Vísir - 20.09.1975, Síða 5

Vísir - 20.09.1975, Síða 5
Vísir. Laugardagur 20. september 1975. KIRKJAN O G ÞJÓ niJV VER ÞU FYRIRMYND Aðalritin i Nýja testamentinu eru guð- spjöllin og bréfin. — Pálsbréfin —. Af þeim eru þrjú, sem eru Hirðisbréf og bera raunar það nafn með rentu. Af þessum bréfum eru tvö til Timóteusar og eitt til Titusar. Enda þótt þessi svonefndu Hirðisbréf séu langt frá því að vera meðal kunnustu rita i N.T., eru þau hollur og uppbyggj- andi lestur og geta verið hverjum athug- ulum og leitandi lesanda til sannrar sálu- bótar, ef hann letrar þeirra góðu orð á hjarta sitt og gerir þeirra heilnæmu ráð að sinum lifsreglum. I fyrsta Hirðisbréfinu er minnzt á kenninguna ogmarkmið hennar. Og hvert er það markmið? Bréfritarinn er ekki i neinum vafa um það. — Það er vitanlega kærleikurinn. Og það vefst ekkert fyrir honum hvernig þessi kærleikur á að vera, n.l. þannig: Hann á að vera af hreinu hjarta — góðri samvizku og hræsnislausri trU. En það er sama hversu góð og holl og hræsnislaus kenningin er. Hún er ekki einhlit. Það væri sama hve vel og vand- lega væri með þessa kenningu farið, af hve mikilli mælsku hún væri flutt af hve miklum eldmóði værifyrirhennibarizt — allt væri það til li'tils gagns, ef breytni boðandans væri ekki i samræmi við hið boðaða orð. Þess vegna segir siðar i þessu sama bréfi, og að framan er vitnað i, á þessa leið: „Bjóð þú þetta og kenn það... en ver þú fyrirmyndtrúaðra, i orði, ihegðun, i kær- leika, i trú, i hreinleika. A þetta ber ætið að leggja hina rikustu áherzlu. — Að haga lifi sinu i samræmi við fagnaðarerindið'og þær siðgæðisreglur, sem það felur i sér og það gerir kröfu til. Að öðrum kosti fellur boðun þess máttlaus niður. — O — Það hefur nú, eins og stundum endra- nær, verið rætt um ýmsar hliðar á starfs- háttum kirkjunnar. Og það er talið eðlil. ogsjálfsagt, að i þeim efnum verði hún að fylgjast með timanum og taka þeim breytingum, sem nýir þjóðfélagshættir og breytt aðstaða krefst. Ensannleikurinn er sá, að hvernig sem þeim málum er skip- að og hversu vel, sem kirkjunni tekst að laga sitt ytra form og skipulag, þá er þó alltaf mest um það vert, að hverjum boð- anda kristinnar kenningar takist að móta lif sitt og breytni eftir fagnaðarerindinu, sem hann er vigður til að boða og hann trúir, að sé hverjum manni leiðin til hamingju og heilla. Ekki setjum við okkuri dómarasæti yfir samferðamönnunum. En þarft og hollt er okkur öllum að rifja upp sögu þeirra, sem við getum verið sammála um að gerðu hina kristilegu manngildishugsjón að veruleika i lífi sinu og starfi. Og hlýddu á þannhátt dagskipan Páls postula til sins trUa lærisveins Timóteusar, VER Þó FYRIRMYND: Slika fyrirmynd hefur fólk alltaf kunn- að meta hvað sem um kennimátann mátti segja. t gamla daga orðaði fólkið það þannig um þann prest, sem þvi fannst vera til fyrirmyndar: „Hann kennir á stéttunum”, þ.e.a.s. öll framkoma hans i daglegu lifi, öll umgengni við náungann var ekki siður vænleg til góðra og gagn- legra áhrifa heldur en snjallar ræður og skörulega fluttar predikanir. — Þær gátu verið góðar með en ekki voru þær einhlit- ar. — Siður en svo. í Timóteusarbréfinu fyrra er á það minnt, að orðastælur séu til litils gagns. Þær geti orðið áheyrendum til falls. Á hitt beri að leggja kapp að sýna sjálfan sig fullreyndan fyrir Guði, verkamann, er ekki þarf að skammast sin, sem fer rétt með orð sannleikans. Þetta eins og svo margt annað i Hirðis- bréfunum eru eftirtektarverð og vekjandi orð. Það munum við komast að raun um ef við lesum þau, eins og annað i orði Guðs með lotningu og bænarhug, hafandi hann i huga, sem hinn góði hirði , hann sem leggur lif sitt i sölurnar fyrir sauðina. Vertu hjá mér hirðir beztur lijarta mitt svo eigir þú. Þegar dug og djörfung brestur, Drottinn gef mér nýja trú. Vertu hjá mér hvort ég þarf hvildar eður vinn mitt starf. Loks er æviárin þverra allra næst mér vertu, herra. O «a( Sem draumur liðinn Björn Björnsson á Klúku i Tungusveit i Strandasýslu andaðist 3. nóv. 1908 og var þá 99 ára og þrem mánuðum betur. Hann hélt sálar- kröftum til hins siðasta og þessa visu kvað hann skömmu fyrir and- lát sitt: Eg man fyrst mitt æskuvor ungdómsglaum við riðinn. önnur flest min ævispor er sem draumur liðinn. Björn kunni frá mörgu að segja, og er það ein æskuminning hans, að fyrsta stundaklukkan kom i sveitina að Tröllatungu. Fólk þyrpt- ist til kirkju að sjá þetta furðuverk en gamall karl frá Seljavik sagði, að fólkið skyldi ekki frýnast mikið I þetta. Það væri áreiðan- lega púki inni i klukkunni, þvl að það væri eigi annarra en þess, sem sólina hefði skapað, að geta sagt hvað timanum liði. Einn er meðalgangarinn Einn er Guð og einn er meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Jesús Kristur, sem gaf sig sjálfan til lausnar- gjalds fyrir alla til vitnisburðar á sínum tim a. Leyndardómur guðhræðslunnar Og vitanlega er leyndardómur guðhræðsl- unnar mikill: Hann, sem opinberaðist i holdi, var réttlættur í anda, birtist englum, boöaður með þjóðum, var trúað i heimi, var hafinn upp i dýrð. Fyrirheit Þvi að likamleg æfing er til litils nýt, en guðhræðslan er til allra hiuta nytsamleg og hefur fyrirheit bæði fyrir þetta lif og hið komanda. Hann verður trúr Þviaðef . vér höfum dáið með honum, þá munum vér og lifa með honum, ef vér stöndum stöðugir, þá munum vér og með honum rikja, ef vér afneitum honum, þá mun hann og afneita oss, ef vér erum ótrúir, þá verður hann samt trúr, þvi að ekki getur hann afneitað sjálfum sér. Hreinum hreint Allir hlutir eru hreinum hreinir, en flekk- uðum og vantrúuðum er ekkert hreint heldur er bæði hugur þeirra flekkaður og samvizka. Þeir segjast svo sem þekkja Guð en afneita honum með verkunum. Náðargjöfin Eg minni þig á að glæða hjá þér þá náðar- gjöf Guðs. sem i þér býr fyrir yfirlagning handa minna, þvi að ekki gaf Guð oss anda hugleysis heldur anda máttar og kærleiks og stillingar. MIKLABÆJARKIRKJA ,,Á Miklabæ svo margt til ber, sem mundi ei nokkurn gruna”, segir i einu frægasta kvæði Einars Ben., sem margirkunna. Enhér er ekki ætlunin að fjalla um foma sögu heldur að kynna nýja kirkju á þessu skagfirzka prests- setri, sem vigð var að viðstöddu miklu fjölmenni 3. júli 1973. Eins og sést á myndinni, er þetta hið stæðilegasta hús. Það er timburhús á steyptum kjallara, lágveggjað en þak- mikið og standa sperrurnar alla leið i jörð niður sem er óvanalegti Gamla kirkjan á Miklabæ brann hálfu ári áður en þessi var vigð og með henni flestir gripir hennar og búnaður. Hér er þvi allt nýtt og skal ekki annað inventari- um nefnt en altarið og skirnarfonturinn sem hvort tveggja er höggvið úr islenzk- um grásteini. Miklabæjarkirkja rúmar á annað hundrað manns i sæti. í henni er söngloft og hljómburður góður. Klukknaportið, sem kemur i staðinn fyrir turninn setur svip á staðinn. i stöpul þess eru greyptar leifar af annarri klukk- unni Ur kirkjunni, sem brann. Um fjáröfl- un til byggingar þessarar kirkju sem kostaði mikið fé skal þess eins getið, að börnin i Blönduhliðinni söfnuðu all-stórri fjárhæð til kaupa á róðukrossi og kerta stjökum. Af nöfnum skulu þessi nefnd: Teiknari, Jörundur Pálsson Reykjavik: yfirsmiður, Guðmundur Márusson Útgarði, form. bygginganefndar, Sigurð- ur Jóhannsson Úlfsstöðum, form. sóknar- nefndar, Magnús Gislason Vöglum. Sr. SigfUs J. Árnason er prestur á Miklabæ, en oragnisti er Jóhanna Sigriður Sigurðardóttir, kona hans.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.