Vísir - 20.09.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 20.09.1975, Blaðsíða 2
2 VÍSIftSPYIl'- Hvaða afstöðu hefur þú til alls- herjarverkfalls kvenna 24. októ- ber næstkomandi? Haraldur Eliasson: — Mér finnst það ágætt. Ég er hlynntur konum. Annars er vandi að svara þessu, konur þurfa mikið að vinna heima og ekki útséð að allar geti látið af þeim störfum heilan dag. Jón G. Stcfáiisson, læknir: — Ég held það sé útilokað að þetta verkfall komi til framkvæmda. Ég held að verkfallið hefði slæm áhrif á karlþjóðina. Karlmenn vita vel hvað konur eru nauðsyn- legar og ég tel að ekki þurfi að árétta það. Konur verða bara að gera sér grein fyrir hvað þær eru nauðsynlegar fyrir okkur og vera betri við okkur. Hjálmar W. Hannesson, kennan: — Ég tel að verkfallið muni opna augu fólks fyrir þvi hvað konur vinna ómetanleg störf. Ég tel að fólk geri sér ekki grein fyrir þvi hvað störf kvenna eru nauðsyn- leg i þjóðfélaginu, t.d. i banka- kerfinu, við heilsugæzlu, kennslu o.s.frv. Það er staðreynd að konur fá lægri laun og þær hafa ekki sömu tækifæri til að vinna sig upp. Reyndar koma þessi mál mjög vel fram i bók þjóðfélags- fræðideildar Háskólans, Jafnrétti kynjanna. Marteinn Jónsson, verkamaður: —- Ég er á móti þvi. Það þarf ekki aðvekja athygli á misrétti kynj- anna þvi það er ekki neitt. Björn Þórarinsson, tónlistarmað- ur : — Mér finnst sniðugt að vekja athygli á jafnréttismálum á þennan hátt. Á verkfallsdaginn ætla ég að sjálfsögðu að elda ofan I mig sjálfur en til að hafa sem minnst fyrir lifinu, ætla ég að hafa skyr og harðfisk i matinn. Hjörtur Tryggvason, bæjargjald- keri á Húsavik: — Mér 1 izt vel á það. Ég er hlynntur þvi áð i Ijos komi hvað störf kvenna eru mikilvæg. Já, á verkfallsdaginn ætla ég að elda sjálfur fyrir mig. Visir. Laugardagur 20. september 1975. um helgina Skrífíð Notið helgina vel — skrifið um hugðarefni ykkar og sendið „Lesendur hafa orðið”. Skrifið um hvaðeina sem ykkur dettur I hug hvort sem það kætir eða grætir. Þessi siða Vísis er sér- staklega hugsuð sem vettvang- ur lesandans. Hann getur komið þvi á framfæri sem hann hefur áhuga á. „Lesendur hafa orðið” stendur öllum til boða. Skrifið og sendið til Visis, Siðumúla 14 Reykjavik, merkt „Lesendur liafa orðið”. Nú ef þið viljið heldur hringja og koma áhuga- efninu þannig á framfæri. Sim- inn er 86611, og umsjónarmaður siðunnar svarar á milli kl. 1 og 3 á daginn. „Hundavinafélagið rangnefni —Sjálfsínsvinafélagið réttara" BÞK — skrifar. Ritað um borð i skipi út af suðurströndinni á 24-04 vakt- inni. Það virðast flestir sem um hundamálið svokallaða fjalla hvort sem þeir eru á móti hundahaldi eða ekki, horfa framhjá einu atriði málsins sem vert er að athuga. í öllum ná- grannalöndum okkar eru hin ýmsu dag-og vikublöð með aug- lýsingar um margbreytilega hundafæðu: frysta, þurrkaða eða niðursoðna. Auk þess alls- konar dót svo sem gerfibein, körfur, skrautklæði, hálsbönd og fleira. Ekki hætta á að gerfibein og skraut- klæði seldust ekki. Illa þekki ég eðli okkar Is- lendinga ef ekki ráðast ein- hverjir framtakssamir kaupa- héðnar i innflutning á slikri vöru. Ef hundahald verður leyft þá ris efalaust upp stórkaup- mannastétt sem lifir og þénar vel á vöru sem fer i hundana. Ekki er hætta að að slika vara seldist ekki þvi það höfum við verið dugleg við að yfirganga hvort annað i einu og öllu. Um slikt eru fá dæmi nema meðal nýrikra smekkleysingja. I þennan innflutning þarf gjald- eyri sem við höfum svo sárlega litið af. Það þarf enginn að segja mér að þetta væri svolftið brot af gjaldeyriseyðslunni. Þessi litlu brot eru nefnilega svo mörg að á þau er ekki bætandi heldur þvert á móti. Nú er ég ekki að skrifa þetta af þvi að ég hafi á móti hundum heldur þvert á möti. Ég er alinn upp við hunda og umgekkst þá við smala- mennsku, gegningar og alhliða störf i sveit. Þar eiga þeir heima og eru frjálsir, elta, bita, fara á lóðari, fljúgast á á mannamót- um og liður vel. Seztu greyið, stattu uppréttur, heilsaðu manninum. Ekki er si og æ verið að kenna þeim mannasiði eins og seztu, stattu uppréttur og heilsaðu manninum, farðu að sofa, og fleira og fleira. Það er hundi óeðlilegt, ég fullyrði það. Af þessum ástæðum og fleiri er ég á móti hundahaldi i þéttbýli. Það er alltaf verið að hasta á þessi grey, þeir mega ekki gera þetta, vera þarna o.s.frv. Ég er einnig á móti hundahaldi i þétt- býli vegna þess hve við Islend- ingar erum kærulausir yfir höf- uð. Það gleymistað passa upp á seppa, hann hleypur i burtu i ævintýraleit eins og eðlið segir til um og geta af þvi leitt ýmis vandræði, svo sem sóðaskapur og fylginautar hans. Eitt dæmið er börnin. Ég á 11 ára gamlan strák sem er ekki sama ennþá verði hundur á vegi hans og hef- ur hann þó verið þar sem hund- ar eru og veit ég ekki til þess að. hundur hafi gert honum nokk- um tima mein. Ég veit að drengurinn er ekkert einsdæmi að þessu l.eyti. Fylgjendur hundahalds i þéttbýli segja að börn verði að fá að umgangast skepnur (hunda). Það held ég að hver verði að segja fyrir sig, eða ætti hver eða önnur hver bamafjölskylda að hafa hund? Það yrði nú meiri seppahjörðin. Það er til félagsskapur sem heitir Hundavinafélagið. Sá félagsskapur berst fyrir afnámi á banni hundahalds i. höfuð- borginni og nágrenni. Félags- skapurinn samanstendur efa- laust af hinu mætasta fólki en fróðlegt væri gaman ef einhver af okkar ágætu fræðingum, rannsakaði og gæti gefið okkui niðurstöðu um hvort rétti- nefni sé á félaginu. Hund til aðstoðar við uppeldi: Nei, þá sem tala sama mál. I deilum sem hafa farið fram i blöðum um málið, hafa and- stæðingar hundahalds, hamrað á sóðaskaþ, smithættu og hundaplágu. En hundahaldsfólk á ágæti þess fyrir mannskepn- una að hafa hunda til að um- gangast, og vitnar þá gjarnan i einhverja lærða prófessora eða fræga menn útlenda, sem mæla með þvi að hafa hund til aðstoð- ar við uppeldi barna. Mér finnst nú persónul. ef foreldrar ráða ekki við uppeldi barna sinna að réttara væri að ráðgast við ein- hvem af okkar eigin kynkvisl sem talar sama mál og við. Þessar hugleiðingar beina huga minum að hinu merkilega nafni Hundavinafélagið. Félagið hef- ur barizt vasklega fyrir tilveru seppa hér i þéttbýli, svo hann megi hafa þroskandi og góð áhrif á borgarana. Málið fyrir æðstu dómstóla — hundseðlið samþykkir ekki bram- boltið. Málið hefur verið dregið fyrir æðstu dómstóla landsins og sfðan er málið borið fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu. Eitt grunar mig. Hundseðlið hefði ekki samþykkt þetta brambolt. Þvi tel ég að félagsmenn Hundavinafélagsins ættu að fella niður að mér finnst rang- nefni félagsins og kalla það Sjálfsinsvinafélagið, þvi ég álit það ekki bera vott um vinskap við hund að halda honum i um- hverfi sem er óeðlilegt náttúru hans. Þeir sem eru sannir hundavinir og eitthvað þekkja til hunda sjá og vita að hundum leiðist og þeim liður illa nema þessum tiltölulega fáu stund- umþegar nýjabrumið er farið af, þegar þeim er sinnt eða þeg- ar koma gestir þá er verið að sýna hvað hann kann i manna- siðum svo manni ofbýður fárán- leikinn. Hundavinir eiga að standa saman um að losa hund- inn við þá plágu að vera leikfang eða einhver trúður fyrir mis- jafnan Ibúa þéttbýlisins. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Tolvon gölluð — ekki ný í staðinn. Bara gert við Hneykslaður faðir skrifar: „Sonur minn keypti sér litla vasatölvu á föstudegi. Hún var auðvitað athuguð og reynd yfir helgi og fljótlega kom i ljós að hún stimplaði ekki réttar tölur inn. Kom sVo þar að auki með rangar útkomur. Til dæmis var 5+6 öðru hvoru 9 en stundum kom þó hin rétta útkoma 11. Ég fór með tölvuna (það er eins árs ábyrgð á henni) til verzlunarinnar á mánudeginum og vildi fá aðra tölvu. Nei, var svarið. Við litum bara á þessa tölvu sem keypt var. Þaðkemur oft fyrir að hellt sé inn i þær kók og svo er komið og beðið um nýjar tölvur. Verksmiðjan sem framleiðir þær myndu bara hlæja að okkur aðvera að senda þeim tölvur til baka. Þvi miður sætti ég mig við þetta þótt auðvitað yrði ég bál- vondur. Næsta dag kom ég svo og fékk sömu tölvuna — viðgerða. Mér er spurn. Er þetta rétti mátinn hjá seljendum að af- greiða mál á þennan hátt? Keypt var ný vara sem átti að vera i lagi. Hún reyndist gölluð. Þá á kaupandinn að sitja uppi með hana, en ekki seljandinn? Eru svona verzlunarmátar for- svaranlegir? Hver litur eftir þvi að slikt viðgangist ekki. Ef fullorðnir menn fá svona af- greiðslu i verzlunum hvernig af- greiðslu fá þá krakkarnir?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.