Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. apríl 1966 ur yfirmaður MVD, og hafði það hlutverk, að fá læknana til þess að „játa“ hvað svo serai það kostaði. En allt í einu hættu Gyðingaofsóknirrwr, 24. eða 25. febrúar — annað hvort vegna þess að Ignatjev taldi það réttast eða vegna þess, að hann fókk sikipun um að hæcta. Sennilega hefur Stalín verið ýtt út úr spilinu einhvern tíma um þetta leyti. Og þesisi tími, 24. febrúar til 5. marz, er al- gjört tómarúm. Allir voru hræddir Hafi hann verið drepinn, hver gerði það þá? Á því augna blild, þegar Stalín lézt mitt í Gyðingaofsóknunum, gátu all- ir leiðtogamir óttast um líf sltt. Líti maður á lista yfir meðlimi æðsta ráðsins, kemur í ljós, að þeir áttu allir til Gyðinga að telja, eða voru tengdir Gyðingum á einn eða annan hátt: einn var kvæntur Gyðingakonu, annar hafði Gyð inga að einkariturum, sá þriðji hafði mörgum sinum varið Gyðinga. Margt bendir til þess, að þeir hafi af sjálfsbjargarhvöt- inni einni, orðið sammála um á þessari stundu að ryðja yrði Stalín úr vegi. En þeir gátu ekM komið sér saman um, hver skyldi verða hinn nýi leiðtogi, og ekki voru þeir heldur viss- ir um, hver áhrif dauði Stalíns myndi hafa á þjóðina. Þeir urðu að vinna tíma, tíma til þess að flytja MVD-sveitir til Moskvu, tíma til þess að Beria og Malenkov gætu komið sér saman um, hver sfcyldi verða „arftakinn“. Þeir höfðu heppn ima með sér, í því tilliti, að menn hugsuðu um bessar mundir mest um kosningarnar, því verið var að kjósa f ráð stjórnir hinna einstöku hér aða og borga, en þegar tilkynn ingin kom, 4. marz, um að Stalín hafði verið einróma kjör inn leiðtogi ráðstjórnarinnar í Moskvu, og ljóst var, að iiann yrði að koma fram opinberlega, hann yrði kvikmyndaður og myndaður í bak og fyrir, varð eitthvað að gerast, og það í skyndi. Stalín hlaut að hafa dáið löngu áður — og þegar varð að semja hina op- inberu tilkynningu og lækna skýrslumar, fengu menn nóg um að hugsa, enda bera þær það báðar með sér. Frásagnir um dauðs- fallið Til eru fjórar eða fhnm út- gáfur af því, hvernig Stalin lézt, og eru þær hafðar eftir Krushchev, dóttur Stalíns, Svet lönu, og Ponomarenku, amh- assador Sovétríkjanna í Varsjá. Samkvæmt frásögn Krushcrevs kallaði Iífvörðurinn meðlimi æðstaráðsins til landseturs Stal íns, þar sem „við sáum Stalín liggjandi á jörðinni, klæddan marskálksbúningi sínum. Allir ruddust fram til þess að geta séð betur, og svo heyrðist Ber- ia hrópa — Harðstjórinn er dáinn — dáinn — dáinn. Ég veit ekki, hvað það var, sem fékk mig til þess að lcrjúma á kné, hélt Krushchev áfram — en allt í einu sá ég, að augu hans voru galopin — það voru ekki augu dauðs manns. held ur hins lifandi Stalíns Ég stökk á fætur og færði mig aft ur á bak. Þeir hinir, sem stóðu fyrir aftan mig skildu hvern- ig á stóð, og færðu sig líka, og út um dyrnar. Ég flýði og þeir með. 'Aðeins einn maður varð eftir, landi Stalíns, yfirmaður lögreglunnar, sem menn óttuð ust svo mjög, Beria. Beria kom upp um sig Með þessu er gefið í sikyn — og það var líka meiningin — Beria hefði gert út af við Stal in. Því hann hafði komið upp um sig. í lýsingu Ponomarenk- os, sem var enn áhrifameiri (og þar á Stalín að hafa dottið nið ur á fundi æðlsta ráðsins í Kreml), á hinn skelfilegi Ber ia að hafa kastað sér á gólfið, eftir að hann uppgötvaði, að Stalín var ekki dáinn, og hróp að: — Kæri Josef Vissariono- vich, fyrirgefðu mér! Þú veizt, hversu trúfastur ég hef alltaf verið, gagnvart þér. Trúðu mér. það mun ég verða framvegis. Fyringefðu mér . . . f mörgum lýsinganna er vitn að í orð læknanna, sem kallað ir voru til, en þeir eiga að hafa sagt, að Stalín hefði mátt bjarga, ef kallað hefði verið á læíknana fyrr. Síðan á Krushc hev — en þesisi orð eru ekki í hans útgáfu af sögunni — að hafa sagt: — f kvöld grefur músin köttinn . . . Kæfður á fundinum Einnig má finna margar út- gáfur af sögunni um dauða Ber ia, aðeins fjórum mánuðum síð ar, þegar valdabaráttan hafði þegar staðið nofekurn tíma. Samfcvæmt einni útgáfu sög- unnar, sem sögð var ítalska kommúnistanum Eugenio Reale, var Beria ginntur til þess að koma á fund í æðsta ráðinu — eftir að leiðtogamir höfðu svo mánuðum skipti verði að boma sér tryiggilega fyrir í flokksráðsbyggingunni, í utanríkisráðuneytinu og svo framvegis undir vernd tryggra fylgismanna sinna — og þeg ar svo Beria uppgötvaði sér til skelfingar, að hann hafði gengið í gildru, greip hann til byssu sinnar, en þá böistuðu Konjev, Moskolenko, Mikoyan og Malenkov sér yfir hann og kyrktu hann með berum hönd um . . . Kannski morðingi Stalíns hafði þannig verið drepinn, — kannski hinir raunverulegu morðingjar hans hafi drepið þann mann, sem, vegna þekk ingar sinnar, og lögregluliðs, var þeim hættulegur. Öllu þessu er enn ósvarað — einnig í bók Paynes. Aðeins eitt virðist öruggt.: Stalin lézt efcki á þeim tíma, og á þann rátt, sem opinberlega var til- kynnt. TÍMINN 9 Einar Sigurðsson bóndi Stórafjalli Hinn 31. marz andaðist Einar Sigurðsson að heimili sínu Stóra- fjalli í Borgarhreppi, eftir þung- an sjúkdóm. Foreldrar Einars voru Sigurður Magnússon Björnssonar á Lamba- stöðum á Mýrum, og konu hans Guðrúnar Sigurðardóttur frá Hofs stöðum í Stafholtstungum, Einars sonar, en móðir hennar var Krist rún Einarsdóttir í Múlakoti, Snorrasonar prests að Húsafelli, Björnssonar. Móðir Einars var Guðrún Tómasdóttir Eiríkssonar að Ketilsstöðum í Hörðudal. Foreldrar Einars hófu búskap á Ketilsstöðum 1889 og litlu síðar fluttu þau að Hólmlátri á Skóg- arströnd, en fluttu að Svignaskarði í Borgarhrepp árið 1895, bjuggu þar til ársins 1903 en fluttu þá að Stórafjalli í sömu sveit og keyptu þá jörð, og bjuggu þar síð- an. Einar var fæddur 30. marz 1890 að Ketilsstöðum, en flutti ásamt foreldrum sínum að Svignaskarði og síðar að Stórafjalli. Systkipi Einars eru: Magnús, lögregluvarðstjóri, Reykjavík, Guðrún, var verzlunar mær í Reykjavík, en er látin, Sig ríður, var gift Tómasi Jónassyni bónda í Sólheimatungu sem er látinn. Einar stundaði nám í Fiens- borgarskólanum í Hafnarfirði og lauk þaðan burtfararprófi. Árið 1919 kvæntist Einax eft- irlifandi konu sinni Hólmfriði Jónsdóttur frá Ölvaldsstöðum í Borgarhrepp, og hófu þau búskap á Stórafjalli sama ár og bjuggu þar síðan við mikla rausn og skörungsskap. Stórafjall var landmikil jörð en slægjurýr á forna vísu áður en ræktun hófst, en beitiland gott, og talin með beztu sauðfjárjörðum. Einar gerðist brátt hagsýnn og gildur bóndi, snyrtimenni í allri umgengni, fór vel með allar skepnur og hafði því gagnsamt bú. Hann fylgdist af áhuga með öll- um nýjungum í búskap, sem á öðrum sviðum, var einlægur sam- vinnumaður og stuðningsmaður allra félagslegra umbóta. Fyrir 12 árum hófst Einar handa um stórfelldar umbætur á jörð sinni, færði öll hús jarðar- innar á hagkvæmari stað í land- areigninni, þar sem ræktunarskil- yrði voru betri og styttri leið á þjóðveg, ennfremur aðstaða til að fá rafmagna. Það er mikið átak að byggja frá grunni íbúðarhús, stórt og vandað, fjós yfir 20 gripi, fjár- hús yfir 400 fjár ásamt stórum og vönduðum heygeymslum, ræsa fram tugi hektara lands og rækta, ennfremur girða allt land jarðar- innar með fjárheldri girðingu. Kom hér að góðu haldi greind og framsýni Einars. Öll störf hugs uð vel áður en þau voru fram- kvæmd, og fjárhagsgrundvöllur tryggður. Framkvæmdir Einars hafa vakið athygli allra sem til þekkja, og mun ekki ofmælt að fá býli hafi tekið jafnmiklum stakka- skiptum á skömmum tíma, sem Stórafjall. Einar á Stórafjalli gegndi fjölda trúnaðarstarfa ásamt umfangsmikl um búskap. Hann var i hreppsnefnd Borg- arhrepps í 38 ár og hreppsnefnd- aroddviti mörg síðustu árin, en lét varaoddvita taka við störfum i september sl. en þá voru líkams- kraftar hans á þrotum, en and- lega óbilaður var hann sem ung- ur og alheill væri. Einar átti enn- fremur sæti í stjórn Búnaðarfé- lags Borgarhrepps um fjölda ára, í sóknarnefnd Stafholtskirkju, um skeið deildarstjóri Borgarhrepps- deildar við kaupfélag Borgfirð- inga og fulltrúi á aðalfundum K.B. og mætti á sýslufundum um skeið, formaður sjúkrasamlags Borgar- hrepps í mörg ár og allt til dauða- dags, í skólanefnd og eftir að skóli var byggður sameiginlega fyr ir alla Mýrarsýslu að Varmalandi, átti hann sæti í þeirri skóla- nefnd til æviloka. Dagsverk Einars á Stórafjalli er mikið. Við, sem þekktum dreng- lund hans og trúmennsku vissum að í höndfim hans var málum vel borgið. Reglusemi í opinberum störfum var viðurkennd, og sem dæmi má nefna að sjúklingar úr Borgarhrepp er þurftu að fá fyrir- greiðslu á spítölum var nóg að nefna Einar á Stórafjalli — aðra ábyrgð þurfti ekki, þeir höfðu þá reynslu af viðskiptum við hann, að þar brást ekki greiðsla. Slíkra > manna er gott að minnast, þeir eru sómi síns héraðs og horn- steinar okkar fámennau þjóðar. Einari og Hólmfríði varð 6 barna auðið, en eitt þeirra, Jón Ragnar dó 12 ára gamall, efnis- og greindar drengur og varð það foreldrum hans mikill harmur, en þrek þeirra og stilling voru þá Sem endranær óbilandi. Börn þeirra sem lifa, eru: Guðrún, kennari, gift Magnúsi Guðmundssyni, búsett i Grinda- vík, en munu flytjast að Stóra- fjalli í vor. Sigurður, er heima og hefur ávallt unnið a* búi með foreldrum sínum, ókvæntur. Tóm- as, kennari að menntun, er rann- sóknarlögregluþjón í Reykjavík, kvæntur Kristínu Stefánsdóttur. Ragnhildur, gift Óskari Guð- mundssyni frá Litlubrekku í Borg- arhrepp, búandi á Tungulæk í sömu sveit. Unnur ljósmóðir, gift Guðmundi Lárussyni húsasmíðameistara í Hafnarfirði og búsett þar Þetta er mannvænlegur barna- hópur. Þau nutu mikillar umönn- unar foreldra sinna í uppvexti og nutu góðrar menntunar. Samheldni barnanna og um- hyggja þeirra fyrir foreldrum sín- um birtist í hjálp systranna við fös»r ?in,- sjúkan. en þær skipt- ust á að hjúkra honum heima á Stórafjalli síðustu mánuðina, enda þótt þær hafi allar heimili og ung böm. Einar var hugsjónamaður, hann trúði á framtíð íslenzkra sveita, gladdist yfir framförum, og sýn« í verki hvað hægt er að gera, þar sem unnið er að af festu og fyr- irhyggju. Þá var Einar einn af traustustu og ákveðnustu stuðn- ingsmönnum skólamála héraðsins og áttl sæti í skólanefnd, sem áður greinir. Ég minnist þess ávallt með virð ingu þegar hann sjúkur sótti síð- ustu skólanefndarfundina og tók þátt í afgreiðlu vandasamra mála af þeirri festu og framsýni sem alheill væri, og sýnir þetta hvílík- ur þrekmaður Einar var. Rækbunarmál sveitanna voru hans hjartans mál. Hann vissi 'hvaða þýðingu það hafði fyrir landbúnaðinn að ræktun landsins ykist — hafði á unga aldri orðið sjáandi að heyleysi og jafnvel felli en hann sá þá ósk rætast, að slíkt endurtæki sig ekki. Einar var einn af fyrstu bænd- um, sem lét land til skógræktar, 30 hektara í fallegri hlíð og þar hafa verið gróðursettir í barrvíðir sem munu vaxa og vitna um fram farahug Einars á Stórafjalli, þeg- ar árin líða. Traustur var Einar í kynningu, greiðasamur og góðviljaður, vildi ávallt hjálpa þeim sem erfiðara áttu í lífsbaráttunni. Stórafjallsheimilið verður okkur ávallt minnisstætt sem þekktum það. Mér finnst að án slíkra heim ila mundi þjóðin missa hluta af sjálfu sér — þann hluta sem hún má sizt við að missa á tímum hraðans og óvissunnar. Á Stórafjallsheimilinu var reglu semi og vinna í heiðri höfð. Verk- leg og bókleg menning, húsbónd- inn bókhneigður og stálminnugur, átti einnig gott bókasafn. Gest- risni var mikil og ávallt opið hús fyrir öllum og veitt af frábærri rausn. Þar var gott að koma, og húsbóndinn ræðinn og gamansam- ur; tíminn var því oft fljótur að líða á heimili Stórafjallshjónanna. Einar og Hólmfríður voru sam- hent og öll stjórn á heimilinu til fyrirmyndar . Þegar veikindi Einars ágerðust sýndi Hólmfríður frábært þrek og létti manni sínum þrautirnar með góðri hjúkrun og umönnun á all- an hátt, og uppfyllti hans heitu ósk að geta dvalið síðustu stund- irnar heima á Stórafjalli. Ég heimsótti Einar nokkru fyr- ir andlát hans. Hann hafði þá óbilað andlegt þrek og ræddi um framtíð héraðsins og þau mál sem efst eru á baugi, af áhuga og skiln ingi. Að lokinni viðdvöl minni fylgdi hann mér til dyra — ró og frið- ur hvíldu yfir svip hans — ég kvaddi hann í síðasta sinn. Eg þakka Einari á Stórafjalli góðu kynnin og samstarfið — og að síðustu þakka ég honum ná- grennið sem var mér mikils virði. Eg votta þér, Hólmfríður, og börnum ykkar mína samúð og bið ykkur blessunar á ókomnum árum. Daniel Kristjánsson. ______\ ____________________ SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.