Vísir


Vísir - 20.09.1975, Qupperneq 20

Vísir - 20.09.1975, Qupperneq 20
Laugardagur 20. september 1975. Sýnir mynd- listaverk, sem tfljóta ó Tjörninni Gunnar Geir Kristjánsson ætlar að taka upp á þeirri nýjung að sýna nýtt stilbrigði er hann kallar verðbólgustil. Hann ætlar að sýna nokkur verk af þessu tagi, þar sem þau fljóta á Tjörninni. Sýningin verður milli klukkan 3 og 5 á sunnudag, auðvitað niður á Tjörn. HE „30% afföll venju- legust" segja fasteignasalar um afföll af skuldabréfum til þriggja óra Nokkrir fasteignasalar hafa liaft samband við blaðið, og scgj- ast ckki geta fallizt á tölur i frétt um afföll af skuldabréfum. Fréttin, sem birtist á fimmtu- dag, fjallar um ástand á skulda- bréfamarkaðinum. I lok fréttar- innar er sagt frá þvi, að blaðið hafi fregnað að afföll af þriggja ára skuldabréfum geti verið allt að 60 prósent. Þessi tala er ekki fengin frá viðmælanda blaðsins i fréttinni heldur frá öðrum heimildum. Fasteignasalarnir segja að þessi tala gefi villandi upplýsing- ar um núverandi ástand á skulda- bréfamarkaðinum. Þeir segja að afföll af þriggja ára skuldabréf- um séu 30 til 32 prósent. „Fáir mundu fallast á 60 prósent afföll nema i ýtrustu neyð. 30 prósent afföll endurgreiða að fullu þriggja ára bréf, og riflega það, þrátt fyrir stöðuga 50 prósent verðbólgu,” sagði einn fasteigna- salinn. Hann sagðist ekki þekkja til þess að skuldabréf til þriggja ára hafi verið selt með 60 prósent afföllum. —ÓH Akraborg fjölgar ferðum Akraborgin reynist svo vinsæl, að ákveðið hefur verið að fjölga ferðum hennar milli Keykjavikur og Akraness. Kerðunum vcrður fjölgað i næsta mánuði. Fer Akra- borgin þó fjórar feröir á dag frá Reykjavík og fjórar frá Akranesi. -ÓH. RANNSOKNARNEFND I ÁRMANNSFELLSMÁLIÐ Það var samþykkt f einu hljóði á fundi borgarráðs Reykjavikur i gærmorgun, aö skipa sérstaka rannsóknar- nefnd til að rannsaka tii hlitar hlið svonefnda Ármannsfclls- mál. Björgvin Guðmundsson, borgarfuiitrúi Alþýðuflokksins, bar fram þessa tillögu sem var samþykkt samhljóða. , ,Ég vil að borgin sjálf rann- saki þetta mál niður i kjölinn,” sagði Björgvin i viðtali við Visi. ,,Ég tel að slik nefnd geti gert það. Hún hefur aðgang að öllum embættismönnum borgarinnar og getur leitað eftir upplýsing- um hjá Armannsfelli og hús- bygginganefnd Sjálfstæðis- flokksins um framlög umrædds fyrirtækis i byggingasjóðinn.” Það verður skipað i nefndina á þriðjudag. Það mun vera vilji borgarráðs að borgarfulltrúar verði i nefndinni og þá fulltrúar allra flokka, sem eiga fulltrúa i borgarstjóm. Björgvin sagði: „Ég tel eðlilegra að borgin sjálf upplýsi málið áður en opinber rannsókn fer fram. Ef nefndin rekur sig hins vegar á einhverja fyrirstöðu þá er það alltaf opin leið aö senda málið til saksókn- ara.” AG BEITA MALBIKI GEGN DÆTRUM ÆGIS Sjórinn hefur löngum verið okkur íslending- um ódæll. Jafnvel gangstéttir okkar verða sumar hverjar fyrir barðinu á „dætr- um Ægis”. Gangstéttin við Skúlagötu var orðin svo illa leikin eftir brimið að gatnagerðar- menn borgarinnar gáf- ust loks upp á notkun gangstéttarhellna. Núna í vikunni voru þær fjarlægðar og malbikunarmenn lögðu nýja gangstétt þess i stað. —Ljósm: Loftur Hlutafélag eða hvað? í haus Dagblaðsins, sem birt- ur er daglega yfir leiðara blaðs- ins, er meðal annars að finna þær upplýsingar, að útgáfufé- lags blaðsins sé Dagblaðið h.f. Það sætir þó nokkurri furðu, þar sem hjá Firmaskrá Reykjavikur er ekki skráð neitt hlutafélag með þessu nafni. Aftur á móti er skráð þar einkafyrirtæki á nafni Jónasar Kristjánssonar, sem ber þetta heiti.Erþað fyrirtæki rekið af Jónasi og með ótakmarkaðri ábyrgð. Skrásetning þessa fyrirtækis var tilkynnt i Lögbirgingablað- inu þann 10. september siðast- liðinn og hljóðaði tilkynningin svo: „Hér með tilkynnist, að ég undirritaður, Jónas Kristjáns- son, rek fyrirtæki i Reykjavík undir nafninu Dagblaðið. Tilgangur fyrirtækisins er rekstur og útgáfa dagblaðs i Reykjavik.” HV— Heildaraflinn minnkaði um 9000 lestir Heildarfiskafli islendinga þúsund lestir. — Erlendis var fyrstu átta mánuði ársins landað tæplega 9000 lestum af minnkaði um 9000 lestir: úr 808 sild, en á sama tima i fyrra þúsund lcstum i fyrra i 799 þús- rúmlega 21 þúsund lest. — und lestir. — Þorskafli báta Itækjuafli er svipaður I ár og i minnkaöi um 300 lestir, en fyrra og sama er að segja um þorskafli togaranna jókst um 22 hörpudisksaflann. „Von mín að vandinn — segir verðandi sendiherra íslands í Stóra-Bretlandi — Ég hugsa allgott til þess að flytja mig um set til London og taka við embætti sendiherra ts- lands þar —, sagði Sigurður Bjarnason, sendiherra, i viðtali við. Visi í gær. Sigurður hefur um árabil gegnt embætti sendiherra i Danmörku en mun láta af þvi siöari hluta janúar á komandi ári til þess að taka við embætti sendiherra landsins i Bretlandi. — Það liggur i augum uppi hvaða mál ber hæst við sendi- ráðið i London, sagði Sigurður leysist" ennfremur, og að svo stöddu tel ég ekki timabært að tjá mig mikið um það. Ég vona aðeins að þau vandamál sem uppi eru milli tslendinga og Breta leysist á farsælan hátt. Það er greinilegt að meðal Breta er vaxandi skilningur á málstað okkar tslendinga. Gætir þar meðal annars áhrifa hafréttarráðstefnu, svo sem annars staðar i heiminum. Annars vil ég aö það komi fram. sagði Sigurður, að mér hefur liðið vel hér i Danmörku. Hér hefur margt jákvætt verið gert á þessum tima og unnið hefur verið að mörgum þörfum málum. — Sigurður mun leysa af hólmi Niels Parsberg Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra ILondonum fjögurra ára skeið. Niels mun taka við embætti sendiherra i Bonn. —HV

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.