Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 2
2 TÍMINH í i A föstudaginn langa kmni upp eldur í norsku s'kemmti- ferSaskipi, Víkingarprinsess- unni, þar seim það var á siglingu milli Kúbu og Haiti. Fjöldi manns var með skipinu, en allir björguðust á mjög sfcömum tíma. Tveir dóu þó, eftir að þeim hafði' verið bjarg að, en úr hjartaslagi. Farþeg- ar og áhöfn af Vtkingaprinsess unni voru fluttir með Loftleiða flugvól frá NY beint til Evr ópu nú um helgina, og var þessi mynd tefcin af notekrum ítölum, sem voru í áíhöfn sikips ins, er þeir gengu um borð í Loftieiðavélina á Keflavíkur- flugvelli snemma á páskadags- morgun. Nú er ri’sin upp mikil deila vegna björgunar á Vík ingaprinsessunni. Skip, sem var á siglingu í nánd við prins essuna tók hana í tog, og taldi sig þar með eiga hana, en eigendur skipsins vilja ekfci samþykkja það. 5 ■ íSií-Ví: % ?íí:¥ ■, íbúðarhúsið að Miklabæ brennur MG-Frostastöðum, þriðjudag. í gærmorgun kviknaði í göml- um bæjarhúsum á Miklabæ í Blönduhlíð, og brunnu þau til ösku á skammri stundu. Það mun hafa verið laust fyrir kl. 8 um morguninn, sem eldsins varð fyrst vart. Gengu heimamenn, sem að karlmönnum til voru ekki aðrir, en bóndinn, Stefán Jónsson og sóknanpresturinn, sr. Sigfús J. Ámason, þegar að því að koma út fólldnu, sém allt svaf á neðri hæð utan gömul kona, móðir Stefáns bónda, sem svaf í herbergi uppi á lofti. Var hún í fasta svefni og mátti ekki tæpara standa með að henni yrði bjargað, enda mun eld- urinn hafa komið upp í þakhæð- inni. Sýnt þótti þegar, að við eldinn vrði ekki ráðið, og það eitt unnt, er börn og gamalmenni voru óhult orðin, að bera út það af innbúi, sem til náðist. Reyndist það þó lítið að vöxtum og verðmæti, því bærinn varð alelda á nokkrum mínútum, og var fallinn innan klukkustUndár, frá því'eldsis varð fyrst vart. Bærinn var að mestu úr timbri, og torfi, og eldinum því auðveld bráð. Innbú var vátryggt, Framhald á 14. síðu. Sl. laugardag lentf þyrla Landhelgisgæzlunnar á Landsspítalalóðinni með sjúkling utan af landi. Þyrlan hef- ur nokkrum sinnum sótt sjúkling og lent svo að segja við spítaladyrnar. Ljósm.: Tfmlnn GB MEÐVTKUDAGUR 13. aiprfl 1966 Slys, rán og innbrot SJ-Reykjavík, þriðjudag. Á föstudaginn langa kl. rúmiega 2 varð sex ára telpa, Kristjana Mjöll Sigurðardóttir, Meistaravöll um 13, fyrir bifreið á Kapla- skjólsvegi. Stúlfcan hlaut höfuð- högg og var flutt á Landakot. Meiðsli hennar eru ekki talin mjög alvarleg. Á laugardaginn varð það slys í strætisvagni á Hverfisgötu á móts við Hlemmtorg, að 11 ára stúlka, sem var á leið út úr vagn- inum, féll fram fyrir sig er vagn- Stjórinn stöðvaði bílinn. stúlkan rakst á járnslá og hlaut skurð á neðri vör og tennur brotnuðu. Stúlkan var flutt á Slysavarðstof- una og síðan á Landspítalann. Á skírdag féll ölvaður maður á 50-60 MANNS GENGU Á VINDHEIMAJÖKUL HS-Akureyri, þriðjudag. Um páskana var mjög gott veð- ur á Akureyri og fór mikill fjöldi fól-ks á skíði og í göngu- ferðir í HlíðarijaUi. Hóteiið var svo til fullt af gestum úr Reykj- vík og hafa aldrei áður komið jafn margir aðfcomumenn til dval- ar þar. Um 50—60 manns gengu á Strýtu á Vindheimajökli og skrif- uðu nafn sitt í bók sem þar er geymd. Þá gekk fjöldi fólks upp á Hlíðarfjall, ungir'sem aldnir. Á 2. í páskum var leikritið, „Bærinn okk-ar“ frumsýnt í Sam- komuhúsi Akureyrar við mikinn fögnuð leikhúsgesta. Sýningar á leikritinu hefjast kl. 8, en ekki 8.30 eins og skýrt var frá í Tím- anum. GEIMFERÐIR KYNNT- AR í KVÖLD GB-Rey-kjavík, þriðjudag. Á fjórða menntakvöldi Upplýs- ingaþjónustu Bandaríkjanna, sem haldið verður á morgun, miðviku- dag, klukkan 20.45 síðdegis í Am- eríska bókasafninu í Bændahöll- inni, verður fluttur fyrirlestur og sýndar myndir í tilefni væntan- legs Gemini-Appollo geimskots. Verður rakin saga Gemini-geim- skotanna frá byrjun 1. apríl 1964. Að íyrirlestri loknum verður sýnd ný kvikmynd, sem Upplýsinga- þjónustan hefur látið gera fyrir sjónvarp og nefnist hún „Geim- flug Gemini áttunda,“ sýnir, er Gemini 8. og Agena mættust úti í geimnum, og tekur 28 mínútur að sýna þá mynd. tröppum hússins Smorrabraut 30 og við fallið brotnaiði vínfl-aska er hann hafði í rassvasanum. Maður- inn, sem er háseti á Þorkeli Mána, skarst illa á baki og var farið með hann í Slysavarðstof- una. Aðfaranótt föstudagsins langa var manni, sem var á gangi við Borgartún, þröngvað inn í bdl, sem í voru fimm menn. Maður- inn fór skömmu síðar úr bílnum, en saknaði þá peningaveskis og kærði h-ann ránið til lögreglunn- ar. Sömu nótt v-ar ofurölva maður, er lá á Suðurgötu, rændur. Lög- reglan hafði upp á þeim er ránið framdi og var hann ódrukkinn. Á föstudaginn 1-aniga valt bif- reiðin R-16734 á móts við Hraun- teig 23. Ökumaðurinn hafði ver- ið eltingarleik, ekið norður Reykja veg, en þegar hann beygði inn á Framhald á 14. síðu. Óvenjuleg helgi stund í Þingeyr- arkirkju SE-Þingeyri, þriðjudag. Á föstudaginn langa M. 9 var haldin helgistund í Þing eyrarkirkju með óvenjulegu sniði. í byrjun var leikið forspil á orgel við sálminn „Ég kveiki á kertum mfn- um“ eftir Davíð Stefánsson og jafnframt var kveikt á sjö kertum fyrir framan kross, sem hafði verið sett- ur upp við altarið af þessu ti-lefni. Þá lásu tvær konur ljóð, sem Guðmundur Ingi Kristjánsson hafði þýtt úr ensku. Næst var sunginn sálmtirinn „Ó, höfuð dreyra drifið“ og því næst. lásu sjö karlmenn sjö orð Krists á krossinum, en á milli var lesið úr píslarsögunni og presturinn las úr Passíu- sálmunum. Að lokum fóru allir kirkjugestir með Faðir vor- ið og presturinn flutti post- uliega feveðju. Helgistund- inni lauk með því að kirkju gestir sungu „Son guðs ertu með sanni“. Þessi helgistund mæltis-t mjög vel fyrir og var kirkj- an troðfull. Séra Lárus Guð mundsson tók efnið saman eftir enskri fyrirmynd. Þrennt slasast á skíöum braggi brann í Rvík SJ-Reykjavík, þriðjudag. Slökkviliðið átti rólega bæna daga að þessu sinni, það var að- eins kvatt út fjórum sinnum og var ekki um neina stórbruna að ræða. Á fimmtudagsnótt brann braggi nr. 5 við Bústaða- veg og fuðraði hann upp á ör- skömmum tíma. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Enginn bjó í þessum húsakynnum. Mikil-1 fjöldi fólks fór á skíði í nágrenni borgarinnar og þuriti sjúkrabifreið að fara þrisvar sinnum eftir slösuðu fólki. Á laugardaginn varð það slys í Jósefsdal, að Erlingur Jónsson, Álftröð 5, féll á skíð- um og skarst á hné. Á laugardaginn fél-1 banda- rísk stúlka, Cindy Hoover, á skíðum við Skíðaskálann í Hveradölum og slasaðist á höfði. Þriðja slysið gerðist einnig á laugardag er Sigurjón Sigurðs- son, forstjóri úr Reykjavík, hlaut opið fótbrot, er hann var á skíðum við KR-skálann í Skálafelli. Slökkviliðsmenn að störfum við braggann. (Tímamynd GE).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.