Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 8
MÍÖVIKUDAGUR 13. ivoríl 133R TÍMINN Klukkan á slaginu átta að jnorgni 4. marz 1953 hóf skjálf raddaður þulur að lesa upp langa tilkynningu í Moskvu-út- varpið. Sá, sem las, var Juri Levitan, aðalþulur Moskvuút- varpsins, sem þekktur var fyr ir sína skíru og hljómmiklu rödd og hæfileiikann til að gera jafnvel hinar leiðinleg- usítu fréttatilíkynningar áhrifa- miklar. Eftir nokkra stund fóru að koma undarlegar þagnir á milli orðanna eins og þulurinn væri að reyna að ná andan- um. Tilkynningin var dagsett 3. marz og líktist mest boðskap til þjóðarinnar frá miðst.jóm kommúnistaflökksins og æðsta ráðinu. Hvergi voru nefnd nöfn sovézkra leiðtoga, og þar af leiðandi varð hún undarlega ópersónuleg. Það var eins og hún kæmi utan úr tóminu eða þá frá einhverjum nafn- og andlitslausum stjómendum, Hin opinbera mynd af hinum syrgjandi eftirtiönnum Stalins. Síðar var höfuð Krustjoffs sett inn á myndina. Valdabaráttan í Sovét við dánarbeð Stalins sem um nóttina höfðu tekið völdin í sínar hendur. Tilkynn ingin bar það eibhvem veg- inn með sér, að hún hefði ver ið samin í miklum flýti, ef til vill eftir langar og kannski erf iðar umræður, og margir hefðu lagt h'önd á plóginn, knúnir ó- líkum öflum. Fyrst var sagt, að félagi Stalin hefði misst meðvitund, hægri handleggur og fótur hefðu lamazt, og þar að auki hefði hann misst málið Hjarta og öndunartruflanir vom mikl- ar, og færustu hjartasérfræð- ingar höfðu verið fengnir til þess að fylgjast með sjúklingn- um, og síðan vom talin upp nöfh þeirra átta prófessora, sem kallaðir höfðu verið að sjúikrabeðinu: Tilkynnimgin endaði á þessa leið: — Miðstjómin og æðstaráðið treysta því, að flokikurinn og öll sovézka þjóðin, sýni á þess um erfiðu tímum, hina mestu einingu, samstöðu, árveikni og styrk, og gera nú enn meira en nökkru sinni fyrr til þess að byggja upp komúnismann í landi vora og fylkja sér enn þéttar en áður um miðstjórn- ina og stjóm Sovétríktjanna . . . Stuttu síðar kom nákvæm skýrsla frá læknum. Haldlð var áfram að lesa hana með stuttu millibili allan daginn í Moskvuútvarpinu. Þeir, sem hlustuðu af athygli, sér í lagi læknar, furðuðu sig á því, hvemig skýrslan var — að minnsta kosti létu sérfræðing ar í ljós undran sína yfir, að maður, sem fengið hafði svona alvarlegt heilablóðfall, skyldi enn vera í tölu lifenda. Hvers vegna þögn? En var Stalín ennþá á lífi? Enginn veit, enn þann dag í dag — nákvæmlega, hvenær hann lézt. Heldur ekQd hvern ig dauða hans bar að. Og kannski mætti bæta við: eða hvers vegna? Öllum þessum spurningum er varpað fram í síðustu köflum mjög ýtarlegnar bandarískrari bókar — sem nýléga ef koimn' út, og er alls 768 bls.: The Rise and Fall of Stalin (Upp haf og endir Stalins), en bók ina slkrifaði Robert Payne, sem einnig er þekktur fyrir á- líka umfangsmikla ævisögu um Lenin. Atburðimir í kringum dauða Stalíns vora merkilegir, hin opinbera fréttatilkynning og skýrslur lælknanna Ifka — sérstaklega var það athyglis- vert, að í þeinn var nákvæm- lega sagt frá því, hvernig á- stand Stalíns hafði verið að- faranótt 2. marz, en ekkert var minnzt á það, hvemig honum hafði liðið eftir það, fyrr en tilkynningin kom 4. marz. Hefði hann í raun og veru fengið heilablóðfall um mið- nætti 1. marz, segir Payne, og 36 klukkustundir liðu, þar til frá þessu var skýrt opinber- lega „gat margur glæpurinn hafa verið framinn, margt átt sér stað á þeim tíma, sem lið- inn var. Og enginn hefur nokkum tíma getað gefið sann- færandi skýringar á þessum drætti." Valdabaráttan Hið næstum taugaveiklunar lega ákall til þjóðarinnar í til kynningunni og það, hvað hún var ópersónuleg hafði ekki ró andi áhrif á fólkið heldur þvert á móti. „Menn höfðu lengi vit- að, að mikil barátta myndi verða um, hver ökyldi taka við af Stalín. Nú vissu allir, að þessi barátta stóð yfir, en í mikilli þöign, og engin vissi, hverjir áttusit við.“ Það var efcki fyrr en síð- degis 5. marz, að læknamir sem fylgdust með Stalín, sendu út nýja tilkynningu, og þar var nákvæmlega skýrt frá því, hvaða læknismeðferð hann hefði hlotið. Valdabaráttan um hverfis banabeðið hélt áfram, en einna helzt leit út ‘fýrir, ‘áð Malenfcov myndi ganga með sigur af hóbni, því í leiðara í Pravda 5. marz, sem bar fyrir- sögnina „Sikínandi einimig fólks ins og flokksins“ var aðeins minnzt á þrjá menn: Lenin, Stalín og Malenfcov: Næsta læknatilkynning korn klukfcan 18.30 og þar var látið að því liggja, að „efcki væri langt eft- ir“. Opinberlega lézt Stalín klufckan 21.50 sarna kvöld, en það var ekiki fyrr en næsta morgun, að skýrt var frá þessu, og Malenkov hafði greinilega samið fréttina. Aðalinnihaldið var að, „Andi Stalíns lifði eftir dauðann". Ellefu fclukkustundum eftir að andlátið hafði verið tilkynnt ók sjúfcrabíll út úr Kreml gegn um Spasskyhliðið. Lík Stalíns var flutt til súlnahallarinnar, en þangað komu hinir nýju valdhafar Skömmu síðar til þess að votta hinum látna virð ingu sína. Myndin, sem birtist frá þessari athöfn, var upp- stilling með lík Stalíns í for- ' ámnMinn pg“hýjú" mennina — auðsýnilegá smækkaða, því þeir líktust mest dvergum — Malenkov, Beria, Voroshilov, Kaganovich og Molotov, í þess ari röð fremst, Vasiljevski, Konjev, Sokolovsky, Shutoov, Mikoyan og Kruschev í annarri röð. Við nátovæma athugun kemur í ljós, að Krushev var bætt inn á myndina síðar. Hann var efcfci á upprunalegu mynd inni. Ótti Stalín lá á líkbörunum í þrjá daga, og stoáldið Jevgeny Jevtushentoo hefur lýst því, sem gerðist í þeim mikla mann fjölda, sem tróðst og ruddist inn í súlnahöllina til þess að sjá líkið. Um það bil 500 tróð- Hin látlausa gröf Stalíns við Kremlmúra. ust undir og biðu bana. Eins og hinir gömlu Scytien konungar. dró Stalín þjóð sír.a með s.ír í gröfina: „Mannfjöldinn breyttist í sjóðandi hringiðu. Ég tók allt í einu eftir því, að mér var ýtt beint í áttina að umferðar merki. Um leið var ungri stúlku ýtt upp að merkinu. Andlit hennar afmyndaðist og þrýstist upp að merkinu, og hún æpti hátt. En hróp hennar yfirgnæfðu etoki hávaðann. Mér var ýtt enn nær, o.g ég fann með líkama mínum, hvemig grannur líkami hennar malað ist niður við merkið. í stoelf ingu minni lokaði ég augunum, því ég gat etoki afborið að horfa á, hvernig blá barnsleg augu hennar ýttust út úr augnatóft unum. Mér var hrundið áfram, og stúlkan hvarf. Þá var öðr- um manni kastað upp að merkinu, hann var með báða anma útrétta, eins og kross. í sama mund fann ég, að ég steiig á eitthvað mjúkt. ÞaÖ var mannslíkami. Ég lyfti fætinum og mannfjöldinn bar mig á- fram. Lengi á eftir óttaðist ég að þurfa að stíga niður fótun- um. Manngrúinn varð þéttari og þéttari, hæð mín bjargaði mér . . .“ Læknar hverfa Tilkynningin um krufning- una, sem send var út 7. marz, var furðulegt plagg, m. a. vegna þess að hún byrjaði etoki eins og venja er til með því að lýsa ytri einkennum líksins, og etoki var heldur neitt talað um, að heilinn hefði verið rann sakaður. Ástæðan kann að hafa verið sú, að Stalín hafði la.gt blátt bann við að það yrði gert, vitandi um það, að heili Lenins sem skorinn hafði verið niður í 30.000 smástytoki, hafði verið dægrastytting fyrir læfcna Moskvuborgar í lengri tíma —- en aðrar ástæður geta einnig legið til þessa, t. d. að kmfn ingarskýrslan hafi verið fölsk, og Stalín hafi ekki dáið á þamn hátt, sem skýrt hafði verið frá. Fáum mánuðum eftir að krufn ingartilkynningin var send út, dó einn af læknunum, sem und irritaði hana, Rusakov, síðan voru tveir aðrir Tretjafcov og Kuperin, leystir frá störfum, og sá fjórði hvarf gjörsamlega stuttu á eftir . . . „Þótt við fáum aldrei að vita, hvernig dauða Stalíns bar að ,segir Payme, — og ekíki einu sinni, hvenær, nákvæmlega, hann dó, er margt, sem bendir til þess, að hann hafi látizt löngu fyrir 5. marz, og það er heldur ekki fátt, sem bendir til þess að hann hafi ekki dáið eðli legum dauða. Gyðingaofsóknir Við vitum, að hann var í tölu lifenda, og tiltölulega heil brigður 17. febrúar, þegar hinn nýi indverski sendiherra átti við hann langt samtal — en eftir þann tíma fara ekki sögur af því, að aðrir en Rússar hafi séð Stalín. Á vikunum milli 17. febrúar og 5. marz færðust Gyðingaofsóknir hans marg- faldlega í aukana, þá var til- kynnt um hið meinta samsæri Gyðingalæknanna, nýr maður Semjon Ignatjev — sérfræðing ur í pyntingum, ~ var útnefnd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.