Vísir - 20.09.1975, Side 12

Vísir - 20.09.1975, Side 12
12 Visir. Föstudagur 19. septcmber 1975. Merkjasala — Merkjasala Dagur dýranna er á morgun, sunnudaginn 21. sept. Sölubörn, komið og seljið merki, þau verða afhent i eftirtöldum skólum w I Reykjavík: Melaskóla, Austurbæjarbarnaskóla, Breiðholtsskóla, Árbæjarskóla, t A Seltjarnarnesi: Mýrarhúsaskóla. r I Kópavogi: Digranesskóla. í Hafnarfirði: Lækjarskóla. Opið frá kl. 10-4. 20% sölulaun og söluhæstu börnin fá verðlaun. Laus fulltrúastaða Staða fulltrúa i bókhaldsdeild stofnunar- innar er laus til umsóknar. Laun sam- kvæmt launakerfi rikisins. Umsóknar- frestur til 2. október. Nánari upplýsingar gefur forstjóri eða deildarstjóri. Reykjavik, 16. september 1975 Tryggingastofnun ríkisins. Nauðungaruppboð sem auglýst var 114., 16. og 18. tbl. I.ögbirtingablaðs 1975 á hluta I Kóngsbakka 6, þingl eign B.S.A.B. fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri, miðvikudag 24. september 1975 kl. 11,00. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nouðungaruppboð sem auglýst var f 26., 28. og 30. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á Kambsvegi 27, þingl. eign Stefáns ólafssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri, þriðjudag 23. september 1975 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var 114., 16. og 18. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á hluta I Krluhólum 2, talinni eign Hafsteins Björnssonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka tslands og Kjartans R. ólafssonar hrl, á eigninni sjálfri miðvikudag 24. septem- ber 1975 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 26., 28. og 30. tbl. Lögbirtingablaðís 1975 á hluta I Jörfabakka 14, þingi. eign Kristjáns Rafns- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Rcykjavík á eigninni sjálfri, þriðjudag 23. september 1975 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Sama diskó- tektízkan í USA og hér Diskótekum hefur fjölgað að undanförnu á fleiri stöðum en i Reykjavik. Þau hafa haldið innreið slna I Bandarlkin og það svo hressilega, að einna helzt mætti likja við æði. Þannig hafa risið hundruð diskóteka I New York einni, og ætti það að gefa góða hugmynd um vinsældir þeirra þar vestra. Þetta er að visu ekki i fyrsta skipti sem diskóteka verður vart i Ameriku, þvi um svipað leyti og þau breiddust út um Evrópu fyrir nokkrum árum, var reynt að stofnsetja nokkur þar, en svo illa var að málum staðið, að þau fóru flest á hausinn fljótlega. Var þar að miklu leyti um'að kenna þvi, að klúbbeigendurnir héldu sig geta skellt inn plötuspilurum á barinn ásamt nokkrum plötum, og þá væri komið diskótek. Þau sem lifðu áfram, voru auglýst sem „English Disco”, hvað þýddi að staðnum hafði verið gerbreytt og hann innréttaður upp á nýtt, og voldugum hljómflutningstækjum komið fyrir upp á enska visu. Samfara aukningu diskóteka i Bandarikjunum hefur fylgt geysileg þróun á hljómtækja- framleiðslu landsmanna. Þekktustu fyrirtækin hafa hafið framleiðslu á diskótek-- hátölurum og mixerum, og ýmiss konar ný ljósatæki hafa skotið upp kollinum. Meðal þessara fyrirtækja eru Sansui, Pioneer, JBL og Bose. Þvi eru hin nýju diskótek þar i landi nú yfirleitt mjög vel tækjum búin,' og hefur það að töluverðu leyti stuðlað að velgengni þeirra. Það er mjög mislitur söfnuðúr sem sækir diskótek i Banda- rikjunum, eins og gefur að skilja, og er mikið um að hvert diskótek hafi sina föstu „kúnna” ef svo mætti að orði komast. Blökkumenn sækja staði sem eingöngu spila soul, hvitt millistéttarfólk þá staði sem þvi er hleypt inn á og spila blandaða tónlist með rokki'vafi. Fina fóikið sækir lokuð diskótek, sem það getur haft út af fyrir sig. öllum er þessum stöðum það þó sámeiginlegt, að þó nokkur hluti fastagesta er áttavilltur hvaðkynlif snertir og gildir þá einu hvort karlmenn eða kvenmenn er um að ræða. Virðast þessir hópar skemmta sér hið bezta á diskótekum. Diskótekin eru yfirleitt i stærra lagi i Bandarikjunum, og rúma töluvert fleiri en slikir staðir i Bretlandi og Evrópu. Algengt er að þau taki milli fimmhundruð og þúsund manns, og séu á fleiri hæðum. Þetta eru í sumum tilfellum gömul biói, sem breytt hefur verið i diskótek. Diskótekin hér- lendis eru af þeirri stærð, sem algeng er i Evrópu, rúma i kring um fjögur hundruð manns. Óðal og Sesar, hin tvö nýju diskótek i Reykjavik eru bæði innréttuð með þá starfsemi i huga, og hafa þegar öðlast miklar vinsældir, þá væntanlega á kostnað hinna eldri veitinga- húsa sem fyrir eru. Nokkrar getgátur eru upþi um, hvers vegna plötur skuli allt i einu vera orðnar svo vinsælar sem raun ber vitni, og hvemig standi á þvi að fólk skuli taka þær góðar og gildar sem skemmtikrafta. Ein aðal- ástæðan fyrir þessari breytingu er vitanlega sú breyting sem átt hefur sér stað i þróun hljóm- tækja og upptökutækja á siðast- liðnum árum. Plötur eru nú al- mennt mun betur teknar upp en fyrir þrem fjórum árum, og hljómgæði þeirra fara sifellt batnandi. t Bandarikjunum eru framleiddar sérstakar plötur fyrir diskótek, svo að hljóm- gæðin verði sem bezt. Eru það litlar 33 snúninga plötur. Þá þykir það ekkert vafamál, að það hefur mikið að segja, að plötusnúðurinn sjálfur sé góður og erlendis fá góðir plötusnúðar svivirðilega gott kaup. I Banda- rikjunum verða þeir að vera það goðir að þeir geti keppt við plötusnúða útvarpsstöðvanna, en hið frjálsa útvarp þar i landi hefur gert það að verkum, að mjög mikið er þar af li'flegum og góðum tónlistars töðvuni. Vinsælustu útvarpsplötusnúðar þar geta fengið allt að 300.000 dollara i föst árslaun, og annað ' eins fyrir að selja þætti sina i aðrar stöðvar. Hérlendis eru diskótekin vinsæl meðal annars fyrir þær sakir, að þau eru skemmtilega inréttuð og hæfilega stór, þannig að mun auðveldara er fyrir fólk að skemmta sér f þeim og láta sér liða vel með glas i hönd, en á troðfullum stærri stöðum borgarinnar. Þá er það ekkert vafamál, að gott diskótek er betra en slarkfær eða sæmileg hljómsveit. Látum við nú þessu spjalli um diskótek lokið að sinni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.