Vísir - 11.10.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 11.10.1974, Blaðsíða 6
Vlsir. Föstudagur 11. október 1974. 6 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Fréttastj. erl. frétta : Björn Bjarnason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slöumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur Áskriftargjaid 600 kr. á mánuöi innanlands. t iausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Framandi ferðalag Breytingin tekur stundum ekki nema nokkra mánuði. Unglingurinn, sem áður var hreinn og snyrtilegur að mati foreldranna, er allt i einu orð- inn siðhærður, úfinn og klæddur hálfgerðum lörf- um. Þar á ofan fréttist af honum drukknum i Þjórsárdal um hvitasunnuhelgina. Það er ekki von, að foreldrarnir átti sig á, hvaðan á þá stendur veðrið. Það er raunar at- hyglisvert, hve margir foreldrar bregðast vel við þessum hamskiptum unglingsins og reyna að gera gott úr öllu saman. Og það er lika erfið þrek- raun fyrir marga foreldrana. Stundum er sagt, að æskan sé alltaf eins, upp- reisnargjörn og lagin á að hneyksla hina full- orðnu. Þetta er ekki að öllu leyti rétt. Þau stór- tæku hamskipti, sem nú verða á unglingum á skömmum tima, eru sérstætt fyrirbrigði i verald- arsögunni. Hamskiptin byggjast á velsæld þjóðfélags nútimans. Tæknin og peningarnir hafa flutt búksorgirnar brott og gefið fyrirheit um nýtt og betra lif. Þrátt fyrir þessar breyttu aðstæður halda hinir fullorðnu áfram sinum fyrri venjum. Þeir eyða að visu meiru, en öðlast samt ekki aukna gæfu. Unglingarnir, sem fæddir eru i velsæld, hafa betri aðstöðu til að laga sig að henni. Þeir notfæra sér velsældina óspart og gera sér litla grein fyrir þeirri sjálfsafneitun hinna eldri, sem hefur byggt velsældina upp. En þeir sjá hins vegar greinilega ýmsa gervimennsku, helgislepju, tvöfeldni og annað ófagurt mannlif i heimi hinna fullorðnu. Ef til vill hafa hinir fullorðnu fórnað of miklu til að byggja velsældina upp með miklum hraða. Ef til vill hafa þeir i leiðinni týnt einhverju mikil- vægu úr sjálfum sér. Þetta hafa margir ungling- ar á tilfinningunni, án þess þó að gera sér nánari grein fyrir þvi. Unglingarnir hafa gert friðsamlega uppreisn gegn heimi hinna fullorðnu. Þeir vilja fara eigin leiðir til að leita að gæfunni, sem velsældin átti að skapa, en gerði ekki. Þeir vilja vera utangarðs- menn i samfélagi hinna fullorðnu. Unglingarnir hópa sig saman i eigin samfélög, með eigin sið- um og venjum. Nýstárlegur klæðaburður er að- eins einn af ytri þáttum þessarar uppreisnar. Tilfinningar sinar túlka unglingarnir fyrst og fremst i tónlistinni, hinni nýju, orkuþrungnu tón- list rafmagnstækjanna, sem er fjarlæg heimi hinna fullorðnu. 1 textunum má svo lesa áhuga unglinganna á að lifa i núinu, vera þátttakandi en ekki áhorfandi i lifinu, leitun að reynslu, barns- lega gleði og afturhvarf til náttúrunnar. 1 unglingunum er sérkennilega öflugt sam- bland af félagshyggju og einstaklingshyggju. Þeir eru mjög háðir samveru og samvinnu við jafningja sina, en leggja um leið áherzlu á að þroska einstaklingseinkenni sin og rækta sjálfs- meðvitund sina. Spurningin mikla er sú, hvers konar mannfélag unglingamir munu byggja upp, þegar þeir hafa tekið völdin i þjóðfélaginu. Við þvi er ekkert svar hægt að gefa á þessu stigi málsins. Aðeins eitt er vist, að unglingarnir munu ekki hverfa aftur til mannfélags þeirra, sem nú eru fullorðnir. Ung- lingarnir eru lagðir af stað i ferð um ókunnar slóðir með framandi áningarstöðum. — JK Þúsund vatna landiö, sem hefur rússneska björninn á næsta leiti viö sig. Þrjótíu ára „finnlandi- sering" get- ur haft sínar góðu hliðar Þrjátiu ár eru nú liðin siðan rússneski björninn á leið sinni til að brjóta niður leifar 1000 ára rikis Hitlers — undirritaði i Moskvu ekkiárásar- og vináttu- samning við Finnland, en með þvi var endi bundinn á fimm ára erj- ur þessara nágranna. Um næstu helgi mun forseti Sovétrlkjanna, Nikolai Podgorny, koma I heimsókn til Finnlands til aö vera við hátiðahöld, sem efnt verður til vegna þessa tilefnis. Þykir ýmsum það merkisafmæli, þvi þarna er um að ræða einstakt samband Sovétrikjanna við eitt vesturlandanna. Annað mál er það svo, hvort öll- um Finnum muni hafa fundizt vináttusamningurinn við Rússa svo mikill gleðiviðburður. Þeir höfðu um nokkurra ára bil eldað grátt silfur við Rússa, þegar Sovétherinn hóf ógnvekjandi liðs- flutninga I átt að landaníærum Finnlands árið 1944 og lét ófrið- lega. Finnum voru settir harðir kostir fyrir friðarsamningum, og urðu þeir að gjalda miklar striðs- skaðabætur. Valdhafarnir I Kreml kröföust þess, að Finnland yrði þaðan I frá hlutlaust riki, og siðar meir voru vináttusamningarnir gerðir til að tryggja að vesturgluggarnir opn- uðust ekki fyrir neinum óboðnum gestum. 1 gegnum árin hafa Sovétrikin einnig komið þvi I kring, að Finnland beindi við- skiptum sínum mikið austur á bóginn. Um leið hafa Sovétrikin hreint út sagt þvingað menn- ingarllf Finna til að bæla niður öll andsovézk öfl eða áhrif. — Það hefur verið kallað finnlandi- sering. Þrátt fyrir að Finnar hafi aug- ljóslega verið undir hæl rúss- neska bjarnarins, hefur þeim tek- izt að viðhalda sjálfstæði sinu og heita enn sjálfstætt kapitaliskt riki. Þó hafa sovézk áhrif fengið þvi áorkað, að kommúnista- flokkurinn var leyfður á nýjan leik I landinu. Hann hefur þó ekki náð að verða neitt það, sem kall- ast mætti leiðandi afl I stjórnmál- um I Finnlandi. A meðan einstöku menn glotta háðslega um leið og þeir taka sér i munn orðið ,, f innlandisering” og láta sér finnast litið til um, hvernig Finnar þola ihlutun Rússa i þeirra málum, þá eru hin- ir þó samt fleiri sem undrast það, hvernig Finnar hafa sloppið við það að verða eitt af lepprikjunum svonefndu, sem Rússar hernámu undir striðslok og hafa aldrei sleppt tökum á siðan. Ekki var þaö hernaðarmáttur Finnanna, sem haldið gat aftur af Rússum. En það eina, sem Finnar hafa orðið að láta undan Sovétrikjun- um á hernaðarlega sviðinu, er leiga á herstöðinni Porkkala, þar sem um 20 þúsund sovézkir dátar hafa hersetu. Leigan rann út 1956. Porkkala var Rússum mikilvæg til að tryggja þeim yfirráð yfir Helsingjaflóa. Vinirnir, Kekkonen og Podgorny. Nú höfðu Finnar barizt við hlið Þjóðverja og lotið i lægra haldi fyrir Sovétrikjunum. En þeir standa samt i dag á eigin fótum og tilheyra meira að segja vel- megunarrikjum, þótt þeir neydd- ust til að greiða þunga skatta i striðsskaðabætur. Samkvæmt friðarsamningun- um 1944 urðu Finnar að láta af hendi 11% af landi sinu, og þar á meðal voru ýmis auðug héruð á borð við Karelia i suðaustur- hlutanum og Petsamo-skagi við Ishafið. — Það var þungbært tjón, sem að auki var á erfiðleikatím- um. Efnahagslif Finna var meira og minna I molum, þegar striðinu lauk. Má þá gera sér i hugarlund, hvilikur skattur það var þeim að eiga að greiða 300 milljón gulldali (á sama gengi og var i gildi 1938) I iðnaðarvörum til Rússa á aðeins 6 árum. En til þess var tekið einmitt á árunum eftir strið, hve Finnar spjöruðu sig vel. Var Finnland þekktast fyrir þetta tvennt: Skil- visi I greiðslu striðsskulda sinna og svo fyrir að eiga mikinn af- reksmann i iþróttum, þar sem var hlaupagarpurinn Nurmi. Illlllllllll MD i'O’M. UMSJÓN: G. P. Til þess að standa i skilum á skuldum þurfti ofboðslegt átak heima fyrir og mikla fjárhagsað- stoð Svia og Marshallhjálp Bandarikjamanna. — En þetta tókst Finnum, og um leið byggðu þeir upp öflugan iðnað. Upp úr 1960 stóð efnahagur Finnlands með miklum blóma, og nú er svo komið, að ýmsir eru farnir að lita svo á, að hinir hörðu kostir, sem þeim voru settir 1944, hafi verið þeim til mikillar bless- unar þegar allt kemur til alls. Sá iðnaður, sem þeir voru knúnir til aö byggja upp, stendur nú undir aðalútflutningi þeirra I dag. Og þegar menn álengdar hafa orð á þvi, að góð sambúð þessara tveggja rikja sé meira byggð á þvi, sem Rússum þykir góð sam- búö, þá segja Finnar, að litil- magni (aðeins 4,7 milljónir búa i Finnlandi) i Austur-Evrópu eigi ekki um annað að velja. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.