Vísir - 11.10.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 11.10.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 11. október 1974. 3 Lítið um „bíla- ferðir' héðan til útlanda Hvað kostar að fara með bilinn sinn til Evrópu- landanna? Við fengum svarið hjá Eimskipafélagi Islands. Það var upp- gefið i erlendum gjaldeyri, en við margfölduðum með genginu eins og það var skráð 7. október 1974: Norðurlöndin öll: 2.400.00 danskar krónur, eða kr. 46.800.00 islenzkar. Þýzkaland, Holland, Belgla: 12 00 vestur-þýzk mörk, eðakr. 54.180.00 islenzkar. Bretland: 144 sterlingspund, eða kr. 39.810.00 islenzkar. Þetta verð er fyrir bilinn báðar leiðir, en þá er áð sjálfsögðu ekki meðreiknað fargjald fyrir þann eða þá, sem ætla að nota bílinn. Eins og kunnugt er, hefur Eimskipafélagið litla mögu- leika til þess að taka farþega, en þó er pláss fyrir þrjá farþega i þeim skipum, sem ganga á Rotterdam og Hamborg. Við fengum einnig þær upplýsingar, að litið hefði verið um bilaflutninga af þessu tagi, þótt svolitið hefði verið af þeim I sumar. Einkum munu það útlendingar, sem koma hingað með bila sina, en minna er um, að íslendingar fari með ökutæki sin til útlanda. — SH Fyrir nokkrum árum kom hingað bilaskip með farm nýrra bfla. Eins og sjá má, er auðvelt að aka að og frá borði, en þarf ekki að sveifla bflunum upp og ofan. leigja slika ferju eitt sumar til reynslu. Annars er þetta allt ófrá- gengið enn og ómögulegt að segja neitt ákveðið. Þetta mál er þess eðlis, að það verður að athuga niður i kjölinn og reyna að gera rekstrarkönnun fyrirfram. Ég vil leggja á það áherzlu, að þetta á ekki að vera skip á borð við Gullfoss og öll þjónusta um borð yrði að vera i lágmarki, menn gætu jafnvel tekið með sér skrinukost, ef þeir vildu það. ’ ’ SH Sonur minn hætti ■ auðvitað vinnu samstundis þarna. Ég hef borið þetta mál undir Dagsbrún, og þar hafa forráðamenn lýst sig mjög undrandi á þessu og ætla að hafa samband við stöðvarstjór- ann. Ég á reyndar engin orð til að lýsa furðu minni yfir þessum brottrekstri, sem virðist eingöngu vera vegna þess að strákurinn at- yrti söngflokkinn. En það er til skammar, að fólk- ið skuli ekki hafa þennan hálftima, sem það hefur I mat, til þess að hlusta á fréttir i næði og slappa af frá vinnunni. Ég hef frétt, að Hjálpræðisherinn hafi áður komið þarna til þess að syngja.” fr svindlað með undanþágur? Ólærður skrifar: „iVisi 7. okt. las ég um menn sem noru stöðvaðir i múrverki vegna þess að þeir voru ólærðir. Tekið var fram að hægt væri að sækja um undanþágu. Hver er hún? Mér skilst að hægt sé að taka sveinspróf ef maður hefur unnið 10 ár hjá meistara. En ekki ef maður hefur unnið sjálfstætt. Mega meistarar hafa ólærða menn i vinnu? Ég veit um mann sem fékk rétt- indi nýlega i þessari iðngrein, þó hann hefði ekki unnið þann tima, en hafði meistara sem gáfu með- mæli. Ekki var athugað hvort þau höfðu við rök að styðjast. Mig langar til að vita á hvaða forsend- um menn fá þessi réttindi. Tökum dæmi um mann, sem hefur unnið yfir 10 ár en ekki nema 3-4 ár hjá meistara, hann vinnur verk sitt mjög vel, en af sérstökum ástæðum hefur hann ekki lokiðskólaskyldu þegar hann var unglingur.Þessi maður getur ekki setzt á skólabekk og þessi maður fær ekki réttindi, af þvi að hann hefur ekki meistara á bak við sig sem gefur röng meðmæli.” Neyðarbíllinn hefur bjargað mannslífum Nýr slíkur kominn til landsins Nýi ney ðarsjúkrablllinn umtalaði var sendur út I 161 tilfelli á ttmanum 5. september, er hann var tekinn I notkun, til 7. október. 22 af þeim tilfellum voru hjartatilfelli. Af þessum 22 tilfellum voru þó aðeins 9 tilfelli bráð, en i hinum 13 tilfellunum þurfti engar ráðstafanir að gera i bilnum. Að sögn slökkviliðstjóra hefur billinn reynzt mjög fullkominn og góður sjúkrabill og mun full- komnari en aðrir sjúkrabilar hérlendis. 1 bréfi, sem slökkvi- liðsstjóri sendi borgarráði i þessari viku, er einnig ekið fram, að slökkviliðsmenn séu þeirrar skoðunar, að þeir hafi með þessum bil fengið mun betri möguleika á að veita sjúkrahjálp og jafnvel bjarga mannslifum i neyðar- tilfellum. ,,Þess eru nokkur dæmi að billinn hafi jafnvel skipt sköpum. Eitt dæmið er barn, sem við fluttum. Þvi lá við köfnun af völdum sjúkdóms, en i þvi tilfelli kom öndunarvél i bilnum að mjög góðum notum. Barnið lifði með hjálp þessarar vélar. 1 öðrum sjúkrabilum eru súrefnisgeymar, blástursbelgir og sogdælur. Þau tæki eru þó hvorki sjálfvirk né eins full- komin og i neyðarbilnum,” segir slökkviliðsstjóri. ,,Þau rafloststæki, sem i bilnum eru, geta komið sér vel i heimahúsum og eins strax eftir að komið er með sjúkling á sjúkrahús. Mér finnst það aftur á móti ábyrgðarlaust tal, þegar talað er um möguleikana á bvi. að sjúklingi sé gefið raflost i bilnum á ferð. Hins vegar mætti nota rafloststækiö til að taka hjartalinurit á ferð i neyðar- bilnum”. 1 bréfi, sem slökkviliðsstjóri, Rúnar Bjarnason, sendi borgar- ráði 7. október, harmaði hann harða gagnrýni á núverandi rekstur bilsins. Slökkviliðsstjóri fór þvi fram á það við borgarráð, að meðan beðið verði ákvörðunar heil- brigðisyfirvalda um rekstrar- fyrirkomulag bilsins, verði slökkviliðið undanþegið starfs- „Ég tel ábyrgöarlaust að nota raflosttækin á ferð”, segir Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóri. rækslu bilsins og honum skilaö aftur til Reykjavikurdeildar Rauða krossins. Borgarráð fól slökkviliðinu þó áframhaldandi starfrækslu neyðarbilsins og jafnframt var rætt um að athuga möguleikana á þvi, að læknanemar yrðu staö- settir á slökkvistöðinni og færu i ferðir með bilnum Astæðan fyrir bréfi slökkvi- liðsstjóra til borgarráðs var leiöari Morgunblaðsins siðast- liðinn sunnudag, þar sem m.a. kemur fram eftirfarandi: „Hjartabillinn var hvorki keyptur handa slökkviliðinu né öðrum aðilum, sem um hann bitast.heldur handa sjúklingum, sem hann á vonandi þátt i að bjarga á næstu árum.” Nú er kominn til landsins nýr sjúkrabill, sem slökkviliðið i Reykjavik fær til starfrækslu. Hann er af sömu gerð og aðrir sjúkrabilar Reykvikinga, að undanteknum neyöarbilnum. Þessi bill er þó með tveim drifum, en fyrir rekur slökkvi- liðið einn slikan. Að sögn slökkviliðsstjóra verður nýi billinn innréttaður á svipaðan hátt og neyðarbillinn og ætti hann aö koma að góðum notum við neyðarflutninga i ófærð. —JB „Ekki rétt að nefna allt taugaveikibróður” — segir borgarlœknir „Það, sem almenningur kallar taugaveikibróður, eru um 80 tegundir af svokölluðum sal- monellubakteríum. Það, sem við viljum kalla taugaveikibróður, er þó aðeins ein af þessum teg- undum”, sagði Skúli Johnsen borgarlæknir I viðtali við blaðið i morgun. „Það er sem betur fer óhemju sjaldgæft, að hinn raunverlegi taugaveikibróðir berist hingað til lands. Eitt slikt tilfelli kom upp núna fyrir nokkru. Viðkomandi maður var strax settur i ein- angrun og hlaut þar lyfjameð- ferö. Þannig má lækna manninn af þessum kvillum á nokkrum vikum, enda veitég ekki betur en að hann hafi náð sér að fullu áður en hann gat smitað aðra. Þaö eru salmonellubakteriurn ar, sem valda flestum öörum þessara tilfella. Að undantekinni þessari einu, sem ég gat um áðan, eru þær nokkuð meinlausar. Menn verða að visu veikir, fá hita og niðurgang. Fyrir matvæla- framleiðsluþjóð geta þó slikar bakteriur haft alvarlegar af- leiðingar. Menn eru sprautaðir gegn taugaveiki og taugaveikibróður fyrir ferð til Miðjarðarhafs- landanna. Aðrar tegundir salmonellubakterianna en sú hættulegasta komast samt hindrunarlaust leiðar sinnar. Það er þó nokkuð algengt, að menn komi hingað með vægan sjúkdóm af þessum orsökum. Þá vill stundum verða nokkur eltingaleikur til að hafa upp á öðrum, sem þeir kynnu að hafa smitað. Suður i löndum fá menn þessar bakteriur helzt úr mat. Varhuga- verðastur er kaldur matur eða illa soðinn matur. Eins geta menn fengið bakteriurnar i sig úr drykkjum, sérstaklega þó, ef þeir eru keyptir á götum úti,eins úr is og öðru þess háttar”, sagði Skúli Johnsen borgarlæknir. —JB Slœm hálsbólga á ferðinni — og hettusótt af og til Slæm hálsbólgu hefur nú skotið upp kollinum, og þó að hún sé ekki beinlinis orðin far- aldur, er hún þó töluvert I gangi, að sögn borgarlæknis, Skúla Johnsen. Hálsbólgu þcssari fylgir hár hiti, sem getur varað I allt að fjóra sólarhringa, og er þvi bezt að fara vel með sig. Þessi hálsbólga er ekki ein pesta i gangi.heldur er vita'ðmju nokkur tilfelli af hettusótt. Hettusóttin hefur kontið upp af og til i allt sumar. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.