Vísir - 20.09.1975, Síða 6

Vísir - 20.09.1975, Síða 6
6 Vísir. Laugardagur 20. september 1975. Otgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri og ábm: Ritstjóri frétta: Fjéttastjóri erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Davið Guömundsson Þorsteinn Pálsson Arni Gunnarsson Guömundur Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Slmi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. 1 iausasölu 40 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Jöfnun kosningaréttar milli þéttbýlis og dreifbýlis Kjördæmaskipan hefur lengi verið þrætuefni i is- lenzkum stjórnmálum. Breytingar á kjördæmum hafa alla jafnan verið mikið hitaefni og þær hafa ávallt kostað stór átök milli stjórnmálaaflanna i landinu. Eftir að hlutfallskjör var tekið upp i fáum, stórum kjördæmum fyrir 16 árum hafa þó tiltölu- lega litlar umræður farið fram um þessi efni. Stöku sinnum hafa þó komið fram hugmyndir um að endurvekja einmenningskjördæmin. Engar al- varlegar umræður hafa farið fram um þetta efni. Þar ræður mestu að fram til þessa hafa menn verið tiltölulega ánægðir með gildandi kjördæmaskipan. Hún hefur tryggt nokkuð jafna stöðu flokkanna og af þeim sökum hefur ekki verið grundvöllur fyrir þvi að hrófla við kerfinu. í kjölfar þeirrar miklu byggðaröskunar sem átt hefur sér stað á siðustu árum er ekki lengur unnt að tala um að núverandi kerfi tryggi jafnræði. Að visu halda flokkarnir enn þingmannafjölda nokkurn veginn i samræmi við atkvæðamagn. ójöfnuðurinn er i þvi fólginn að atkvæðin vega nú orðið mjög mis- jafnlega á metaskálunum eftir þvi hvar á landinu menn krossa við flokkinn sinn. Hvert atkvæði greitt i Reykjavik og á Reykjanesi hefur nú margfalt minni áhrif en atkvæði úti á landsbyggðinni. Þannig hefur eitt atkvæði greitt vestur á fjörðum fjórfalt meiri áhrif en atkvæði i Reykjaneskjördæmi. Hér er um svo hrikalegt mis- ræmi að ræða, að lengur verður ekki unað við óbreytt ástand. í kjölfar þessarra breyttu aðstæðna hafa eðlilega komið fram kröfur um úrbætur. Fram til þessa hefur verið ákveðin tilhneiging til þess að viður- kenna að dreifbýlisatkvæði ættu að hafa meira vægi en þéttbýlisatkvæðin. Með bættum samgöng- um og aukinni sjálfstjórn sveitarfélaga og samtaka þeirra má færa rök að þvi að ekki sé sama ástæða og áður fyrir þessum ójafna kosningarétti ein- staklinganna. Krafan um jafnan kosningarétt þéttbýlis og strjálbýlis á af þessum sökum æ rikari hljómgrunn. Það er hins vegar mikið álitamál hvernig standa beri að breytingum á kjördæmaskipan. Hugsanlegt er að skipta þingmönnum á nýjan leik milli núver- andi kjördæma i meira samræmi við ibúafjölda en nú er. Þá hafa verið settar fram athyglisverðar hug- myndir um tviskipt kosningakerfi þar sem bæði væri kosið i einmenningskjördæmum og stórum hlutfallskjördæmum. Ýmsir aðrir kostir koma að sjálfsögðu til greina. Mestu máli skiptir að almenn- ingur knýi nú stjórnmálaflokkana til þess að hef jast handa um úrbætur. Stjórnarskrárnefnd hefur setið á rökstólum um nokkurn tima án sýnilegs árangurs. Eðlilegt væri að fela henni að hafa frumkvæði i þessum efnum. Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar er hvort eð er óþörf og þjónar engum tilgangi. Eðlilegt er þvi að fela þessari nefnd að einbeita sér fyrst og fremst að þessu afmarkaða verkefni og skila tillögum þar að lútandi. Umsjón: GP i Við minnismerki finnska tónskáldsins Slbeliusar, ekki verri staður en hver annar til þess að dvelja ef i menn hafa ekkert sérstakt við tlmann að gera eins og t.d. atvinnuleysingjar sem eru nú 100.000 I Finn- ; landi. : Finnar ganga til al- : mennra kosninga á [ morgun og eins og viða 3 á þessum siðustu og 3 verstu timum fara þær : fram i skugga vaxandi | atvinnuleysis og met- j viðskiptahalla. : En nú strax fyrir j kosningarnar hefur : borið mjög á umræðum um möguleika á þvi, að stjórnarmyndun að kosningunum loknum gæti dregizt kannski allt fram á næsta ár. Til kosninganna var Stjórnar- kreppa í Finnlandi boðað í júni s.l. eftir að slitnaði upp sam- vinnu vinstri- og mið- flokka i stjórninni. Menn búast ekki við þvi að kosningarnar muni raska mikið valdahlutföllum flokkanná inn- an þingsins (Eduskunta) þar sem 200 fulltrúar eiga sæti. Siðustu skoðanakannanir benda til þess að fjórir stærstu flokkarnir, socialdemókratar, kommúnistar, ihaldsmenn og miðflokkurinn, muni halda fylgi sinu. —En i kosningunum 1972 fengu þessir fjórir samtals um 70% atkvæða. Flestir pólitiskir spámenn meðal Finna búast við þvi að litlu flokkarnir gjaldi afhroð. Þar á meðal flokkur Veikko Vennamo, sem er mikill and- stæðingur Uhro Kekkonens. En allra síðustu kannanir virtust þó benda til þess að flokkur hans væri ögn að bæta við sig aftur á elleftu stundu. En vegna ósættis vinstri- og miðflokkanna þykir fyrirsjáan- legt að erfitt verði að koma saman stjórn eftir kosningar. Atvinnuleysi hrjáir Finna um þessar mundir og þvi spáð aö eftir kosn- ingarnar? það eigi eftir að versna sem nemi tveim til fjórum af hundr- aði fram að áramótum. Með 100.000 Finna atvinnulausa og 8.000 milljón (finnskra) marka viðskiptahalla við útlönd þá eru efnahagsmálin efst á baugi. Framundan eru þvi að líkind- um einhverjar harkalegar ráð- stafanir sem mælast munu vafalaust misjafnlega fyrir eftir þvi hvar þær koma harðast nið- ur. Undir þeim kringumstæðum eru ekki allir ginnkeyptir fyrir þvi að taka við. Finnland er kaliað þúsund vatna landið. Þannig kemur það fyrir augu Ijósmyndarans séö ofan frá. Þannig er til dæmis flestra hald, að socialdemókratar muni vilja biða þar til samtök málm- iðnaðarmanna sem eru áhrifa- mesta stéttarfélagið hafa kosið nýja menn til forystu i október- lok, áður en þeir hreyfa sig til þátttöku í stjórnarmyndun. Þvi álita margir að ný stjórn sem leysa mundi af hólmi stjórn Keijo Liinamaa, forsætisráð- herra, líti ekki dagsins ljós fyrr en á nýja árinu. Kommúnistar gáfu þó til kynna nýlega að þeir myndu til- leiðanlegir að axla stjórnará- byrgð ef þeir fengju rétta föru- nauta. Aðallega þá socialdemó- krata og miðflokkinn. — Það þykir þóekki sennilegt að þessir þrir geti barið saman málefna- samning til að standa á nema þá á lengri tima. — Kommúnista- flokkurinn sem er næststærsö flokkur Finnlands tók þátt i samsteypustjórnum á siðasta áratug, en hefur verið sifellt i stjómarandstöðu siðan 1971. 1 dag skipta flokkarnir þing- sætum þannig á milli sin, að fjórir samstarfsflokkar núver- andi stjórnar hafa 107 þingsæti (af 200). Socialdemókratar hafa 56, miðflokkurinn 35, frjálslynd- ir 7 og sænski flokkurinn 9. 1 andstöðunni hafa kommún- istar 37 þingsæti, ihaldsflokkur- inn 33, flokkur Vennamo 18 og smáflokkarnir skipta afgangn- um á milli sin. ss::::::::::::::: B £i !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ l■■■■■■■■■■■■■■■■■••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■>

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.