Vísir - 11.10.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 11.10.1974, Blaðsíða 4
4 Vfsir. Föstudagur 11. október 1974. „Gunna var í sinni sveif' „Gunna var i sinni sveit. Saklaus prúö og undirleit....” Þannig sungu Fóstbræöur hátt og snjallt á æfingu I Fóst- bræöraheimilinu, þegar þessi mynd var tekin. Sú, sem er hér i hlutverki hinnar frægu Gunnu, heitir Ólöf Agústsdóttir og er eiginkona eins söngvarans. Fóstbræður og eiginkonur þeirra voru að undirbúa haust- skemmtun sina, en sú skemmt- un cr orðin árlegur viöburöur og er þá jafnan mikill söngur, grin og gaman. Eru skemmtanirnar á ööru heimili kórfélaganna, Fóstbræöraheimilinu viö Langholtsveg 109-111, og er sú fyrsta I kvöld, föstudagskvöld. Magnús Ingimarsson hefur aöstoöaö Fóstbræöur talsvert viö undirbúning þessarar sKemmtunar hvaö tónlistina áhrærir, en Sigriöur Þorvalds- dóttir hefur hins vegar veriö til ráöuneytis varöandi skemmti- atriöin. —ÞJM M Pyrstur meó TTTfl ■ II ^ fréttimar y I I Kr : Volvo 264 GL Ný kynslóð hjá Volvo Volvo verksmiðjurnar koma fram með gjör- breytta bila fyrir árið 1975. Þessa nýju fjöl- skyldu kalla þeir 240 fjölskylduna að viðbætt- um stóra frænda 264. Gamla 144-linan kom fyrst i dagsljósið 1966 og hefur þvi verið við lýði i 8 ár, Amasoninn, sem framleiddur var þar á undan, var óbreyttur i 18 ár. Breytingarnar I útlitinu eru mestar. Billinn hefur fengiö gjör- breyttan framhluta, auk þess sem innréttingin öll er nýteiknuð. Mælaborð hefur þar með fengið nýjan svip. Nýjungar á tæknihliðinni eru helztar nýr og endurbættur fjaörabúnaður og nýr stýris- búnaöur, sem gerir bllinn allan mun liprari i snúningum. Volvo kemur þar að auki fram með nýja vél I ár. Hún er mun kraftmeiri en sú eldri, 97 hestöfl I stað 82 hestafla, sem gamla vélin framleiddi. Þessa nýju vél er hægt aö fá i dýrari tegundirnar, eða DL gerðirnar. Verksmiðjan hættir nú fram- leiðslu á 144 fjölskyldunni, en I staðinn koma nú: 242 L tveggja dyra bill. Verð 1.151 þús. 242 DL Dýrari útgáfa af sama bll. Meiri fjölbreytni I áklæðavali, auk þess sem hægt er aö fá I hann nýju vélina. Verð 1226 þús. 244 L Fjögurra dyra bill. Verð 1213 þús. 244 DL fjögurra dyra bill lika, en með nýjum mótor. Verð 1226 þús. 245 L og DL stationbilar. Verð á DL 1387 þús. Auk þessa er á boðstólum gerð- in 244 GL sem er með 123 hestafla vél. Skrautnúmerið er 264 GL, sem verksmiðjurnar hefja bráö- lega framleiðslu á. Odýrari gerð af þeim bll er 264 DL. GL er með krómað grill og eitt og annað sem á að auka þægindi ökumanns ins, en að öðru leyti er hann eíns og DL billinn. Verð á þessum bilum er frá 1.619, þús til 1.889 þús. —JB Volvo 242 L riýtt kerf i í vegghillum X n ^X HL X D BÓKAHILLUR SKRIFBORÐ 100 x64cm LITLIR SKÁPAR, FÆRANLEGIR FATASKAPAR RUM MEÐ GEYMSLU FYRIR SÆNGURFÖT T-línan. Húsgögn fyrir ungu kynslóóina. Nær ótakmarkaóir möguleikar á mismunandi samsetningum. Hönnun: Gunnar Magnússon, húsgagnaarkitekt. SkdSn. Yioorgarði ENGINN ER ILLA SÉBUR, SEM GENGUR MED ENDURSKINS NERKI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.