Vísir - 20.09.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 20.09.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Laugardagur 20. september 1975. 7 Flokksvaldið vildi ekki sjálfstœða bókaútgáfu — Um átökin í Máli og menningu Eftir aðalfund fé- lagsráðs Máls og menningar sem Visir greindi frá i gær hefur Alþýðubandalagið náð yfirhöndinni i útgáfufé- laginu. Samkvæmt upplýsingum sem Visir hefur aflað sér, mun aðförin að Sigfúsi Daðasyni hafa verið gerð þar sem áhrifa- menn i flokknum voru Sigfds Daöason. A bak viO hann hafa staOiO rithöfundar og gamlir sósialistar sem ekki viija aö bókaútgáfan sé háö flokksvaldinu. honum ósammála um að Mál og menning ætti að vera sjálfstæð gagn- vart flokknum. Ýmsir fjármálamenn tengdir flokknum hafa einnig talið að ágóðasjónar- miða hafi ekki verið gætt sem skyldi i rekstri bókaútgáfunn- ar. SigfUs Ðaðason mun margoft hafa neitað að ganga flokks- pólitiskra erinda ístarfisínu hjá Máli og menningu. Þegar vinstri stjórnin fór frá i fyrra- hausttöldu áhrifamenn i flokkn- um nauðsynlegt að auka áhrif hans i útgáfufélaginu og koma þar á launaskrá mönnum sem m.a. höfðu starfað i ráðuneyt- unum. Magnús Kjartansson hafði forgöngu fyrir þessum að- gerðum. Flokkurinn þurfti að koma mönnum að Þröstur Ólafsson, sem vann fyrir Magnús Kjartansson i iðn- aðarráðuneytinu, var kjörinn formaður Alþýðubandalagsins i Reykjavik um það leyti sem hann hætti i ráðuneytinu. Jafn- framt var hann settur á launa- skrá hjá Mál og menningu eftir að Sigfús Daðason hafði verið felldur við formannskjör i félag- inu. Þröstur tók siðan við fram- kvæmdastjórninni af Sigfúsi en hann var eftir það útgáfustjóri. Þorleifur Einarsson, sem kjörinn var formaður i fyrra, hefur stjórnað félaginu að meira og minna leyti framhjá aðalst jórninni að þvi er talið er með svonefndri rekstrarstjórn. 1 henni hafa átt sæti Björn Svan- bergsson endurskoðandi og bók- haldari fyrir öll hlutafélög á vegum Alþýðubandalagsins, Jón Steinar Haraldsson, verzlunarstjóri og Sveinn Aðal- steinsson, prentsmiðjustjóri i Hólum hf. Sigfús Daðason mun hafa taliðþessa stjórnarhætti ó- lögmæta. Sigfús hrakinn burtu A aðalfundinum sl. þriðjudag var Sigfús Daðason endanlega felldur úr stjórn Máls og menningar að kröfu Þorleifs Einarssonar með þeim rök- stuðningi að starfsmenn i ábyrgðarstöðum hjá félaginu mættu ekki sitja í stjórn. Krist- inn E. Andrésson mun þó á sinni tlð bæði hafa verið formaður og framkvæmdastjóri. Jafnframt munu stuðningsmenn Sigfúsar Daðasonar benda á að Þorleifur Einarsson sé höfundur bókar, sem sé snar þáttur i útgáfu fé- lagsins. Þeir sem helzt hafa staðið að aðförinni gegn Sigfúsi og viljað ná flokkslegum tökum á Máli og menningu eru Magnús Kjart- ansson og Einar Olgeirsson. Talið er að Ólafur R. Einarsson, sonur Einars Olgeirssonar, eigi núað taka við einhverjum störf- um hjá félaginu. Með Sigfúsi hafa staðið ýmsir rithöfundar, eins og t.d. Ólafur Jóh. Sigurðs- son. Þá hafa fylgt honum að máli Lárus Blöndal, bókavörð- ur, Anna Einarsdóttir, dóttir Einars Andrésssonar og Guð- steinn Þengilsson, læknir. A aðalfundi félagsráðs sl. þriðjudag beittu andstæðingar Sigfúsar Daðasonar fyrir sig Jóni Guðnasyni, sagnfræðingi. Hann bar fram allar tillögur þeirra á fundinum. Eftir þessa aðför ákvað Sigfús Daðason að segja upp starfi sinu hjá Máli og menningu. Visir hefur fengið þær upplýsingar að nýja st jórnin hafi ætlað að bjóða Sigfúsi starf bókmenntaráðu- nauts á halfs dags kaupi. Til þessa kom ekki, en þetta tilboð hefði i raun þýtt uppsögn. Fjármálamennirnir taka hlutafélögin Mál og menning á bókabúð Máls og menningar. Bókabúðin hefur skilað arði sem notaður hefur verið i þágu bókaforlags- ins. Mál og menning á einnig meirihluta i Vegamótum hf., sem á húseignina að Laugavegi 18. Það fyrirtæki mun vera not- að til þess að jafna reikninga fyrir skattauppgjör. Ef reikn- ingar aðalfyrirtækjanna sýna hagnað er húsaleigugjaldið til Vegamóta hækkað til þess aö ná reikningslegum jöfnuði. Þriðja fyrirtækið sem tengt er þessu máli er prentsmiðjan Hólar hf. og Mál og menning hefur átt meirihluta hlutafjár i þvi fyrirtæki. Sigfúsi Daðasyni mun m.a. hafa verið legið á hálsi fyrir að hafa beint verk- efnum til annarra prentsmiðja en Hóla hf. Samkvæmt upplýs- ingum, sem Visir hefur aflað sér, fór fram hlutafjárútboð i Hólum hf. i sumar. Prent- smiðjustjórinn, Sveinn Aðal- steinsson, og Þórólfur Daníels- son munu þá hafa keypt hluta- bréf hvor um sig fyrir eina og hálfa milljón króna og Björn Svanbergsson fyrir hálfa milljón króna. Fjármála- og flokksvaldið Talið er að eftir þessar að- gerðir hafi flokkurinn náð full- um yfirráðum yfir bókaútgáfu Máls og menningar og þeim fyrirtækjum og hlutafélögum sem þenni hafa verið tengd. Prentsmiðjan Hóiar hf. vaí upphaflega stofnuð fyrir for- göngu Kristins E. Andréssonar og var þá i raun réttri hluti af Máli og menningu. Eftir hluta- fjárútboðið i sumar hafa nokkr- ir fjármálamenn náð yfirhönd- inni i prentsmiðjunni og mun hún nú vera rekin út frá þeirra hagsmunum. íþessum átökum sem átt hafa sér stað innan Máls og menn- ingar koma fram ólik öfi innan Alþýðubandalagsins. Flokks- valdið og fjármálamennirnir virðasthafa tekið höndum sam- an í þvi skyni að ná bókaútgáf- unni i sinar hendur. A móti þeim standa ýmsir gamlir sósialistar og rithöfundar. Inn i þessa mynd virðst einnig blandast K.s.m.l., en talið er að Vésteinn Lúðviksson sé á þeirra snærum. Hann mun einnig hafa tengsl við fjármálamennina i Hólum hf. Þó að Kristinn E. Andrésson hafi alla tið verið mikill flokks- maður, náði flokkurinn aldrei yfirráðum yfir bókaútgáfu Máls og menningar meðan hans naut við. Eftirhatrömm átök, sem nú hafa staðið i meira en ár, hefur þessari stöðu verið snúið við. —ÞP. Þorleifur Einarsson erindreki fjármála- og flokksvaldsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.