Vísir - 20.09.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 20.09.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Laugardagur 20. september 1975. FLUGAN Eru leikhúsin að gamlast? Sá sem veltir fyrir sér vali is- len/kra leikhúsa á erlendum leikritum siðustu misséri, sér auðveldlega fyrir sér gamalgró- iðsafn, þar sem keppzt er við að raða i sýningarskápana menj- um frá liðinni tið. Sérstaklega á þessi samliking við ef spurt er eftir þvi sem efst er á baugi I leikritun erlendis — þar hafa leikhúsin haft lltið sem ekkert upp á að bjóða. Ætti að draga ályktun af þeim leikritum sem sézt hafa á is- lenzku sviði siðastliðna tvo vet- ur, gæti maður haldið að öll heíztu leikskáld sem nú eru uppi, væru látin eða hætt að skrifa, ogleikritun þar með liðin undir lok — i þessu tilfelli verð- ur þó að undanskilja sænska framleiðslu. Þetta er þvi furðulegra, ef hugsað er til þess, að fyrir að- eins örfáum árum þótti ekkert tiltökumál, þó verk eftir Max Frisch, Durrenmatt, Ionesco, Beckett, Weiss, Sartre, Albee, Pinter, Mrozek, Arrabal væru leikin hér að staðaldri — ög eru þessi nöfn þó aðeins valin af handahófi. Hvað er að gerast i leikritun erlendis? Eru menn hættir að skrifa leikrit? Eða eru islenzku leikhúsin farin að gamlast og hætt að fylgjast með timanum? Þvi miður virðist stefnan sú að sýna alls ekki nútimaverk skrifuð eftir strið, — I.þessu til- felli verður þó að undanskilja samsetning frá frændum Dana, Svium. Fyrirbærið dularfulla Til er fyrirnæri i islenzku leik- húsi, sem er svo sér-islenzkt, að ég veit enga þjóð sem getur státaðaf neinu liku. Hér á ég við innflutning á sænsku grátkonu- væli upp á islenzkt leiksvið. Fyrir einhverja óskiljanlega uppljómun hafa leikhúsin talið það heilaga skyldu sina aðtelja blásaklaúsúm Islendingum trú um að i Sviþjóð væri að finna lif- andi brunn hins andlega seims! Grátkonuvæl þetta sem læzt gjarnan brjóta þjóðfélagsleg fyrirbæri til mergjar, sækir helzt efnið á upptökuheimili, elliheimili, vandræðaheimili, sjúkraheimili eða kærleiks- heimili. Venjulega er þessi samansetningur álika merki- legur og leiðari i dagblaði. Munurinn er bara sá að dagblað er heppilegri vettvangur fyrir leiðara en leikhús, á sama hátt og leiksvið reynist að öllu jöfnu betur fallið til leiksýninga en dagblað. Sé tilgangurinn sá að vekja fólk til hugsunar um þau mál sem leikritin þykjast skilgreina, skjóta þau oftast framhjá markinu, þvi ég þekki engin dæmi þess að fólk hafi verið vakið til umhugsunar i leikhúsi, með þvi að reyna að drepa það úr leiðindum. Venjulega skortir þau allan kraft, sannfæringu og innri eld til að halda athygli áhorfandans, — að ég nú tali ekki um húmorinn, sem naumast örlar á. Leiktextinn sjálfur er grátbólgið núll. Ef menn vilja sýna pólitiskar þjóðfélagsádeilur sem einhver kraftur og andagift er i, þá standa Arrabal, Weiss, Havet eða Genet og Gunter Grass okk- ur nær, auk fjölda annarra höf- unda bæði fyrir austan og vest- an tjald. Að ekki sé minnzt á alla lærisveina Brecht. Ég get þvi miður ekki skýrt áhuga islenzkra leikhúsa á sænsku grátkonuhjali — grát- konur háfa aldrei valdið byltingu. Það væri óskandi að leikhúsin sýndu meir af þvi sem er að gérast i leikritun erlendis, bæði til að örva og upplýsa is- lenzka leikritun, og siðast en ekki sizt til að kynna áhorfend- um það Sem ferskast er i nútimanum. Við skulum vona að korhandi leikár bjóði heim betri tið og litskrúðugri blóm- um i haga. Ef norræn samvinna og sam- skipti eiga eftir að framkalla önnur eins móðurharðindi á öðrum sviðum og við höfum gengið i gégnum á islenzku leiksviði siðustu misseri, þá er kannski loksins kominn pottþétt skýring á þvi hvers vegna for- feður vorir flúðu frá Skandinaviu. Eru íslenzk leikhús hætt að fylgjast með timanum: þvi sem er efst á baugi I leikritun erlendis? Myndin sýnir atriði úr Beðið eftir Godot sem Leikfélag Reykjavikur sýndi leikárið 1959—60. (leikstjórn: Baldvin Halldórsson, þýðing: Indriði G. Þorsteinsson) Leikarar: Flosi Ólafsson sem Pozzo, Guðmundur Pálsson sem Lucky, Arni Tryggvason sem Estragon, Brynjólfur Jóhannesson sem Vladi- mir. Hrafn Gunnlaugsson skrifar Meistaratvimenn- ingskeppni Bridgefé- lags Reykjavikur hófst s.l. miðvikudagskvöld og eftir fyrstu umferð eru Sigfús Þórðarson og Vilhjálmur Pálsson efstir með 207 stig. Röð og stig efstu para er sem hér segir: 1. Sigfús Þórðarson — Vilhjálmur Pálsson 207 2. Daniel Gunnarsson — Steinberg Rikarðsson 201 3. Ólafur H. Ólafsson — Jón G. Jónsson 195 4. Einar Þorfinnsson — Páll Bergsson 191 5. Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrimsd 189 6. Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartars. 188 Stundum er erfitt að skilja bridgegyðjuna 7. Jón Baldursson — Guðmundur Arnarson 187 8. Gylfi Baldursson — Sveinn Helgason 187 9. Birgir Þorvaldsson — Brynjólfur Bjarkan 180 10. Vilberg Skarphéðinsson — Gunnar Vagnsson 179 Hér er spil úr B-riðli slðustu umferðar, sem vafðist fyrir mörgum. Staðan var n-s á hættu og norður gaf. A A-G-7-6-3-2 ■V 10-5 ♦ 9-4 * G-10-3 A 10-5-4 yc AD-7-5 * A-K-D-9-8-7 A 9 V K-9-6-4-3 ♦ K-6-2 * 6-5-4-2 ♦ K-D-8 ' y A-D-8-7-2 :A-G-10-8-5 ekkert Spilið var spilað á sex borðum og árangur var allt frá sex spöð- um unnum niður i þrjú hjörtu, þrjá niður. Þeir sagnhafar, sem spiluðu hjartasamning urðu 800 niður, annar var i þremur dobluðum og hinn i fjórum dobluðum. Ég er ekki frá þvi að það séu mak- leg málagjöld til handa þeim, sem hafna i svo lélegum loka- samning. Hinir sagnhafarnir spiluðu allir spaðasamning. Einn spil- aði fjóra spaða og tapaði þeim, sem mér virðist vera hreint af- spil. Annar spilaði fimm spaða og var þrjá niður, hefur senni- lega verið að bauka við að vinna þá, en hinir tveir voru I sex spöðum. Á öðru borðinu gengu sagnir þánnig: Norður Austur Suður Vestur p 3 lauf D 5 lauf 5 spaðarP 6 spaðarP P Austur spilaði út laufakóng, sem var trompaður i borði. Sagnhafi getur raunverulega engu spilað nema tigli og hann tók ás og meiri tigul. Vestur sér um leið, að spilið stendur ef hann drepur á kónginn (það er rc _ 125 World Bridge Cbampionship Bridge á slfellt meiri stuðningi að fagna hjá stjórnvöldum. 1 sam- bandi við sfðustu heimsmeistarakeppni I bridge, sem haldin var á Bermuda voru gefin út þessi fjögur frimerki. auðvelt að ganga úr skugga um það) og þvi lét hann strax lágt. Austur drap feginn meö drottn- ingu og réðst á hjartainnkom- una með þvi að spila hjárta- gosa. Sagnhafi tók nú eina vinn- ingsmöguleikann, þ.e. svinaði drottningunni og varð tvo niður þegar austur trompaði hjarta til baka. Á hinu borðinu gengu sagnir þannig: Norður AusturSuður Vestur 2 spaðar P 6 spaðar P P P Það er stundum erfitt að skilja spilagyðjuna, að hún skuli verðlauna norður fyrir þessa vitlausustu opnun i heimi. En ef til vill ætlar hún að ná sér niður á honum seinna. En snúum okkur að spilaborð- inu. Austur spilaði út laufaás, sem var trompaður i borði. Siðan kom tigulás og meiri tig- ull — og vestur drap á kónginn. Nú var sama hverju vestur spil- aði, slemman stendur og n-s fengu gulltopp. Bridgeheilrœði BOLS að byrja aftur Hollenska stórfyrirtækið BOLS hefur ákveðið að efna til annarrar keppni um bezta bridgeheilræðið. Sjö stórmeist- urum hefur verið boðið að skrifa stuttar greinar og munu bridge- blaðamenn siðan velja sigur- vegarann. Góð verðlaun eru i boði,. þessir aðilar keppa um þau: Anna Valenti (ítalia) Jeremy Flint (England) Pietro Forquet (ltalia) James Jacoby (USA) Pierre Jais (Frakkland.) Sammy Kehela (Kanada) Howard Schenken (USA) Enda þótt ofangreindir aðilar séu allir meðlimir i félagi bridgeblaðamanna, þá eru þeir valdir eingöngu vegna þess að þeir eru spilárar á heimsmæli- kvarða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.