Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 13. april 1966 _________________TÍMINN_________________________________ 5 i— Ciwlwtt — Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. FuHtrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur I Eddu- búsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 ASrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán lnnanlands — f laasasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Framlboðslisti Framsóknarflokksins við borgarstjórnar- kosnmgamar í Reykjavík, sem fara fram í næsta mánuði, var birtur hér í blaðinu síðastl. fimmtudag, en hann var samþyMctur einróma á fundi fulltrúaráðs Framsóknarfé- lagaima fyrra mánudag. Það er sízt ofmælt, að framboðslisti þessi hefur hlotið hinar beztu móttökur, og jafnt samherjar og andstæð- ingar verið sammála úm, að hann væri vel skipaður. Efstu sæti listans skipa núv. borgarfulltrúar Fram- sóknarflokksins, Einar Ágústsson, bankastjóri og Krist- ján Benediktsson, kennari. Þeir hafa unnið sér mikið álit sem borgarfulltrúar með jákvæðum tillöguflutningi og málflutningi 1 borgarstjórninni. Það er þannig örugg reynsla fyrir því, að þeir skipa vel sæti sín í borgar- stjóminni, enda báðir viðurkenndir í fremstu röð yngri manna, sem nú fást við stjórnmál. Það hefur bætt veru- lega aðstöðu þeirra Einars og Kristjáns, að þeir hafa til skiptis átt sæti í borgarráði og þannig öðlazt miklu meiri þekkingu á rekstri og högum borgarinnar en seta í borgarstjórn getur veitt. Þessa aðstöðu hafa þeir hlotið vegna þess að flokknum tókst að bæta við borgarfull- trúa í seinustu borgarstjórnarkosningum, en fullkom- lega er sæti flokksins í borgarráði þó ekki tryggt fyrr en hann hefur þrjá borgarfulltrúa. Þriðja sætið á listanum skipar frú Sigríður Thorlacius, sem er landsþekkt fyrir snjallar blaðagreinar og útvarps- efni. Frú Sigríður Thorlacius hefur aflað sér mikillar þekkingar á sérmálum kvenna og uppeldismálum, og mun sú þekking koma henni að góðum notum í borg- arstjóminni. Reykvískar konur munu eignast góðan full- trúa 1 borganitjórn, þar sem Sigríður Thorlacius er. Fjórði maður á listanum er Óðinn Rögnvaldsson, prent- ari. Þótt hann sé enn ungur að árum hefur hann haft riáin afskipti af málum launþega og unnið sér mikla tiltrú á þeim vettvangi. Hann hefur átt sæti í stjórn Al- þýðusambands íslands um sex ára skeið og hefur því öðlazt raunhæfa þekkingu á málum launþega, ekki s.ízt iðnaðarmanna. Hann mun reynast málum þeirra traustur fulltrúi í borgarstjórninni. Fimmti maður er Guðmundur Gunnarsson, verkfræð- ingur, sem nýtur mikils trausts á sínu sviði, en mörg mál- efni bæjarins em þannig vaxin, að þörf er góðrar verk- fræðiþekkingar við athugun þeirra í borgarstjórn. Sjötti maðurinn á listanum er Gunnar Bjarnason, leikmynda- teiknari, sem getið hefur sér gott orð á því sviði og lætur sig málefni listamanna miklu varða. Þannig mætti halda áfram að nefna þá, sem skipa list- ann og sýna fram á, að hér er ekki aðeins um mannval að ræða, heldur hefur og verið kostað kapps um að hafa valið ekki einhliða, heldur að sem flest sjónarmið geti notið sín. Þeirri venju mun haldið, að efstu menn list- ans, aðalfulltrúar og varafulltrúar, beri sem oftast ráð sín saman og móti hina sameiginlegu stefnu í borgar- stjóminni. Óhætt má fullyrða, að þessi sæti eru þannig skipuð á lista Framsóknarflokskins, að tryggt verður gott og jákvætt framlag hans til stjórnarinnar á höfuð- borginni á komandi kjörtímabili. Vissulega skiptir það miklu, að stefnan sé rétt og barizt sé fyrir góðum málum. Hitt skiptir þó ekki minna, að traust og gott forustulið vinni að því að bera fram stefnuna. Það er ekkert oflof, þótt sagt sé, að framboðs- listi Framsóknarflokksins við borgarstiómarkosningarn- ar í Reykjavík fullnægi fyllstu kröfum í þeim efnum. Mannval Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Samskipti Bandaríkjanna og Mexikó eru til fyrirmyndar Coolidge sýndi mikil hyggindi í samningum við Mexíkó ÉG dvaldi fyrir skömmu hálf an mánuð í Mexíkó, en þangað kom ég síðast fyrir 40 árum. Þá hafði mexíkanska byltingin staðið yfir í um það bil fimmt án ár. Bandaríkjamenn höfðu ráðizt tvisvar inn í landið, ann að skiptið af sjó, frá Vera Crus, til þess að hefna móðg unar, sem fánanum hafði verið sýnd, en hitt skiptið á landi. Það var einnig refsileiðangur, undir stjóm Pershings hers- höfðingja, til þess að leita skæruliðsforingjans Panchro Villa, en hann virtist ekki greinanlegur frá glæpamanni, sem hafði ráðizt inn í Columb us í New Mexíkó og drepið notokra Bandaríkjamenn. Á árunum upp úr 1920 var mikil ábugi fyrir því hér í Bandaríkjunum að hernema Mexíkó og binda endi á bylt inguna. Þetta var blóðug bylt ing, hryðjuverk, fyrirsátir, skæruárásir, mannrán og af- tökur daglegt brauð, ránsferðir voru farnar, íkveikjuleiðangrar, nunnum nauðgað, kirkjur rænd ar og eyðilagðar. Þessi bylting var stéttastríð gegn lands- drottnunum, bæði mexíkönsk- ; um og erlendum, erlend fyrir tæki voru tekin eignarnámi, svo og olíu- og námuréttindi. Ofan á þetta allt saman voru Mexíkanar á bandi Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni og . sakaðir um samsæri með Þýzkalandskeisara um að ná undir sig suð-vestur fylkjum Bandaríkjanna ef Þjóðverjar bæru sigur úr býtum í styrjöld inni. MJÖG freistandi var fyrir Bandaríkj amenn að grípa í taumana og mjög svo öflugir viðskiptaaðilar og kirkjuleiðtog ar kröfðust afskipta. Samt sem áður hélt ríkisstjórn Banda ríkjanna að sér höndum, ef frá er talin innrásin við Vera Crus og leiðangur Pershings hershöfðingja, og gerði enga tilraun til að hemema Mexikó eða stjórna því, en talið var, að til þessa þyrfti hálfa milljón manna. Þegar Bandaríkin gerð ust þátttakendur í stríðinu í Evrópu 1916 kom innrás auð- vitað ekki til greina. En um miðjan þriðja tug aldarinnar vorum við lausir allra mála þar og mjög mikill fjöldi þjálf aðra hermanna til taks. Á þessum árum sat Calvin Coolidge á forsetastóli. Hann gerði eMri á nokkurn hátt til- kall til mikilmennsku, en '’ar aftur á móti gæddur hinum mikla mannkosti lítillætinu, og var auk þess heppinn. Hann var sérstaklega heppinn í því, að Dwight Morrow var aðalráð gjafi hans, fornvinur og skóla félagi frá Amherst College. Morrow var lögfræðingur, hafði mikinp áhuga og mikla þekk ingu á enskri stjórnmálasögu og var meðeigandi í fyrirtæk- inu J. P. Morgan & Co. Dwight Morrow’ sannfærði Cooligde um að rétt væri að forðast ínnrás og reyna að ná sáttum við byltingarmenn í Mexíkó. For setinn gerði Morrow að sendi herra sínum í Mexíkó. Skömmu síðar bauð Morrow mér að koma og dvelja hjá sér í Mexíco City. Þar dvaldi ég um tíma og fylgdist með samning um hans við Plutarco Calles hershöfðingja, forseta bylting armanna, um margvísleg vanda mál í sambandi við umráðarétt á olíulindum, námum og landi. í hjáverkum tók Morrow til meðferðar deilurnar milli bylt ingarmanna og kaþólsku kirkj unnar og naut við það aðstoðar Vatikansins. Morrow vildi sýna mexí- könsku ríkisstjórninni vináttu vott og tókst að fá Lindberg til að fljúga flugvél sinni til Mexíco City, en Morrow var fjárhagslegur ráðunautur Lind bergs um þetta leyti. Honum datt þá ekki í hug, að Lindberg gengi að eiga dóttur hans eft- ir þessa heimsókn. ÞEGAR ég kom aftur til Mexíkó um daginn gat ég ekki varizt þeirri hugsun að líta á ríkið sem minnisvarða vitur- leika og hógværðar stjórnenda mi'kils stórveldis, sem staðizt höfðu alla freistni til áleitni. Samningarnir, sem Coolidge og Morrow gerðu við mexíkönsíku byltingarstjórnina, hafa borið ríkulegan ávöxt. Landið var þá flakandi í sárum vegna of- beldis og óreiðu, en er nú merkilegt dæmi um stöðugleika og framtakssemi, sem gætir í öllu efnahagslífi í Mexíkó. Flokikurinn, sem fer með völd í Mexfkó, á rætur að rekja beint til byltingarleiðtog anna Madero. Caranza, Obreg on og Calles. og ekki verður annað séð en að fullur friður ríki þar innan lands. Gjaldoyr ir landsins (pesol hefir verið stöðugur í 12 ár og te.Ist nú — eða er að minnsta kosti mjög nærri því að teljast — meðal hins „harða“ gjaldeyris í þeim hluta heims, sem ekki lýtur kommúnistum. Mexíkó á að vísu langt í land með að sigrast á hinum algenga og erfiða vanda fátæktar í sveitahéruð unum, en iðnaðarframfarimar í landinu eru stórkostlegar. Mestur hagur er ‘þó íyrir okkur Bandaríkjamenn að eiga þarna að nágranna öflugt ríki, sem er í senn sjálfstætt og vinveitt okkur. Þetta kann að hafa mikil áhrif í Mið-Afríku, eða meðfram ströndum Caribb ía'hafsins frá Texas til Pan- ama. TILVERA jafn öflugs og trausts rómansks ríkis og Mexíkó opnar möguleika á samúð og samtökum á svæði, þar sem Bandaríkjamenn hljóta að teljast hafa mikilla og brýnna hagsmuna að gæta. Þetta kæmi greinilega í Ijós ef um væri að ræða hernaðarlega innrás framandi stórveldis. Sumir Mexfkanar halda, að ef vill sé þess ekki langt að bíða að áhrifa í þessa átt fari að gæta milli Kubu og ríkj anna á meginlandi Mið-Am- eríku. Eins og kunnugt er hefir Mexíkó aldrei rofið sambandið við Kúbu og flugsamgöngum er haldið uppi milli Mexíco City og Havana. Mexíkómenn hafa strangt eftirlit með þessum sam göngum, en leiðinni er haldið opinni vegna opinberra sam skipta. Mexíkómenn segjast vera að varðveita „brú“, og þeir segja ennfremur, að þess sjáist aukin merki, að Castro sé farinn að gerast örvœnting arfullur, en stjórn hans hefir gengið erfiðlega. Ef Castro væri sviftur þeirri aðstoð, sem felst í því að vera umkringdur óvinum, segja Mexíkómenn, og yrði að horf ast ótruflaður i augu við þjóð sína, myndum við sennilega komast að raun um að Kúbu menn séu teknir að þreytast á honum. Og við höldum „brúnni* opinni, segja Mexíkómenn, Og við vonum, að þið Bandaríkja menn skiljið, hvers vegna við gerum það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.