Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 11
MIÐVIKtTDAGUR 13. apríl 1966 TÍMINN VERÐIR 36 bregða sér í það gervi sem við á hverju sinni, svo sem að velja sér hæfilega tilkomumikið nafn og uppruna. Fyrst og fremst þurfa þeir þó að vera búnir stáltaugum. Tvo sómamenn af þessu tagi bar eitt sinn til indversku stórborgarinnar Bombay, en fjársvikaferill þeirra hófst í kyrr íátum, ríkmannlegum skrifstofmn ferðaskrifstofunnar Thomas Cook og Sons við Princess Street, fegurstu götu Edinborgar. í janúar 1952 kom Belgi nokkur, Vesale að nafni, þangað með kreditbréf, gefið út af National Bank of Commerce í Detroit, að upphæð 50.000 dollarar. Reyndir skrifstofumenn þessa gamla og gróna fyrirtækis sáu ekkert athugavert við plaggið, og smáupphæðir höfðu verið teknar út á það í ýmsum bönkum á meginlandi Evrópu. Vesale var að sjálf- sögðu beðinn að gera grein fyrir sér, og tók upp vegabréf gefið út í Brussel með stimpli enska útlendingaeftirlitsins frá 4. maí 1950. Vegabréfsnúmerið var skrásett og Vesale óskaði að taka út 5000 dollara. En sökum þess að dagurinn var almennur frídagur var sú fjárhæð ekki við höndina. Til þess að veita Vesale einhverja úrlausn var honum boðið að taka út í reikning 560 sterlingpund. Honum þótti þetta miður en sætti sig þó við það og lofaði að koma aftur næsta da§. Áður en hann fór minntist hann á að hafa skoðað sýningu Konunglega skozka myndlistarfélagsins, og kvaðst hafa í hyggju að kaupa nokkrar myndir fyrir hönd safnara á meg- inlandinu. Menn skeyfctu því lítt þó hann kæmi ekki næsta dag til að sækja eftirstöðvamar, en þegar nokkrir dagar liðu án þess að hann sýndi sig var farið til lögreglunnar. Brátt kom í Ijós að kreditbréfið var falsað og sömuleiðis allar uppáskriftir á því. Enn merkilegra var að útlendingaeftir- litið fann hvergi skráðan stafkrók um komu neins Vesale til Englands. Fyrirspura til lögreglunnar í Brussel leiddi i ljón að þar kannaðist enginn við hann, en númerið á vegabréf- inu var það sama og á vegabréfi strangheiðarlegs kaup- sýslumanns sem enginn grunaði um neitt misjafnt. Lögregl- an varð því að láta við það sitja að skrá lýsingu á Vesale, sem talinn var útlendingur af Gyðingaættum, ef til vill þýzk TOM TULLETT ur, á að gizka hálffimmtugur, 170 sentimetrar á hæð og gild- vaxinn. Lýsingin á við svo mikinn fjölda manna að enginn veitti þvi neina sérstaka athygli þegar Maximilian Cronffort skráði sig síðar í mánuðinum í gestabók Gresham hótelsins í Dublin. Næsta dag ferðaðist hann til Belfast og framvísaði kredit- bréfi í Belfast Banking Corporation. í þetta skipti hljóðaði það á 46.000 dollara, sem greiða skyldi Maximilian E. Cronf- fort frá fyrirtækinu Bierman og Co., og var gefið út af úti- búi National City Bank of New York í Lima, höfuðborg Perú. Plaggið virtist á engan hátt grunsamlegt og var árit- að í ýmsum evrópskum bönkum. Cronffort voru greidd 1000 steriingspund. Upp frá því hafði hann hraðan á. Tveim dög- um síðar tók hann út á sama kreditbréf 1600 steriingpund í dollurum í Royal Bank of Ireland í Dublin, og kom svo hinn rólegasti aftur til Belfast Banking Corporation og sótti 3640 sterlingspund. í samræðum við bankagjaldkera sem afgreiddu hann, lét hann þess getið að þótt hann byggi í Lima í Perú væri hann fæddur í Sviss. Næsta dag gekk maður sem var ná- kvæmlega eins í útliti út úr skrifstofu American Express Co. við Haymarket í London eftir að hafa skipt þar 980 pundum í írskum seðlum. Hann kvaðst heita Paul Roth og sýndi svissneskt vegabréf. Allir þessir bankar komust brátt að raun um að svikið hafði verið út úr þeim fé, en þótt ekki væru liðnir nema fáir dagar var Vesale, öðru nafni Maximilian Cronfforth, öðru nafni Paul Roth, gersamlega horfinn með 7000 sterlings- pundin sem hann hafði haft upp úr krafsinu. Málið varð enn flóknara fyrir þá sök að útlendingaeftirlitið fullyrti að enginn maður sem bæri nokkurt þessara nafna hefði nokkru sinni komið til Englands né yfirgefið landið. Af því mátti ráða að hann hefði einnig enskt vegabréf í fór- um sínum, og augljóst var orðið að starfandi var í Evrópu og Ameríku flokkur snjallra, alþjóðlegra falsara, sem fær var um að búa til kreditbréf og vegabréf hvaða ríkis sem þeim sýndist. -.sie, Þótt Alþjóðalögreglan léti út ganga nákvæma lýs- ingu á manni þessum og frásögn af athæfi hans, fréttist ekkert af honum fyrr en í júlímánuði sama ár. Meðal far- UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENON ætlum að skreppa niður á stöð. Albert virtist ekki skilja. — Og hvað með barinn? Ég get ekki skilið við hann svona ... — Hefurðu enga lykla? — Hvað viljið þið mér? Ég hef sagt allt, sem ég veit. — Eigum við að beita valdi til að fá þig með? — Nei, nú kem ég. En ... Hann sat i aftursætinu í litla bílnum, og sagði ekki orð, meðan þeir óku. Hann sat og starði fram fyrir sig eins og hann væri að reyna að átta sig á gangi mála. Janvier sagði ekki orð. Maigret reykti þögull. — Upp með þig! Hann lét Albert ganga á undan sér inn á skrifstofuna. f áheyrn hans spurði han*' Janvier: — Hvað er fclukkan í Wa^hing ton? — Það hlýtur að vera um átta að morgni. — Hringdu í FBI. Það hlýtur að taka klukkutíma jafnvel með forgangshraði. Hann fór rólega úr frakkanum og hengdi hann upp. — Þú skalt fara úr frakkanum. ú verður hér fvrs* u»i sinn. —Þér hafið enn ekki sagt mér hvers vegna____ — Hvað varstu lengi á skrif- stofunni minni, þegar við röbbuð- um saman um gullstengurnar? Albert þurfti ekki lengi að rifja það upp fyrir sér. — Fjóra tíma. — Tókstu ekki eftir neinu í þriðjudagsbalðinu? — Mynd af ungu stúlkunni? — Þar var líka mynd af þrem ur harðsoðnum náungum, „múr- brjótunum." Klukkan var þrjú um nótt, þegar þeir játuðu. Veiztu hvað þeir voru búnir að vera lengi hér inni? Þrjátiu klukkutíma, Þrjá tíu. Maigret settist við skrifborðið og raðaði upp pípunum sínum. — Þú kaust heldur að ljúka því af á fjórum tímum. Við höfum nógan tíma. Hann hringdi í Brass iere Dauphine. — Hér er Maigret. Sendið mér samlokur og bjór. Handa hvað mörgum . . .? Hann minntist þess að Janvier var ekkert farinn að borða. — Handa tveimur. Já al- veg á stundinni. Fjögur ölglös auðvitað. Hann kveikti í pípunni og gekk að glugganum og leit út yfir ys og þys götunnar. Bak við hann kveikti Albert skjálfhentur í sígarettu Hann var alvarlegur á svip eins og maður sem vegur líkurnar með og móti. — Hvað er það, sem þér viljið vita? spurði hann loks. — Allt. — Ég hef sagt yður sannleik- ann. — NeL Maigret sneri sér ekki við til að horfa á hann. Hann virtist á svipinn eins og maður, sem hefur ekkert þarfara við tímann að gera en bíða meðan hann reykti píp- una sína. Albert þagnaði á nýjan leik. Hann þagði svo lengi að þjónn- inn frá Brassiere, Dauphine fékk tóm til að koma með bakkann sinn, sem hann skildi eftir á borð- inu. Maigret gekk til og opnaði dyrn ar að borðstofunni og kallaði á Janvier. Janvier sagðist fá sam- band eftir 20 mínútur. — Fáðu þér að borða og drekka. Það er nóg handa okkur báðum. Hann benti honum á að taka ölið og samlokurnar með sér inn. Sjálfur settist hann og fór að borða. Nú var hlutverkunum skipt. í Pickwicks Bar hafði það verið Albert, sem sat og át við barborð ið sitt M virtist hafa gleymt til visi )g borðaði í ró og næði. Han yfir ýmis skjöl á borð- inu hugar í virðist mjög viss i yðar sök. ..u í Maigret kinkaði kolli með full- an munninn. — Þér haldið að ég bíti á agn ið? Maigret yppti öxlum eins og honum væri rétt sama. — Hvers vegna sögðuð þér Lurði að koma heim aftur? Maigret brosti. Albert missti alla stjórn á sér, henti sígarettunni á gólfið og traðkaði á henni, sótbölvandi og ragnandi. Það var rétt að hann gat tollað í stólnum. Hann reis upp, gekk að glugganum, þrýsti andlitinu að rúðunni og horíði á umferðina. Þegar hann sneri sér við hafði hann tekið ákvörðun. Óstyrkur hans vár horfinn og slaknað á vöðvunum. Án þess honum væri boðið skellti hann í sig slurk úr bjórglasinu, þurrkaði sér um munninn og gekk aftur í sæti sitt. Það var síðasta þrjózkutáknið. Hann vildi halda virðingu sinnL — Hvernig gizkuðuð þér á það. Maigret svaraði rólegur: — Ég gizkaði ekki á neitt. Ég vissi það strax. Níundi kafli. Hér segir frá þvi hvernig stigi getur gegnt mikilvægu hlutverki og taska enn mikilvægara hlut- verki. Maigret tottaði pípuna Og horfði þögull á manninn, sem sat gegnt honum. Maður skyldi ætla að þessi þögn væri þrauthugsuð eins og hjá leikara, en sú var þó ekki raunin. Hann sá tæpast andlit barþjónsins. Það var Louise Lab- oine. sem hann var að hugsa um Allan þann tíma. sem hann hafði setið þögull á Pickwick-barnum, meðan Janvier var niðri að _____________________________n hringja, hafði hann reynt að sjá hana ljóslifandi fyrir hugskotssjón um sínum koma inn á barinn sneisafullan af gestum í útjöskuð- um samkvæmiskjól og flauelslá, sem ekki hæfði henni. — Sjáðu til, við fyrstu sýn er sagan þín pottþétt og hefði ég ekki þekkt ungu stúlkuna, hefði ég áreiðanlega trúað henni eins og nýju neti. Forviða spurði Albert ósjálfrátt. — Þekktuð þér hana? — Ég hef smám saman kynzt henni mjög náið. Meðan hann talaði sá hann hana jafnvel fyrir sér, þar sem hún faldi sig undir rúminu hjá fröken Poré og seinna í rifrildi við Janine í íbúð þeirra í Rue de Ponthieu. Hann fylgdi henni í kalt og óvistlegt súðarherbergi í Rue d'Aboukir og búðina, þar sem hún stóð úti fyrir dyrum og seldi vörur á útsölu í hraglanda og hríð. Hann sá hana fyrir sér ganga inn á Maxim, eins og hann sá hana smjúga meðal gestana á Romeo mánuði seinna. ÚTVARPIÐ MiSvikudagur 13. april 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hi- degisútvarp. 13.00 Við, sem heima sitjum. Rósa Gestsdóttir les Minningar Hortensu Hollandsdrottning.ir. 15.00 'Miðdegisútvarp. 16.30 Síð degisútvarp. 17.20 Framburðar- kennsla í esperanto og spænsku. 17.40 Þingfréttir. 18.00 Út^arps saga barnanna: „Tamar og Tóta"* eftir Berit Brænne. Sigurður Gunnarsson les eigin þýðingn (8) 18.30 Tónleikar. 19.20 Veðurfregn ir. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál. Árni Böðvarsson fiytur þátt inn. 20.05 Efst á baugi. Björgvin Guðmundsson og Björn Jóhanns son tala Um erl. málefnl. 20 35 Raddir lækna. Tómas Jónasson talar um magasár. 21.00 Lög unga fólksins. Gerður Guðmunds dóttir kynnir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 „Að heiman'' smásaga eftir Emest Homing- way. Jón Aðils leikari Ies. 22.30 Jónas Tómasson tónskáld á fsa- firði 85 ára. 23.40 agskrárlok. fimmtudagur 14. april. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp. 13.00 Á frivaktinni. Eydís Eyþórsdóttir stjórnár óska lagaþætti fyrir sjómenn 14.40 Við, sem heima sitjum. Margrét Bjamason talar um Clöru ocbu mann. 15.00 Miðdegisútvarp. 16. 30 Siðdegisútvarp 17.40 Þing- fréttir 18.00 Segðu mér sögu. 18.30 Tónleikar. 19.20 Veðurfregn ir. 19.30 Fréttir. 20.00 aglegt mal. Árni Böðvarsson talar 20.05 Gest ur 1 útvarpssal: Fredell Lack fiðluleikarl frá Bandaríklunum og Ámi Kristjánsson píanóleikari flytja Fiðlusónötu nr. 2 i A-dúr op. 100 eftir Brahms. 20.25 Sælir eru hógværir“ Grétar Fells nt- höfundur flytur erindl. 20.50 AI- þýðukórinn syngur. Söngstjóri dr. Hailgrimur Helgason. 21.10 Bókaspjall Njörður P. Njarðvik cand. mag fjallar um „ægradvó!“ Benedikts Gröndals með tvelmur öðrum bókmenntamönum. ‘>1.45 „Tili Eulenspiegel" — UgHispeg ill — tónaljóð op. 28 eftir Richard Strauss. 22.00 Fróttir og veður fregnir. 22.15 „Heljarslóðarci-- usta“ eftir Benedikt Gröndal. Láy us Pálsson leikari les <10) >2.$á jassþáttur Ólafur Stephensm kynnir 23.05 Bridgeþáttur gai! ur Simonarson flytur. 23.30 Dsy skrárloik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.