Vísir - 11.10.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 11.10.1974, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Föstudagur 11. október 1974. risBsm-- Hver er þinn versti ávani? Arni Blandon, sálfræðinemi: — Tvlmælalaust súkkulaðiátið. Ofan I mig rennur I það minnsta eitt stórt súkkulaðistykki á dag. Ég er alltaf að reyna að hætta þessum ljóta ósið. En sennilega kemur bara eitthvað i staðinn. Ég vona bara, að ég leiðist ekki út i svona lagað aftur. Stefán Baidursson, leikstjóri: — Ekki eru það vindlareykingar, þvl það er góður ávani. Nákvæmni I litavali er sennilega versti ávaninn. Guðmundur Guðmundsson (GG), sýningarstjóri: — Ég er alltaf illa haldinn af kvefi, ég fer að halda að þetta sé bara einhver ávani. Jón (Minus) Þórisson, leik- myndateiknari: — Drykkjuskap- urinn. Það er bara ekkert hægt að gera gegn þessu böli, sem ekki er nema von. Það er nefnilega ein- hver, sem drekkur i gegnum mig. Hannes ólafsson, verzlunarmað- ur og senumaður: — Ég er hroða- lega morgunsvæfur, enda er ég nokkurs konar nátthrafn. Það er sennilega senumaðurinn i mér, sem gerir verzlunarmanninn svona morgunsvæfan. Eiva Þórðardóttir, sendili: — Kókið er minn versti ávani. Ég drekk marga lltra á dag, enda óbetranlegur kókisti. Það er erfitt að venja sig af þessu, mun erfið- ara en að hætta að reykja. Ég get auðveldlega hætt reykingum, en kókið sit ég uppi með. VERÐA AUSTFIRÐIR „FRAMHLIÐ" fSLANDS? //Það hefur meira að segja verið hringt í mig og mér boðið skip til kaups. Ég veit ekkert/ hvernig það skip hefði hentað/ en það var Ermarsundsfer ja, sögð gerð fyrir þungan sjó, og það getur vist oft orðið kröpp aldan á Ermarsundinu. Ég veit ekki einu sinni, hvað skipið átti að kosta, en ég veit, að skipaverð er hátt um þess- ar mundir." Við rákumst á dögunum á frétt I norska blaðinu Bergens Tidende um hugmynd Bjarna Einars- sonar, bæjarstjóra á Akureyri, um bilaferju, sem rekin yrði tií siglinga milli tslands og hinna Norðurlandanna. Við hringdum i Bjarna og inntum hann nánar eftir þessu. „Það er ekki hægt að segja, að myndaður hafi verið hópur til að kaupa og reka slika ferju. En við höfum spjallað um þetta, nokkrir áhugamenn, og velt þvl fyrir okkur, hvernig koma mætti málinu I framkvæmd. Ég ræddi svo um þetta i frétta- skýringaþætti í sjónvarpinu I fyrravor. Eftir þann þátt hafði Gils Guðmundsson al- þingismaður, fulltrúi Islands i samgöngumálanefnd Norður- landaráðs, samband við mig og bað mig að taka saman greinar- gerð um málið til að leggja fyrir samgöngumálanefndina, en fund- ur hennar stóð þá fyrir dyrum.” t greinargerð Bjarna, sem birt var að nokkru i Bergens Tidende, segir, að þrátt fyrir að margir hallmæli einkabilnum, sem veld- ur vandræðum i stórborgum og óhreinkar andrúmsloftið, sé það einkabilnum að þakka, að þjóðir Evrópu þekkjast nú innbyrðis. Þeir, sem geta stungið pjönkum sinum i bilinn eða hengt hús- vagninn aftan i hann og heimsótt grannþjóðirnar þannig, kynnist þeim á allt annan máta en þeir, sem láta teymast I fjölmennar hópferðir. tsland nýtur ekki að- stöðu til ferðalaga af þessu tagi. Timi lúxusskipa er liðinn, segir ennfremur. Skip geta ekki keppt við flugvélar i hreinum farþega- flutningum. Þau geta aðeins boðið upp á það, að billinn sé fluttur lika. Nú eru bilaferjur i förum milli margra staða og landa. Bjarni ber fram þá tillögu, að kannað verði hvort rétt sé og hag- kvæmt að leigja, kaupa eða láta smiða skip sem sé i förum milli Islands, Færeyja, Bretlands og Skandinaviu. „Þetta á ekki að vera lúxusskip. Klefar verði einfaldir en þægilegir. Ef til vill mætti ganga þannig frá einu þil- farinu, að þar séu farþegaklefar yfir sumartimann, en fjarlægja má yfir veturinn og breyta þá þvi þilfari i vöru- eða bila- flutningaþilfar. Varpað er fram þeirri hugmynd, að yfir veturinn gangi skipið milli Reykjavikur og Rotterdam og flytji þá nýja bila til tslands, vörur i gámum og ferðamenn, sem hafa áhuga á að aka eigin bilum frá tslandi suður til sólarlanda.” Ekki er gert ráð fyrir, að matur verði innifalinn i farmiðaverði, heldur verði sjálfsafgreiðslu- fyrirkomulag á matsölu og allt haft sem einfaldast og ódýrast. Bílaferjuhöfn á Austfjörðum Gert er ráð fyrir, að tslands- höfn bilaferjunnar verði á Aust- fjörðum. Bjarni telur upp þrjár ástæður til þess: 1. Af praktiskum og sálfræðileg- um ástæðum er rétt að hafa siglingu sem stytzta. Eigi maður bil á annað borð, kostar viðbótar- kilómetrinn ekki mikið. Far- miðaverð verður þá lágt og óttinn við sjóveikina minni. 2. Sjóleiðin milli Austurlands og Noregs er tiltölulega góð. Hins vegar er siglingin meðfram suðurströnd tslands löng og oft erfið, svo ekki sé minnzt á sjó- lagiö fyrir Reykjanes. 3. Bilaferjuhöfn á Austurlandi hefði mjög hagkvæm áhrif á þró- un byggðar á Islandi. Bein áhrif yrðu mikil á Austurlandi vegna þeirrar þjónustu, sem þar þyrfti að koma á fót vegna ferðafólks- ins. 1 stað þess að vera afskekktur landshluti yrði Austurland að verulegu leyti framhlið Islands. Framfarir á Austurlandi hafa mikla þýðingu fyrir þjóðfélagið. Og hvar á svo heimahöfnin að vera? Tveir staðir koma til greina, segir Bjarni. Reyðar- fjörður og Höfn i Hornafirði. Höfn hefur þann kost að þangað má Akraborgin nýja er sérstaklega gerð til að ferja blla og þykir hið bezta skip. Sambærilegt úthafsskip myndi henta fyrir hugmyndina, sem lýst er I greininni. aka á sjö til átta klukkustundum frá Reykjavik. En innsiglingin þangað er oft erfið og gæti valdið töfum á áætlun. Reyðarfjörður er lengra frá Reykjavik, en liggur vel við samgöngum að austan og norðan, og innsiglingin þangað er mjög góð og auðvelt að gera þar mjög góða höfn. Vlsir hafði samband við Gils Guðmundsson alþingismann og spurði hann, hvað nýtt væri að frétta af þessu máli. Hann haföi þetta aö segja: „Fyrir um fjórum til fimm ár- um var borin fram I Norður- landaráði tilllaga um að gerð yrði athugun á samgöngumálum milli Skandinaviu, Færeyja, Islands og Grænlands, og hvernig mætti bæta þau og ef til vill gera ferðir ódýrari. Fyrir þremur árum var samþykkt i Norðurlandaráði að fela Danmörku að gera þessa könnun. t fyrra bar ég fram fyrirspurn um, hvað þessu máli liði, og þá kom i ljós, að könnunin hafði aldrei verið gerð. Málið var þá tekið upp að nýju i Samgöngumálanefnd Norður- landaráðs. Niðurstaðan varð sú, að gerð var almenn samþykkt um að reyna að undirbúa tillögu um einstök atriði þessa máls. Eitt hið fyrsta, sem athuga þarf, er hvort grundvöllur er fyrir nútimalega bilaferju, sem gengi til dæmis frá Kaupmannahöfn með viðkomu I Sviþjóð, Noregi og Færeyjum til tslands, og ef til vill i Bretlandi i annarri leiðinni. Þessi hugmynd er til meðferðar hjá Sam- göngumálanefnd Norður- landaráös, en skömmu fyrir siðasta fund nefndarinnar hreyfði Bjarni Einarsson þessu máli opinberlega, og fékk ég þá hjá honum erindi hans, sem lagt var fyrir nefndina. Nú er fyrir- hugaður fundur nefndarinnar siðar I þessum mánuði, og kemur þetta mál örugglega fyrir þann fund og siðan væntanlega fyrir þing Norðurlandaráðs I Alaborg i nóvember eða i Reykjavik i febrúar. Vitað er, að áhugi er á þessu máli hér og i Færeyjum, og ég veit, að svo er viðar á Noröur- löndunum. Ef af þessu yrði, kynni að vera að hin Norðurlönd- in legðu með okkur i hlutafélag, eða yrðu eins konar baktrygging fyrir tilraun, ef farið yrði út i að LESENDUR HAFA ORÐIÐ Rekinn fyrír að at- yrða Hjálprœðisherinn Sverrir Meyvantsson leigubil- stjóri hafði samband við blaðið: „Mig langar til þess að koma eftirfarandi á framfæri fyrir son minn og lýsa um leið yfir hversu furðu lostinn ég er yfir að slikt hafi gerzt. Þannig er mál með vexti, að fimmtudaginn 3. okt. var sonur minn I mat á vinnustað sinum, sem er vinnusvæði oliufélagsins BP við Héðinsgötu. I matsalnum voru nokkrir tugir manna, en son- ur minn starfaði sem bilstjóri hjá oliufélaginu. Rétt þegar starfsfólkið er byrj- að að borða, birtist sex manna hornaflokkur frá Hjálpræðishern- um og fór að berja bumbur og syngja yfir fólkinu. Sonur minn er nokkuð kjaftfor, og þegar honum ofbauð músikin, sagði hann við herfólkið, hvort það gæti ekki haldið kjafti. örstuttu seinna kallar stöðvar- stjórinn strákinn fyrir sig inn á skrifstofu og spyr formálalaust, hvenær hann geti hætt að vinna. Þegar minnzt var á hvað herinn væri að gera þarna i matsalnum, sagði stöðvarstjórinn, að þetta væru sinir gestir. Bílstjóri með grun- Mér finnst lögreglan okkar aldrei treg, ekki vil ég hana á nokkurn hátt lasta. samlega ávísun settur En úr þvi að ávlsunin var grunsamleg, af hverju tóku þeir hana þá ekki fasta? Ben. Ax. í gœzluvarðnala i - *<*«»»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.