Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 3
MIÐVTKUDAGUR 13. aprfl 1966 f SPEGLITÍMANS Hef vélbáta tö sölu. einnlg fiskverkunarstöð og skreið arhialla á Suðurnesium Hef kaupanda að 25 ti! 40 tonna vélbáti Hef kaupanda að 3 lil 5 íbúða húseign (ma þurfa standsetningar við. Aki JAKOBSSON, lögfræðiskrifstofa, Austurstrætí 12, sími 15939 og á kvöldin 20396 HAGSTÆÐ_______ STAÐGREIÐSLUKJOR. (3n?Dk.co Laugavegi 178, sími 38000. RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, EKCO-SJÓNVARPSTÆKIÐ SEM VEKUR ATHYGLI. Fermingar- gjofin i ar Upphleyptu landakorfin og hnettirnir leysa vandann við landafræðinámið. Festingar , og leiðarvísir með hverju korti. Fást í næstu bókabúð. Heildsölubirgðir: Árni Ólafsson & Co Suðurlandsbraut 12 sími 37960. Hér sjáum við nýkjörna feg urðardrottningu frá Nairobi. Hún heitir Grace Njoki og var bosin með öllum greiddum atkvæðum ungfrú Nairobi 1966. Hún hafði komið til feg urðarsamkeppninnar sem áhorf andi og þegar enginn af þátt takendunum sem skráðir höfðu verið til keppninnar mættu gaf hún sig fram. og var kos- 1- ★ Umferðamálaráðherra Eng- lands, sem er kona að nafni Barbara Castle hefur nú snúið sér að því að reyna að greiða úr umferðahnútum Lundúna- borgar. Hún hefur nú tilkynnt bæði þeiim, sem aka strætisvögn um og þeim, sem byggja þá að hún óskar eftir því að hækka hámarkshraða þessara vagna upp í 50 mílur á klulckustund en hann er eins og nú er 40 mílur. Af þessu leiðir auðvitað að götur og vegir eru hættu- legri. í allan vetur hefur Lond on Transport barizt fyrir því, að allir einkabílar séu skildir eftir heima. Hefur þetta verið gert með því að hengja upp auglýsingar með myndum, sem sýna 69 bíla í einni götu. í þessum bílum eru 69 manns og síðan er mynd af strætisvagni. sem rúmar allt þetta fólk. Margret Danaprinsessa er nú komin aftur til Danmenkur eft ir margra vikna ferðalag um Suður-Ameríku. Eitt siðasta landið, sem hún heimsótti var Brasilía og dvaldi þá í nokkra daga í Rio de Janero þar sem hún bjó á bezta hóteli borgar- innar, þar sem hún hafði heila íbúð með stórri stofu, borðstofu sem rúmaði tíu manns, tveim svefnherbergjuim og tveim bað herbergjum, en prinsessan fékk ekki lengi tíma til þess að láta sér líða vel í þessum þægileg heitum því hún þurfti að ferð ast um nágrenni borgarinnar og svara spurningum blaðamanna. Á einum blaðamannafundi sem haldinn var í Rio de Jan ero var hún meðal annars spurð hví ekkert væri talað um ástarlíf hennar í dagblöð unum. Prinsessan svaraði því brosandi til að um það væri ekkert að skrifa þvi það væri ekkert. Ennfremur var hún spurð að því, hvort þetta ferða lag hennar hefði ekki heppnazt betur og hún borið meira úr býtum, ef hún hefði ferðazt sem Margaret Andersen, en ekki sem ein af dönsku kon- ungsfjölskyldunni. - Ég er viss um að ég refði kynnzt ýmsu ef ég hefði gert það. En að ferð ast á þennan hátt hefur opnað mér ýmsar dyr, sem annars hefðu verið lokaðar, svaraði prinsessan. Blaðakona nokkur spurði prinsessuna um það, hvað henni fyndizt um stuttu tízkuna. Svaraði prinsessan því til, að bona, sem væri þannig klædd yrði að vera vel vaxin og þessi tízka er ekki neitt fyr ir mig. Johnson forseti verður nú æ þreyttari á sígarettustubbum og ösku, sem safnast saman á teppum Hvíta hússins. Sýndi forsetinn þetta greinilega á blaðamannafundi, sem hann hélt fyrir skemmstu, en ekki langt frá honuin sat blaðamað ur og reykti sígarettu úr löngu munnstykki. Féll nokkur aska á gólfið, svo að forsetinn sá til, og stóð hann á fætur þeg ar í stað og fjarlægði nokkra stóla og kom með öskubakka á fæti handa blaðamanninum. Blaðamaðurinn varð mjög undrandi og utan við sig og fór að reyna að ná öskunni af teppinu. Er þetta ekki i fyrsta sinn, sem Johnson, sem ekki reykir sjálfur, lætur í ljós ó- ánægju sína í sambandi við hirðulausa reykingamenn. Fyr ir nokkrum vikum fann hann nokkur brunagöt á teppinu á skrifstofu sinni og hafði hann orð á því lengi á eftir. Annað sinn fann hann sígarettuöucu á teppinu í forstofunni Cyrir utan skrifstofu sína og með mikilli vanþóknun í svipnum beygði hann sig niður og fjar lægði hana. ★ Eigendur amerískrar lysti- snekkju urðu furðu lostnir, er þeir fengu fyrirspum frá bandaríska nazistaflokknum um verð snekkjunnar. Var þessi fyrirspurn gerð sökum þess, að talið er, að snekkju þessa hafi Adolf Hitler átt þar til Þriðja ríkið hrundi 1945. Eigandi snekkjunnar, John Lyman hafði ásamt meðeig- anda sínum lengi haft í huga að selja snekkjuna sem þeir keyptu eftir stríðið fyrir um það bil eina milljón króna, en talið er, að kostag hafi 6 millj ónir að siníða hana. í henni er pláss fyrir 17 farþega, eg er hún nú eingöngu notuð í kapp siglingar. ★ Stúlkan hér á myndinni er stödd í Aþenu og er þar ósköp venjulegur ferðamaður og reyn ir að sjá allt sem merkilegast er í Aþenu. Fáir, sem hafa séð hana hafa látið sér detta í hug að hér er um að ræða eina þekkta brezka stúlku, en það er engin önnur en Mandy Rice Davi's, sem þekkt var í sam- bandi við Profumo-hneykslið. Gefið menntandi og þrosk- andi fermingargjöf. NYSTROM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.