitnisburði sinum fyrir þingnefnd. Anderson segist hafa sannanir fyrir þvi, að simafyrirtækið In- ternational Telephone & Tele- graph Corporation hafi heitið að leggja miklar fúlgur i flokkssjóð repúblikana, sem a að notast til að standa straum af flokksþingi i ágúst, þar sem valdir verða Ráðherraefni Nixons sagði, að þessi fundur hefði aldrei verið haldinn. — Kleindienst og framkvæmdastjóri ITT, Rohatyn. Ráðherraefni Nixons ber að ósannindum Demókratar hlógu í fyrsta sinn í kosningabaráttunni írambjóðendur flokksins. 1 stað- inn hafi dómsmálaráöuneytið lát- ið niður falla mál gegn fyrirtæk- inu fyrir brot gegn bandariskum lögum um einokun, „hringalög- gjöfinni.” Simafyrirtækið, skammstafað ITT, sameinaðist fyrirtækinu Hartford Fire Insurance Co., brunatryggingafélagi. Eignir ITT eru metnar á um 600 milljarða króna, og eignir Hartford Fire In- surance á um 170 milljarða króna. Þetta töldu stjórnvöld i fyrstu verabrot gegn lögum um hringa- myndun. Sumarið 1969 gerði Richard McLaren aðstoðardómsmálaráð- herra mikið áhlaup á ITT og hóf þrjár málsóknir á hendur þvi. McLaren varð kunnur fyrir að beita sér gegn hringum. Hann fylgdi þessum málum fram af Aðstoðarráðherrann McLaren gekk hart fram gegn ITT, en allt i einu.. miklum ákafa fram eftir ári 1971. Þá gerðist það skyndilega og án skýringa, að málin voru felld nið- ur. Dómsmálaráðuneytið lýsti þvi yfir á miðju sumri, að ITT mætti halda Hartford Fire Insurance, ef það léti tæpa 100 milljarða af öðr- um eignum. Þetta var mikill og óvæntur sigur fyrir ITT. Frúin sendi aðvörunar- bréf. Sú spurning vaknaði þá þegar og var nokkuð hreyft i fjölmiðl- um, hvernig hefði staðið á þess- um sinnaskiptum stjórnarinnar. Blaðamaður Anderson er stjórn- völdum meiri þyrnir i aug- um en aðrir menn, siðan hann komst yfir og birti margs konar leyniskjöl um það, sem gerðist á fundum æðstu manna landsins, þegar þeir gerðu upp við sig, hver ætti að vera afstaðan til styrjald- ar Indverja og Pakistana. Banda- ríkjastjórn reyndist hafa áhuga á að „smygla” hernaðarstuðningi til stjórnar Jaja Kans um eitt- hvert land, svo að litið bæri á. Stefna Nixons á opinberum vett- vangi var hins vegar miklu hlut- lausari. Það kom mjög illa viö Nixon og varð honum álitshnekk- ir viða um lönd, þegar afstaða stjórnarinnar og andstaða við Bangladess var afhjúpuð meö þessum hætti. Anderson segist hafa komizt yfir bréf er Dita Be- ard, starfsmaður ITT, hafði ritað til varaforseta ITT f Washington. Illlllllllll h'maa JSM Umsjón: Haukur Helgason Þar fiallar Dita Beard um hringamálið og minnist á loforð ITT-manna um greiðslur um 40 milljóna króna til repúblikana- flokksins. Greiðandi átti að vera Sheraton Corporation of America, sem er dótturfyrirtæki ITT. Hún segir, að þessi höfðing- lega gjöf ITT hafi náð langt til að bæta stöðuna i hringamálinu. , Hins vegar segist hún skrifa bréf- ið til að vara við þvi, að of mikið sé farið að leka um þetta mál, og verði að sjá til þess, að menn séu ekki of opinskáir. Ella fari „samningar okkar við dóms- málaráðuneytið i hundana”. Nixon vildi „settla”. Aðstoðarmaður Andersons sór i fyrradag, að hann hefði heyrt Ditu Beard segja frá samtali við John Mitchell, sem var dóms- málaráðherra, þar til fyrir nokkrum dögum, er hann lét af embætti til að verða æðsti skipu- leggjandi kosningabaráttu Nixons. Þar hafiMitchell sagt,að Nixon óskaði eftir þvi, að málið yrði, settlað”, eins og hér er stundum sagt, það er, að fundin yrði leið til að ITT mætti vel við una. Mitchell segist aðeins hafa rabbað við frú Beard i veizlu. Svo vill til, að fyrrverandi lögfræö- ingafyrirtæki Mitchells hafði haft með mál ITT að gera áður fyrr, og Mitchell hafði þvi opinberlega lýst þvi yfir, að hann mundi engin afskipti hafa af hringamáli ITT sem ráðherra. Hitt Rohatyn fimm sinnum. Þvi var það aðstoðarmaður Mitchells i ráðuneytinu Richard Kleindienst, sem fjallaði um málið opinberlega fyrir hönd stjórnarinnar. Nixon vill, að Kleindienst verði eftirmaður Mit- chells i embættinu nú, og öldungadeildin hafi lagt blessun sina yfir þá skipan. Fyrstu við- brögð Kleindiensts voru, að hann neitaði að hafa tekið nokkurn þátt i samningum við ITT i þessu máli, sem fróðir menn um við- skipti segja, að hafi skipt milljörð- um króna fyrir ITT. En þar varð Kleindienst ber að ósannsögli. Blaðamaðurinn Anderson hélt bvi fram. að Kleindienst hefði hitt framkvæmdastjóra itt, Felix Rohatyn, fimm sinnum. Klein- dienst neyddist til að viðurkenna þetta. Sökin hjá kerfinu? Ráðamenn keppast nú um að bera af sér þessar alvarlegu sakargiftir, og Kleindienst óskaði eftir þvi, að öldungadeildin tæki mál hans fyrir að nýju, svo að hann gæti hreinsað sig af ákærum. Yfirheyrsiur fara nú fram, en frú Beard erforfölluð,fékk hjartaáfall og er ekki sögð geta borið vitni i bili. Allir munu sammála um, að málið er mikið áfall fyrir Nixon i kosningabaráttunni, hvernig sem þvi lyktar. Sumir segja þó, aö þess háttar mál séu ekki eins- dæmi og séu sök „kerfisins.” Fátt getur komið Nixon verr I upphafi kosningabaráttunnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.