Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 12
12 TÍMINN EWf-fTWTOB MEÐVIKUDAGUR 13. april 1966 YFIRLYSI gp Eftirfarandi yfirlýsingu hcfur fA sént íþróttasíðunni og þyMr okkur eftir ástæðum rétt að birta hana athugasemdalaust: „Vegna frétta, er öðru hvoru Ihafa verið að birtast í dagMöð- unum í Reykjavík og nú sáðast í Morgunlblaðinu 22. marz sl., varð andi hugsanleg félagaskipti Ey- leifs Hafsteircssonar, vill stjóm íþróttabandalags Akraness taka fram eftirfarandi: — Að tilstuðlan ÍA, var Ey- leifi komið í rafvirkjanám hjá Sementsverksmiðju ríkisins eftir að hann kom frá Skotlandi, þar sem hann lagði stund á knatt- spyrnuæfingar. Tii Skotíands fór Eyleifur fýrir milligöngu ÍA og Knattspymuráðs Akraness, enda naut hann fjárhagslegs. stuðnings frá þeim aðilum til fararinnar. Hjá Sementsverksmiðjunni á Akranesi er öll aðstaða til að veita þá beztu kennslu í rafvirkj- un, sem um er að ræða hér á landi, að öðra leyiti en því, er viðkemur nýlögnum í hús. Eyleifi var því strax á fyrstu mánuðum námstímans komið fyrir hjá við- urkenndum rafvirkjameisfcara til að kynnast þeirri gnein. f þjónustu Sementsverksmiðj- unnar vinna úrvals rafvirkjar og er yfirverkstjórinn talínn með færustu mönnrum í sinni grein. Þá viljum við tafca það fram, að aidrei hafa farið fram neinar viðræðnr mífE stjóma ÍA og KR tnn þetta mál. Mál Eyleifs hefur aldrei verið tfl umræðu innan síjómar KSÍ, enda er henni málið algerlega óviðkomandi, að öðm leyti en Framhald á 14. síðu. Guðjón Magnússon skrifar um Polar C Naumursigur gegn Dönum íslenzka Esðsð hlaut þriðja sæti Svanberg Þórðarson, Ólafsfirði, íslandsmeistari í stökki. Herlev, 10. 4. 1966. í dag, páskadag lauk liér í Her lev 3. Polar Cupsmótinu, sem jafnframt er Norðurlandameistara mót. Náðu íslendingar ágætum ár angri á þessu móti, lentu í 3. sæti eftir hörkujafnan og spenn- andi leik við Dani er lauk 68:67, eftir framlengingu. Leiknir voru Siglfiröingar unnu flestar greinar á Skíðalandsmótinu Skíðalandsmótið á ísafirði um páskana heppnaðst mjög vel. GS-Isafirði. Siglfirðingar hlutu flesta fs- landsmeistara á Skíðalandsmótinu Skortir ekki dómgreind, vantar bara hæfileika! Vinur minn, Einar Bjöms- son, formaður Knattspymu- ráðis Reykjvfkur, hefur tekið þann kostinn að halda áfram að auglýsa hið einstæða fram- lag Knattspymuráðs Reykja- víkur til „Herferðarinnar gegn hungri“ með langloku, sem birt ist á íþróttasíðu Alþýðublaðs- Ins sl. fimmtudag, undir fyrir- sögninni, „Hafa skal það, er sannara reynist.“ Út af fyrir sig, er langloka Einars svo nauðaómerkileg, að það tekur varla að svara henni. En vegna þess, að Einari láð- ist með öllu að láta það koma fram, sem sannara átti að reynast (þrátt fyrir nærri 2ja dálka grein) ætla ég að gerast svo djarfur að taka það ómak af honum. f langloku sinni seg- ir Einar mig fara með ósann- indi, þegar ég í grein um að- alfund KRR lét svo ummælt, að Ólafur Jónsson, gjaldkeri KRR hefði látið þau orð falla, að KRR-menn skorti dóm- greind tfl að gera upp á milli hinna mörgu líknarstofnana, sem leita til KRR. Þetta er rétt að vissu marki. Ólafur sagði ekki berum orð- um að KRR-menn skorti dóm- greind, en hann sagði hátt og skýrt, svo allir á fundinum gátu heyrt, að KRR-menn skorti hæfiieika til að gera upp á milli líknastofnana, eða með öðmm orðum, ættu erfitt með að dæma um, hvaða aðili hefði mesta þörf fyrir slíkan leik hverju sinni. Einar Björns son hefur því misskilið góð- æmi mína, þegar ég taldi það heppilegra (fyrir KRR) að orð ið dómgreind væri notað í staðinn fyrir hæfileikaskort. Og fyrir bragðið er mér borið á brýn að vera ósannindamað- ur. En nú mega sem sé allir vita, að það er allt í lagi með dómgreind þeirra KRR-manna, þá vantar bara hæfileika! Og áður en ég lýk þessari stuttu svargrein, ætla ég að biðja formann KRR að fyrir- gefa, hafi ég sært hann með því að minnast á afrekaskrá þeirra KRR-manna í funda- setu. Auðvitað er gott og gilt að halda því saman hve marga fundi menn sitja í ráðum og nefndum, en hingað til hefur það þótt betri siður að birta greinagóðar skýrslur um þau verk, sem unnin eru í þeim, því eftir þeim eru menn dæmd ir, en ekki eftir því hvort þeir hafi setið 800 fundi eða fleiri. „Sanngjörn og málefnaleg gagnrýni er sjálfsögð og nauð- synleg fyrir íþróttahreyfing- una,“ segir Einar Björnsson undir lokin í langloku sinni. Þarna hitti formaður KRR naglann á höfuðið og er þetta í algjöru samræmi við upphafið á langlokunni, þar sem hann telur, að skrif mín um áður- nefnt mál, stafi af því, að ég hafi látið skapið hlaupa með mig í gönur (af því að alf er svo ungur!) Þannig birtist „málefnaleg" gagnrýni for- manns KRR í verki. Ég læt svo aðra um að dæma hve mál efnaleg skrif Einars Björnsson ar eru. -alf. sem háð var hér um páskana, sigr- uðu í 5 greinum. Gestgjafarnir, ísfirðingar, unnu í 3 greinum, Ak ureyringar í 2. og Ólafsfirðingar unnu í 3 greinum, Akureyringar í 2 og Ólafsfirðingar í 1 grein. í heild heppnaðist mótið vel, veð- ur alla mótsdagana mátti heita gott, og engin slys urðu á mönn- um. Skíðaþingið var háð á föstu- daginn og voru mættir á það for- seti ÍSÍ og framkvæmdastjóri sam bandsins. Milli 500 og 600 manns voru gestkomandi á ísafirði þessa daga, sem mótið stóð yfir. Hér á eftir verður getið um helztu úrslit: 15 km ganga 20 ára og eldri: 1. Þórhallur Sveinsson S 1:22,14 2. Birgir Guðlaugsson S 1:28,06 3. Haraldur Erlendsson S 1:28,27 10 km. ganga 17—19 ára: 1. Skarphéðinn Erlendsson S 51,30 2. Skarphéðinn Guðm. S 53,02 3. Magnús Kristjánss. í 1:03,13 Stökk: Meistarakeppni 20 ára og eldri. 1 Svanberg Þórðarson Ó 221,8 2. Sveinn Sveinsson S 220,5 3. Björn Þór Ólafsson Ó 209,6 Norræn tvíkeppni: 1. Þórhallur Sveinsson S 434,80 2. Haraldur Erlendsson S 420,46 3. Birgir Guðlaugsson S 418,97 Stórsvig karla. (16 ára og eldri): 1. fvar Sigmundsson A 2:06,61 2. Reynir Brynjólfsson A 2:12,34 3. Björn Olsen S 2:13,25 Boðganga 4x10 km: 1. Sveit Siglufjarðar 2:14,25 2. Sveit Fljótamanna 2:17,57 3. Sveit ísafjarðar 2:19,37 Stórsvig kvenna: 1. Karólína Guðmundsd. A 70,71 2. Árdís Þórðard. S 72,13 3. Sigríður JúMusdóttir S 75.00 Svig kvenna (16 ára og eldri): 1. Árdís Þórðardóttir S 90,16 2. Sigríður Júlíusdóttir S 97,54 3. Jóna E. Jónsdóttir f 104,78 Svig karla (16 ára og eldri): 1. Árni Sigurðsson í 105,61 2. Reynir Brynjólfsson A 107,71 3. Ágúst Stefánsson S 108,60 Alpatvíkeppni karla: 1. Árni Sigurðsson í 32,96 2. Reynir Brynjólfsson A 36,86 3. Kristinn Benediktsson f 57,92 Sveitasvig: 1. Sveit fsafjarðar 446,74 2. Sveit Reykjavíkur 521,58 3. Sveit Akureyrar 530,78 Bæjarstjórn ísafjarðar bauð öll- um keppendum og starfsfólki til lokahófs í Góðtemplarahúsinu. Hóf inu stýrði Bjarni Guðbjörnsson, forseti bæjarstjórnar. Einar B. Ingvarsson, mótsstjóri, afhenti sig urvegurum verðlaun og öllum far- arstjórum fánastöng, áletraða Skíðamót fslands 1966, og fylgdi fáni með, en á honum var merki ísafjarðarkaupstaðar. — Næsta Skíðalandsmót verður háð á Siglu firði og unglingamót í Reykjavík. 4 leikir á föstudag, tveir á Iaug ardag og fjórir á sunnudag. Föstudagur. Fyrsti leikur mótsins var fs land-Noregur. Hófst hann að lok- inni setningaratböfn og þjóðsöngs um hinna fimm landa. Var þettí fyrsti landsleikur Norðmanna en 15. hjá íslandi. Norðmenn náðí góðri byrjun og höfðu forystuna framan af en fyrir atbeina Einars Matthíassonar komust fsl. yfir 16: 11. Þetta gerði gæfumiminn hjf íslenzka liðinu sem nú færðist 1 aukana og vann fyrri hálfleik 32: 19. Höfðu íslendingar einnig tögl- in og hagldirnar í síðari hálfleik. Eftir 5 mín. var staðan orðin 48: 23. Hélzt sá munur en leiknum lauk með stórum sigri fslendinga 74:39. f þessum leik lék nýliðinn í landsliðinu Hallgrímur Gunnars- son og stóð sig vel. Beztur var Einar Mattbíasson með 15 stig en einnig áttu góðan leik Þorsteinn með 16 stig og Kolbeinn með 15 stig. Beztur Norðmanna var Terge Holm með 13 stig. Leikinn dæmdu Arvu Jantuniu og Viggo Bertram, en öll löndin nema Noregur lögðu til einn milli ríkjadómara, nema Danmörk sem lagði til tvo. íslenzki dómarinn, Guðjón Magnússon dæmdi flesta leiki á mótinu ásamt finnsba dóm aranum Arvu Jantunen, alls 5 leiki. Aðrir leikir þennaan dag fóru þannig: Finnland—Noregur (62: 18)) 109:39, Danmörk—Fmnland (19:47) 50:103. Síðasti leikurinn þennan dag var: Svíþjóð—ísland. Hér var um ójafna keppni að ræðá hvað stærð viðkom. Höfðu Svíar í liði sínu tvo leikmenn, er voru tveir metrar á hæð. Réðu ísl. leikmennirnir ekkert við þá. Komust Svíast strax í 16:6 en Ein ar Matt skorar síðan átta stig í röð og er staðan stuttu seinna 23:17. Taka þá hinir risavöxnu leikmenn Svía af skarið og lag- færa stöðuna í 43:29 og var þann- ig í hléi. Eftir hlé tók ekki betra við. Tveggja metra mennimir Hans Albertsson og Jörgen Hans- son lagfærðu enn stöðuna nú í 56:39 og lauk leiknum með örugg * um sigri Svía 85:62. fsl. liðið gaf aldrei eftir allan leikinn en máttu sín lítils gegn hæðarmismuninum. Beztir, Þor- ' steinn með 19 stig, Einar Matt 18 stig og Kolbeinn með 11 stig. Víta'hittni var 50%. Albertsson og Hansnon hinir risavöxnu Svíar skoruðu 38 og 26 stig hvor eða Framhald á 14. síðu. Landsliðsnefnd kemur á óvart Alf.-Reykjavík. — Annað kvöld, fimmtudagskvöld, mætir ísl. lands Iiðið í handknattleik Frökkum í landsleik í Laugardalshöllinni. ísl. landsliðið hefur nú verið valið, og að þessu sinni kemur landsliðs- nefnd nokkuð á óvart með þvi að setja Auðun Óskarsson og Karl Jóhannsson út úr liðinu, en fyrir þá koma þeir Birgir Björnsson og Stefán Jónsson. Einnig víkur Hjalti Einarsson úr markinu og í hans stað kem- ur Jón Breiðfjörð Ólafsson, Val, og er hann eini nýliðinn í lið- inu. Er sjálfsagt að reyna Jón, en deila má um það, hvor hafi frekar átt að víkja úr markinu, Hjalti eða Þorsteinn. Annars er liðið þannig skipað: Þorsteinn Björnsson Jón Breiðfjörð Ólafsson Geir Hallsteinsson Gunnlaugur Hjálmarsson, fyrirl. Hermann Gunnarsson Hörður Kristinsson Ingólfur Ósbarsson Sigurður Einarsson Stefán Jónsson Stefán Sandholt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.