Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 1
Bandaríkin svara kröfum Frakka: TELJA FRESTINN ALLT OF STUTTAN NTB—París, þriðjudag. Bandaríkin tilkynntu frönsku sljórninni í dag, að Bandaríkjaher vilji fá til baka, fyrir 1. júlí 1967, bandarísku kjarnorkusprengjurn. ar, sem franska herliðið í Vestur- Þýzkalandi hefur nú til ráðstöfun- ar, að því er góðar heimildir i Par ís sögðu í dag. Jafnframt sagði Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í viðtali við franska blaðið Paris-Match, að de Gaulle, Frakklandsforseti, hafi með ákvörðun sinni um NATO sett grundvallaratriðið um gildi alþjóðlegra samninga i hættu. Hernaðarsamningar milli Banda- rikjanna og Frakklands hafa ekki lengur neitt gildi, þar sem annar samningsaðilinn telur sig ekki ■ - , , . ... I lengur bundinn af skilyrðum Motmælaaðgerðir gegn herforing|ast|orninni i Saigon hafa undanfarið farið dag vaxandi í Suður-Víetnam, og þejrj-a Sagði Rusk einnig verið nokkuð áberandi i höfuðborg landsins, Saigon. Þar hafa hermenn og lögregla aftur á mótl dreift Krafan um að fá aftur kjarn- mannfjöldanum af mikilli hörku, en slíkt hefur enn ekki gerzt í norðurhluta landsins, þar sem herinn orkusprengjurnar er eitt af mörg virðist styðja andstæðinga Ky-stjórnarinnar. Mynd þessi er frá Saigon, og sést fallhlífarhermaður þar grípa um atriðum, sem um er rætt í all vígarlega í Búddatrúarmann, sem var í mótmælagönau þar. _________________ Ky tókst á síðustu stundu að hindra árás á Da Nang: Víðtækustu mótmælin í Da Nang og Hue til þessa NTB-Saigon, þriðjudag. Pólitíska kreppan í Suður-Viet nem versnaði enn í dag, þegar nm 17.000 manns fóru í mótmæla- göngur í Da Nang og Hue í norð nrhluta landsins og tóku ekkert mark á loforðum herforingja- stjórnarinnar um, að komið verði á borgaralegri stjórn í landina. f Da Nang tóku um 4000 manns þátt í mótmælagöngunni, þar á meðal um 1000 hermenn Saigon- stjórnarinnar og um 500 lögreglu menn. Var gangan farin til þcss að mótmæla „Þjóðarráðstefnunni“ sem kölluð hefur verið saman í Saigon, og átti sinn fyrsta fund í dag. Ráðstefna þessi á að á- kveða, hvernig bezt skuli fram- kvæmd hin lofuðu stjórnarskipti. Hin volduga Búddatrúarmanna- hreyfing hefur neitað að taka þátt í ráðstefnunni, og þeir sem fóru í mótm.gönguna í Da Nang telja að þeir sem sitja ráðstefnuna, geti ekki talizt fulltrúar íbúa Suður- Víetnam. í háskólaborginni Hue gengu um 5000 manns um göturnar og kröfðust þess, að þjóðþing yrði kallað saman innan tveggja mán aða. Rétt áður hafði verið haldinn fjöldafundur þar, og sóttu hann um 8000 manns. Verzlunum og opinberum byggingum í Hue var lokað. Samtímis var „Þjóðarráðstefn- an“ svonefnda opinberlega sett Verða vínveitingahús skylduð að hafa Vínlausar unglingaskemmt■ anir 1 laugardag / mánuði? TK-Reykjavík, þriðjudag. Við 2. umræðu um ölfrumvarpið á Alþingi í dag kom m. a. fram, að milliþinganefnd, skipuð fulltrúum allra þingflokka og undir for- mennsku fjármálaráðherra er unn ið hefur að endurskoðun áfengis- laganna, hefur lagt einróma til að vínveitingahúsum verði geit að skyldu að hafa opið fyrir ungl- inga án vínveitinga eitt laugardags kvöld í mánuði hverjum. Myndi það þýða, að tvö til þrjú veitinga hús í Reykjavík yrðu opin til vínlausra unglingaskemmtana á hverju laugardagskveldi. Fram var haldið 2. umræðu um ölfrumvarpið í neðri deild Al- þingis í dag og var umræðunni lok ið en atkvæðagreiðslu um frum- varpið frestað. Einar Olgeirsson flutti skriflegar breytingartillögur við frumvarpið um að 0.5% af tekjum Áfengisverzlunar ríkisins yrði varið til að stuðla að vín- lausum unglingaskemmtunum og ennfremur að vínveitingahúsum yrði gert skylt að hafa opið eitt kvöld í viku án vínveitinga. Sigurvin Einarsson greindi frá því, að milliþinganefnd sú, sem skipuð hefði verið til endurskoðun ar áfengislöggjafarinnar, hefði lokið störfum fyrir all löngu og væri óskiljanlegur dráttur á birt ingu skýrslu hennar. Sigurvin sagði, að ekki væri við hæfi að hnýta tillögum nefndarinnar aft Framhald á 14. síðu. í Saigon. Það gerði þjóðhöfðingi landsins, Nguyen Van Thieu, hers höfðingi. í yfirlýsingu sagði hers höfðinginn, að herforingjamir væru reiðubúnir að gefa þjóðinni stjóroartaumána svo fljótt sem auðið væri. Hann gaf loforð um, að undirbúningi að almennum kosningum til þjóðþings yrði hrað að. Hann sagði, að fyrsta skrefið i átt til stofnunar lýðræðislegrar ríkisstjórnar væri að búa til stjórnarskrá. Skoraði hann á full trúana á ráðstefnunni að leggja fram raunhæfar tillögur í þvi skyni að hægt sé að gera áætlun um, hvemig kjörin, borgaraleg rík isstjórn geti tekið við völdum úr höndum herforingjastjórnarinnar Meðal þeirra erlendu diplóinata, sem hlustuðu á ræðu Thieus hers höfðingja, var Henry Cabot Lodge ambassador Bandaríkjanna i Saig- on. Franska fréttastofan AFP skýr ir frá því í dag, að Ky hershöfð ingi, forsætisráðherra Suður-Viet nam, hafi persónulega orðið nð hindra nokkra orustuflugmenn sína í því, að gera loftárásir á Da Nang-borg, þar sem mótmæUn gegn ríkisstjórn Kys hafa verið hvað hörðust. Segja heimildir, sem fréttastofan telur áreiðanlegar, að tveir flugmenn hafi ákveðið á skírdag að gera loftárás á aðstöðv ar stjórnarhersins þar, sem hefur stutt andstæðinga Kys. Skipaði hann þeim að koma til Saigon eft- ir árangurslaust símtai við þá og hitti þá þar kl. 3 um nóttina. Gat hann fengið þá ofan af þessari á- Framhald á 14. síðu. 1200 orða orðsendingu sem Banda ríkjastjórn sendi til frönsku stjórnarinnar sem svar við frönsku orðsendingunni um NATO frá 29. marz s.l. Það var bandaríski sendiherrann í París, sem afhenti orðsendinguna í franska utanríkisráðuneytinu í dag. í ofangreindri franskri orð- sendingu krafðist franska stjórn- in þess m.a., að erlent herlið í Frakklandi skyldi fjarlægt fyrir 1. júlí 1967. í bandarísku orðsendingunni segir m.a. að franska stjómin hafi tilkynnt, að franska herliðið í Vestur-Þýzkalandi muni dregið undan herstjóm NATO 1. júlí 1967. Af þessum ástæðum hljóti samningurinn frá 6. september 1960 um bandarísku kjamorku- sprengjurnar, sem franska herlið- ið í Vestur-Þýzkalandi hefur til ráðstöfunar, að ganga úr gildi sama dag, Bandaríkjastjórn segir, að frest urinn, sem hún fái til þess að kalla heim herlið sitt í Frakklandi sé alltof stuttur. Bent er á tví- hliða samninga rikjanna tim banda Framhald á 14. síðu. r Island 1. ríkií íEvrópu EJ-Reykjavík, þriðjudag. Blaðinu barst í dag frétta •tilkynning frá Alþjóðabank anum um alþjóðagerðadóm þann, sem ríkisstjórnin hef ur nú lagt til að ísland skrifi undir og samþykki. Þar kemur fram, að þótt 35 ríki hafi skrifað undir ofan greindan alþjóðasamning, þá hafa aðeins fjögur ríld staðfest hann, og eru þau öll Afríkuríki. Ef Alþingi ákveður að staðfesta þenn an samning um alþjóða- gerðadóminn, þá verður fs land fimmta ríkið, sem svo gerir, og fyrsta Evrópurík ið. f fréttatilkynningunni seg ir, að i marz síðastliðnum hafi tvö ný ríki undirritað samning þennan — Kýpur og Grikkland, og hafi því samtals 35 ríki undirritað hann. Síðan segir: — „Samn ingurinn tekur gildi, þegar 20 ríki hafa undirritað, og staðfest hann. Til dagsins í iag hafa eftirtalin ríki stað fest samninginn: Nfgería, Mauritanía, Fílabeinsströnd in og Mið-Afríku lýðveld-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.