Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1969, Blaðsíða 1
Henry VIII: Með fleiri en eina í takinu: „Ég bið þig í cinlægni að segja mér hug þinn um ást okkar“. Sir Richard Steele: Ágæti hinnar verð- andi eiginkonu: „I»ú ert eins fögur, fynd- in, heiðvirð og eins skapgóð og nokkur lifandi kona“. Frjálsræðisþjóðfélag það, sem við lifum í, hefur gengið af róm antíkinni dauðri. Hún dó rétt fyrir stríðsbyrjun 1939. Eftir það var Dylan Thomas einn um að skrifa viðkvæmnialeg og á- striðufull, sjálfsásakandi ástar- bréf til Pamelu Hansford John son. í maí 1934 skrifaði hann: „O, ástin mín, það ve'ldur mér sársauka að segja þér þetta, en ég verð að segja þér það vegna þess að ég vil alltaf segja þér sannleikann um mig. Og ég vil engin skipti. Það ert þú og ég eða enginn, þú og ég og enginn. En ég hef hagað mér eins og fífl og ætla að liggja í rúminu í viku. Ég er alveg að fá DT (delerium tremens) ástin, og ég hef sóað nokkru af hinni miklu ást minni til þín á slyttislega stelpu með málað- ar varir og hræðilegt mannorð. Mér er álveg sama um hana. Það ert þú, Pamela, sem ég elska alltaf og ævinlega“. í þessum örfáu, brennandi orð um er fólginn kjarni allra sannra ástarbréfa, mannlegur breyskleiiki og þörfin fyrir fyrir gefningu, einmanaleikinn í fjar veru ástvinarins og dýrir eiðar um ævarandi ást ef aðeins þau tvö, elskendurnir, fengju að vera saman. Síminn, sjónvarpið og unga fólkið sjálft, sem fer hjá sér við allt „ástarhjal“, hafa út- rýmt ljóðrænu rómantískra orða rómantískra játninga, „sálarkvöl um“ ástarbréfanna. Andagiftin kafnar í lokkaflóði „beat“-sveit anna og áhanganda þeirra og hin eina sanna ást byrjar ekki lengur með langdregnum spenn ingi þess að fá og skrifa op- inská bréf, heldur hálftíma nátt úruþjónkun upp í rúmi þar sem bezt þykir henta. Ótal ástairbréf sem varðveitzt hafa frá öllum tímum, sum allt frá tíundu öld, vitna um, að þannig hefur fólk ekki alltaf verið. Inn í flest elztu bréfin, eins og þau sem lafði Pelham í Pevensey-kastala í Sussex skrifaði lávarði sínum árið 1399 fléttast tal um umsátur og bar- daga, þar sem umsátur og bar- dagar voru daglegt brauð í þá daga hjá öllum sem áttu ein- hverjar eignir — og þá ekki sízt ef þeir áttu kastala. En almenningur, sem varla var skrif andi og hafði vissulega engin efni á pappír, varð að láta sér nægja að tálga „Ég elska þig“ í börkinn á einhverju trénu í útjaðri þorpsins og láta það tála máli hjartans. í tíð Hinriks áttunda aftur á móti, var lífið orðið friðsam- legra. Ástarbréfum hans til Önnu Boleyn var stolið af sendi manni páfans við ensku hirð- ina og eru enn geymd í Vati- kaninu. Þau bera keim af þeim tím- um, er kóngar og aðalsmenn tóku sér hvíld frá styrjöldum og höfðu lítið annað að gera en stunda veiðar og tennisleik og syngja ástarljóð. Hirðin var ein flækja af ástarævintýrum og ef til vill hefur hættan á að vera gerður höfðinu styttri aðeins hjálpað mönnum til að sigrast á 'leiðindunum. Fátt hef- ur að líkindum þótt óæskilegra en að verða gerður burtrækur til óðals síns, þar sem eini fé- lagsskapurinn var bændalið og þjónustustúlkur, þótt þær kunni að hafa þótt hnossgæti „á bak við tjöldin". Og Hinrik kóngur skrifar til Önnu árið 1522: „Til ástkonu minnar: Þar sem mjög virðist liðið síðan ég heyrði frá yður eða af heilsu yðar rekur ást mín mig til að senda boð- bera þennan ...“ eða: „Með hug leiðingu og yfirvegun á efni síðasta bréfs yðar hef ég bak- að mér miklar kvalir þar sem ég veit ekki hvernig skal túlka það. Ég sárbæni yður í ein- lægni að tjá mér hug yðar all- an varðandi ástina í millum okk ar“. Þessar ástúðlegu fyrirspurnir gleymdust brátt þegar Anna varð loks eiginkona hans. Og á meðan hann var að bræða það með sér hvort hann ætti að láta liálshöggva hana (nú var ekki umhyggjan fyrir heilsu fari hennar) skrifaði hann til Jane Seymour: „Kæra vinkona mín og frú Sá sem ber yður þessar fáu línur frá yðar dyggum þjóni, færir fögrumi hönduim yðar vott um einlæga ástúð mína til yð- ar, sem ég vona að þér viljið eiga ævirilega af einlægri ást yðar til mín. Ég tek yður vara fyrir því að leiksýning hefir verið gerð okkur til háðungar, og berist hún víða og komi yð- ur fyrir sjónir, bið ég þess að þér gefið engan gaum að“. Frá tíð Hinriks áttunda og fram á okkar daga hefir mikill grúi ástarbréfa verið skrifaður, bæði konungleg og ekki kon- ungleg. Bréf Dorothy Osborne til Sir William Temple eru ein frægustu ástarbréf sem til eru á enska tungu, en þá var und- irskriftin „yðar einlægur og auð mjúkur þjónn“ eins og Dorotihy skrifar, jafngildi ástarjátningar. Bréf hins ógæfusama Jonath- ans Swift til tveggja kvenna, Stellu og Vanessu, eru nærri jafn fræg. Swift var nútímaleg astur hinna fornu bréfritara, hið napra háð hans, skollaleik- urinn á milli ástmeyjanna og „barnamálið“ gefa þessum syni sautjándu aldarinnar sterkan nútímasvip. Átjánda öldin var glæsileg, ósiðleg, og opinská og hafði formskyn í ríkum mæli. Chest- erfield lávarður, sem skrifaði syni sínum bréf (í tveimur þykk um bindum) um konur og sið- ferði, var lýst þannig af Dr. Johnson, að hann hefði „sið- fágun eins og danskennari en siðferði eins og skækja". A ofan verðri átjándu öld og í byrjun nítjándu a’ldar náðu ástarbréf- in hámarki tilfinningahitans og listrænnar framsetningar. Þau endurspegla allt svið tilfinninga lífsins frá ísköldu skeytingar- leysi upp í óráðskenndan funa, allt frá orðum lafði Hamilton til Nelsons: „Ég óska af öllu hjarta að ég gæti dáið eftir tvær stundir og mætti vera kon an þín aðra þeirra!" og til hina fágaða stíls Elísabetar Barrett. Sunnudaginn 14. september 1846 skrifar hún Robert Browning: „Ástvinur minn. Ef þú fengir nokkru sinni ástæðu til að kvarta yfir mér í efnumi, sem mér eru sjálfráð og möguleg, hefðu allair aðrar komur rétt til að troða mig undir fótum, svo ill og auðvirðileg væri ég. Þetta er svar mitit við því sem þú skrif aðir í gær um að þú óskaðir að geta verið mér betri... þú! Getur nokkuð verið betra en að lyfta mér upp frá jörðinni og bera mig út í lífið og sólskin- ið? Ég er þín fremur unnin en gefin (og þó einnig gefin ástin mín!), því það sem þú hefur bjargað og gefið nýtt líf átt þú með réttu. Allt sem ég er á ég þér að þakka — ef ég get notið nokkurs nú eða héðan í frá, er það vegna þín. Þetta veiztu vel. Jafnvel og ég vissi, frá byrjun, að ég hefði ekkert afl gegn þér ...“ Ljóðskáldið Hazlitt greinir frá ást sinni á Þjónustustúlkunni Söru Walker, sem sveik hann, í ritinu Liber Amoris, sem er ástríðuþrungnara en nokkuð það er hann skrifaði til hennar: Framhald á bls. 11 John Kcats: örvæntingarorð deyjandi skálds: „Segðu mér að ])ú verðir aldrei . . . minna góð við mig. Ekkcrt í heiminum er svo bjart og fínlegt“. (Bréf til Fanny Brawne, 1819).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.