Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.04.1966, Blaðsíða 14
MIÐVIIÍUDAGUR 13. aprfl 1966 M Fbnðnðd af Ms- 12. Qt af 85 stigirm Svía. Dómarar: Dbb CSmetiansen frá Danmörku QgtAlWu Jantunen, Fínnkmdi. AffcSeðrar mótsins Danmörk— IsAand för fram þennan dag og var bonum sjónvarpað. fchwi—Dammörk: fivatningaróp hinna dönsku áhorfenda sem fjölmenntu, hófust er Danir skoruðu fyrstir tvö stig- in. fslendingar jafna, baráttan er haffn. íslendingar komast í 7:3 en Danir jafna og komast yfir 14:12, aú jafna Éslendingar 14:14 og lið- in skiptast á um að taka foryst- una til faálfleiksloka, en þá stend- ur 30:32 fyrir Dani er Kolbeinn jafnar og 10 sek eftir af leiktím- annm. Danir fá innkast. Stöðvar þá danski tímavörðurinn klukkuna ólöglega. Varð af þessu fjaðrafok mikið og leiddi til þess að ísl. dómarinn Guðjón Magnússon var settur við borð tímavarðarins í seinni hálfleik til að sjá um að þetta endurtæki sig ekki. Lauk fyrri hálfleik 32:32 og er vart hægt að hugsa sér jafnari leik. fslendingar sýndu mjög góðan leik í byrjun seinni hálfleiks og stóðu leikar eftir 7 mín 44:40 fyr ir ísland.*Danir voru ekki af baki dottnir og hjálpaði mikið til hjá þeim að Þorsteinn hafði hlotið 4 villuna. Gat hann því eigi beitt sér sem skyldi í vörninni. Ná Dan ir yfirfaöndinni og komast í 51:49. Skiptast liðin á um forystuna allt iþar til tvær mín. eru eftir er þá jafnt 60:60 og lauk þannig leikn- um. Var nú framlengt um 5 mín útur. Byrjar Kristinn á því að skora 62:60. Missa þá Danir tvo góða menn út af en áður hafði Birgir orðið að yfirgefa völlinn með 5 villur. ________TÍMJNN Einar Matt. skorar úr víti 63:61 og Danir jafna 63:63. Danir skora tvö stig 64:65, Hólmsteinn skorar 6:65. Flemming Wich bezti danski leikmaðurinn skorar af löngu færi 7Æ6 fyrir Dani og 24 sek eftir. íslendingar hefja sókn, Kolbeinn er með knöttinn og leikur sig í skotfæri en það er brotið á hon-' um og fær ihann tvö vítaköst. Var nú möguleiki á sigri með því að hitta úr báðum vítaköstum. En Kolbeinn Pálsson fyrirl. ísl. lands liðsins stóð undir áhyrgðinni. Sýndi hann frábæran taugastyrk og öryggi á þessum örlagaríku sek úndum og skoraði úr báðum víta- köstunum. Danir reyndu síðan skot á síðustu sek. leiksins, en mistókst. fslenzkur sigur var tryggður og fögnuðu liðsmenn ísl. liðsins því innilega. Beztur í fsl. liðinu var Kolbeinn »eð 24 stig. Var tækni hans og hraði frábær. Aðrir sýndu og góð- an leik svo sem Gunnar Gunn- arsson er skoraði 15 stig. Svo Þorsteinn og Agnar em sýndu mjög góðan varnarleik. Beztur Dana var Flemming Wich sem skoraði 10 stig og gæitti Þorsteins mjög vel. Einnig var Arne Petersen mjög góður og skoraði 15 ntig. Athygli vöktu frábærar inná- skiptingar Helga Jóhannssonar og tel ég að þær hafi ráðið miklu um úrslit leiksins. Dómarar: Osc- ar Petterson og Arvu Jantunen. Sama dag léku einnig Noregur og Svíþjóð og lauk þeirri viður- eign með öruggum sigri Svía 91: 37 (40:20. Allir áðurnefndir leikir fóru fram í Herlevhallen. Sunnudagur. Þá fóru fram úrslit mótsins og mótsslit í Bellahöj'hallen. Léku þá íslendingar við Finna: Finnar byrjuðu á að kaffæra fsl. liðið og fóru í 24:6 áður en ísl. tóku við sér. Síðan náði ísl. liðið ágætum leikkafla svo að í hálfleik leiddu Finnar 38:22. En þar með var draumurinn búinn. í einni hálfleik var aldrei um neina keppni að ræða og lauk leiknum með sigri Finna 92:47. Beztur fsl. vaf Birgir með 12 stig en Þor- steinn og Einar Matt skoruðu einnig 12 stig hvor. Kolbeinn lék nú ekki með vegna tognunar á mjöðm sem hann hlaut gegn Sví- um. Beztur Finna var Pilkevaara með 14 stig, annars er liðið mjög jafnt, sem sést bezt á því að allir leikmennirnir skoruðu stig: minnst 6, mest 14. Síðan léku Danmörk—Noregur til úrslita um fjórða sætið. Unnu Danir eftir harða baráttu framan af. 73:50 í hálfleik 30:29 f. Dani. Einnig léku Danir og Svíar (22: 49) 54:88 fyrir Svía. Þá var komið að úrslitaleik keppninnar milli Svía og Finna. Var það miklu ójafnari barátta en við var búizt. Komust Finnar í 22:5 strax í byrjun og sýndu að samæfing skapar meistarann í flokkaíþróttum. Var spil liðsins frá bært. Höfðu Finnar algera yfir- burði, leiddu [ hálfleik 41:17 og unnu 84:62. Á eftir fóru fram mótsslit og fengu íslendingar þar bronzið 'fyrir 3. sætið. Meira um heildarúrslit síðar. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 12. því, er varðar tilkynningu um fé- lagaskipti. Stjórn ÍA telur það mjög var- hugaverða þróun. að beztu leik- menn i hinum smærri félögum hér á landi, hverfi til stærri og öflugri félaga að ástæðulausu, eins og hér hefur átt sér stað og oft áður. Stjórn íþróttabandalags Akra- ness.“ FÓSTBRÆÐUR Fraimhald af bls. 16. fnam'haldsnám í Köln, og öll koma þau hingað gagngert vegna þessa mérkisafmælis Fóstbræðra, og mun ekki verða hægt að endur- taka þessa sérstöku tómleika sök- um þess, að þau fjögur verða að hverfa aftur til útlanda eftir helg ina. Aðgöngumiðar að þessum ljóðatónleikum á laiugardag verð'a seldir í Bókaverzlun Lárusar Blön dals á Skóliavörðustíg og í Vestur- veri. MÓTMÆLI Framhald af bls. 1. ætlun sinni. Bandarílkin hafa stærstu herstöð sína í S-Víetnam rétt utan við Da Nang-borg. Bandaríski herinn í Víetnam tók í dag í fyrsta sinn í notkun B-52 sprengjuflugvélar í árásum sínum á Norður-Víetnam. Þessar flug- vélar, sem kallaðar eru „virkin fljúgandi", eru staðsettar á eyj unni Guam. Skæruliðar létu mikið til sín faeyra í nótt rétt hjá Saigon. Þeir réðust t.d. á lögreglustöð um 8 km. frá miðbilki Saigons. UNGLINGASKEMMTANIR Framhald af bls. 1. an ölfrumvarpið og því hefði hann engar breytingatillögur flutt. tillögu í nefndinni um að vínveit ingahúsum yrði gert skylt að hafa vínlausar unglingaskemmtanir eitt laugardagskvöld í mánuði hverj um og hefði sú tillaga verið sam þykkt einróma í nefndinni, sem væri undir formennsku Magnúsar Jónssonar, fjármálaráðherra. Atkvæðagreiðsla um ölfrumvarp ið fer væntanlega fram á fimmtu- dag. Ekiki er enn vitað, hvort tillög ur milliþinganefndarinnar, er end urskoðaði áfengislöggjöfina, koma til kasta þess þings, er nú situr. MIKLIBÆR Framhald af bls. 2 en þó má fullvíst telja, að hjón- in, þau Stefán Jónsson og Soffía Jakobsdóttir hafi orðið fyrir veru- legu beinu tjóni, auk þeirra marg hátituðu erfiðleika og óþæginda, sem slík óhöpp valda ætíð þeim, er fyrir verða .Óvíst er um elds- upptök, en líkur þykja benda til, að neisti frá múrpíu hafi komizt í þekju bæjarins, en hún var úr torfi. SLYS Framfaald af bls. 2 Hraunteig valt bifreiðin. Ekki er kunnugt um að ökumaður hafi slasazt. Á laugardagmorgu varð slys um borð í Brúarfossi, er varð með þeim hætti að vindumaður, sem álitið er að hafi verið drukkinn vig starfið, missti stjórn á tæki sínu og féll farangur á fót verka- manns er heitir Guðbjörn Ásgeirs son Ásgarði 63, og meiddist hann nokkuð. Þá fundu krakkar smápeninga. innlenda og erlenda mynt, auk seðla í fjörunni móts við Baugs- veg. í nótt var Drotizt inn i verzi unina Goðaborg. Freyjugötu 1. Lögreglan kom á staðinn og í fyrstu var óljóst hvort einhverju hefði verið stolið. en nokkrn síð- ar fundu lögregluþiónarnir. er fóru á staðinn, grunsamlegan mann á Frakkastíg og hafði sá í fórum sínum riffi’ og skotfæri. Farið var með manninn á lög- regluvarðstofuna og þar játaði hann á sig innbrotið. f morgun var brotizt inn í gamla pakkhusið hja Eimskip, enn ifremur í Sundlaug Vesturbæjar. FRESTURINN Framhald af bls. 1 rísku herstöðv., en þar er gert ráð fyrir viðræðum, ef annað ríkjanna vill breyta eða nema úr gildi samn inginn. Segist Bandaríkjastjórn vera reiðubúin að atfauga mál þetta, ef reglan um viðræður verði haldin. Þá er einnig bent á, að kröfur Frakka skiapi ýmis fjárhagsleg vandamál, sem ræða verði um. í viðtali sínu við Paris-Match segir Rusk, að Frakkland hafi aldrei lagt fram tillögur um breyt ingar á NATO. þótt bandamenn þess hafi verið reiðulbúnir að ræða slíkar tillögur. . FERÐALAG Fraimhald af bls. 16. fjórum bíl-um, en einn bfllinn var skilinn eftir snemma í ferðinni. Á hádegi á föstudag fóru þeir frá Svarfhóli og þaðan héldu þeir áfram stanzlaust, en ef-tir það var ferðin mjög erfið; þeir urðu að taba hallann af á öllum hálsum, ýta og moka eftir því sem þurfti. Frá upphafi var þessi ferð eintóm vitleysa. _ Þessa nótt sváfu þeir í bílunum. Á laugardag komast þeir yfir Klettháls í Kollafirði að Vattar- firði, en þar var algjörlega ófært. Klukkan fimm um morguninn fóru þeir þvert yfir Vattarfjörð á ís, og'þegar þeir voru komnir yf- ir Vattarfjörð, voru þeir komnir undir Þingmannaheiði. Þegar þeir voru svo komnir eina fjóra kílómetr-a upp, gekk ferðin mjög illa. — Þegar þeir voru komnir eina sex til sjö km. upp rétt austan við brúna á Mjóafjarðará, fóru tveir til að kanna leiðina, og var reiknað með því, að þeir kæmu ekkeft aftur en myndu senda orð frá Brjáns- læk um það, hvernig leiðin væri. Þeir komu hingað kl. 10 um kvöld ið og voru þá búnir að vera a ferðinni frá kl. hálf-fjögur. Þessir tveir, sem hingað komu, voru ekki betur undir ferðina búnir en það, að þeir höfðu þrjá tíma til að undirbúa ferðalagið í Reykjavík, enda lögðu þeir matar litlir upp í ferðina. Rótt eftir að mennirnir komu hingað, hringdi Slysavarnarfélag ið til að spyrjast fyrir um þá. Þá voru hinir setztir að uppi á heið inni og komust hvorki aftur á bak né áfram. Grímur Árnason á Tind um í Geiradal hafði stöðugt sam- band við þá og ennfremur Guíu- nes og Ólafsvíkurradíó, en talstöð var í einum jeppanum. Þeir, sem á heiðinni voru, neit uðu að gefast upp við að fara fyr irhugaða leið. þrátt fyrir það að tvímenningarnir sendu þeim boð um að þeir myndu aldrei komast þessa leið. Þá ætluðu þeir að fá ýtu frá Patreksfirði til að sækja sig, um 80—90 km. leið. en Vega málastjóri lagðist gegn því, eftir því, sem ég heyrði. Um morguninn komu menn úr Skálmadal upp til þeirra með mat föng, en þeir voru víst mjög mat arlitlir og illa búnir, nema Spán verjarnir í gær komust þeir aftur niður af heiðinni. þar sem blo-ti er kom inn ; snjóinn Þeir komust niður að Firði. og bar eru bílarnir og verða sjálfsag’ til vorsins. Mér skiidist á strákunum, að það verstr við þetta væri, að einn bíll inn sé frá bílaleigu. þannig. að þeir vrðu annað hvort að kaupa bílinn eða borga daggjald fyrir hann! í dag kom bátur að Firði og sótti þá sex, sem höfðu verið á heiðinni, og síðan kom hann yfir að Brjánslæk og tók hina tvo. Bát urinn lagði af stað héðan um hálf fimm áleiðis til Stykkishólms. ÞAKKARÁVÖRP Iimilega þakka ég öllum þeim, er með heimsóknum, skeytum og gjöfum gerðu mér sjötugsafmælið ógleym- asdegt Júlíana Einarsdóttir, Fremri-Langey. Konan min, móðir, tengdamóðir og amma. Sigríður Sigurðardóttir HarastöSum sem lézt 3. þ. m. veröur jarðsett 14. þ. m. frá Fossvogskirkju kl. 1IU0 árdegis. JarSarfórinni veröur útvarpað. Guðjón Slgurðsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Guðlaugur Jóhannesson kennari frá Klettsiu, andaðist 11. þ. m. Fyrir hönd systklnanna og annarra vandamanna, Pált Jóhannesson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, Matthíasar Helgasonar frá Kaldrananesi, Vandamenn. Eiginmaður mlnn og faðir okkar, Þorsteinn Hjálmsson Vesturgötu lób, lést að helmiti sínu, 9. apríl. Eugenia Nielsen og synlr. Bróðir okkar, Páll Jónsson Meðalholti 11, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 14. þ. m. kL 13.30. Hólmfríður A. Jónsdóttir, Jón I. Jónsson, Jón G. Jónsson. Maðurinn minn og faðir okkar, Markús Guðbrandsson Spágllsstöðum, Dalasýslu, andaðist á Landsspítalanum 11.4. 1966. Salbjörg Halldórsdóttir og börnin. Þökkum Innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og larðarför, Einars Sigurðssonar bónda, Stóra-Fjalli, Mýrasýslu. \ Hólmfriður Jónsdóttir, Sigurður Elnarsson, Guðrún Elnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Ragnhildur Einarsdóttir, Óskar Guðmundsson, Unnur Elnarsdóttir, Guðmundur Lárusson, Tómas Einarsson, Kristín Stefánsdóttir og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.