Vísir - 11.10.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 11.10.1974, Blaðsíða 16
vísir Föstudagur 11. október 1974. Nœrrí y helmings aukning á fóstur- eyðingum Löglegum fóstur- eyðingum fjölgaði um rösk 47% á Islandi milli áranna 1972 og 1973. Leyfðar voru 154 fóstur- eyðingar fyrra árið, en 227 hið siðara. „ÓHUGGULEGT UM AÐ LITAST" — segir Harry Steinsson á ísborginni, sem losar hjálpargögn í Honduras. Islenzk skip um öll heimsins höf um þessar mundir ísborgin, islenzka flutningaskipið, lýkur við að losa farm á flóðasvæðunum i Honduras i dag. Skipið hefur verið i 4 daga i Honduras að losa vörur, sem Banda- rikjamenn sendu með skipinu frá New Orleans vegna neyðar- ástandsins þar. Hér er einkum um að ræða kornvörur og matar- olíu. Samband var haft viö Harry Steinsson skipstjóra, Is- borgarinnar, i gær og sagði hann, að ástandið i landinu væri hryllilegt. Landið væri allt sundurgrafið eftir flóðin og óhuggulegt um að litast. I hafnarborginni Puerto Cortes þar sem skipið losar farm sinn verður eyðileggingar- innar ekki mjög mikið vart, en strax og komið er út fyrir borgina blasa hörmungarnar við. Að sögn íslendinganna er griöarlegur fjöldi manna heimilislaus, en ekki varð annað séð en hjálparstarfið væri komið á góðan rekspöl. Isborgin flutti fyrir þessa ferð áburð frá Antwerpen til Aquapulco á vesturströnd Panama, en ekki er fullákveðið hvert Isborgin heldur frá Honduras. Að sögn Þorvaldar Jónssonar skipamiðlara, sem hefur 4 islenzk skip á sinum vegum, hafa litil verkefni verið fyrir þau i Islandssiglingunum frá miðjusumri.Eftiraðmegnið af loðnumjölinu hafði verið flutt utan og innflutningsæsingurinn rénaði hafa skipin þvi verið i leiguferðum erlendis. Isborgin hélt utan 15. ágúst og hefur ekki komið heim siðan. Sæborgin er nú i Júgóslaviu, þar sem hún losar salt. Suðurland er að flytja stykkjavöru frá Antwerpen til Tripoli. Flutningaskipið Svanur, sem Harry Steinsson skipstjóri um borð i skipi sinu, ísborginni. aðilar úr Grundarfirði hafa keypt var afhent i Jeddah við Rauðahafið fyrir skömmu. Aðal- eigendurnir eru skipstjóri á skipinu og fyrsti vélstjóri. Eftir afhendinguna hélt skipið þegar til Bombay á Indlandi. Þar lestaði skipið járn, sem það á að sigla með umhverfis alla Afriku og til Benghasi i Libýu. Sigl- ingin tekur um tvo mánuði og veröur aðeins komið við I landi tvisvar á leiðinni til að taka oliu. Svanur lestar siðan salt i Túnis, sem það flytur til íslands, og þar á meðal til heimahafnar sinnar, Grundar- fjarðar. — JB Visir grennslaðist fyrir um, af hverju þessi aukning stafaði. Hjá landlæknisembættinu fengum við þau svör, að ekki hefði verið unnið úr skýrslum um ástæður til fóstureyðinga, en þó lá ljóst fyrir, að ekki var um neinn veikinda- faraldur að ræða árið 1973, svo sem rauöa hunda, sem dygði til að skýra þessa aukningu. „DÓTTIRIN TREYSTIR ÞVÍ AÐ ÉG SKANDALÍSERI EKKI" Þaö er þvi freistandi að gera sér I hugarlund, að aukið frjáls- lyndi lækna, samfara miklum umræðum um frjálsar fóstur- eyðingar, kunni að vera megin- orsök aukningarinnar. —SH segir Soffía Jakobsdóttir, sem afklœðir sig í Kertalog „Hvað gerir ekki manneskja i örvæntingu sinni, ef hún reynir að halda i það, sem henni hefur þótt vænzt um I lifinu,” segir Soffia Jakobsdóttir leikkona um Sparakstur tœkin eiga Bilar með litlar vélar eru ekki endilega einu bilarnir, sem eru sparneytnir á eldsneyti. Stórir bllar geta verið sparneytnir á þann hátt að eyða minna elds- neyti en aðrir bllar I sama stærðarflokki Þetta atriði ætlar Islenzki bif- reiða- og vélhjólaklúbburinn1 að taka með i reikninginn I sparakstri þeim, sem klúbburinn stendur fyrir sunnudaginn 20. október. Þá verður bilum skipt niður i fjóra flokka eftir rúmtaksstærð # og trylli- möguleika vélanna. En að sjálfsögðu verður aðalsigurvegari keppninnar sá, sem kemst lengst á þeim 5 litrum af benzini, sem hverjum kepp- anda verður úthlutað. Þetta gerir eigendum stórra bila kleift að spreyta sig I keppni við þá, sem standa jafnir að vigi. Að sögn Vigsteins Vernharðs- sonar, formanns Islenzkra bif- reiða- og vélhjólaklúbbsins, hefst keppnin kl. 14 annan sunnudag. Lagt verður af stað frá benzinstöð Esso á Artrúnshöfða og ekið austur fyrir fjall. —-ÓH September ekki lengur só hœttulegasti? — umferðarslys fœrri en óður „Við skulum vona, að vegfar- cndur hafi tekið sig svona á. Það er athyglisvert, að slys skuli vera færri I septembermánuði, en á þessum tlma hefur slysa- fjöldi verið almestur siðustu fjögur árin. Og það má segja að frá 1966 hafi slys verið flest eða næstflest I september.” Þetta sagði Pétur Svein- bjarnarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, þegar við höföum samband við hann um slys i september, sem hefur verið hættulegasti mánuður ársins I umferðinni. I september slðast liðnum voru 553 slys á móti 633 I fyrra. Af þessum umferðaróhöppum voru 83, þar sem slys urðu á fólki, en I september I fyrra voru þau 111. Slík umferðarslys I ár eru þau I 28 færri en i þessum mánuði I fyrra. Slöast liðin fjögur ár eru umferðarslys á fólki I septembermánuði að meðaltali 94, og sést þá, að fjöldi umferð- arslysa I mánuðinum I ár er undir þvi meðaltali. Bráðabirgðaskráning Umferöarráðs um umferöarslys I september tekur til 18 lög- sagnarumdæma og er nokkuð nákvæm þvi hún nær til lög- sagnarumdæma, þar sem 98% allra umferðarslysa urðu á siðasta ári. Þá niu mánuði, sem af eru árinu, hafa oröið 5248 umferðar- óhöpp, þar af 719 slys á fólki, þar sem 993 slösuðust og 15 lét- ust. Sömu mánuði ársins 1973 voru skráð 5348 óhöpp, þar af 727 með meiðslum á fólki og 22 létust miðað við sömu mánuði. —EA móðurina sem hún Ieikur I Kertalog leikriti Jökuls Jakobs- sonar. Leikritið Kertalog verður aftur tekið til sýningar hjá Iðnó i kvöld. Soffla Jakobsdóttir heldur áfram að leika hlutverk móðurinnar, en hún tók við þvl hlutverki af Brynju Benediktsdóttur á miðju siðasta leikári. Helgi Skúlason er nú kominn I hlutverk föðurins I stað Steindórs Hjörleifssonar. Jökull gerði ráð fyrir þvi þegar hann skrifaöi verkið, að móðirin yrði látin afklæða sig fyrir fullu húsi áhorfenda. Þetta gerist I atriði, þar sem móðirin er á tali við son sinn, sem leikinn er af Arna Blandon. „Það er auðvitaö umdeilt, hvort afklæðingin eigi rétt á sér. Eins er umdeilt, hvernig að þessu er staðiö. En ég sný bakhlutanum I áhorfendur og sé þvi siður við- brögð þeirra. Einstaka sinnum heyri ég þó andköf, þegar ég afklæði mig, eins og þetta virki sjokkerandi á fólk. Ég var valin I þetta hlutverk eftir að Brynja fór. Ég hafði séð hana gera þetta sama og þaö virkaði ekki illa á mig framan úr salnum. Hún hafði rutt brautina og þvi var þetta auðveldara fyrir mig. Hefði ég hins vegar átt aö verða sú fyrsta, heföi ég hugsaö mig betur um. Þetta atriði er ekki hugsað til þess að auka aðsóknina, heldur er þetta hluti leiksins. Móðirin hittir I þessu atriöi son sinn, sem er farinn að heiman. Hann er sá eini, sem henni hefur nokkru sinni þótt vænt um og útrás ástar hennar beinist öll til hans. Þegar þau hittast á ný, fer hún að tala um þá tlma er þau kúrðu saman undir sænginni og siðan eykst ákafinn stig af stigi, þar til hún afklæðir sig,” segir Soffia. „Sllk nektaratriði eru orðin mjög algeng. Þegar ég fór og horfði á nokkrar sýningar I London fyrir skömmu kom nektaratriði fyrir I annarri hverri sýningu. Hér hófst þetta fyrst með Faust og siðan hefur beru fólki brugðið fyrir I nokkrum leikritum. Hvernig fólkið mitt hafi tekið þessu atriði. Ég spurði hvorki kóng né prest. Ég talaði um þetta við 12 ára dóttur mina að visu. Hún var efins til að byrja með, en treysti mér samt til að skandalisera ekki. Þetta er mjög skemmtilegt verk og ég fæ þarna I fyrsta skipti tækifæri til að leika upp fyrir minn eigin aldur,” sagði Soffia Jakobsdóttir leikkona að lokum. —JB „Ég heyri stundum andköf utan úr sal, er ég sný nöktuni afturendanum i áhorfendur,” segir Soffia Jakobsdóttir, leikkona'.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.