Vísir - 20.09.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 20.09.1975, Blaðsíða 16
16 Vísir. Laugardagur 20. september 1975. 0 KVÖLD | rn □AG | D KVÖLD | O DAG | D □ J ‘0 > X. Formaður íuú Stéttarsam- bands bœnda kemur að athugasemdum t dag veröur útvarpaö siöasta þætti Páls Heiðars Jónssonar „A þriðja timanum”. Að þessu sinni verða gestir hans þau Bryndis Schram, hús- móðir, Ragnar S. Halldórsson, forstjóri og Gylfi Gröndal, rit- stjóri. Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda, kemur einnig fram i þættinum. Kemur hann þar á framfæri at- hugasemdum i sambandi við landbúnaðarmál. Einkum er þessum athugasemdum beint gegn þvi sem komið hefur fram um landbúnaðarmál i þáttum Páls Heiðars ,,Á þriðja timan- um”. Ekki má gleyma frétt vikunn- ar sem Ólafur Sigurðsson velur og les. Ekki er að efa að mörgum verður eftirsjá af þessum ágæta þætti sem hefur verið eitt vin- sælasta útvarpsefnið i sumar. Við fórum niður i útvarp og ætluðum að mynda Pál Heiðar i bak og fyrir svona rétt áöur en hann kveður okkur. En eins og menn ef til vill vita þá ætlar Páll Heiðar að setjast á skólabekk i vetur og nema við Háskóla Is- lands. Svo liklega munum við heyra minna i honum en ella. Að mynda Pál Heiðar var ekki auðsótt mál. Við máttum reynd- ar mynda hann „i bak” en ekki fyrir. Skýringin á þessu undar- lega æði var sú að Páll kvaðst ekki fá frið fyrir ókunnugu fólki, sem vildi tala við hann skæting og annað þegar uppgötvaðist hver hann væri. Við höfum auðvitað heyrt að ýmsar stórstjörnur eins og Elisabeth Taylor, Jakúlina Onassiss og Sophia Loren hafa einmitt kvartað yfir þessu sama. Þær eru jafnvel enn þreyttari á þessu en Páll Heiðar og hafa beitt ýmsum brögðum til að losna við uppáþrengjandi ljósmyndara. En að við íslendingar séum að ónáða stórstjörnurnar okkar, það er jú bara dónaskapur.... — HE. Bryndis Gylfi Ragnar Þau sem taka þátt i umræöum „A þriðja timanum” eru Bryndis Schram, kennari og ieikkona, Gylfi Gröndai, rit- stjóri og Ragnar Haildórsson, forstjóri. En hver er fjórði mað- urinn. Þeir sem vita svariö við þeirri þraut geta sent úriausn- ina til dagbiaðsins Visir, utanáskriftin er Visir, Siðumúla 14, Reykjavik, isiand. ■> „Leynistjórnandinn”! Ilver er hann? Sjónvarp M. 20.55 í kvöld Stina stuð eða Steinka stuð, Steinunn Bjarnad^ttir leikkona er orðin heimsfræg hérna a íslandi undir þessurjfi tveimur nöfn- um eftir að hafa sungið inn á plötu með Stuð- mönnum og ferðast með þeim vitt og breitt um landið. I kvöld mun hún syngja i sjón- varpið gamlar og nýjar gaman- visur og er öruggt að öll þjóðin mun hlusta á þessa ágætu lista- konu. Steinunn lærði fyrst að leika I Leiklistarskólanum hjá Lárusi Pálssyni, sem nú er látinn. Siðan sigldi hún til Englands og stundaði leiklistarnám i Kon- unglega leiklistarskólanum i London. Steinunn Bjarnadóttir, öðru nafni Steinka stuð, syngur ganilar og nýjar gamanvisur I sjónvarpinu. Steinka sluð í stuði Eftir að hún lauk námi þar ytra kom hún heim og fékk hlut- verk I Nýársnóttinni og Islands- klukkunni. Einnig lék Steinunn i ýmsum revium við góðan orðs- tir. Hún lék ekki aðeins gamansöm hlutverk heldur kom einnig fram i leikritinu „Djúpt liggja rætur”, þar sem hún fór með mjög alvarlegt hlutverk. Nú hefur Steinunn búið I London i 11 ár og má segja að hún hafi lagt leiklistina á hill- una. En hún hefur samt ekki alveg sagt skilið við listina, þvi hún málar i fristundunum. Steinunn er nú farin af landi brott heim til eiginmanns sins, en þau hjón búa i London eins og áður segir. Við eigum örugglega eftir að sjá meira af þessari hressu konu, sem er um sextugt, og jafnframt ein vinsælasta poppstrarna þróðrinnar. —HE „Lœknir í vanda" kl. 20.30 í kvöld Bingham í það heilaga Nú eru Bingham og Mary gengin i það heilaga. Þau ætla auð- vitað i brúðkaupsferð. En áður safnast vinir og kunningjar saman til þess að óska brúð- hjónunum til hamingju og gefa þeim gjafir. Mary þarf að skreppa frá i smátima og sinna læknisstörf- um. Á meðan hella nokkrir félagar Bing- hams hann fullan og setja hann i gifs. HE Sjónvarpsleikrif kl. 21.25 ó sunnudag „í HINUM ILLA RAUN- VERULEIK HEFUR MARGT GOTT VAXIÐ" Sjónvarpslciksritið „Frost- nætur” er eftir Mou Martinson eins og eiginkona nobelskáids- ins, Harry Martinson er venjulega ncfnd. Fullu nafni heitir hún llelga Maria Martin- son. Moa Martinson er þekkt skáldkona i Sviþjóð. Hún hefur geftð út fjölda skáldsagna og eitt ljóðasafn. Hún er svokallað öreigaskáld, þvi hún fjallar fyrstogfremstum stöðu og kjör fátæks verka- og bændafólks. Moa Martinson var sjálf af mjög fátæku fólki komin og hlaut litla skólamenntun. Hún giftist ung og átti fjölda barna. Arið 1920 byrjaði hún að skrifa um stjórnmál og félagsl. efni i timarit og blöð verkalýðsins. Einnig var hún mjög virk i verkalýðssamtökunum. Hún tók siðan að skrifa skáld- sögur og varð fyrst verulega þekkt þegar - skáldsagan „Tig mamma” var gefin út 1927. Moa missti eiginmann sinn en giftist Harry Martinson árið 1929, sem hlaut bókmenntaverð- laun Nobels fyrir skáldskap sinn. En þegar þau giftust var Harry að gefa út sina fyrstu bók. Talið er að hjónabandið með Martinson hafi eflt Mou mjög sem rithöfund. „Svenska Litteratur Lexikon” segir að þótt Moa hafi lýst kjörum öreiga þessa tima, sem voru mjög slæm þá hafi réttlætiskennd hennar og lifs- þorsti komið i veg fyrir að hún yrði á nokkurn hátt talsmaður bölsýni. Sjálf hefur Moa Martin- son sagt, að það sé til margt illt, sem menn mega gjarnan gleyma, en i hinum illa raun- veruleika hefur einnig margt gott vaxið og það eru þær hliðar mannlifsins sem Moa Martinson hefur lagt áherzlu á i verkum sinum. HE. SJÚNVARP • Laugardagur 20. september 18.00 iþrótlir. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Læknir I vanda, Breskur gamanmyndafldkkur. Brúðkaupsferðin. Þýðandi Stefán Jökulsson 20.55 Steinunn Bjarnadóttir. Leik- og söngkonan Stein- unn Bjarnadóttir syngur gamlar og nýjar gaman- visur i sjónvarpssal. Undir- leikari Arni Isleifsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.15 Lestin. (The Train) Bandarisk biómynd frá' árinu 1965. Aðalhlutverk Burt Lancaster, Paul Scofield og Jeanne Moreau. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin gerist i Frakklandi árið '44. Landið er hersetið af Þjóðverjum, og þeir ætla sér að flytja mikið af verðmætum listaverkum úr listasafni i Paris til Þýska- lands. Franskir föðurlands vinir vilja koma i veg fyrir þessa flutninga og revna með ýmsum ráðum að tefja lestina, sem flytur hinn dýr- mæta farm. 23.20 Dagskrárlok. Sunnudagur 21. september 18.00 Höfuðpaurinn Bandarisk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.25 Gluggar Bresk fræðslu- myndasyrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 18.50 Kaplaskjól Breskur myndaflokkur, byggður á sögum eftir Monicu Dickens. Vitringurinn Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 19.15 IIlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Maður er nefndur Eyjólf- tir Eyjólfsson á Hnausum i Vestur-Skaftafcllssýslu Séra Sigurjón Einarsson á Kirk jubæjarklaustri ræöir við hann. Stjórn upptöku Þrándur Thoroddsen. 21.10 Einsöngur i sjónvarpssai Eiður Gunnarsson syngur lög eftir Arna Thorsteins- son. Ólafur Vignir Alberts- son leikur með á pianó. Um- sjón Tage Ammendrup. 21.25 Froslnætur Sænskt sjón- varpsleikrit, byggt á skáld- sögunni „Ragvakt” eftir skáldkonuna Moa Martin- son. Leikstjóri Göran Boh- man. Aðalhiutverk Krister Héll. Ernst, Gunther, Rolf Nordström, Tord Peterson, Christina Evers og Sif Ruud. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Leikurinn ger- ist um miöja 19. öid. Tiu ára drengur yfirgefur heimili sitt, langþreyttur á sifelld- um sulti og illu atlæti. Hann flækist um þjóðvegina i nokkra daga, en fær loks vinnu á stórbýii sem vika- piltur. En lifið þar er sist léttara en heima. Vorið er kalt. Heimilisfólkið vakir nótt eftir nótl yfir rúgakrin- um og reynir að bjarga hinni dýrmætu uppskeru frá fr.ostskemmdum. Moa Martinson fæddist árið 1890 á Austur-Gautlandi. Hún ólst upp i sárri fátækt og bjó lengst af ævi sinnar við þröngan hag. Seinni maður hennar var Nóbelsskáldið Harry Martinson. (Nord- vision — Sænska sjónvarp- ið) 22.25 Að kvöldi dagsSéra Guð- mundur Þorsteinsson fiytur hugvekju. 22.35 Dagskrárlok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.