Vísir - 11.10.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 11.10.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Föstudagur 11. október 1974. 7 FIIMIM 1 i 5ÍÐAIM = Umsjón: Júlía Hannam HREYFINGARÞÖRF BARNANNA Litil börn eru á si- felldu iði og stöðugt á hreyfingu, og er það merki um vöxt og þroska, enda þótt þau valdi fullorðna fólkinu oft talsverðu ónæði með fyrirgangi sinum. Að sitja grafkyrrt og þögult er eitt hið erfið- asta, sem hægt er að heimta af litlu barni, og að þvinga það meira er hið heimskúlegasta og skaðvænlegasta, sem hægt er að gera, þvi að barnið þroskast og lær- ir aðeins með þvi að hreyfa sig og bjástra. Þannig er komizt að orði i hinu nýútkomna blaði Húsfreyj- unnar, en greinin er tekin upp úr bókinni „Frá vöggu til grafar” eftir Susan Isaacs. Hún er fræg fyrir rit sin um sálarlif barna og veitti forstöðu um árabil deild i Lundúnaháskóla fyrir rann- sóknir i barnasálfræði. I greininni segir ennfremur: Mistök og klaufaskapur eru að- eins áfangar á leið barnsins til að ná valdi yfir hreyfingum sin- um og verða sjálfbjarga. Við verðum að muna, að börn geta ekki fremur en við, sem fullorðin erum, lært eitthvað án æfingar og án þess að gera mis- tök i fyrstunni. Það sakar aftur á móti ekki að láta þau taka þátt i að bæta úr skaðanum. Skamm- ir og ávitur gera börnin aðeins hrædd og taugaveikluð og veikja sjálfstraust þeirra. Við ættum að gefa þeim tækifæri til að hreyfa sig sem mest, láta þau dansa, dansa jafnvel með þeim, þvi það þykir þeim reglulega gaman. Við getum hjálpað þeim til að verða að félagslyndum einstak- lingum með þvi að færa okkur i nyt löngun þeirra til að likja eft- ir öllu, sem þau sjá hina full- orðnu gera. Þeim þykir gaman að finna að þau eru að gera eitt- hvert gagn, til dæmis leggja á borð, fara i sendiferð fyrir mömmu eða þvo sér sjálf svo eitthvað sé nefnt. En við megum ekki leggja þeim of þungar skyldur á herðar, heldur láta allt lita út sem skemmtilegan leik, sem við tökum þátt i með þeim. Þegar börnin hlaupa um og Og nú glóðum við grœnmetið Á Innsiðunni um dag- inn birtum við nokkrar uppskriftir af ýmiss konar glóðarsteiktum fiski. Enn höldum við okkur við glóðarsteik- inguna og nú er það grænmetið sem við tök- um fyrir. Glóðað grænmeti og ávextir eru sérlega ljúffeng, og má bera hvort tveggja fram með fisk- eöa kjötréttum. Glóðaðir ávext- ir eru einnig góðir sem ábætis- réttir með rjóma eða sýrðum rjóma. Kartöflur Notið stórar og mjölmiklar kartöflur (t.d. bintje). Burstið þær vel og leggið I skúffuna neðst I ofninum. Penslið kartöflurnar með smjöri eða mataroliu og glóðið um 1 klst. Skerið kross I kartöflurnar og kreistið þær að neðan, svo að krossinn opni sig. Látið smjör- bita i hverja kartöflu og örlitið salt og berið með kjöt eða fisk- réttum. Það er tilvalið að raða kartöflum i skúffuna ef verið er að glóða kjöt á teininum. Þó tómatar séu nú orðnir það dýrir að við getum ekki leyft okkur að hafa þá oft á borðum, þykja flestum þeir góðir. Ekki er þó vist að öllum hafi dottið i hug að glóða þá, en þannig eru þeir mjög ljúffengir. Notið tómata, sem ekki eru alveg fullþroskaðir. Skerið þá itvennt, raðið þeim á ristina og látið sárið snúa upp. Penslið með smjöri og stráið svolitilli brauðmylsnu yfir. Glóðið 2-3 min. ofarlega i ofninum. Gott er að raða tómötunum á ristina með fiski eða kjöti, eftir að búið er að snúa þvi við. Epli. Skerið eplin i tvennt, takið kjarnana úr, penslið sárið með bræddu smjöri og glóðið á rist- inni ásamt kótelettum, lifur eða buffi. Glóðunin tekur álika lang- an tima. Einnig má skera eplin i þykkar sneiðar og glóða þá heldur styttri tima. Eplin eiga að vera meyr en ekki komin i mauk. Glóðuð epli eru einnig góð sem ábætisréttur með rjóma. Appelslnur. Skerið appelsinurnar i báta, óafhýddar, eða I þykkar sneið- ar. Penslið þær með smjöri, stráið örlitlum púðursykri yfir og glóðið beggja megin, 2-3 min. á hvorri hlið. Appelsinurnar eru góðar með ýmsum kjötréttum. Bananar. Notið græna og ekki fullþrosk- aða banana. Glóðið banana heila og óflysjaða þar til hýðið er orðið brúnt. Þá eru þeir gegn- heitir og hæfilega meyrir. Góðir með kjötréttum eða sem ábætis- réttur með sýrðum rjóma. Lika má flysja banana, kljúfa þá að endilöngu og nudda með sundurskorinni sitrónu, strá örlitlum púðursykri á þá og glóða, þar til þeir eru gegnheit- ir, gott er að hafa álþynnu undir þeim á ristinni. Góðir með kjöt- réttum eða sem ábætisréttur með rjóma. ærslast er ánægjan ekki ein- göngu fólgin i að hreyfa sig, heldur er hún einnig tengd gleð- inni yfir þvi að uppgötva fjar- lægð og rúm. Rúmvitund barns- ins þroskast á þvi að það tengir i vitund sinni það sem það sér og þreifar á, við likamstilfinning- una, þegar það réttir höndina eftir einhverju eða þegar það færir sig úr stað. Hugmynda- heimur þess tengist þannig náið líkamstilfinningunni og hreyf- ingu. Seinna fer barnið svo að spyrja hve langt sé til þessa staðar eða hins og hve stórir ýmsir hlutir séu. Með þvi að gefa þeim sem greinarbezt svör, svo þau skilji, leiðum við þau áfram á brautinni til þroska. Smáfólk á leið út I heiminn. TIL HELGARINNAR Dilkakjöt Úrbeinaður bógur Hryggir Læri Framhryggir Kótilettur Súpukjöt Lærissneiðar Hakk Kjötfars Léttsaltað Hangikjöt Úrbeinaðir frampartar Frampartsbitar MIKLABRAUT KAl*jGARQUR Kaupgarður .... á leiðinni heim Smiöjuvegi 9 Kopavogi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.